27.11.2020

Hvíta-Rússland er prófsteinn

Morgunblaðið 27. nóvember 2020

Tutt­ugu dög­um eft­ir kjör­dag eða mánu­dag­inn 23. nóv­em­ber gaf Don­ald Trump, frá­far­andi for­seti Banda­ríkj­anna, emb­ætt­is­mönn­un­um sem vinna að stjórn­ar­skipt­un­um 20. janú­ar 2021 loks leyfi til að opna fjár­heim­ild­ir og op­in­ber­ar bygg­ing­ar fyr­ir starfs­mönn­um Joes Bidens, verðandi for­seta. Þá höfðu all­ar til­raun­ir Trumps til að ógilda kosn­ing­arn­ar í ein­stök­um ríkj­um mistek­ist.

Þetta leyfi Trumps var þá stærsta viður­kenn­ing hans á að hafa tapað kosn­ing­un­um. Joe Biden hlaut 306 kjör­menn (þurfti 270), um 79,9 millj­ón at­kvæði eða 51%, Don­ald Trump hlaut 232 kjör­menn, um 73,9 millj­ón at­kvæði eða 47%. Glæsi­leg úr­slit fyr­ir báða. Eng­ir hafa áður fengið svo mörg at­kvæði í for­seta­kosn­ing­um. Barack Obama er þriðji í röðinni með 69,5 millj­ón­ir at­kvæða árið 2008.

Banda­rísk­ir stjórn­ar­hætt­ir næstu ára mót­ast af því hvernig auka­kosn­ing­ar til öld­unga­deild­ar­inn­ar fara í Georgíu­ríki 5. janú­ar 2021. Sigri re­públi­kan­ar fest­ir það Biden á miðjunni, ann­ars verða vinst­ris­innaðir demó­krat­ar of ráðrík­ir.

Dag­inn sem Trump gaf græna ljósið birt­ust nöfn þeirra sem Biden til­nefn­ir til að fara með stjórn ut­an­rík­is- og þjóðarör­ygg­is­mála. Þeir eru Ant­ony Blin­ken og Jack Sulli­v­an. Valið á þeim sýn­ir að Biden vill halda í hefðirn­ar sem ríktu við stjórn ut­an­rík­is- og þjóðarör­ygg­is­mála fyr­ir daga Trumps.

Ant­ony Blin­ken, verðandi ut­an­rík­is­ráðherra, hef­ur unnið árum sam­an fyr­ir Biden. Hann vill að Banda­ríkja­stjórn beiti sér inn­an alþjóðastofn­ana. Með þeim stjórn­ar­hátt­um eru strax dreg­in skil á milli þess sem vænta má af stjórn Bidens og hins sem menn kynnt­ust í for­setatíð Don­alds Trumps. Hann taldi sér til fram­drátt­ar að fara niðrandi orðum um NATO áður en hann varð for­seti og hafa í heit­ing­um við banda­menn sína eft­ir að hann sett­ist í embætti. Hann gerði lítið úr fjölþjóðakerf­inu sem Banda­ríkja­stjórn mótaði á fimmta ára­tug 20. ald­ar­inn­ar.

Nú gefst frjáls­lynd­um lýðræðis­ríkj­um að nýju tæki­færi til að vinna með full­trú­um Banda­ríkj­anna í þessu kerfi sem reynst hef­ur þeim og sam­fé­lagi þjóðanna best á und­an­förn­um ára­tug­um. Þar eiga nor­rænu rík­in fimm að skipa sér í fremstu röð í þágu gild­anna sem ein­kenna stjórn­ar­hætti þeirra: lýðræðis, mann­rétt­inda og virðing­ar fyr­ir rétt­ar­rík­inu.

John Sulli­v­an er til­nefnd­ur sem þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi. Hann starfaði með Hillary Cl­int­on, ut­an­rík­is­ráðherra Baracks Obama, á sín­um tíma. Sulli­v­an og Blin­ken eru sam­stiga um gildi hags­muna­gæslu í fjölþjóðastofn­un­um. Afstaða þeirra er tal­in harðari en stefn­an sem Obama-stjórn­in fylgdi. Sulli­v­an vildi til dæm­is að Banda­ríkja­stjórn léti Úkraínu­mönn­um í té öfl­ugri vopn en Obama samþykkti. Trump lét þá síðan hafa vopn­in. Blin­ken studdi inn­rás­ina í Írak árið 2002. Hann sagði oft „risa­veldi blekkja ekki“ og gagn­rýndi þannig að Obama stóð ekki við yf­ir­lýs­ingu sína um „rauðu lín­una“ þegar efna­vopn­um var beitt í Sýr­landi.

 

Hvíta-Rúss­land

Ástandið í Hvíta-Rússlandi er öm­ur­legt. Nú hafa mót­mælaaðgerðir gegn for­seta lands­ins staðið í 110 daga í höfuðborg­inni Minsk. Hann er sakaður um kosn­inga­s­vindl.

Eft­ir að mót­mæl­and­inn Raman Band­erenka, 31 árs, dó 12. nóv­em­ber vegna harka­legra bar­smíða lög­reglu efld­ust mót­mæl­in eft­ir stutta lægð. Tóku þúsund­ir manna þátt í út­för Band­erenka 20. nóv­em­ber og hrópuðu: Þú ert hetja! og Lengi lifi Hvíta-Rúss­land.

Svetl­ana Al­ex­ievit­sj (72 ára) sem fékk bók­mennta­verðlaun Nó­bels árið 2015 yf­ir­gaf Minsk í sept­em­ber 2020 til lækn­inga í Berlín. Í minn­ingu Band­erenka ræddi hún við Der Spieg­el 20. nóv­em­ber. Hún ætl­ar ekki að snúa aft­ur til Minsk fyrr en Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó for­seti er far­inn frá völd­um. Frá kjör­degi 9. ág­úst hafi 27.000 ein­stak­ling­ar verið tekn­ir fast­ir. Lúka­sj­en­kó eyðileggi landið, seg­ir hún.

200814-belarus-protest-se-258p_2ad9a634c038d0a8f9b79d1693048c8dKonur hafa skipað sér í fremstu röð mómælenda í Hvíta-Rússlandi,

Al­ex­ievit­sj seg­ir að nú ráði vopn­in í Hvíta-Rússlandi. Blaðamaður Der Spieg­el vík­ur að því að ólga sé í mörg­um ríkj­um við jaðar Rúss­lands: Hvíta-Rússlandi, Úkraínu, Georgíu, Kirg­ist­an, Moldóvíu, Aser­baíd­sj­an og Armen­íu, þrem­ur ára­tug­um eft­ir fall Sov­ét­ríkj­anna.

Nó­bels­höf­und­ur­inn seg­ir að stór­veldið hafi veikst og elíta komm­ún­ista sé alls staðar í vanda. Nú berj­ist þeir inn­byrðis sem enn haldi velli. Þetta sé stór pott­ur þar sem allt kraumi: gaml­ir komm­ún­ist­ar, nýir kapí­tal­ist­ar.

Fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar gagn­rýndi Joe Biden keppi­naut sinn, Don­ald Trump, fyr­ir að sýna mót­mæl­end­um í Hvíta-Rússlandi of lít­inn áhuga og stuðning. Sjálf­ur sagðist Biden standa með al­menn­ingi í Hvíta-Rússlandi og styðja lýðræðis­von­ir hans gegn mann­rétt­inda­brot­um Lúka­sj­en­kó-stjórn­ar­inn­ar.

Nú kveður því við ann­an tón gagn­vart ein­ræðis­herr­um á borð við Lúka­sj­en­kó hjá ráðamönn­um í Washingt­on. Trump hélt gjarn­an aft­ur af stór­yrðaflaumi sín­um þegar kom að Valdimír Pútín og ýms­um af svipuðu sauðahúsi.

 

Ögran­ir Rússa

Á ný­legu ár­legu málþingi Finna og Svía um varn­ar- og ör­ygg­is­mál, svo­nefndu Hanatingi, var Peter Hultqvist, varn­ar­málaráðherra Svía, meðal ræðumanna. Hann sagði varn­ar­stefnu Svía reista á tveim­ur stoðum, alþjóðlegu varn­ar­sam­starfi og eig­in herafla. Með því að nefna þessa tvo þætti staðfesti ráðherr­ann enn einu sinni gjör­breyt­ing­una á sænskri varn­ar­mála­stefnu frá því fyr­ir 30 árum. Þá treystu Sví­ar al­farið á eig­in varn­ar­mátt, áréttuðu hlut­leysi sitt og stöðu utan hernaðarbanda­laga.

Eft­ir að Vla­dimir Pút­in Rúss­lands­for­seti inn­limaði Krímskaga í Rúss­land árið 2014 end­ur­skipu­lögðu Sví­ar varn­ir sín­ar Á föstu verðlagi vaxa út­gjöld Svía til varn­ar­mála um 85% á ár­un­um 2014 til 2025. Þeir starfa nú náið með Banda­ríkja­mönn­um og NATO.

Peter Hultqvist sagði að enn stæðu Sví­ar og aðrir frammi fyr­ir Rúss­um sem ögruðu skip­an ör­ygg­is­mála í Evr­ópu og hefðu alþjóðalög að engu. Árás­ir Rússa á Georgíu og Úkraínu sýndu að Rúss­ar hikuðu ekki við að beita hervaldi til að ná póli­tísk­um mark­miðum sín­um. Nú síðast hefðu viðbrögð ráðamanna í Moskvu við mót­mæl­um al­menn­ings í Hvíta-Rússlandi, nán­asta sam­starfs­ríki Rússa, vakið at­hygli. Af þeim mætti álykta að Rúss­ar hindruðu að and­stæðing­ar Lúka­skj­en­kós kæmu hon­um frá völd­um eða mótuðu stefnu fyr­ir Hvíta-Rúss­land án áhrifa Rússa. Með frjáls­um aðgangi Rússa að yf­ir­ráðasvæði og loft­helgi Hvíta-Rúss­lands skapaðist óvissa og óljóst ástand. Ráðamenn í Moskvu hefðu þá í hendi sér að flytja herafla sinn inn í Hvíta-Rúss­land, vildu þeir ógna öðrum á þann hátt.

Sænski varn­ar­málaráðherr­ann vék einnig að sí­vax­andi her­væðingu Rússa meðal ann­ars með kjarn­orku­vopn­um í ná­grenni Svíþjóðar. Þá ykju Rúss­ar hernaðar­um­svif sín á norður­slóðum, beittu fjölþátta aðferðum, netárás­um og und­ir­róðri gagn­vart öðrum ríkj­um. „Því verður haldið áfram á morg­un á sama hátt og gert er í dag,“ sagði Peter Hultqvist.

Fram­vind­an í Hvíta-Rússlandi er mik­il­væg­ur próf­steinn. Ekki aðeins fyr­ir lýðræðisþjóðirn­ar held­ur einnig fyr­ir ráðamenn í Moskvu. Pútín kann að nota umþótt­un­ar­tím­ann í Washingt­on og far­sótt­ar­ástandið til að sölsa Hvíta-Rúss­land und­ir sig og láta nýja banda­ríska stjórn­ar­herra standa frammi fyr­ir orðnum hlut. Stjórn­ar­skipt­in í Washingt­on eru ör­laga­rík í mörgu til­liti.