4.1.2025

Í tilefni áramótaávarpa

Morgunblaðið, laugardagur 4. janúar 2025.

Minn­ing­ar og til­finn­ing­ar brjót­ast fram um jól og ára­mót. Lögð er rækt við trúna og horfið aft­ur til bernsk­unn­ar um jól­in en gef­in framtíðarfyr­ir­heit um ára­mót. Leiðtog­ar ávarpa þjóðir sín­ar og sam­eina á slík­um hátíðar­stund­um. Boðskap­ur­inn tek­ur mið af því sem ber hæst á líðandi stundu. Hann á að veita hlust­end­um leiðsögn um hvers þeir mega vænta. Ávörp­in styrkja einnig traust á leiðtog­an­um enda séu efnis­tök­in til þess fall­in.

Í fyrsta ný­ársávarpi sínu komst Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, ein­kenni­lega að orði þegar hún ræddi um inn­rás­ar­stríð Rússa í Úkraínu. Hún rifjaði upp að Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, hefði verið gest­ur á þingi Norður­landaráðs hér í októ­ber og heim­sótt hana á Bessa­stöðum. Henni þótti lær­dóms­ríkt að ræða við for­seta sem hefði í rúm­lega þúsund daga bar­ist fyr­ir lífi og framtíð þjóðar sinn­ar.

For­seti Íslands sagði „tryllt öfl“ ekki leng­ur svo ýkja fjar­læg og við ætt­um það bæði und­ir sjálf­um okk­ur og öðrum að halda álög­um þeirra og áhrif­um í skefj­um. „Vert er að spyrja hvernig Íslend­ing­ar geta best staðið fyr­ir og með friði í heimi sem ófriður ógn­ar,“ sagði for­set­inn.

Þetta er skrýt­in spurn­ing. Í 75 ár hafa ís­lensk stjórn­völd með ít­rekuðum stuðningi þjóðar­inn­ar vitað svarið við henni. Íslend­ing­ar hafa valið sér leið í þágu friðar með aðild að Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO) og tví­hliða varn­ar­samn­ingi við Banda­rík­in. Þetta hef­ur verið meg­in­stoð ut­an­rík­is- og varn­ar­stefnu lýðveld­is­ins í 80 ára sögu þess. Alþingi samþykkti hana sem hluta þjóðarör­ygg­is­stefn­unn­ar 13. apríl 2016.

Screenshot-2025-01-04-at-14.57.19Frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur fyrsta áramótaávarp sitt á Bessastöðum (mynd:forseti.is).

For­seti Íslands rifjaði upp að þau for­seta­hjón­in hefðu í októ­ber notið „þess heiðurs að vera fyrstu gest­ir Friðriks tí­unda Dana­kon­ungs og Mary drottn­ing­ar í op­in­berri heim­sókn“. Saga ís­lensku og dönsku þjóðar­inn­ar hefði „tvinn­ast sam­an á ótal vegu gegn­um ald­irn­ar“. Við mætt­um margt af Dön­um læra, sagði for­seti, ekki síst stuðning við hug­mynda­auðgi og sköp­un­ar­kraft á mörg­um sviðum þjóðlífs­ins.

Í fyrsta ný­ársávarpi sínu talaði Friðrik tí­undi af­drátt­ar­laust og skýrt þegar hann fór orðum um varn­ir Dan­merk­ur og minnt­ist þess að Dan­ir hefðu fyr­ir 75 árum verið meðal 12 stofnþjóða varn­ar­banda­lags­ins NATO. Þjóðirn­ar hefðu ákveðið að standa sam­an að því að tryggja ör­yggi og frið. Fleiri þjóðir hefðu síðan gengið í banda­lagið, síðast Finn­ar og Sví­ar. Það styrkti Norður­lönd­in. Það styrkti Evr­ópu. Það styrkti sam­eig­in­leg­ar varn­ir okk­ar í þágu friðar.

Þögn for­seta Íslands um gildi þess fyr­ir ör­yggi og varn­ir þjóðar­inn­ar að eiga aðild að NATO og eiga tví­hliða varn­ar­sam­starf við Banda­rík­in er vand­ræðaleg fyr­ir hana og vek­ur at­hygli inn­an lands og utan.

Í sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar er tekið af skarið um þetta efni og enn frek­ar í yf­ir­lýs­ing­um Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur, nýs ut­an­rík­is­ráðherra. Hún hef­ur meira að segja bætt orðinu varn­ar­málaráðherra við embætt­is­heiti sitt til að árétta áhuga sinn og skyld­ur varðandi ör­yggi og varn­ir þjóðar­inn­ar.

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra var mun af­drátt­ar­laus­ari í fyrsta ný­ársávarpi sínu en for­seti Íslands þegar hún vék að þess­um mál­um.

For­sæt­is­ráðherra sagði að stríðsrekst­ur í okk­ar heims­hluta minnti illi­lega á að ör­yggi og friður væru grund­vallar­for­senda frels­is og vel­meg­un­ar. Við Íslend­ing­ar ætt­um allt okk­ar und­ir virðingu fyr­ir alþjóðleg­um lög­um og rétti full­valda ríkja og hún sagði: „Þess vegna verðum við að taka virk­an þátt í ör­ygg­is- og varn­ar­sam­starfi og for­dæma með af­ger­andi hætti hvers kyns brot á alþjóðalög­um. Á næstu árum skul­um við leit­ast við að efla enn frek­ar sam­starf okk­ar við önn­ur vest­ræn lýðræðis­ríki – þar á meðal vinaþjóðir okk­ar á Norður­lönd­um.“

Í þess­um orðum felst að sjálf­sögðu eng­in spurn­ing um „hvernig Íslend­ing­ar geta best staðið fyr­ir og með friði í heimi sem ófriður ógn­ar“, svo að aft­ur sé vitnað í orð for­seta Íslands.

Það er grunn­for­senda fyr­ir trausti á ís­lensk­um stjórn­völd­um meðal banda­manna rík­is­ins að æðstu menn lýðveld­is­ins tali ein­um rómi um stefn­una í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Þar er það stefna rík­is­stjórn­ar sem ræður og það er skylda for­seta Íslands að virða hana í ræðu og riti – ekki síst á stríðstím­um.

Í ávarpi sínu á gaml­árs­dag vék Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra að því að sú til­finn­ing hefði „grafið um sig“ meðal þjóðar­inn­ar að vel­ferðar­kerfið stæði ekki leng­ur und­ir „eðli­leg­um og rétt­mæt­um vænt­ing­um fólks­ins í land­inu“. Raun­ar væri þetta líka „blá­kald­ur veru­leiki margra“. Þrátt fyr­ir mikla efna­hags­lega vel­sæld sem birt­ist í hag­töl­um yrði ekki litið „fram­hjá þess­ari til­finn­ingu og veru­leika fólks“. Marg­ir teldu „vit­laust gefið“. Þetta þýddi ekki að allt væri „ómögu­legt á Íslandi. Þvert á móti.“ Hún hefði verið kos­in til að tak­ast á við þetta verk­efni „með vongleði og kjark í brjósti“.

Sagðist Kristrún ætla að „leit­ast við að tala kjark í þjóðina með því að segja hlut­ina eins og þeir eru og tala af hrein­skilni um verk­efn­in sem við stönd­um frammi fyr­ir“. Það yrði ekki allt auðvelt.

Í þess­um orðum tog­ast á hvort treysta eigi hag­töl­um eða til­finn­ingu. Gald­ur­inn felst í því að sá sem ætl­ar að „tala kjark í þjóðina“ hafi til­finn­ingu fyr­ir því hvernig það verði best gert á grund­velli hagtalna.

Til­finn­ing­in um að vel­ferðar­kerfið standi ekki und­ir vænt­ing­um staf­ar ekki af til­vilj­un, stjórn­ar­andstaðan hef­ur mark­visst alið á henni und­an­far­in ár. Efna­hag­ur þjóðar­inn­ar er góður á alla mæli­kv­arða og horf­ur þjóðarbús­ins frá­bær­ar um þessi ára­mót.