26.11.2020

Ímynd Íslands og Grænlands

Bækur - Sagnfræði - Morgunblaðið 26. nóvember 2020

Í fjarska norðursins ****½ -

Eft­ir Sum­arliða R. Ísleifs­son. Útgef­andi Sögu­fé­lag, Reykja­vík 2020. 381 bls. innb., ríku­lega myndskreytt.
Þegar ég hóf að sækja stjórn­mála­fundi fyr­ir um 65 árum ræddu menn gjarn­an ávinn­ing­inn af því að fá­menn þjóð á norður­hjara ver­ald­ar fékk sjálf stjórn eig­in mála, stofnaði lýðveldi og skapaði sér líf­væn­lega stöðu á alþjóðavett­vangi og efna­hags­lega. Ekk­ert af þessu laut nátt­úru­legu lög­máli og ekki held­ur hitt að síðari heims­styrj­öld­in gerði eyj­arn­ar í Norður-Atlants­hafi að hluta af „miðjunni“ með Norður-Atlants­hafs­banda­lag­inu, NATO.

Hefðu fram­boðsræður mín­ar fjallað um þetta á fund­um á tí­unda ára­tug 20. ald­ar­inn­ar hefðu þær þótt tíma­skekkja. Svo sjálfsagt var þetta þá talið. Umræðurn­ar sner­ust um ein­stakt gildi þess að samið yrði um nýja aðild að „miðjunni“ með Evr­ópska efna­hags­svæðinu, EES.

Lína er dreg­in gegn valdi „miðjunn­ar“ hér. Við af­söl­um okk­ur ekki stjórn fisk­veiða til henn­ar. Bar­átt­an fyr­ir 200 mílna efna­hagslög­sögu í norðri yrði að engu. Sum­ir telja sjálft full­veldið í hættu verði raf­streng­ur tengd­ur héðan til „miðjunn­ar“.

I-fjarska-norursins3Sumarliði R. Ísleifsson

Bók­in Í fjarska norðurs­ins – Ísland og Græn­land viðhorfs­saga í þúsund ár eft­ir dr. Sum­arliða R. Ísleifs­son, lektor við sagn­fræði- og heim­speki­deild Há­skóla Íslands, snýst um viðhorf annarra þjóða manna til Íslands, ímynd þeirra hef­ur svo áhrif á viðhorf okk­ar sjálfra. Hve oft heyr­ist ekki að þetta eða hitt at­vikið á heima­velli spilli orðspori þjóðar­inn­ar út á við?

Sum­arliði seg­ir:

„Hug­takið ímynd verður mikið notað í þessu verki. Hér er það ekki notað um mynd­ir eða mynd­lík­ing­ar held­ur sem mynd eða hug­mynd sem við telj­um ein­kenn­andi fyr­ir til­tek­inn hóp, fjöl­skyldu, þjóð eða ein­hvern ann­an hóp. Þess hátt­ar ímynd hef­ur áhrif á og stjórn­ar af­stöðu okk­ar og hegðun gagn­vart viðkom­andi hópi eða fyr­ir­bæri og leiðir til nei­kvæðra eða já­kvæðra álykt­ana og ímynda. Hér er því um að ræða aðgrein­ingu í „okk­ur“ og „hina“. (15)

Og enn seg­ir:

„Þjóðarí­mynd­ir byggja að hluta til á aðstæðum sem erfitt er að breyta. Mik­il­væg hug­taka­pör í þessu sam­hengi eru smæð-stærð, völd-valda­leysi, norður-suður, aust­ur-vest­ur, svart­ur-hvít­ur, miðja-jaðar, eyja-meg­in­land, svo nokk­ur pör séu nefnd. Þannig er talað um ákveðið reglu­verk í tengsl­um við ímynd­ar­sköp­un­ina. Ímynd­ir eiga sér oft djúp­ar sögu­leg­ar ræt­ur og geta verið hrærigraut­ur af sögu­leg­um viðburðum, sögu­sögn­um og mis­skiln­ingi.“ (17)

Hafi les­and­inn þetta leiðar­stef í huga auðveld­ar það hon­um að átta sig á efnis­tök­um Sum­arliða þegar hann leiðir er­lenda menn fram í því skyni að bregða ljósi á norðlægu eyj­arn­ar Ísland og Græn­land. Þær eru gjör­ólík­ar með vís­an til jarðfræði, landnytja, bú­setu og menn­ing­ar. Stjórn­ar­hætt­ir og tengsl við „miðjuna“ eru ólík, Ísland hjá­lenda en Græn­land ný­lenda. Báðar voru þær hins veg­ar tald­ar á mörk­um hins byggi­lega heims eða jafn­vel hand­an hans.

Bók Sum­arliða skýr­ir vel hve merki­legt það er að fyrst nú í ár fær Reykja­vík lyk­il­hlut­verk í sjó­flutn­ing­um Græn­lend­inga. Þar skip­ir fram­tak Eim­skips máli. Þá er hitt ekki síður merki­legt í ljósi sög­unn­ar að nú sér Lambhagi Græn­lend­ing­um fyr­ir fersku græn­meti frá Íslandi.

Efnið sem Sum­arliði fær­ir okk­ur á skýr­an og aðgengi­leg­an hátt í bók sinni skap­ar sam­tím­an­um dýpt. Hún minn­ir einnig á gildi varðstöðu um ímynd Íslands. Fram­andleg þjóðin var bjarg­ar­laus í þessu efni um ald­ir, eins kon­ar illa lykt­andi sýn­ing­ar­grip­ur í óhrjáleg­um hí­býl­um við dyr eld­fjalla ef ekki sjálfs vít­is.

Á 16. öld var svo komið að menntaðir Íslend­ing­ar „sem störfuðu við helstu stofn­an­ir í land­inu, skóla og bisk­ups­stóla, settu fyr­ir sig þær hug­mynd­ir sem al­geng­ar voru um Ísland er­lend­is, hug­mynd­ir, sem gerðu lítið úr landi og þjóð og sýndu það á ann­an hátt í nei­kvæðu og ann­ar­legu ljósi að þeirra mati. Þeir vildu svara fyr­ir sig.“ (108)

Árið 1625 kom út á ensku varn­ar­ritið Crymo­gæa (ísl. Ísa­fold) eft­ir Arn­grím Jóns­son lærða þar sem lýst var sam­fé­lagi á Íslandi „sem svipaði til annarra sam­fé­laga sem Íslend­ing­ar höfðu mest sam­skipti við í Vest­ur-Evr­ópu“. (109) Er­lend­ir höf­und­ar studd­ust við rit Arn­gríms lærða og ímynd Íslands breytt­ist. Þar er nefnd­ur til sög­unn­ar kunn­ur fransk­ur fræðimaður, Isaac de la Peyrère, sem sendi frá sér bók um Ísland árið 1663. Hann end­ur­sagði texta Arn­gríms að stór­um hluta, meðal ann­ars um ís­lenska menn­ing­ar­arf­inn sem er­lend­ir menn þekktu ekki. Var verk Frakk­ans gefið út í þrem­ur frönsk­um út­gáf­um en auk þess á ensku og dönsku.

Sum­arliði rek­ur sögu hug­mynda um Ísland og Græn­land allt fram til okk­ar daga. Hann lýs­ir vel hvernig meg­in­hug­mynd­in um lönd­in og þjóðirn­ar mót­ast af menn­ing­ar­leg­um og hug­mynda­fræðileg­um straum­um hvers tíma­skeiðs fyr­ir sig. Upp­lýs­inga­öld­in bein­ir at­hygli frá skrímsl­um og for­ynj­um að því sem þykir í raun virði að rann­saka í nátt­úru og mann­lífi. Róm­an­tík­in vek­ur til­finn­ing­ar fyr­ir feg­urð lands­ins og menn­ing­ar­leg­um af­rek­um fortíðar – ætt­j­arðarást­inni.

Erum við stödd á nýj­um kross­göt­um nú á tím­um? Hring­borð norðurs­ins dreg­ur þúsund­ir manna ár hvert í Hörpu til að ræða mál­efni norður­slóða. Græn­land vek­ur áhuga fjár­festa vegna vinnslu á sjald­gæf­um jarðefn­um eða olíu. Frétt­ir ber­ast um dýr­mæt jarðefni í og á hafs­botni í norðri. Rann­sókn­ir á auðlind­um eru meiri en nokkru sinni. Reglu­leg­ar sigl­ing­ar í Norður-Íshafi eru tald­ar á næsta leiti. Því er jafn­vel spáð að Ísland verði Singa­púr norðurs­ins.

Keppni stór­velda magn­ast á svæðinu. Smáþjóðir vilja að lág­spenna ríki á norður­slóðum. Koma þær sér sam­an um hvernig best verði stuðlað að því?

Fyr­ir hvern þann sem vill dýpka skiln­ing sinn á viðhorf­inu til Íslands og Græn­lands og þar með norðrinu í ald­anna rás er bók Sum­arliða R. Ísleifs­son­ar kjörið les­efni.

Í fjarska norðurs­ins er glæsi­leg bók í öllu til­liti. Brotið er stórt, all­ar skrár eru vandaðar og alúð lögð við um­brot og frá­gang. Á þriðja hundrað mynd­ir eru í bók­inni en Mar­grét Tryggva­dótt­ir er mynda­rit­stjóri.

Sum­arliði R. Ísleifs­son er vandaður og var­fær­inn fræðimaður. Stund­um ger­ir hann of mik­inn fyr­ir­vara við efnis­tök sín eða notk­un heim­ilda. Þær eru ríku­leg­ar og oft vitnað beint í þær í sér­stök­um köfl­um.

Íslend­ing­um þótti fyrr á öld­um nóg um áhuga út­lend­inga á Heklu. Þeir og landið hefðu einnig annað að bjóða. Við vor­um hins veg­ar minnt ræki­lega á aðdrátt­ar­afl eld­fjalla árið 2010 eft­ir gosið í Eyja­fjalla­jökli. Bylt­ing varð í komu ferðamanna. Norðlæga eyj­an hef­ur mikið aðdrátt­ar­afl þótt fólkið sé ekki eins fram­andlegt og áður.

Við end­ur­reisn að lokn­um heims­far­aldri á að laða hópa ferðamanna að nýju til lands­ins. Efni þess­ar­ar bók­ar á er­indi til þeirra sem þar koma að verki. Veg­leg um­gjörð text­ans má ekki skapa þá ímynd að hann sé skráður til hátíðarbrigða. Kynn­ing á Íslandi samtíðar­inn­ar á ræt­ur í því sem þarna er sagt.