5.3.2022

Katrín, Stoltenberg og NATO

Morgunblaðið, 5. mars 2022

 

Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, sýn­ir yf­ir­læt­is­lausa festu þegar hann kem­ur fram fyr­ir hönd banda­lags­ins og ræðir inn­rás Rússa í Úkraínu og af­leiðing­ar henn­ar. Á fund­um fastaráðs banda­lags­ins og á ráðherra­fund­um hef­ur Stolten­berg ein­stakt lag á að stjórna umræðum til sam­eig­in­legr­ar niður­stöðu. Hvað sem á dundi í for­setatíð Don­alds Trumps lagði Stolten­berg hvað eft­ir annað leið sína til Washingt­on án þess að for­set­inn talaði niður til hans op­in­ber­lega eins og hann gerði til banda­lags­ins sjálfs.

Þeir sem fylgd­ust með fram­göngu Jens Stolten­bergs þegar hann sem for­sæt­is­ráðherra Nor­egs brást við ódæðis­verki Brei­viks gegn ungliðum í Verka­manna­flokkn­um í júli 2011 vita að Stolten­berg brotn­ar ekki und­an álagi. Hann vex með hverri raun. Er rík­is­stjórn­um NATO-ríkj­anna vandi á hönd­um að velja eft­ir­mann hans nú á þessu átaka­ári. Eng­inn er öf­undsverður af því að axla ábyrgðina sem hvíl­ir á fram­kvæmda­stjóra NATO þegar kjarn­orku­veldi stofn­ar í fyrsta sinn til árás­ar­stríðs í Evr­ópu- og veif­ar kjarn­orku­vopn­um sín­um.

Hafi Vla­dimir Pút­in vonað að með inn­rás­inni gæti hann splundrað sam­stöðu NATO-ríkj­anna hef­ur hann orðið fyr­ir von­brigðum. Samstaðan er meiri en nokkru sinni. Í 30 mín­útna ræðu í Bundestag, þýska þing­inu, sunnu­dag­inn 27. fe­brú­ar, sagði Olaf Scholz Þýska­landskansl­ari skilið við stefn­una sem þýsk stjórn­völd hafa fylgt frá lok­um síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar og reist var á ströngu hernaðarlegu aðhaldi og viðleitni til að halda dyr­um opn­um gagn­vart Rúss­um.

For­veri Scholz sem leiðtogi þýskra jafnaðarmanna og kansl­ari, Helmut Schmidt, taldi að ekki bæri að höggva á viðskipta­tengsl því á meðan menn ræddu sam­eig­in­lega viðskipta­hags­muni tækj­ust þeir ekki á með vopn­um. Í þessu ljósi ber að skoða gasviðskipti Rússa og Þjóðverja. Með inn­rás­inni nú braut Pút­in all­ar brýr að baki sér. Þjóðverj­ar settu nýju gas­leiðsluna Nord Stream 2 til hliðar, hófu end­ur­her­væðingu, réttu Úkraínu­mönn­um hjálp­ar­hönd með vopn­um og tóku ákvörðun um að treysta frek­ar á end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa en rúss­neskt gas.

Jens Stolten­berg not­ar orðin „nýr veru­leiki“ um það sem gerst hef­ur í evr­ópsk­um ör­ygg­is­mál­um. Mikl­ar breyt­ing­ar urðu eft­ir stríðsaðgerðir Pút­ins gegn Úkraínu­mönn­um árið 2014. Hernaður hans nú leiðir til enn meiri um­skipta.

2022-03-02-19-38-53-941Katrín Jak­obs­dótt­ir og Jens Stoltenberg í Brussel 2. mars 2022 (mynd: forsætisráðuneytið).

 

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra lagði leið sína til Brus­sel miðviku­dag­inn 2. mars. Flugi héðan seinkaði vegna veðurs og hitt­ust þau Stolten­berg ekki í höfuðstöðvum NATO eins og boðað hafði verið held­ur á heim­ili hans og efndu þar til síðbú­ins blaðamanna­fund­ar. Hann var meðal ann­ars sýnd­ur beint á sjón­varps­stöðinni BBC World News.

Jens Stolten­berg ávarpaði for­sæt­is­ráðherra og fagnaði henni og sagði Ísland traust stofn- og stuðnings­ríki NATO. Íslend­ing­ar gegndu mik­il­vægu hlut­verki fyr­ir banda­lagið á marg­vís­leg­an hátt, ekki síst vegna legu lands­ins og öfl­ugs stuðnings þjóðar­inn­ar við meg­in­gildi banda­lags­ins. Þá stuðlaði aðild Íslands að NATO að því að tengja Norður-Am­er­íku og Evr­ópu sam­an, það skipti ekki síst máli á ör­laga­tím­um eins og núna þegar staðan í evr­ópsk­um ör­ygg­is­mál­um væri hættu­legri en nokkru sinni um langt ára­bil.

Í svari við spurn­ingu frá Ólöfu Ragn­ars­dótt­ur frá frétta­stofu rík­is­út­varps­ins gat Stolten­berg sér­stak­lega um hve Ísland skipti miklu fyr­ir kaf­báta­eft­ir­lit úr lofti í þágu NATO. Þá létu Íslend­ing­ar sig mannúðleg viðfangs­efni miklu varða sem vægi þungt núna vegna hrylli­lega grimmd­ar­legr­ar árás­ar Rússa á Úkraínu, full­valda þjóð. Öll aðstoð af Íslands hálfu væri mik­ils met­in. Íslend­ing­ar legðu auk þess sitt af mörk­um til póli­tískr­ar sam­stöðu inn­an NATO með því að for­dæma inn­rás­ina.

Ólöf spurði Katrínu Jak­obs­dótt­ur um viðræður henn­ar við Stolten­berg. Hún svaraði:

„Ég tel að við mun­um leggja mat á þá breyt­ingu sem þetta kann í raun að hafa í för með sér fyr­ir framtíð NATO. Strategísk­ar áætlan­ir NATO. Vegna þess að aug­ljóst er að þessi inn­rás hef­ur í raun breytt ástandi ör­ygg­is­mála í Evr­ópu á mjög djúp­stæðan hátt. Ég held að við mun­um ræða um áhrif þess­ara at­b­urða í Úkraínu á banda­lagið.“

Þegar þau heilsuðust fyrst fyr­ir fram­an sjón­varps­vél­ar í höfuðstöðvum NATO Katrín Jak­obs­dótt­ir og Jens Stolten­berg fór ekki á milli mála að þau þekkt­ust frá fyrri tíð. Stolten­berg var á sín­um tíma í hópi gagn­rýn­enda NATO þótt flokk­ur hans hafi aldrei snú­ist gegn banda­lag­inu eins og flokk­ur Katrín­ar, sem einn fárra evr­ópskra stjórn­mála­flokka ríg­held­ur í úr­elta af­stöðu til varn­ar­banda­lags Vest­ur­landa.

Þegar litið er til orðanna sem vitnað er til hér að ofan og Katrín Jak­obs­dótt­ir lét falla á heim­ili fram­kvæmda­stjóra NATO á miðviku­dag­inn sjá all­ir að hvorki í orði né á borði er hún and­stæð NATO.

For­sæt­is­ráðherra vill þvert á móti leggja sitt af mörk­um til að laga NATO að breytt­um aðstæðum. Þetta gerði hún líka á fundi rík­is­odd­vita NATO- ríkj­anna auk Svíþjóðar og Finn­lands föstu­dag­inn 25. fe­brú­ar 2022 og þetta ætl­ar hún að gera á rík­is­odd­vita­fundi NATO í Madrid sum­arið 2022.

Þetta er hluti nýs veru­leika ekki síður en ræða Ol­afs Scholz á dög­un­um eða ákv­arðanir Norðmanna, Svía og Finna að veita Úkraínu­mönn­um hernaðarlega aðstoð og Sviss­lend­inga að loka á Rússa, svo að ekki gleym­ist að í byrj­un vik­unn­ar kostuðu ís­lensk stjórn­völd Atlanta-frakt­flug­vél sem flutti búnað (her­gögn o.fl.) frá Slóven­íu til notk­un­ar í Úkraínu.