14.5.2022

Lífsgæðaþjónusta verði efld

Morgunblaðið, laugardagur 14. maí 2022.

 

Átaka­lít­illi kosn­inga­bar­áttu lýk­ur í dag. Ekki er nýtt að þetta sé sagt í til­efni af sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Þær eru inn­hverf­ar, tek­ist er á um menn og mál­efni sem snúa að kjós­end­um á ákveðnum svæðum. Bar­áttu­mál­in eiga ekki beint er­indi til annarra. Af úr­slit­un­um eru hins veg­ar gjarn­an dregn­ar land­spóli­tísk­ar álykt­an­ir.

Stjórn­mála­flokk­arn­ir hafa siglt und­ir hálf­um segl­um und­an­far­in miss­eri vegna heims­far­ald­urs­ins. Fjöl­menn manna­mót hafa verið bönnuð. Eng­ir fjöl­menn­ir lands­fund­ir til að bera sam­an bæk­ur og losa um spennu. Lofta verður út reglu­lega, gera upp við það sem er liðið og setja stefn­una í sam­hengi við breytt­ar aðstæður heima og er­lend­is.

Áður en heims­far­ald­ur­inn hófst í Kína í lok árs 2019 töluðu menn um alþjóðavæðing­una eins og eitt­hvað sem unnt væri að skjóta sér und­an, velja og hafna. Þjóðir hefðu eitt­hvert val í því efni. Far­ald­ur­inn leiddi í ljós að það er ekk­ert val, eng­in undan­komu­leið. Veir­an frá Wu­h­an tók á sig marg­ar mynd­ir og stakk sér niður um heim all­an.

Þórólf­ur Guðna­son, frá­far­andi sótt­varna­lækn­ir, taldi í byrj­un vik­unn­ar að hér gæt­um við hrósað happi yfir stöðu far­ald­urs­ins. Skap­ast hefði gott hjarðónæmi í land­inu. „Við höf­um ekki verið með nein­ar tak­mark­an­ir núna frá því í lok fe­brú­ar þannig við get­um bara hrósað happi yfir þess­ari stöðu,“ sagði Þórólf­ur við Vísi.

Stjórn­völd­um má hrósa fyr­ir hvernig þau stóðu að mál­um frá fe­brú­ar 2020 til fe­brú­ar 2022. Vissu­lega mátti ým­is­legt stund­um bet­ur fara en á heild­ina litið tókst vel að stýra þjóðarskút­unni á þess­um „for­dæma­lausu tím­um“.

Sannaðist enn að dýr­mæt­asta sam­fé­lags­lega viðfangs­efnið er sama og áður, að treysta grunn­inn í þágu góðrar og öfl­ugr­ar heil­brigðisþjón­ustu. Það verður ekki gert nema með mun mark­viss­ari sam­vinnu einka- og op­in­berra aðila. Póli­tísk andstaða við einkafram­tak í heil­brigðismál­um er dýr­keypt í öllu til­liti.

Þarna kem­ur einnig til sög­unn­ar sam­vinna rík­is og sveit­ar­fé­laga, tengsl­in milli vel­ferðarþjón­ustu sveit­ar­fé­laga og heil­brigðis­kerf­is rík­is­ins. Þessi sam­skipti eru ekki átaka­laus. Að nokkru er þar um óskilj­an­lega kerf­is­flækju að ræða. Ágrein­ing­ur um lífs­gæði í krafti góðrar heil­brigðisþjón­ustu birt­ist ekki í kosn­inga­bar­átt­unni.

Sveit­ar­fé­lög sinna vel­ferð og lífs­gæðum á marg­vís­leg­an hátt. Heil­brigðistengt for­varn­astarf ber þó ekki hátt í stefnu­yf­ir­lýs­ing­um. Boðuð er aðstoð eft­ir að heilsa og kraft­ar dvína. Þetta er ekki al­gilt.

IstndexLífsgæðasetið í Hafnarfirði (mynd: Hafnarfjordur.is).

Hafn­ar­fjarðar­kaupstaður keypti til dæm­is hús St. Jós­efs­spít­ala í bæn­um árið 2017 eft­ir að það hafði staðið autt og í niðurníðslu frá 2011 þegar spít­al­an­um var lokað fyr­ir fullt og allt eft­ir 85 ára starf­semi. Í kaup­samn­ingi við ríkið skuld­batt kaupstaður­inn sig til að reka al­mannaþjón­ustu í fast­eign­inni.

Við þá skuld­bind­ingu hef­ur verið staðið af mikl­um mynd­ar­brag und­ir for­ystu Rósu Guðbjarts­dótt­ur bæj­ar­stjóra.

Í hús­inu starfar nú Lífs­gæðaset­ur St. Jó. sem var form­lega opnað í sept­em­ber 2019 og voru 15 einkaaðilar með starf­semi í fyrsta áfanga þess, nú eru þeir á þriðja tug.

Mörg hundruð manns heim­sóttu gæðasetrið fyrsta sum­ar­dag 2022 og fögnuðu að glæsi­legri, sögu­frægri bygg­ingu Guðjóns Samú­els­son­ar hefði verið bjargað í sem næst upp­runa­legri mynd. Hún iðar nú af lífi og blóm­legri lífs­gæðastarf­semi. Hóf­leg­ur kostnaður við end­ur­bæt­urn­ar var að fullu í sam­ræmi við kostnaðaráætlan­ir að sögn bæj­ar­stjóra.

Meðal þeirra einkaaðila sem starfa í Lífs­gæðasetri St. Jó. er Jan­us heilsu­efl­ing – Leið að far­sæl­um efri árum. Stofn­and­inn dr. Jan­us Guðlaugs­son hef­ur und­an­far­in ár átt sam­vinnu við sveit­ar­fé­lög um að efla lífs­gæði, heilsu og vel­ferð eldri ald­urs­hópa og stuðla að lengri sjálf­stæðri bú­setu og létta þannig und­ir með dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­il­um.

Rann­sókn­ir sýna að með hvers kyns heilsu­tengd­um for­vörn­um má draga úr út­gjöld­um rík­is og sveit­ar­fé­laga og létta jafn­framt und­ir með heil­brigðis­kerf­inu. Þarna skipt­ir for­gangs­röðun höfuðmáli.

Í júní 2019, fyr­ir heims­far­ald­ur­inn, samþykkti alþingi álykt­un um heil­brigðis­stefnu til árs­ins 2030. Þar seg­ir í upp­hafi að framtíðar­sýn­in sé að heil­brigðisþjón­ust­an „verði á heims­mæli­kv­arða og lýðheils­u­starf með áherslu á heilsu­efl­ingu og for­varn­ir verði hluti af allri þjón­ustu, sér­stak­lega þjón­ustu heilsu­gæsl­unn­ar“. Heilsu­gæslu­stöðvar þjóna einkum íbú­um viðkom­andi sveit­ar­fé­lags eða hverf­is. Heil­brigðis­stefn­an er þannig reist á nánu sam­starfi rík­is og sveit­ar­fé­laga.

Miklu fé var varið til marg­vís­legra for­varna í far­aldr­in­um. Má nefna að heild­ar­kostnaður rík­is­ins vegna sýna­töku vegna COVID-19 frá því að far­ald­ur­inn hófst og fram í miðjan mars 2022 var rúm­ir ell­efu millj­arðar þ.e. 11.402.028.951 kr. Bólu­setn­ing­in gegn veirunni kostaði rík­is­sjóð millj­arða. Áhugi á sýna­tök­um og bólu­setn­ing­um hér sýndi að öll­um þorra fólks var annt um að nýta sér for­vörn­ina enda sneri hún ekki aðeins að eig­in heilsu held­ur einnig varðstöðu um grunnstoðir heil­brigðis­kerf­is­ins.

Með lýðheils­u­starfi og lífs­gæðaþjón­ustu fyr­ir brot af for­varn­ar­fénu vegna heims­far­ald­urs­ins mætti létta gíf­ur­lega á heil­brigðis­kerf­inu.

Í ljósi ný­legr­ar reynslu og vitn­eskju um ótví­rætt gildi for­varna er magnað að áhersla á þann þátt í starfi sveit­ar­fé­laga hafi ekki sett meiri svip á umræður í aðdrag­anda kjör­dags­ins í dag.

Vel­ferðar­kerfi sveit­ar­fé­lag­anna tæki stakka­skipt­um ef áhersl­an væri ekki öll á af­leiðing­ar held­ur tæki einnig mið lífs­gæðaþjón­ustu á borð við þá sem veitt er í St. Jó. í Hafnar­f­irði.