17.11.2022

Í krafti sannfæringarinnar

Bókarumsögn, Morgunblaðið 17. nóvember 2022.

 Lifað með öld­inni ★★★★★ Eft­ir Jó­hann­es Nor­dal. Vaka-Helga­fell 2022. Innb. 770 bls., mynd­ir, nafna­skrá.

Jó­hann­es Nor­dal (f. 1924) hóf árið 2009, 85 ára, að skrá minn­ing­ar sín­ar um 20. öld­ina og birt­ast þær í bók­inni Lifað með öld­inni . Á titilsíðu er þess getið að sagn­fræðing­ur­inn Pét­ur Hrafn Árna­son hafi aðstoðað við skrá­setn­ing­una. Hann er höf­und­ur sögu VG 1999-2019, Hreyf­ing rauð og græn .

Er kær­komið að Jó­hann­es hafi tekið sér þetta mikla verk fyr­ir hend­ur. Verður ekki fram­veg­is skrifað um ís­lensk stjórn­mál, efna­hags­mál og stór­stíg­ar fram­far­ir í at­vinnu­mál­um á 20. öld­inni án bók­ar Jó­hann­es­ar.

Jó­hann­es veg­ur ekki að nein­um þótt stund­um gæti þungr­ar undiröldu í frá­sögn­inni. Jó­hann­es lít­ur viðfangs­efni sitt af hóf­semd og raun­sæi. Hann lét að sér kveða við marg­ar stærstu ákv­arðanir varðandi þjóðarbúið á síðari helm­ingi ald­ar­inn­ar. Þá geym­ir bók­in dýr­mæt­ar lýs­ing­ar Jó­hann­es­ar á æsku­ár­um hans og viðhorf­um þess tíma auk minn­inga um ýmsa sam­tíma­menn hans. Hann seg­ir að bók­in hafi í raun orðið per­sónu­legri en hann ætlaði sér. Spill­ir það síður en svo verk­inu.

Bók­in skipt­ist í sex hluta: I. Ver­öld sem var: 1900-1918; II. Mill­i­stríðsár­in: 1918-1938; III. Heims­styrj­öld­in síðari og eft­ir­stríðsár: 1939-1960; IV. Viðreisn og stofn­un Seðlabanka Íslands og Lands­virkj­un­ar: 1960-1971; V. Verðbólgu­ár­in: 1971-1983; VI. Í átt til jafn­væg­is: 1983-2000. Bók­ar­hlut­arn­ir skipt­ast síðan í mis­marga kafla og þætti.

06d4b922-a602-43d2-b202-e740298b7c90Bók­in er les­enda­væn. Höf­und­ur rit­ar lát­laus­an og skýr­an texta. Allt er kynnt til sög­unn­ar á þann veg að auðvelt er til skiln­ings, fyr­ir utan að ár­tala mætti oft­ar geta. Mar­grét Tryggva­dótt­ir annaðist rit­stjórn mynda og er skrá yfir þær og nafna­skrá í bók­inni.

Birt er mynd RAX (685) af Jó­hann­esi af forsíðu sunnu­dags­blaðs Morg­un­blaðsins 26. sept­em­ber 1982 með viðtali mínu við hann. Urðu tölu­verðar umræður á rit­stjórn­inni um ábúðar­mikla mynd­ina. Niðurstaðan varð að láta hana spanna hálfsíðu til að árétta stöðu viðmæl­and­ans í þjóðlíf­inu.

Í bók­inni seg­ir Jó­hann­es að um ára­mót­in 1979/​80 áður en Gunn­ar Thorodd­sen myndaði rík­is­stjórn sína 5. fe­brú­ar 1980 í óþökk meiri­hluta þing­flokks sjálf­stæðismanna hafi Kristján Eld­járn for­seti Íslands tvisvar sinn­um verið að því kom­inn að skipa Jó­hann­es for­sæt­is­ráðherra í utanþings­stjórn.

Jó­hann­es fylgd­ist með fram­vind­unni og seg­ir: „Sann­leik­ur­inn er sá að Geir [Hall­gríms­son] og fylg­is­menn hans van­mátu ætíð styrk og vin­sæld­ir Gunn­ars og því fór sem fór.“ (661)

Hvorki eru neðan­máls­grein­ar né heim­ilda­skrá í bók­inni enda ekki um fræðirit að ræða. Þess er getið neðan­máls (152) að öll sendi­bréf sem vitnað sé til „í riti þessu eru úr fór­um höf­und­ar“. Bók­in er reist á víðtækri þekk­ingu Jó­hann­es­ar og reynslu.

Efna­hags- og pen­inga­mál setja mik­inn svip á verkið auk orku- og stóriðju­mála. Áhugi Jó­hann­es­ar á þjóðfé­lags­mál­um er þó enn víðtæk­ari. Allt frá barnæsku hafði hann lif­andi áhuga á fram­vindu alþjóðamála. Þegar hann fór í sveit að Rétt­ar­holti í Skagaf­irði sum­arið 1940 var ekk­ert út­varp á bæn­um og blöð bár­ust ekki þangað nema á hálfs mánaðar fresti. „Það er ekki of­sög­um sagt að þyrmt hafi yfir mig við þessi tíðindi.“ (93) Jó­hann­es gerði þá ráðstaf­an­ir með aðstoð Sig­urðar, föður síns, til að fá Morg­un­blaðið sent dag­lega til sín um Varma­hlíð.

Jó­hann­es ólst upp í nán­um tengsl­um við ís­lenska menn­ingu og sveita­líf. Að loknu námi við Mennta­skól­ann í Reykja­vík, þar sem hann var val­inn til for­ystu nem­enda, sigldi hann á stríðsár­un­um til Leith í Skotlandi í nóv­em­ber 1943. Hann stundaði nám í London School of Economics og lauk doktors­prófi í fé­lags­fræði árið 1953. Þegar Jó­hann­es kom heim árið 1954 og hóf störf í hag­fræðideild Lands­bank­ans hafði hann „fast­mótaða sann­fær­ingu fyr­ir því að frjáls markaðsbú­skap­ur ásamt öfl­ug­um al­manna­trygg­ing­um og opn­un hag­kerf­is­ins fyr­ir er­lendri sam­keppni væri far­sæl­asta leið Íslend­inga til fram­búðar“ (553)

Hann vann að fram­gangi mála í þess­um anda og gætti áhrifa hans í sí­vax­andi mæli. Hon­um var kapps­mál að standa að út­gáfu menn­ing­ar­legs og fræðilegs efn­is og rit­stýrði: Nýju Helga­felli og Fjár­málatíðind­um. Far­sæla stjórn­ar­hætti lærði hann af reynsl­unni.

Ný­kom­inn til starfa sat Jó­hann­es í nefnd und­ir for­mennsku Benja­míns J. Ei­ríks­son­ar um rekstr­ar­skil­yrði sjáv­ar­út­vegs­ins. Nefnd­in kynnti um ára­mót­in 1955-1956 Ólafi Thors for­sæt­is­ráðherra til­lög­ur sín­ar. Ólaf­ur boðaði nefnd­ar­menn á fund með Ey­steini Jóns­syni fjár­málaráðherra. Ráðherr­arn­ir höfnuðu til­lög­un­um. „Fannst mér hann [Ólaf­ur] tala til okk­ar eins og við vær­um skólastrák­ar sem þekkt­um lítið til al­vöru lífs­ins.“ (268).

„Mér fannst eft­ir á að það hefði átt að vera hlut­verk Benja­míns, sem var bæði formaður nefnd­ar­inn­ar og efna­hags­ráðunaut­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar að reyna að kanna hvar þol­mörk rík­is­stjórn­ar­inn­ar væru varðandi ein­stak­ar aðgerðir í stað þess að koma með til­lögu um launa­lækk­un sem Ólaf­ur Thors og Ey­steinn töldu ekki þess virði að ræða.“ (269)

Á viðreisn­ar­ár­un­um átti Jó­hann­es aðild að lyk­i­lákvörðunum um ís­lenskt efna­hags- og at­vinnu­líf og um­bylt­ingu þjóðlífs­ins í heild þegar það var opnað fyr­ir er­lendri sam­keppni með aðild að EFTA. Hann nefn­ir eitt dæmi um að hann hafi farið út fyr­ir „þol­mörk“ viðreisn­ar­stjórn­ar­inn­ar. Vildi Jó­hann­es hækka gengi krón­unn­ar und­ir lok sjö­unda ára­tug­ar­ins, á það var ekki fall­ist. (527)

Jó­hann­es kom að því (651) að marka nýja stefnu varðandi verðtryggða ávöxt­un fjár­magns á verðbólgu­tím­um þegar hann lagði drög að kafl­an­um um pen­inga­mál í frum­varpi Ólafs Jó­hann­es­son­ar for­sæt­is­ráðherra um stjórn efna­hags­mála sem varð að lög­um í apríl 1979 (Ólafs­lög­un­um). Sum­arið 1984 fékk seðlabank­inn, að til­lögu Jó­hann­es­ar, heim­ild Hall­dórs Ásgríms­son­ar, starf­andi for­sæt­is­ráðherra í fjar­veru Stein­gríms Her­manns­son­ar, til að gefa út al­menn­ar regl­ur um heim­ild banka og spari­sjóða til að ákveða sjálf­ir vexti á út­lán­um sín­um í stað þess að fylgja sam­ræmd­um regl­um seðlabank­ans. (678) Síðan vann seðlabank­inn að því að stofna Verðbréfaþing Íslands í júní 1985. (679). Hafði það víðtæk og já­kvæð áhrif, meðal ann­ars á líf­eyri­s­kerfið: „Án aðgangs að öfl­ug­um verðbréfa­markaði og frjáls­um vöxt­um var nær óhugs­andi að byggja líf­eyri­s­kerfið upp á sjóðssöfn­un.“ (702)

Með góðum rök­um, mála­fylgju og lagni var skref fyr­ir skref gengið til þess frjáls­ræðis sem nú er talið sjálfsagt. Fram­gangi „fast­mótaðrar sann­fær­ing­ar“ Jó­hann­es­ar frá 1954 er lýst á sann­fær­andi hátt í bók hans. Vissu­lega voru á stund­um ljón á veg­in­um.

Stein­grím­ur Her­manns­son var for­sæt­is­ráðherra á þeim árum sem stefnu­breyt­ing­in varð í pen­inga­mál­un­um. „Raun­ar fann hann henni allt til foráttu,“ seg­ir Jó­hann­es: „Sann­leik­ur­inn var sá að Stein­grím­ur hafnaði, að minnsta kosti í orði kveðnu, öllu því sem hann kallaði „vest­ræn­ar hag­stjórn­araðferðir“. Hann var í raun­inni það sem oft hef­ur verið kallað „fyr­ir­greiðslupóli­tík­us“. Hon­um var tamt að ein­blína á mál­efni ein­stakra fyr­ir­tækja og starfs­greina frem­ur en þær al­mennu regl­ur og skil­yrði sem vörðuðu starf­semi þeirra.“ (684-5)

Jó­hann­es Nor­dal er 98 ára þegar 770 bls. saga hans birt­ist okk­ur les­end­um. Hann hef­ur unnið að rit­un henn­ar í 13 ár. Gildi bók­ar­inn­ar er ótví­rætt. Hún seg­ir Íslend­ing­um hvernig þeim var sköpuð um­gjörð til að njóta bestu lífs­kjara. Ekk­ert er þó sjálf­gefið. Sí­fellt verður að hafa vak­andi auga með straum­um sam­tím­ans, virkja þá og laga að því sem Íslend­ing­um er fyr­ir bestu – án þess að höggva á menn­ing­ar­leg­ar ræt­ur eða minnka rækt við þær.