18.5.2020

Ljósi brugðið í VG-skúmaskot

Bækur - Stjórnmálasaga - Morgunblaðið 18. maí 2020

Í bók­inni Hreyf­ing rauð og græn – saga VG 1999 til 2019 er sögð saga hreyf­ing­ar „sem umbreytt­ist frá því að vera lít­ill, áber­andi and­ófs­flokk­ur í að verða sá næst­stærsti á Alþingi og leiðandi í rík­is­stjórn,“ seg­ir á vefsíðu VG. Sagn­fræðing­ur­inn Pét­ur Hrafn Árna­son skráði sög­una og seg­ist hann hafa fengið „fullt frelsi við rit­un og efnisöfl­un, þ.m.t. óheft aðgengi að fund­ar­gerðum og öðrum skjöl­um úr starfi VG, stjórn­ar og þing­flokks“. Þá seg­ir að í sög­unni sé ekk­ert dregið und­an og hún sé „á köfl­um átaka­saga“ – þar er ekki orðum aukið.

Bók­in (347 síður) kom út í stóru broti og ríku­lega myndskreytt í des­em­ber 2019. Er glæsi­lega að út­gáf­unni staðið og ekk­ert til sparað. Bók­in skipt­ist í átta meg­in­kafla með mörg­um undir­köfl­um. Þá fylgja viðauk­ar með úr­slit­um þing- og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga, list­um yfir kjörna full­trúa VG og stjórn­ir hreyf­ing­ar­inn­ar auk þing­mála­skrár VG. Í bók­inni eru heim­ilda- og nafna­skrár auk heilla­óskalista. Á milli kafla eru litaðar síður, rauðar og græn­ar, á sum­um þeirra má kynn­ast „rödd­um úr VG“, það er sjón­ar­miðum ein­stak­linga sem starfað hafa í flokkn­um og sum­ir fallið fyr­ir borð.

GVJ15F8U4Lýs­ing á flokks­starf­inu sam­rým­ist ekki alltaf lit­fag­urri um­gjörð bók­ar­inn­ar. Verst er ástandið þegar „hrein vinstri­stjórn“ Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur sit­ur og flokks­formaður­inn Stein­grím­ur J. Sig­fús­son er fjár­málaráðherra. Glímt er við mörg stór­mál en þyngst vega ESB-aðild­ar­um­sókn­in og Ices­a­ve-málið.

„Á fundi 13. apríl [2011] var, sam­kvæmt til­lögu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ákveðið að fá vinnustaðasál­fræðing til að aðstoða hóp­inn [þing­flokk VG] við að bæta and­rúms­loftið. En því var „tekið mis­vel í þing­flokkn­um og óttaðist ég að viðkom­andi hafi sjálf­ur þurft að leita sér aðstoðar eft­ir að hafa kynnst þing­flokki VG,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir við bók­ar­höf­und í maí 2018 (s. 232). Og enn hafði formaður VG þessi orð um ástandið: „Þetta líkt­ist einna helst langri spennu­senu úr Indi­ana Jo­nes-mynd þar sem einn rúllandi steinn­inn á eft­ir öðrum sótti að manni“.

VG-trúnaðarmönn­um er tamt að lýsa sér sem fórn­ar­lömb­um skoðana eða stjórn­mála­afla sem þeir verði nauðbeygðir að lúta til að ná völd­um. Við lest­ur bók­ar­inn­ar vakn­ar oft spurn­ing­in: Til hvers var bar­ist? Af hverju að halda í kredd­ur ef þeim er alltaf fórnað þegar völd eru inn­an seil­ing­ar?

Marg­ir helt­ast úr lest­inni eins og til dæm­is Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir sem varð um tíma þing­flokks­formaður VG en vék síðan nauðbeygð fyr­ir Árna Þór Sig­urðssyni sem tók sæti henn­ar á meðan hún var í fæðing­ar­or­lofi. Stein­grím­ur J. sagði henni við kom­una úr or­lofinu í apríl 2011 að Árni Þór gæti ekki hugsað sér að víkja úr for­manns­stóln­um en hún ætti að segja út á við að hún vildi held­ur sinna börn­un­um bet­ur! Um þetta seg­ir bók­ar­höf­und­ur: „Þessi gjörn­ing­ur [að fella Guðfríði] vakti mik­il viðbrögð bæði inn­an flokks og í sam­fé­lag­inu og fannst mörg­um súrt að kyngja því að flokk­ur sem kenndi sig við kven­frelsi skyldi ekki hafa í heiðri anda fæðing­ar­or­lofslag­anna.“ (S. 231.)

Guðfríður Lilja hætti af­skipt­um af stjórn­mál­um í árs­lok 2012 en í tölvu­bréfi til bók­ar­höf­und­ar í mars 2019 seg­ir hún „en mér finnst við hafa gert eins og við gát­um til að standa okk­ar plikt.“ (S. 233.) Í janú­ar 2013 varð Jón Bjarna­son, fyrrv. ráðherra VG, ut­an­flokka. Hann birt­ir nú grein­ar til að sanna að hann hafi staðið sína plikt í flokkn­um með því að spilla fyr­ir ESB-aðild­inni með af­stöðu sinni í mak­r­íl­mál­inu. Hjör­leif­ur Gutt­orms­son, einn þeirra sem réðu úr­slit­um um stofn­un VG, sagði sig úr flokkn­um 8. janú­ar 2013 vegna ESB-aðild­ar­um­sókn­ar­inn­ar frá 2009 og leyfa til olíu­leit­ar á Dreka­svæðinu.

Hér hafa verið nefnd þrjú grund­vall­ar­mál sem höfð voru að engu af for­ystu VG á þess­um árum: kven­frelsi, ESB-aðild og olíu­leit. Öllu var ýtt til hliðar til að geta setið und­ir for­sæti Jó­hönnu sem kallaði fólk fyr­ir sig og hótaði til að halda stjórn­ar­sam­starf­inu á lífi.

Sag­an af því hvernig sam­starf fjand­flokk­anna Sam­fylk­ing­ar og VG hófst er ekki síður for­vitni­leg en grein­ing á ástæðum fylg­is­hruns flokk­anna í kosn­ing­un­um 2013.

Haustið eft­ir hrun bank­anna á meðan Sam­fylk­ing­in sat í stjórn með Sjálf­stæðis­flokkn­um und­ir for­sæti Geirs H. Haar­de hófu Össur Skarp­héðins­son, ráðherra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður VG, laumu­spil. Þeim er í bók­inni lýst sem öðrum öxl­in­um í stjórn Jó­hönnu og Stein­gríms J., minni­hluta­stjórn­inni sem for­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, skipaði 1. fe­brú­ar 2009 enda taldi hann að Jó­hanna væri „eini stjórn­mála­maður­inn sem gæti skapað ró í sam­fé­lag­inu“.

Þessi minni­hluta­stjórn tveggja flokka þurfti þriðja flokk­inn til að verj­ast falli og tók Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, ný­kjör­inn formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, af skarið um að þing­menn fram­sókn­ar skyldu gera það. Hann sat ekki sjálf­ur á þingi. Stein­grími J. var falið að ræða við Sig­mund Davíð um hvernig hann vildi standa að sam­starf­inu „ætti að gera auka­lega sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu milli flokk­anna þriggja?“ spurði Stein­grím­ur J. og sagðist Sig­mund­ur Davíð „til í að skoða það og var þá ráðist í að semja upp­kast að henni. Þegar tveir dag­ar voru eft­ir af viðræðunum var þetta orðið að einni blaðsíðu í nokkr­um tölu­sett­um liðum, þ.e. að odd­vit­ar stjórn­ar­inn­ar myndu funda viku­lega með Sig­mundi, myndu senda fram­sókn stjórn­ar­frum­vörp fyr­ir­fram til skoðunar á sama tíma og eig­in þing­flokk­um, Sig­mund­ur fengi að fylgj­ast með sam­starf­inu við AGS [Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn] og Ices­a­ve-viðræðum, komið væri á stjórn­lagaþingi til að end­ur­skoða stjórn­ar­skrána og tekið á skulda­vanda heim­ila og fyr­ir­tækja.

Dag­inn fyr­ir rík­is­ráðsfund­inn á Bessa­stöðum, þar sem ný stjórn tæki form­lega við völd­um, þ.e. laug­ar­dag­inn 31. janú­ar, hringdi Stein­grím­ur í Sig­mund til að at­huga hvort ekki ætti að hand­sala þetta sam­komu­lag. Þá hafði hon­um hins veg­ar snú­ist hug­ur og vildi ekki leng­ur neina yf­ir­lýs­ingu og ekk­ert und­ir­rita...“ (s. 165 til 166).

Nú voru góð ráð dýr en fyr­ir snar­ræði Stein­gríms J. og kynn­ingu hans á samþykki þing­flokks fram­sókn­ar­manna að kvöldi laug­ar­dags 31. janú­ar 2009 tókst að bjarga stjórn­ar­mynd­un­inni. Þannig hófst rúm­lega fjög­urra ára sam­starfs­fer­ill vinstri flokk­anna. Fyrsta þing­verk­efnið í skjóli fram­sókn­ar Sig­mund­ar Davíðs var að bylta yf­ir­stjórn Seðlabanka Íslands. Síðan leiddi Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, frá­far­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, án ár­ang­urs til­lögu Jó­hönnu um stjórn­ar­skrár­breyt­ingu. Jafn­framt var tím­inn notaður til að leggja á ráðin um ESB-aðild­ar­um­sókn­ina sem samþykkt var að lokn­um kosn­ing­um 2013 þvert á lof­orð Stein­gríms J., for­manns VG.

Í maí 2018 legg­ur Stein­grím­ur J. mat á stjórn­ar­mynd­un­ina í lok janú­ar í sam­tali við bók­ar­höf­und og seg­ir:

„Þetta var nú dæmi­gerður Sig­mund­ur Davíð, þá var að renna upp fyr­ir hon­um að með því [hand­sal­inu] tæki hann meiri ábyrgð og gæti ekki haft op­inn glugga á bak við sig eins og hon­um er tamt. Ég spurði hvort hann vildi ekki einu sinni koma til viku­legra funda með okk­ur og hann svaraði, „jú við get­um svo sem haldið þá.“ (S.166.)

Þetta sögu­lega dæmi á enn er­indi í ís­lensk­ar stjórn­má­laum­ræður eins og margt fleira í bók­inni. Sumt efnið er ekki annað en þurr­ar upp­taln­ing­ar, annað er safa­rík­ara og varp­ar birtu í VG-skúma­skot sem vert er að skoða við mat á sam­tíma­sög­unni. Það er helsti styrk­ur bók­ar­inn­ar.