22.1.2022

Lærum af farsóttinni

Morgunblaðið, laugardag 22. janúar 2022

Á tveggja ára af­mæli Covid-19-heims­far­ald­urs­ins eru víða líf­leg­ar umræður um hvort hann sé á loka­sprett­in­um. Hér ala þó sum­ir á tor­tryggni í garð þeirra sem telja enda­lok­in nálg­ast, rýmka beri frelsi borg­ar­anna en ekki skerða í nafni sótt­varna. Miðað við upp­hróp­an­ir mætti halda að ís­lensk­ar sótt­varn­a­regl­ur nái einnig til mál­frels­is. Að grafið sé und­an vilja til að hlíta skyn­sam­leg­um regl­um með því að ræða þær stenst ekki.

Stóra spurn­ing­in núna er: Boðar Ómíkron-af­brigðið enda­lok far­ald­urs­ins? Dr. Ant­hony Fauci, aðalráðgjafi Banda­ríkja­for­seta, sagði á alþjóðleg­um fjar­fundi mánu­dag­inn 17. janú­ar of snemmt að full­yrða það.

Fauci sagði hraða út­breiðslu Ómíkron kunna að ráða miklu um að hjarðónæmi myndaðist. Hann bætti svo við að óvíst væri að víðtæk­ara ónæmi vegna Ómíkron-út­breiðslunn­ar dygði til þess sem all­ir vonuðu, breyti­leg­ur fjöldi af­brigða veirunn­ar væri svo mik­ill. Ómíkron leiddi von­andi til enda­loka far­sótt­ar­inn­ar, kæmi ekki annað af­brigði sem bryti sér nýja leið.

Stutta svarið hjá Fauci var: „Við vit­um þetta ekki.“

Al­bert Bourla, for­stjóri Pfizer, fram­leiðanda bólu­efn­is og taflna gegn Covid-19, ræddi við franska blaðið Le Fig­aro sunnu­dag­inn 16. janú­ar. Hann var einnig spurður hvort Ómíkron boðaði enda­lok Covid-19-far­ald­urs­ins. Bourla svaraði:

„Það veit eng­inn, svo margt hef­ur komið okk­ur á óvart frá því að far­sótt­in hófst. Ég vil ekki vera svart­sýnn en við verðum vafa­laust að lifa árum sam­an með veiru sem verður mjög erfitt að upp­ræta. Hún hef­ur dreifst um all­an heim, hún get­ur mörg­um sinn­um smitað sömu mann­eskj­una og hún hef­ur stökk­breyst svo oft að við verðum að end­urupp­götva gríska staf­rófið ... Spurn­ing­in snýst ekki um að vita hvort veir­an hverfi eða ekki held­ur hitt: get­um við hafið eðli­legt líf að nýju? Ég trúi að svo sé. Við get­um fljót­lega hafið eðli­legt líf að nýju. Við ætt­um að geta gert það með vor­inu, þökk sé öll­um verk­fær­un­um sem við höf­um í hönd­un­um: sýna­tök­um, mjög öfl­ug­um bólu­efn­um – eigi Ómíkron í hlut draga þau úr hættu á inn­lögn­um á sjúkra­hús og dauðsföll­um – og fyrstu lyfj­un­um til að sigra sjúk­dóm­inn heima hjá okk­ur. Paxlovid-töfl­ur koma í fransk­ar lyfja­versl­an­ir í lok janú­ar. Þær eru lyf fyr­ir þá sem mæl­ast já­kvæðir við sýna­töku og gjör­breyt­ir stöðunni inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins og létt­ir á sjúkra­hús­un­um.“

Banda­ríska lyfja­eft­ir­litið samþykkti Paxlovid skömmu fyr­ir jól. Lyfja­eft­ir­lit Kan­ada gerði það nú í vik­unni. Í Ísra­el sýndi notk­un lyfs­ins að sótt­in hjaðnaði hjá 92% og hjá 60% ein­stak­linga varð líðanin betri á fyrsta degi. Í frétt­um frá Ísra­el seg­ir jafn­framt að gæta verði tíma­marka við inn­töku lyfs­ins og huga vel að áhrif­um þess á önn­ur lyf. Notk­un þess sé því ekki með öllu hindr­un­ar­laus.

Sér­fróðir menn vilja með öðrum orðum ekki slá neinu föstu um hvenær Covid-19 hverf­ur en verk­fær­in til að gera sótt­ina mein­lausa og létta á heil­brigðis­kerfi og sjúkra­hús­um eru fyr­ir hendi og þeim fjölg­ar.

1319688Hundruð þúsunda hafa farið í bólusetningu og sýnatöku (mynd: mbl.is).

Í fyrra­dag (20. janú­ar) voru 6% þjóðar­inn­ar í ein­angr­un (10.637 manns) og sótt­kví (12.438). Þann dag ræddu alþing­is­menn skýrslu heil­brigðisráðherra um stöðu sótt­varna og voru sam­mála um að þrátt fyr­ir þess­ar háu töl­ur væri „bjart­ara yfir“. Stíga ætti skref fyr­ir skref út úr sótt­varna­höml­un­um.

Af umræðunum mátti ráða að þing­menn væru nú með hug­ann við upp­gjör vegna þró­un­ar og áhrifa far­sótt­ar­inn­ar.

Far­ald­ur­inn sýn­ir hve ís­lenska heil­brigðis­kerfið er megn­ugt. Hann sýn­ir einnig styrk­inn í því hve marg­ir eru fús­ir til að leggja mikið á sig til að ná sam­fé­lags­leg­um mark­miðum á hættu­stund. Það verður aldrei metið eða þakkað til fulls.

At­hygli bein­ist einnig að brota­löm­um í heil­brigðis­kerf­inu. Þær verður að lag­færa. Hluti upp­gjörs vegna far­ald­urs­ins er að farið sé í saum­ana á ákvörðunum sem tekn­ar hafa verið um viðbrögð og starf­semi Land­spít­al­ans. Til­litið til spít­al­ans hef­ur ráðið miklu um all­ar sótt­varnaaðgerðir.

Sumu má vafa­laust kippa í liðinn án þess að beðið sé eft­ir niður­stöðu rann­sókn­ar­skýrslu. Án slíkr­ar skýrslu birt­ist þó ekki stóra mynd­in.

Eft­ir annað stór­áfall, banka­hrunið, sam­einaðist þing­heim­ur um að gerð yrði rann­sókn­ar­skýrsla fyr­ir alþingi. Af henni var dreg­inn marg­vís­leg­ur lær­dóm­ur.

Banka­hrunið var hluti af heims­áfalli í fjár­mála­heim­in­um. Vegna þess hef­ur allt starfs­um­hverfi fjár­mála­stofn­ana í Evr­ópu og víðar tekið stakka­skipt­um til að auka traust og ör­yggi.

Eng­inn vafi er á að reynt verður að styrkja alþjóðasam­vinnu í heil­brigðismál­um. Grun­semd­ir um að kín­versk stjórn­völd leyni upp­lýs­ing­um um upp­runa veirunn­ar grafa á hinn bóg­inn und­an gildi alþjóðasam­starfs í þessu efni.

Mik­il­væg­ur liður al­manna­varna er að lær­dóm­ur sé dreg­inn af því sem gerst hef­ur. Eft­ir snjóflóð og skriðuföll var stofnaður sér­stak­ur sjóður, of­an­flóðasjóður, til að fjár­magna gerð varn­argarða og annað sem sporn­ar gegn flóðum á hættu­leg­um stöðum. Verk­in tala í því efni.

Alþingi ætti að kjósa rann­sókn­ar­nefnd far­sótt­ar­inn­ar til að semja skýrslu um all­ar aðgerðir vegna henn­ar, skoða það sem bet­ur má fara og gera til­lög­ur til úr­bóta. Við því er ekki að bú­ast að þing­menn geti óstudd­ir kom­ist til botns í öllu sem á dag­ana hef­ur drifið frá því að óvissu­stigi al­manna­varna var lýst yfir 27. janú­ar 2020. Fyr­ir fram­halds­vinnu þeirra í þágu al­manna­ör­ygg­is skipt­ir miklu að geta stuðst við slíka skýrslu.