22.10.2022

Landhelgi í takti við alþjóðalög

Bækur - Sagnfræði, Morgunblaðið 22. október 2022

Stund milli stríða ****-

Eft­ir Guðna Th. Jó­hann­es­son. Innb. 518 bls. mynd­ir og skrár. Sögu­fé­lag, Reykja­vík 2022.

Á sjö­unda ára­tugn­um skapaði viðreisn­ar­stjórn­in festu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Tveggja flokka stjórn Sjálf­stæðis­flokks og Alþýðuflokks­ins sat frá 1959 til 1971. Þjóðfé­lagið breytt­ist og sam­skipti við aðrar þjóðir tóku nýja stefnu.

Við mynd­un stjórn­ar­inn­ar átti þjóðin í harðri deilu við Breta vegna út­færslu fisk­veiðilög­sög­unn­ar í 12 sjó­míl­ur. Fyrsta vinstri stjórn lýðveld­is­tím­ans færði lög­sög­una út 1. sept­em­ber 1958. Viðreisn­ar­stjórn­in leysti deil­una og kom á friði á fiski­miðunum með sátt við Breta sem alþingi samþykkti 9. mars 1961 með 33 atkv. gegn 27.

Bret­ar viður­kenndu 12 mílna lög­sög­una. Bresk­ir tog­ar­ar fengu tíma­bundn­ar veiðiheim­ild­ir. Rík­is­stjórn Íslands lýsti yfir að hún mundi vinna áfram að út­færslu fisk­veiðilög­sög­unn­ar en ágrein­ingi um hugs­an­leg­ar aðgerðir skyldi vísa til Alþjóðadóm­stóls­ins í Haag.

Íslend­ing­ar fögnuðu sigri í Ices­a­ve-mál­inu 28. janú­ar 2013 þegar EFTA-dóm­stóll­inn dæmdi þeim í vil. Í umræðum um málið töldu áhrifa­mikl­ir álits­gjaf­ar eng­an dóm­stól geta leyst málið, Íslend­ing­ar yrðu ein­fald­lega úr­hrak meðal þjóða heims yrðu þeir ekki við kröf­um bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar og greiddu Ices­a­ve-skuld­ina. Vegna aðild­ar að EES-sam­starf­inu tókst að skjóta mál­inu til alþjóðlegs dóm­stóls og hafa sig­ur. Sannaðist þar enn að alþjóðasam­starf reist á lög­um er besta vörn smáþjóða.

G1O1825SQGuðni Th. Jó­hann­es­son ræðir eðli­lega mikið um samn­ing­inn við Breta í bók sinni Stund milli stríða – saga land­helg­is­máls­ins, 1961-1971 . Hann er hall­ur und­ir þá skoðun að ekki hefði átt að nefna mál­skot til Alþjóðadóm­stóls­ins í sátt­ar­gjörðinni. Er þetta leiðar­stef í frá­sögn hans.

Ei­rík­ur Kristó­fers­son, þjóðkunn­ur skip­herra og hetja í land­helg­is­bar­átt­unni, studdi ein­dregið sam­komu­lagið við Breta í sam­tali við Morg­un­blaðið . Guðni Th. vitn­ar til þeirra orða og seg­ir: „Blaðamaður læt­ur vera að spyrja um mál­skotið til Haag.“ (83) Milli lína: afstaða Ei­ríks kynni að hafa orðið önn­ur hefði hann verið spurður um mál­skotið.

Um það veit eng­inn. Ég var nokkru síðar skip­verji um borð í Óðni und­ir stjórn Ei­ríks. Þá gramd­ist gæslu­mönn­um sak­ar­upp­gjöf bresku land­helg­is­brjót­anna sem náðst höfðu, oft við hættu­leg­ar aðstæður. Mál­skotið var þeim ekki of­ar­lega í huga.

Guðni Th. nefn­ir nokkr­um sinn­um að tveir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins, Gísli Jóns­son og Pét­ur Ottesen, hafi verið ósátt­ir við sam­komu­lagið. Pét­ur hætti á þingi 1959. Gísli greiddi at­kvæði með sam­komu­lag­inu.

Þá seg­ir höf­und­ur frá sam­tali sínu árið 2019 við sjálf­stæðismann í hópi Öld­ungaráðs Land­helg­is­gæsl­unn­ar í mót­töku á Bessa­stöðum. Seg­ist Guðni Th. viss um „að mjótt hefði orðið á mun­um meðal þjóðar­inn­ar, rétt eins og raun var á þingi. Mig grun­ar að samn­ing­ur­inn hefði jafn­vel verið felld­ur.“ (132)

Miðað við marg­ar at­kvæðagreiðslur á þingi um um­deild mál er ekki unnt að segja að mjótt sé á mun­um þar þegar at­kvæði falla 33:27. Í bók­inni er ít­ar­lega lýst hvernig til­raun­ir til fjölda­mót­mæla á Aust­ur­velli runnu út í sand­inn.

Í fe­brú­ar 1963 var samið um lausn á deilu við Breta vegna fisk­veiða við Fær­eyj­ar. Þá sagði Per Hækk­erup, ut­an­rík­is­ráðherra Dana, að þeir hefðu ætíð viður­kennt lög­sögu dóm­stóls­ins í Haag á alþjóðavett­vangi. Því væri al­ger óþarfi að nefna slíkt sér­stak­lega í sam­komu­lagi um fisk­veiðilög­sög­una við Fær­eyj­ar.

Við rit­un sögu­legs verks á borð við það sem hér er til um­sagn­ar skipt­ir val á leiðar­stefi miklu. Sann­fær­andi hefði til dæm­is verið að velja sem stef að viðreisn­ar­stjórn­in opnaði þjóðfé­lagið bæði inn á við og út á við. Á fyrstu árum sín­um kannaði hún hvort aðild að Evr­ópu­banda­lag­inu þjónaði hags­mun­um þjóðar­inn­ar, varð niðurstaðan nei­kvæð. Stjórn­in lagði áherslu á gildi aðild­ar­inn­ar að NATO og varn­ar­sam­starfs­ins við Banda­rík­in. Hún átti aðild að viðræðum á nor­ræn­um vett­vangi um efna­hags­sam­starf þjóðanna fimm und­ir merkj­um NOR­DEK. Þegar þær runnu út í sand­inn beitti stjórn­in sér fyr­ir aðild að EFTA, Fríversl­un­ar­sam­tök­um Evr­ópu. Þá kynnti hún stefnu í land­helg­is­mál­inu sem tók mið af þróun alþjóðalaga og fyr­ir­hugaðri haf­rétt­ar­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna árið 1973 sem gat af sér 200 mílna efna­hagslög­sög­una og haf­rétt­ar­sátt­mál­ann árið 1985.

Bók­in Stund milli stríða er vönduð að allri gerð. Hún skipt­ist í þrjá meg­in­kafla: I. Átján dag­ar. Land­helg­is­samn­ing­ur­inn 1961 (19 til 143); II. Lognið á und­an storm­in­um, 1961-1971 (143 til 331) og III. Örlaga­sum­ar. Útfærsla í vænd­um (331 til 432). Síðan kem­ur eft­ir­máli, til­vís­an­ir, út­drátt­ur á ensku, heim­ilda­skrá, mynda­skrá, nöfn og efn­isorð, alls 518 bls. með kort­um og mikl­um fjölda mynda – um­brot á mynda­textum (44 og víðar) er mis­heppnað. Thor­vald Stolten­berg er (397) sagður ráðuneyt­is­stjóri í norska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu. Hann var það aldrei. Þarna (1971) var hann stats­sekretær norska ut­an­rík­is­ráðherr­ans. Vefst fyr­ir mörg­um að ís­lenska starfs­heitið.

Hverj­um meg­in­kafla bók­ar­inn­ar er skipt í fjölda undirkafla og þar eru fyr­ir­sagn­ir oft­ast dag­setn­ing­ar enda er frá­sögn­in í tímaröð. Hún snýst að veru­legu leyti um stjórn­málaþátt viðfangs­efn­is­ins en einnig eru lýs­ing­ar á átök­um ís­lenskra yf­ir­valda við breska land­helg­is­brjóta og er saga sumra þeirra færð til sam­tím­ans.

Við rit­un verks­ins leit­ar höf­und­ur mjög víða fanga. Hann hef­ur árum sam­an unnið að heim­ilda­öfl­un. Hann rit­ar grein­argóðan stíl. Bók­in er al­mennt auðveld af­lestr­ar.

Í bókarlok boðar Guðni Th. Jó­hann­es­son tvær bæk­ur til viðbót­ar um land­helg­is­málið, út­færsl­una í 50 sjó­míl­ur og loks í 200 sjó­míl­ur. Leiðar­hnoðað þar verður for­vitni­legt.

Þeir sem spáðu því árið 1961 að alþjóðalög yrðu stefnu og hags­mun­um Íslands hliðholl höfðu rétt fyr­ir sér en hinir rangt sem töldu að dóm­ar­ar við alþjóðadóm­stól mundu næstu ára­tugi frá 1961 ekki treysta sér til að lög­gilda meira en 12 mílna land­helgi. Sú hrak­spá varð end­an­lega úr sög­unni um 15 árum síðar og aðeins um fimm árum eft­ir að frá­sögn þess­ar­ar bók­ar lýk­ur.