8.7.2021

Ísland: nafli heimsins

Bækur - Nútímasaga - Morgunblaðið, 8. júlí 2021

How Iceland Changed the World ****-

Eft­ir Egil Bjarna­son. Kilja, 266 bls., nafna­skrá. Pengu­in Books, 2021.

Bók­in How Ice­land Changed the World: The Big History of a Small Is­land Hvernig Ísland breytti heim­in­um: Stór­saga lít­ill­ar eyju – eft­ir Egil Bjarna­son, blaðamann frá Sel­fossi, bú­sett­an á Húsa­vík, er vel til þess fall­in að efla skiln­ing allra er­lendra manna á ýms­um þátt­um sam­tím­ans á Íslandi þótt hún snú­ist að mestu um fortíðina og segi sögu þjóðar­inn­ar allt frá því að land byggðist. Text­inn er skýr og auðles­inn og þar er fortíð og samtíð tvinnuð sam­an á skemmti­leg­an hátt.

Íslend­ing­ar skrifa stund­um um land og þjóð fyr­ir út­lend­inga til að koma að ein­hverj­um ákveðnum boðskap eða jafn­vel til að lauma að les­end­um mynd af þjóðinni sem heima­mönn­um finnst næsta and­kanna­leg. Jafn­vel mætti ætla að upp­hafn­ing þátta í fari þjóðar­inn­ar í slík­um textum mótaðist af minni­mátt­ar­kennd – að það sé nauðsyn­legt til að gera sig merki­legri en efni standa til í aug­um annarra. Bók Eg­ils er ekki skrifuð í þess­um dúr.

Tit­ill­inn minn­ir á mont­bók. Hvernig er unnt að láta eins og Ísland hafi breytt gangi mála í ver­öld­inni? Frá­sögn Eg­ils er þó á þann veg að það ligg­ur ein­hvern veg­inn í aug­um uppi að það sem hann nefn­ir úr þjóðar­sög­unni skipti máli fyr­ir fleiri en okk­ur sem hér búum, hvort sem það breytti heim­in­um eða ekki.

Í bók­inni tak­ast á al­var­leg­ur og gam­an­sam­ur tónn. Sum­ar at­huga­semd­ir höf­und­ar eru á þann veg að ekki ein­ung­is fá­fróðir um Íslands­sög­una sjá nýtt sam­hengi hlut­anna. Hvergi er rembst við að sann­færa neinn með al­var­legri ítroðslu held­ur slegið á létta strengi en allt inn­an hóf­legra marka.

Eg­ill hóf blaðamennsku ung­ur að árum hjá Sunn­lenska á Sel­fossi. Vor nokk­urt greiddi út­gef­and­inn hon­um með tutt­ugu og sjö gíra Mong­oose-reiðhjóli. Til að nýta grip­inn lagði Eg­ill upp í hring­ferð eft­ir þjóðvegi 1 sem ligg­ur um Sel­foss. Þegar hann hafði hjólað til Húsa­vík­ur ákvað hann að hvíla sig um stund. Þar hitti hann fyr­ir til­vilj­un á bryggj­unni Hörð Sig­ur­bjarn­ar­son, skip­stjóra og fram­kvæmda­stjóra Norður­sigl­ing­ar. Eg­ill sló til og tók til­boði Harðar um starf það sem eft­ir lifði sum­ars. Reynsla hans af störf­um fyr­ir Norður­sigl­ingu hér við land og við Græn­land auk sigl­ing­ar til Nor­egs kem­ur Agli að góðum not­um við rit­un bók­ar­inn­ar og auðveld­ar hon­um að dýpka skiln­ing les­enda á ferðum í aust­ur og vest­ur frá Íslandi við allt aðrar aðstæður en nú.

GH516LRULRætt var við Egil um bók­ina hér í blaðinu 27. maí. Þar seg­ist hann upp­haf­lega hafa ætlað að gefa bók­ina út hjá for­lagi föður síns, Sæ­mundi á Sel­fossi. Hann hóf vinnu við hand­ritið fyr­ir nokkr­um árum og í leit að rit­laun­um sendi hann sýn­is­horn á umboðsmenn í Banda­ríkj­un­um og fékk síðan einn þeirra til að taka kynn­ingu á verk­inu að sér og átti Pengu­in hæsta boðið í út­gáfu­rétt­inn. Fyr­ir­fram­greiðsla þaðan dugði til að Eg­ill gat unnið við hand­ritið í eitt og hálft ár í viðbót. Bók­in kom út 11. maí 2021.

Þegar í apríl 2021 birti Andrew Mait­land Moravcsik, pró­fess­or í stjórn­mál­um og alþjóðastjórn­mál­um við Princet­on-há­skóla í Banda­ríkj­un­um og for­stjóri Liechten­stein Institu­te on Self-Determ­inati­on sem Hans Adam, prins af Liechten­stein, stofnaði við Princet­on árið 2000, stutta um­sögn um bók­ina í tíma­rit­inu For­eign Affairs , heimskunnu tíma­riti um alþjóðamál.

Moravcsik seg­ir að sér­hver þjóð geymi í minni sínu goðsagn­ir um heims­sögu­leg­an mik­il­leika – jafn­vel Íslend­ing­ar. Eng­inn haldi málstað þess­ar­ar litlu eyj­ar fram af meiri ákafa en Eg­ill Bjarna­son, sem hafi náð góðum ár­angri sem blaðamaður í heimi ensku­mæl­andi þjóða. Af frá­sögn hans megi ráða að Íslend­ing­ar séu einskon­ar For­rest Gump meðal þjóða heims; þeir verði fyr­ir til­vilj­un miðdep­ill sér­hvers stórviðburðar nú­tíma­sögu.

Fyr­ir okk­ur Íslend­inga sæt­ir það ekki tíðind­um sem banda­ríski pró­fess­or­inn tí­und­ar um efni bók­ar Eg­ils. Á hinn bóg­inn er ástæða til að fagna því að þetta hef­ur allt verið tekið sam­an á einn stað og sett fram á þann veg að kunn­ur fræðimaður í sögu og stjórn­mál­um Evr­ópu sér ástæðu til að geta þess í virtu banda­rísku alþjóðariti.

Einn af kost­um þess að fá Pengu­in sem út­gef­anda er að þar er, ef marka má þakk­ir höf­und­ar í lok­in, her ráðgjafa til aðstoðar. Það fór þó fram hjá þeim að það var Kristján X. Dana­kon­ung­ur sem kom hingað á alþing­is­hátíðina 1930 en ekki Kristján IV.

Markaðssetn­ing Pengu­in er mark­viss og ár­ang­urs­rík eins og um­sögn­in í For­eign Affairs ber með sér. Þá hafa um­sagn­ir a.m.k. einnig birst í The New York Times og hjá AP-frétta­stof­unni en fyr­ir þessa öfl­ugu miðla og fleiri hef­ur Eg­ill skrifað frétt­ir og frá­sagn­ir frá Íslandi.

Nú þegar ferðamennska á milli landa hefst að nýju er mik­ils virði að til sé bók um Ísland þar sem í lok­in er lýst hvernig brugðist var við COVID-19 hér á landi. Ágæt bók Eg­ils Bjarna­son­ar á ör­ugg­lega eft­ir að kveikja áhuga margra á að kynna sér land og þjóð og ekki er verra að þeir komi hingað með þeim létt­leika sem ein­kenn­ir text­ann.