1.7.2023

Kapphlaupið við gervigreindina

Morgunblaðið, laugardagur 1. júli 2023

Há­skóli Íslands braut­skráði met­fjölda kandí­data, 2.832, laug­ar­dag­inn 24. júní. Þeir voru úr grunn- og fram­halds­námi frá öll­um fræðasviðum og hef­ur skól­inn aldrei áður braut­skráð jafn­marga á ein­um degi. Á vefsíðu há­skól­ans seg­ir að frá stofn­un hans fyr­ir 112 árum hafi ríf­lega 60 þúsund sér­fræðing­ar braut­skráðst þaðan. Til þeirra megi rekja blóm­legt at­vinnu­líf og fé­lags-, vel­ferðar-, mennta- og menn­ing­ar­kerfi sem eigi sér fáa líka um víða ver­öld.

Há­skóli Íslands sit­ur ekki einn að æðri mennt­un í land­inu þótt hann sé vissu­lega fremst­ur meðal jafn­ingja vegna sögu sinn­ar og gild­is fyr­ir grunn­inn að ís­lensku nú­tíma­sam­fé­lagi sem þar hef­ur verið lagður.

Jón Atli Bene­dikts­son há­skóla­rektor ávarpaði kandí­data og nefndi óvissu um framtíðina, stund­um væri eins og hún lædd­ist aft­an að okk­ur og kæmi fyrr en við hefðum vænst. Rektor gat um merk­ar vís­inda­upp­götv­an­ir eða mikl­ar tækninýj­ung­ar: síma, flug­vél­ar, tungl­ferj­ur, tölv­ur, raðgrein­ingu erfðaefn­is og þráðlaus­an gagna­flutn­ing.

Um þetta allt eig­um við gagn­sæ orð sem segja okk­ur auðveld­lega um hvað er rætt þótt við þekkj­um ekki allt hug­vitið, þró­un­ina og tækn­ina sem að baki býr.

Eft­ir að hafa nefnt þetta gat rektor um nýj­asta boðbera breyt­inga á „gangi hvers­dags­lífs­ins“, það er „gervi­greind­ar-spjall­mennið Chat­G­PT sem fangaði at­hygli heims­byggðar­inn­ar á nýliðnum vetri og hvíslaði að okk­ur að mik­illa breyt­inga væri að vænta“.

Íslenska orðið spjall­menni er gott svo langt sem það nær gagn­vart því fyr­ir­brigði sem við köll­um gervi­greind á ís­lensku, artificial in­tell­e­gence (AI) á ensku og kun­stig in­telli­g­ens á dönsku. Miðað við þá bylt­ingu sem þessi nýj­asti „boðberi breyt­inga“ á eft­ir að valda eru þessi hug­tök ekki góð. Þau segja okk­ur alls ekki hvað þarna er á ferðinni. Spenn­andi verður að sjá hvaða hug­tak sigr­ar að lok­um.

Margrete-1Margrethe Vestager.

Full­trúi Dana í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, Mar­gret­he Vesta­ger, fer þar með mál­efni gervi­greind­ar og vinn­ur nú hörðum hönd­um að setn­ingu evr­ópskra laga­reglna um fyr­ir­brigðið. Von henn­ar er að ESB verði þar í far­ar­broddi og hafi jafn­mik­il áhrif við mót­un alþjóðareglna á þessu sviði og við reglu­smíði um per­sónu­vernd, annað nýtt rétt­ar­svið sem snert­ir dag­legt líf okk­ar allra.

Íslensk rétt­arþróun um per­sónu­vernd hef­ur fylgt þróun í öðrum Evr­ópu­ríkj­um sam­hliða bylt­ing­unni í tölvu- og upp­lýs­inga­tækni. Regl­ur um per­sónu­vernd gera stjórn­völd­um og einkaaðilum kleift að safna og miðla miklu magni per­sónu­upp­lýs­inga um ein­stak­linga á til­tölu­lega ein­fald­an hátt. Regl­un­um er ætlað að tryggja friðhelgi einka­lífs. Mark­mið þeirra er einnig að tryggja áreiðan­leika og gæði slíkra upp­lýs­inga, ásamt frjálsu flæði þeirra á sam­eig­in­lega EES-markaðnum og að flæðinu verði ekki sett­ar of strang­ar skorður.

Í viðtali við danska blaðið Berl­ingske 25. júní sagði Vesta­ger eft­ir kynni sín af gervi­greind­inni og áhrif­um henn­ar:

„Ég hef aldrei kynnst neinu sem jafn­ast á við hana. Það er erfitt að nefna nokkuð til sam­an­b­urðar vegna þess hve hún brýt­ur sér víða leið:

Hún mun hafa áhrif á öll­um sviðum og á allt sem við ger­um – hvernig við búum, lif­um og störf­um, á hvern hátt við mennt­um okk­ur og stönd­um að fram­leiðslu. Ég held að ekk­ert verði látið ósnert.“

Vesta­ger hvet­ur til þess að unnið verði að smíði reglna á sama tíma og áhrif um­bylt­ing­ar­inn­ar birt­ast, ekki dugi að beita þeirri gam­al­kunnu aðferð að láta breyt­ing­ar ger­ast og grípa síðan til reglu­verks til að setja þeim og áhrif­um þeirra skorður. Víða sé tek­in mik­il áhætta við inn­leiðingu tækn­inn­ar og áhætt­an sé ekki bara fræðileg. Þess vegna sé brýnt frá upp­hafi að tryggja að þess­ir gíf­ur­lega miklu kraft­ar þjóni okk­ur vel en skaði okk­ur ekki.

Op­inn hug­búnaður (e. open source software) heit­ir það þegar rétt­hafi veit­ir frjáls­an aðgang að hug­búnaðinum og þar sem frum­for­rit eru aðgengi­leg. Þrátt fyr­ir heitið OpenAI á fyr­ir­tæk­inu sem þróaði og kynnti Chat­G­PT, er þar ekki um op­inn hug­búnað að ræða held­ur lokaðan, fyr­ir­tækið á hann og stjórn­ar.

Á banda­rísku vefsíðunni Ax­i­os er fylgst mjög náið með fram­vindu mála á þessu sviði. Þar sagði í vik­unni að æðstu emb­ætt­is­menn í Washingt­on væru að „fríka út“ vegna af­leiðing­anna fyr­ir þjóðarör­yggi ef stór op­inn AI-hug­búnaður lenti í hönd­un­um á öll­um sem kynnu að for­rita. Með aðferðum hönn­un­ar­líf­fræði mætti til dæm­is ýta nýj­um heims­far­aldri úr vör.

Mar­gret­he Vesta­ger seg­ir að haga verði efni reglna í sam­ræmi við hætt­una af beit­ingu gervi­greind­ar, til dæm­is í tengsl­um við mik­il­væg mann­virki, lög­regluaðgerðir, lög­reglu­rann­sókn­ir, landa­mæra­vörslu og rétt­ar­vörslu. Þá verði að setja bann­regl­ur þar sem hætt­an sé mest, til dæm­is ef nota á tækn­ina til að hafa áhrif á frelsi manna, til fjölda­eft­ir­lits í raun­tíma og við fé­lags­lega flokk­un fólks eft­ir tekj­um og líferni.

Vesta­ger tel­ur að gervi­greind kunni að leiða til gíf­ur­legra fram­fara á heil­brigðis­sviði fyr­ir allt mann­kyn. Meg­in­regl­an verði sú að all­ir geti fengið aðgang að sams kon­ar sjúk­dóms­grein­ingu og meðferð og þar með skap­ist þar langþráður jöfnuður. Hin hlið máls­ins sé að gervi­greind­ar­tól geti ekk­ert án þess að þau séu fóðruð með mjög viðkvæm­um per­sónu­upp­lýs­ing­um.

Fyr­ir um ald­ar­fjórðungi voru hér harðar deil­ur um gagna­grunn á heil­brigðis­sviði. Nú ætti að rifja upp það sem þá var sagt til að fá forsmekk að umræðunum um gervi­greind­ar­regl­urn­ar. Eigi að semja þær sam­hliða bylt­ing­unni til að skapa okk­ur hæfi­lega vernd, verður að láta hend­ur standa fram úr erm­um.