30.11.2024

Inn í nýtt kjörtímabil

Morgunblaðið, 30. nóvember 2024

Á það hef­ur verið minnst í kosn­inga­bar­átt­unni að kannski hefði verið betra fyr­ir stjórn­ar­flokk­ana að Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra hefði ekki tekið af skarið og slitið stjórn­ar­sam­starf­inu 13. októ­ber sl. Með því að bíða hefði staða flokk­anna styrkst með minnk­andi verðbólgu.

Bjarni tók ákvörðun sína vegna þess að einn stjórn­ar­flokk­anna, VG, hafði ályktað á lands­fundi sín­um gegn stjórn­ar­sam­starf­inu en vildi fresta af­tök­unni þar til flokkn­um þætti hún tíma­bær. Bjarni sagði rétti­lega að ekki yrði lengra kom­ist vegna ósam­lynd­is flokka í stjórn­inni, mik­il­væg mál­efni lægju óhreyf­an­leg.

At­b­urðarás­in hef­ur verið hröð á þeim sjö vik­um sem síðan eru liðnar. Fyrstu dag­ana eft­ir stjórn­arslit­in hófst dá­lítið sjón­arspil vegna þekk­ing­ar­leys­is Kristrún­ar Frosta­dótt­ur, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á hvað við tæki eft­ir lausn­ar­beiðni rík­is­stjórn­ar og síðan setu starfs­stjórn­ar.

Þá varð Svandís Svavars­dótt­ir, formaður VG, fúl yfir að dag­setn­ing stjórn­arslita var tek­in úr henn­ar hönd­um. Reyndi hún að spilla fyr­ir að unnt yrði að verða við ósk for­seta Íslands um starfs­stjórn þegar hún og flokks­systkini henn­ar höfnuðu setu í henni. Ráðherr­ar sem sitja í stjórn­inni tóku á sín­ar herðar embætti VG-ráðherr­anna.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, maldaði einnig í mó­inn og lét eins og hann væri fúll yfir stjórn­arslit­un­um. Hann hef­ur síðan vikið frá þeirri skoðun og læt­ur nú eins og stjórn­ar­sam­starfið hafi verið sér þung­bært.

Öll stjórn­ar­andstaðan fagnaði frum­kvæði Bjarna og eng­inn léði máls á því með for­mönn­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og VG að hefja stjórn­skipu­leg­ar æf­ing­ar í til­efni af stjórn­arslit­un­um.

Starfs­stjórn­in vildi að fjár­lög fyr­ir árið 2025 yrðu af­greidd áður en þing­störf­um lyki fyr­ir kjör­dag og tókst það 18. nóv­em­ber, rúm­um mánuði eft­ir stjórn­arslit­in.

Nauðsyn­legt var að eyða öll­um vafa um fjár­lög­in.

IMG_1437Á kjördag, 30. nóvember 2024.

Nú eft­ir kjör­dag get­ur dreg­ist um nokkr­ar vik­ur að þing komi sam­an að nýju, meðal ann­ars með vís­an til ákvæða í lög­um um kæru­fresti vegna úr­slita kosn­ing­anna. Þá er allt á huldu um raun­veru­leg­an vilja flokka til sam­starfs í rík­is­stjórn. Starfs­stjórn­in sit­ur þar til nýtt þing hef­ur skipað sér að baki nýrri rík­is­stjórn.

Er þess skemmst að minn­ast frá þing­kosn­ing­un­um 2021 hve lang­an tíma tók að af­greiða kjör­bréf. Þá var gengið til kosn­inga 25. sept­em­ber en þing kom ekki sam­an til fund­ar fyrr en 23. nóv­em­ber. Ný og end­ur­nýjuð rík­is­stjórn þriggja stærstu flokk­anna á þingi var form­lega mynduð 28. nóv­em­ber og umræður um stefnu henn­ar fóru fram á alþingi 1. des­em­ber 2021.

Bú­ast má við að svipt­ing­ar vegna stjórn­ar­mynd­un­ar verði flókn­ari núna en árið 2021. Stjórn­ar­flokk­arn­ir þrír stefna ekki að end­ur­nýjuðu umboði – nema síður sé.

Allt er óljóst um vilja flokka til stjórn­ar­sam­starfs. Sam­fylk­ing­in boðar nýtt upp­haf með plani sem hún seg­ir að taki tvö kjör­tíma­bil að fram­kvæma. Vanga­velt­ur um stjórn­ar­mynd­un minna helst á sam­kvæm­is­leik.

Sag­an geym­ir dæmi um mál sem ekki eru á dag­skrá í kosn­inga­bar­áttu en verða stór átaka­mál að kosn­ing­um lokn­um. Þar má til dæm­is nefna Ices­a­ve-málið, deil­urn­ar um upp­gjör við Breta og Hol­lend­inga vegna inn­láns­reikn­inga ís­lenskra banka í þess­um lönd­um í banka­hrun­inu 2008.

Það var ekk­ert rætt um Ices­a­ve-málið fyr­ir þing­kosn­ing­ar vorið 2009 en strax á sum­arþing­inu að þeim lokn­um logaði allt í ill­deil­um á þingi um samn­inga um upp­gjör Ices­a­ve-reikn­ing­anna. Var síðar gengið til tveggja þjóðar­at­kvæðagreiðslna um Ices­a­ve-lög, árin 2010 og 2011.

Að því hef­ur verið vikið í kosn­inga­bar­átt­unni núna að sjálfsagt sé að efna til þjóðar­at­kvæðagreiðslu sem fyrst á nýju kjör­tíma­bili um heim­ild til um­sókn­ar um aðild að ESB.

Inn­an Viðreisn­ar vilja fram­bjóðend­ur gera kröfu um slíka at­kvæðagreiðslu að „ófrá­víkj­an­legu skil­yrði“ við stjórn­ar­mynd­un. Flokks­formaður Viðreisn­ar kýs þó að fara und­an í flæm­ingi til að loka eng­um dyr­um.

Þetta tal er flótti frá því meg­in­verk­efni að sann­færa þjóðina um að eitt­hvað kalli á að kljúfa hana í herðar niður með at­kvæðagreiðslu um þetta mál. Eng­in þjóð sæk­ir um aðild að ESB án þess að brýn­ir hags­mun­ir henn­ar krefj­ist þess. Það dug­ar ekki að rægja aðild­ina að evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES) til að rétt­læta ESB-aðild.

Full­yrðing­ar um að okk­ur sé best borgið í ESB eru hald­laus­ar. Hag­sæld er mun meiri í EES-ríkj­un­um utan ESB en í ESB-lönd­un­um. Í því felst eng­in töfra­lausn að taka upp evru. Kost­ir krón­unn­ar birt­ust vel eft­ir hrun. Gengið féll og ferðamenn streymdu til lands­ins. Besta pen­inga­stefna fyr­ir Þýska­land gagn­ast ekki endi­lega ís­lensk­um efna­hag best. Inn­an ESB ræður sá stærsti að lok­um.

Þegar vinstri­stjórn­in 2009-2013 sótti um aðild að ESB var hún einnig með á stefnu­skrá sinni að breyta stjórn­ar­skránni til að hún heim­ilaði aðild­ina. ESB-um­sókn­in rann út í sand­inn og einnig til­raun­in til að breyta stjórn­ar­skránni.

Eng­inn flokk­ur boðar stjórn­ar­skrár­breyt­ingu í þágu ESB-aðild­ar núna. Get­ur þjóðin greitt at­kvæði um eitt­hvað sem bryti í bága við stjórn­ar­skrána ef á reyndi? Er það ekki óhjá­kvæmi­leg­ur liður „upp­lýstu umræðunn­ar“ sem jafn­an er flaggað í sam­bandi við ESB-aðild­ar­málið að tekið sé af skarið og stjórn­ar­skránni breytt? Ábyrgðarlaus­ir stjórn­mála­menn óska eft­ir heim­ild til að gera það sem stjórn­ar­skrá­in bann­ar þeim.

Sá kost­ur er fyr­ir hendi að úr­slit kosn­ing­anna í dag verði ávís­un á ESB-aðild­ar­deil­ur og leið til sundr­ung­ar á nýju kjör­tíma­bili. Ein­fald­ast er að hafna hon­um strax.