23.11.2024

Hrópandi þögn um öryggismál

Morgunblaðið, laugardagur 23. nóvember 2024.

Rík­is­stjórn að lokn­um kosn­ing­un­um um næstu helgi mun standa frammi fyr­ir mörg­um al­var­leg­um verk­efn­um sem snúa að ör­yggi þjóðar­inn­ar og stöðu við nýj­ar aðstæður í heims­mál­um. Það vek­ur þess vegna undr­un hve lít­il at­hygli bein­ist að þess­ari staðreynd í aðdrag­anda kosn­ing­anna. Lík­lega staf­ar það af því að þorri stjórn­mála­manna, fjöl­miðlamanna og álits­gjafa hef­ur hvorki þekk­ingu né áhuga á því sem snýr að ör­yggi þjóðar­inn­ar.

Rík­is­stjórn­ir ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um búa þjóðir sín­ar und­ir hætt­ur vegna hugs­an­legra stríðsátaka.

Sænsk stjórn­völd senda rúm­lega fimm millj­ón­ir bæk­linga til íbúa í Svíþjóð. Þar er bent á hvernig þeir skuli búa sig und­ir lok­un sam­fé­lags­ins vegna stríðs eða ham­fara. Strax í janú­ar í ár hófu sænsk­ir ráðherr­ar og hers­höfðingj­ar að ræða stríðshætt­una op­in­ber­lega og hvetja al­menn­ing til ár­vekni.

Finnsk stjórn­völd opnuðu í vik­unni vefsíðu með ná­kvæm­um upp­lýs­ing­um um bestu viðbrögð lands­manna við hættu­ástandi, þar á meðal stríði. Á síðunni er lýst hvernig rík­is­stjórn­in og for­set­inn myndu bregðast við árás á landið en jafn­framt áréttað að varn­ir lands­ins séu traust­ar. Í Hels­inki, höfuðborg Finn­lands, búa um 700 þúsund manns og þar er skýl­is­rými fyr­ir 900 þúsund.

Norðmenn fengu ný­lega bæk­ling frá al­manna­varna­stofn­un sinni þar sem þeir eru hvatt­ir til að eiga það sem til þarf til viður­vær­is í að minnsta kosti eina viku ef neyðarástand skap­ast af völd­um stríðs, nátt­úru­ham­fara eða annarra ógna.

Í lok ág­úst 2024 var stofnað nýtt danskt ráðuneyti um al­manna­ör­yggi og viðbúnað með verk­efni úr átta ráðuneyt­um og nær það til Fær­eyja og Græn­lands. Mark­miðið er að styrkja þenn­an þátt danskra varna og gera áætlan­ir um al­manna­ör­yggi á hættu­tím­um.

IMG_1384

Við Tjörnina í Reykjavík að morgni fimmtudagsins 21. nóvember.

Þegar fyrstu al­manna­varna­lög­in voru sett hér árið 1962 var lögð áhersla á ráðstaf­an­ir sem miðuðu að því að koma í veg fyr­ir að al­menn­ing­ur yrði fyr­ir lík­ams- eða eigna­tjóni af völd­um hernaðaraðgerða. Gerðar voru áætlan­ir vegna hernaðarátaka, kjarn­orku- og sýkla­vopna í skugga Kúbu­deil­unn­ar. Þrýst­ing­ur var á stjórn­völd á að tryggja ör­yggi al­mennra borg­ara með til­liti til af­leiðinga kjarn­orku­árás­ar. And­rúms­loft alþjóðamála er svipað núna.

Á vefsíðu al­manna­varna rík­is­ins er hins veg­ar hvergi að finna upp­lýs­ing­ar um viðbrögð við hernaðarvá. Þar eins og í kosn­inga­bar­átt­unni er ekki talað um viðbúnað ef ráðist yrði á landið. Þögn­in er þó alls ekki besta vörn­in.

Hætt­urn­ar sem steðja að Íslandi vegna hernaðar eru ekki minni en þær sem hinar nor­rænu þjóðirn­ar búa sig und­ir á þann hátt sem að ofan er lýst. Hér er lyk­ilaðstaða til að ráða yfir sam­göngu­leiðum milli Norður-Am­er­íku og Evr­ópu, þær eru lífæð NATO.

Hér býr fá­menn þjóð að helm­ingi í grennd við flug­velli og hafn­ir sem hafa aðdrátt­ar­afl í hernaði. Hvar eru viðvör­un­ar­kerfi, sprengju­held skýli, flótta­leiðir, merkt­ir áfangastaðir flótta­manna með hús­næði, fæði og klæði, heil­brigðisþjón­usta eða sjúkra­gögn? Upp­lýs­ing­ar um ákveðnar flutn­ings­leiðir um flug­velli og hafn­ir á lands­byggðinni?

Það er ekki ein­ung­is skylda stjórn­valda að gera viðbragðsáætlan­ir held­ur þarf að upp­lýsa al­menn­ing um fram­kvæmd þeirra á hættu­stundu og æfa reglu­lega viðbragð. Tóm­lætið er því miður of mikið hér í þess­um mál­um.

Árum sam­an hef­ur meiri­hluti alþing­is­manna ekki hlustað á viðvar­an­ir um hætt­una af því að hafa slak­ari út­lend­inga­lög­gjöf hér en ann­ars staðar. Seint og um síðir vöknuðu stjórn­völd þó við vond­an draum vegna ónógr­ar landa­mæra­vörslu og úr­eltra út­lend­ingalaga. Á þessu ári hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn haft for­ystu um stór­átak til að snúa þar vörn í sókn. Eft­ir að slitnaði upp úr stjórn­ar­sam­starf­inu blas­ir við að bæði vinstri græn­ir og fram­sókn­ar­menn draga lapp­irn­ar í þeim mál­um.

VG geng­ur til kosn­inga með and­stöðu við NATO á stefnu­skrá sinni. Flokk­ur­inn skip­ar sér þar í hóp með evr­ópsk­um öfga­flokk­um. Þá hall­ar VG sér að sam­tök­um um eng­in landa­mæri. Sósí­al­ista­flokk­ur­inn þegir um ut­an­rík­is­stefnu sína en hann er á sömu bylgju­lengd og VG.

Í kosn­inga­stefnu­skrá Sam­fylk­ing­ar­inn­ar er ekki minnst einu orði á ör­ygg­is- og varn­ar­mál og text­inn um út­lend­inga­mál er moðsuða. Upp­haf­legt slag­orð flokks­ins fyr­ir kosn­ing­ar: Sterk vel­ferð, stolt þjóð, þótti of ögr­andi og nú er slag­orðið: Við erum með plan. Flat­neskj­an verður ekki meiri.

Stefna Viðreisn­ar í varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um er skýr: aðild að NATO, Schengen-sam­starf­inu, öfl­ugt landa­mæra­eft­ir­lit ásamt varn­ar­samn­ingi Íslands og Banda­ríkj­anna.

Miðflokk­ur­inn skil­ar auðu í ut­an­rík­is- og varna­mál­um ef marka má vefsíðu hans. Mála­flokk­inn er ekki held­ur að finna meðal áherslu­mála Flokks fólks­ins. Þögn er einnig um þessi mál í kosn­inga­stefnu Pírata. Í kosn­inga­áhersl­um Fram­sókn­ar­flokks­ins eru ut­an­rík­is- og varna­mál ekki nefnd.

Ísland tek­ur þátt í NATO sem varn­ar­banda­lagi, en ekki árás­ar­banda­lagi, seg­ir Lýðræðis­flokk­ur­inn. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill verja full­veldi, sjálf­stæði og ör­yggi þjóðar­inn­ar og starfa áfram þétt með banda­lagsþjóðum okk­ar í NATO.

Full­trú­ar allra flokka sátu fyr­ir svör­um um ör­ygg­is- og varn­ar­mál á kosn­inga­fundi Varðbergs 14. nóv­em­ber. Einn fund­ar­manna, Birg­ir Lofts­son sagn­fræðing­ur, sagði hér í blaðinu 21. nóv­em­ber að fund­ur­inn hefði sýnt mikið þekk­ing­ar­leysi stjórn­málaelít­unn­ar og kannski væri niðurstaðan sú að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn væri eini flokk­ur­inn sem hefði virki­leg­an áhuga og þekk­ingu á mála­flokkn­um.

Þetta er rétt og þannig hef­ur þetta verið síðan lýðveldið var stofnað hér fyr­ir 80 árum.