12.8.2024

Í leit að föðurlandi

Morgunblaðið, mánudagur 12. ágúst 2024.

 Gyðing­ar á far­alds­fæti ★★★★· Eft­ir Joseph Roth. Þýðandi: Jón Bjarni Atla­son. Útgef­andi: Ugla. Kilja, 175 bls. Reykja­vík 2024.

Bók­in Gyðing­ar á far­alds­fæti eft­ir Joseph Roth kom fyrst út hjá for­lagi í Berlín árið 1927, um 10 árum eft­ir að A. J. Bal­four ut­an­rík­is­ráðherra Breta sagði í bréfi (2. nóv­em­ber 1917) til L. W. Rothschilds, for­ystu­manns sam­taka breskra gyðinga, að breska stjórn­in styddi að Palestína yrði „þjóðar­heim­kynni“ (e. nati­onal home) gyðinga.

Leiðtog­ar Zíon­ista í Bretlandi höfðu gengið eft­ir því við stjórn­völd að þau tækju af skarið um að Palestína yrði þjóðlenda gyðinga en í Bal­four-yf­ir­lýs­ing­unni er sér­stak­lega tekið fram að við fram­kvæmd henn­ar megi ekk­ert gera sem skerti borg­ara­leg eða trú­ar­leg rétt­indi annarra í Palestínu þrátt fyr­ir komu gyðinga. Þessi rétt­indi eru hins veg­ar ekki skil­greind í yf­ir­lýs­ing­unni og ekki eru nein­ir íbú­ar eða hóp­ar þeirra í Palestínu nefnd­ir. Hvað sem því leið tóku gyðing­ar því fagn­andi að mega setj­ast að í Palestínu.

Nauðsyn­legt er að hafa þessa nýju um­gjörð um aðset­ur gyðinga í huga þegar bók­in er les­in. Joseph Roth seg­ir að gyðing­ar vilji ekki aðeins varðveita þjóðarein­kenni sín. Þeir vilji rétt til að lifa, heil­brigði og per­sónu­legt frelsi, rétt­indi sem nærri öll Evr­ópu­lönd neituðu þeim um. Í Palestínu ætti sér í raun og veru stað end­ur­fæðing þjóðar þeirra. Hann nefn­ir land­töku­fólk gyðinga til sög­unn­ar „hug­rakka bænd­ur og verka­menn“, einkum frá Aust­ur-Evr­ópu, sem sönnuðu hæfni gyðings­ins „til vinnu og að stunda ak­ur­yrkju og verða af­kom­andi jarðar­inn­ar enda þótt hann hafi um ald­ir meira verið gef­inn fyr­ir bæk­ur“.

Þá seg­ir að því miður sé land­töku­fólkið einnig neytt til að berj­ast, að vera her­menn og verja landið fyr­ir Aröb­um. Á þenn­an hátt sé búið að yf­ir­færa „evr­ópska mód­elið á Palestínu“. Land­tökumaður­inn snúi ekki aðeins til lands feðra sinna með rétt­lát­an til­gang hins vinn­andi manns held­ur sé hann einnig „boðberi menn­ing­ar“. Þá seg­ir: „Hann er jafn­mik­ill gyðing­ur og Evr­ópumaður. Hann fær­ir Aröb­um raf­magn, blekpenna, verk­fræðinga, vél­byss­ur, yf­ir­borðskennda heim­speki og allt heila draslið sem kem­ur frá Eng­lend­ing­um.“

Yfir nýj­um og fal­leg­um veg­um ættu Ar­ab­ar að gleðjast en af nátt­úru­legu eðli manns­ins hneykslist þeir á inn­rás „engilsax­nesk-am­er­ískr­ar siðmenn­ing­ar“. Og enn seg­ir: „Gyðing­ur­inn á rétt á Palestínu, en ekki vegna þess að hann er frá þessu landi held­ur vegna þess að ekk­ert annað land vill hann“ (32-33).

5516ffbe-4649-449e-ad84-3b56294b8596

Eins og þessi stutta end­ur­sögn af opnu í bók­inni sýn­ir á hún fullt er­indi til okk­ar á líðandi stundu þegar gyðing­ar og Ar­ab­ar tak­ast enn á um Palestínu. Nú eru þetta ekki átök í fjar­lægri eyðimörk. Þau eru háð í beinni út­send­ingu til heims­byggðar­inn­ar. Bar­ist er með há­tækni­vopn­um milli Ísra­ela, rík­is gyðinga, og hópa hryðju­verka­manna sem njóta stuðnings og lúta að nokkru for­ystu öfga­fullra mús­líma í Íran sem vilja gjör­eyða Ísra­el.

Heim­ur­inn skipt­ist í fylk­ing­ar og í fjar­læg­um borg­um eða há­skól­um eru ör­yggisaðgerðir hert­ar vegna ill­vígra deilna heima­fólks. Eng­inn veit enn hvernig eða hvenær þess­um átök­um lýk­ur. Átök í þeirri mynd sem við þekkj­um hafa staðið með hlé­um í um það bil eina öld og ógna nú heims­friði.

Jón Bjarni Atla­son, aðjúnkt við Há­skóla Íslands, þýddi þessa bók Roths úr þýsku á ís­lensku og bæt­ir við skýr­ing­um neðan­máls les­and­an­um til glöggv­un­ar fyr­ir utan að rita viðauka um blaðamann­inn og rit­höf­und­inn Joseph Roth sem fædd­ist í Úkraínu 1894 og andaðist í Par­ís 1939 aðeins 44 ára að aldri. Seg­ir Jón Bjarni að Roth hafi sjald­an haft íverustað til lengri tíma. Hann bjó „meira eða minna á hót­el­her­bergj­um síðustu tvo ára­tugi æv­inn­ar“ (167). Roth var því sjálf­ur gyðing­ur frá Aust­ur-Evr­ópu á far­alds­fæti en bók­in snýst ein­mitt um ör­lög þessa fólks á ár­un­um milli heims­stríðanna.

Roth hef­ur verið, eins og Jón Bjarni seg­ir, afar næm­ur á um­hverfi sitt og birt­ist það í þess­ari bók hans þar sem í senn eru dregn­ar meg­in­lín­ur en einnig brugðið upp mynd­um eins og þess­ari: „Ég fór í jaddískt leik­hús í Par­ís. Barna­vagn­ar voru skild­ir eft­ir í fata­heng­inu. Regn­hlíf­ar voru tekn­ar með í sal­inn. Fyr­ir fram­an sviðið sátu mæður með unga­börn … Einn yf­ir­gaf sæti sitt, ann­ar sett­ist. Inni í saln­um voru borðaðar app­el­sín­ur. Vökvinn spýtt­ist með til­heyr­andi lykt. Það var talað hátt …“ (106).

Jóni Bjarna tekst vel að koma lit­rík­um text­an­um til skila en einnig þeim boðskap sem í hon­um felst um gildi þess fyr­ir far­and­gyðing­inn að eign­ast eigið föður­land.

Þegar Bal­four-yf­ir­lýs­ing­in var gef­in vonaði breska rík­is­stjórn­in að hún myndi snúa gyðing­um, einkum í Banda­ríkj­un­um, til stuðnings við banda­menn­ina sem börðust gegn Miðveld­un­um í heims­styrj­öld­inni 1914-18. Stjórn­in vonaði einnig að gyðing­ar í Palestínu myndu standa með sér við að verja Súez-skurðinn í ná­granna­rík­inu Egyptalandi og tryggja þannig sigl­inga­leiðina milli Bret­lands og Ind­lands, bresku ný­lend­unn­ar.

Þjóðabanda­lagið fól Bret­um for­ræði yfir Palestínu árið 1922. Breska stjórn­in hafði árið 1939 áform um að setja þak á fjölda gyðinga sem sett­ust að í Palestínu. Þau urðu að engu í heims­styrj­öld­inni 1939-45 og síðan var Ísra­els­ríki stofnað 1948.

Í bók­inni Gyðing­ar á far­alds­fæti er okk­ur sögð sag­an af gyðing­um í Evr­ópu þegar þeir tóku að festa ræt­ur í Palestínu og aðdrag­anda þess að nazist­ar vildu upp­ræta þá. Þessi saga á er­indi við sam­tím­ann ef við vilj­um skilja bet­ur bak­grunn ófriðar­ins sem nú rík­ir og get­ur orðið að þriðja heims­bál­inu.