20.7.2024

Hvassahraunsvöllur úr myndinni

Morgunblaðið, laugardagur, 20. júlí 2024

Það markaði sögu­leg þátta­skil þegar Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, hafnaði flug­velli í Hvassa­hrauni föstu­dag­inn 12. júlí 2024. Hann sagði á ruv.is:

„Við erum með fjóra alþjóðaflug­velli á Íslandi í dag sem eru bara fín­ir en skyn­sam­legt er að styrkja þá enn frek­ar. Til dæm­is flug­völl­inn hér í Vatns­mýr­inni, það þarf að gera hann enn betri, bæði fyr­ir farþega og starfs­menn og styrkja hann enn frek­ar sem vara­flug­völl.“

Bogi Nils tel­ur óvissu um framtíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar minnka og að nú sé „meiri sam­hljóm­ur hjá stjórn­völd­um um að völl­ur­inn sé kom­inn til að vera og [verði] þarna næstu ára­tug­ina“.

Í frétt­inni voru orð for­stjór­ans rétti­lega túlkuð á þann veg að Icelanda­ir hefði „af­skrifað Hvassa­hraun sem flug­vall­ar­kost næstu ára­tug­ina“.

Icelanda­ir átti ásamt ríki og Reykja­vík­ur­borg aðild að Rögnu­nefnd­inni frá 25. októ­ber 2013 til 25. júní 2015. Hún starfaði und­ir for­mennsku Rögnu Árna­dótt­ur, núv. skrif­stofu­stjóra alþing­is.

Verk­efni nefnd­ar­inn­ar var að full­kanna aðra kosti til rekstr­ar inn­an­lands­flugs en framtíðarflug­völl í Vatns­mýri og voru aðilar sam­mála um að fyrsti kost­ur fyr­ir rekst­ur inn­an­lands­flugs yrði á höfuðborg­ar­svæðinu.

Nefnd­in taldi flug­völl í Hvassa­hrauni álit­leg­asta kost­inn og sagði meðal ann­ars að hraun­rennsli væri „ólík­legt næstu ald­ir“ á fyr­ir­huguðu flug­vall­ar­stæði og að „mjög litl­ar lík­ur“ væru á „vand­ræðum vegna sprungu­virkni næstu ald­ir“.

IMG_0114Trjágróður í Öskjuhlíð. Þessi tré verða ekki grisjuð vegna flugöryggis. Inn í þann skóg leggja menn almennt ekki leið sína.

Eng­inn sá þá fyr­ir jarðeld­ana sem síðan hafa kviknað á Reykja­nesi og gjör­breytt viðhorfi til allra stór­fram­kvæmda þar.

Í skýrslu stýri­hóps um flug­vall­ar­kosti á SV-horni lands­ins frá 21. nóv­em­ber 2019 var kostnaðartala vegna nýs milli­landa­flug­vall­ar í Hvassa­hrauni sögð 300 millj­arðar króna.

Nú hef­ur Icelanda­ir, lyk­ilaðili að öllu sem snýr að flug­starf­semi, hafnað flug­velli í Hvassa­hrauni, besta kost­in­um að mati Rögnu­nefnd­ar­inn­ar. Icelanda­ir vill Reykja­vík­ur­flug­völl áfram.

Vorið 2014 bauð Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fram til borg­ar­stjórn­ar með flug­vall­ar­vin­um til að árétta stuðning sinn við flug­völl í Vatns­mýr­inni. Árið 2022 var kosið til borg­ar­stjórn­ar og þá komst Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn í oddaaðstöðu með and­stæðing­um flug­vall­ar­ins.

Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins og nú­ver­andi borg­ar­stjóri, sagði 5. ág­úst 2022 eft­ir að hann hóf sam­starfið sem leiddi hann í borg­ar­stjóra­stól­inn að yrðu hug­mynd­ir um flug­völl í Hvassa­hrauni slegn­ar út af borðinu vildi hann strax hefja vinnu við að skoða aðra kosti í skýrslu Rögnu­nefnd­ar­inn­ar. Þar vís­ar hann til þess að nefnd­in beindi at­hygli að þrem­ur svæðum auk Hvassa­hrauns: Bessastaðanesi, Hólms­heiði og Löngu­skerj­um. Þá skoðaði hún einnig breytt­ar út­færsl­ur á legu flug­brauta í Vatns­mýri.

Árum sam­an hef­ur meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar aðhyllst af­neit­un­ar­stefnu í flug­vall­ar­mál­inu. Hann ger­ir það enn. Orð meiri­hluta­manna sem fallið hafa eft­ir að for­stjóri Icelanda­ir tók af skarið sýna að ósk­hyggj­an ýtir enn staðreynd­um til hliðar. Að halda áfram að benda á Hvassa­hraun jafn­gild­ir því að ekk­ert ger­ist.

Af­neit­un­ar­sinn­ar setja nú traust sitt á skýrslu um Hvassa­hraun sem hef­ur verið tæp fimm ár í smíðum. Að skýrsl­unni stend­ur starfs­hóp­ur innviðaráðuneyt­is­ins, Reykja­vík­ur­borg­ar og Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Suður­nesj­um. Hóp­ur­inn var sett­ur af stað í lok nóv­em­ber 2019 sam­kvæmt sam­komu­lagi Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, þáv. sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, og Dags B. Eggerts­son­ar, þáv. borg­ar­stjóra, sem sagði óop­in­bert mark­mið hóps­ins „að vera síðasta nefnd­in um flug­vall­ar­málið“.

Reykja­vík­ur­borg vinn­ur mark­visst gegn flu­gör­yggi í Vatns­mýr­inni. Fyr­ir réttu ári fengu borg­ar­yf­ir­völd minn­is­blað frá Isa­via inn­an­lands­flug­völl­um um að trjá­gróður í Öskju­hlíð skapaði óá­sætt­an­lega hættu fyr­ir loft­för. Tré væru „raun­veru­leg ör­ygg­is­ógn gagn­vart loft­för­um í aðflugi“ að Reykja­vík­ur­flug­velli. Verklag Reykja­vík­ur­borg­ar að fella 1-10 tré ár­lega full­nægði alls ekki ör­ygg­is­sjón­ar­miðum.

Isa­via sinn­ir lög­bund­inni skyldu sinni með þess­ari viðvör­un. Borg­ar­yf­ir­völd hafa hins veg­ar ekk­ert aðhafst, trén hækka og hætt­an af þeim eykst. Sam­göngu­stofa hef­ur lög­bundna heim­ild til að krefjast þess að hindr­an­ir sem telj­ast hættu­leg­ar flug­um­ferð séu fjar­lægðar. Telji Sam­göngu­stofa veru­lega hættu stafa af hindr­un get­ur hún brugðist við án taf­ar og með at­beina lög­reglu ef þörf kref­ur.

Í frétt­um RÚV 28. maí sl. sagðist Sam­göngu­stofa hafa verið upp­lýst um áhrif skóg­ar­ins í Öskju­hlíð á að- og brott­flug frá vell­in­um auk þess sem hún hefði einnig kannað málið. Stofn­un­in íhugaði aðgerðir í sam­ræmi við laga­skyld­ur sín­ar. Í ör­ygg­is­skyni hefðu blindaðflugs­ferl­ar sem lægju yfir Öskju­hlíð verið tekn­ir úr notk­un og mætti aðeins fljúga sjón­flug þar.

Sam­göngu­stofa sendi í lok maí bréf til Reykja­vík­ur­borg­ar um að ekki yrði und­an því vikist að lækka trjá­gróður í Öskju­hlíð. Næðist ekki sam­komu­lag um aðgerðir í því skyni milli Isa­via og Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir 2. sept­em­ber 2024 ætti Sam­göngu­stofa ekki ann­an kost en að láta fjar­lægja tré í Öskju­hlíð á kostnað Reykja­vík­ur­borg­ar.

Flug­vall­ar­málið stend­ur nú þannig að Icelanda­ir blæs á völl í Hvassa­hrauni en Reykja­vík­ur­borg skirrist við að fara að ör­ygg­is­regl­um í þágu Reykja­vík­ur­flug­vall­ar.

Póli­tísk­ir aðgerðasinn­ar gegn Reykja­vík­ur­flug­velli sitja við völd í Reykja­vík. Þeir eiga yfir sér lög­reglu­vald eft­ir 2. sept­em­ber grisji þeir ekki skóg sem eng­um er til gagns en ógn­ar flu­gör­yggi. „Síðasta nefnd­in“ breyt­ir engu, hún er aðeins yf­ir­varp.