18.2.2023

Hófsemd Eðvarðs – þvermóðska Eflingar

Morgunblaðið, laugardagur 18. febrúar 2023

Lands­rétt­ur sagði Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi ekki skylt að af­henda rík­is­sátta­semj­ara kjör­skrá svo að leggja mætti miðlun­ar­til­lögu hans und­ir at­kvæði. Við lög­skýr­ingu vitnaði rétt­ur­inn til umræðna á alþingi um mánaðamót­in apríl-maí 1978.

Sjálf­stæðismaður­inn Gunn­ar Thorodd­sen, þáver­andi iðnaðar- og fé­lags­málaráðherra, mælti 19. apríl 1978 fyr­ir frum­varpi um sátta­störf í vinnu­deil­um. Í fram­söguræðu sagði hann að árið 1925 hefðu verið sett lög um sátta­tilraun­ir í vinnu­deil­um. Lög­in hefðu árið 1938 verið felld inn í lög um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur þegar þau voru sett. Árið 1926 hefði sátta­semj­ari rík­is­ins fyrst verið skipaður.* Það var dr. Björn Þórðar­son, síðar for­sæt­is­ráðherra, og hann gegndi því starfi frá 1926-1942. Jónatan Hall­v­arðsson, síðar hæsta­rétt­ar­dóm­ari, gegndi starf­inu frá 1942-1945 og Torfi Hjart­ar­son toll­stjóri frá 1945.

Gunn­ar sagði Torfa hafa gegnt starf­inu í meira en þrjá ára­tugi „með sér­stök­um sóma og við allra traust“. Torfi lét af starf­inu árið 1979 rúm­lega 70 ára. Sátta­semj­ara­starfið var jafn­an aukastarf. Taldi ráðherr­ann árið 1978 vissu­lega orðið „tíma­bært að gera starf rík­is­sátta­semj­ara að fullu starfi“ og í þeim til­gangi flutti hann frum­varpið. Sátta­semj­ari yrði sjálf­stæður og óháður emb­ætt­ismaður og hefði aðstöðu til að haga störf­um sín­um svo, að hann nyti fulls trúnaðar hjá báðum aðilum vinnu­markaðsins.

Ráðherr­ann lauk fram­söguræðunni með þeim orðum að bæði full­trú­ar verka­lýðssam­tak­anna og full­trú­ar at­vinnu­rek­enda hefðu árum sam­an lýst áhuga á að til embætt­is sátta­semj­ara rík­is­ins yrði stofnað og sagðist hann vænta þess að frum­varpið fengi góðar und­ir­tekt­ir þing­manna og það mætti af­greiða „með fullu sam­komu­lagi, enda um það fullt sam­starf við aðila vinnu­markaðar­ins“.

Á þess­um árum skipt­ist alþingi í tvær deild­ir og fór málið því fyr­ir fé­lags­mála­nefnd bæði í efri og neðri deild. Sjálf­stæðismaður­inn Þor­vald­ur Garðar Kristjáns­son var formaður fé­lags­mála­nefnd­ar efri deild­ar. Þegar hann kynnti álit nefnd­ar­inn­ar 27. apríl 1978 sagði hann að hún legði til þá breyt­ingu á frum­varp­inu að skylda til að „af­henda sátta­semj­ara kjör­skrá“ vegna kosn­inga í „verka­lýðsfé­lög­un­um varðandi vinnu­deil­ur“ yrði felld á brott.

Þetta væri gert að ósk Alþýðusam­bands Íslands og með vís­an til þess vilja fé­lags­málaráðherra að málið „næði ekki fram að ganga nema væri full samstaða um það og ekki ágrein­ing­ur við aðila vinnu­markaðar­ins“.

Vinnu­veit­enda­sam­band Íslands teldi þetta að vísu „ekki vera til bóta, nema síður sé“, en gerði ekki ágrein­ing um að málið næði fram að ganga í þeirri mynd sem nefnd­in vildi.

Minningars_EdvardsSigurdssonarVerkalýðshreyfingin heldur úti minningarsjóði sem er kenndur við Eðvarð Sigurðsson og eru árlega veittir styrkir úr honum.

Alþýðubanda­lags­maður­inn Eðvarð Sig­urðsson, formaður verka­lýðsfé­lags­ins Dags­brún­ar frá 1961 til 1982, var fram­sögumaður fé­lags­mála­nefnd­ar neðri deild­ar alþing­is og flutti ræðu sína 2. maí 1978.

Eðvarð vék að því að það væri „ákaf­lega viðkvæmt mál“ að breyta vinnu­lög­gjöf­inni, hún hefði þá, árið 1978, gilt í 40 ár og þrátt fyr­ir ýms­ar til­raun­ir hefðu „svo til eng­ar breyt­ing­ar verið á henni gerðar“. Að þessu sinni hefði þó tek­ist sam­komu­lag aðila vinnu­markaðar­ins um að þörf væri á sátta­semj­ara í fullu starfi. „Ég held að all­ir séu sam­mála um að það út af fyr­ir sig sé breyt­ing til batnaðar,“ sagði Eðvarð en áréttaði að um eng­ar aðrar breyt­ing­ar á vinnu­lög­gjöf­inni hefði tek­ist sam­komu­lag.

Formaður Dags­brún­ar – fé­lagið varð síðar að Efl­ingu með samruna við önn­ur verka­lýðsfé­lög – vék að heim­ild sátta­semj­ara til að leggja fram miðlun­ar­til­lögu og sagði að í frum­varpi ráðherra hefði verið gert ráð fyr­ir skyldu fé­lags til að af­henda sátta­semj­ara kjör­skrá fyr­ir at­kvæðagreiðslu um til­lög­una og að fé­lags­dóm­ur ætti úr­sk­urðar­vald í deil­um um kjör­skrá, enn frem­ur að sátta­semj­ara eða full­trú­um hans yrði heim­ilt að vera viðstadd­ir kjör­fundi. Þá sagði Eðvarð Sig­urðsson orðrétt:

„Þetta voru ný­mæli frá lög­un­um eins og þau hafa verið og að til­lögu full­trúa verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar, sem fóru yfir þetta frum­varp, var þetta fellt niður. Þótti ekki ástæða til að taka þessi ákvæði upp í þessi lög, þar sem ekki væri vitað til að neinn ágrein­ing­ur hefði yf­ir­leitt verið um fram­kvæmd at­kvæðagreiðslu um miðlun­ar­til­lögu sátta­semj­ara af því tagi sem hér er fjallað um. Ef sátta­semj­ari eða full­trú­ar hans hafa áhuga á því að koma á kjörstaði þegar at­kvæðagreiðslur fara fram, þá mundi sjálfsagt eng­inn verða til þess að meina hon­um það. Virðist því ástæðulaust að taka þetta inn í lög­in. Og á þetta var fall­ist.“

Þessi hóf­sömu orð sýna að Eðvarði Sig­urðssyni kom ekki einu sinni til hug­ar að til ágrein­ings kynni að koma við sátta­semj­ara um af­hend­ingu kjör­skrár í því skyni að hindra at­kvæðagreiðslu um miðlun­ar­til­lögu hans. Hann vissi ekki til þess að á 40 árum hefði orðið nokk­ur ágrein­ing­ur „um fram­kvæmd at­kvæðagreiðslu um miðlun­ar­til­lögu sátta­semj­ara“.

Í ljósi orða Eðvarðs vakn­ar spurn­ing um hvort það hafi hrein­lega verið mis­tök hjá Aðal­steini Leifs­syni rík­is­sátta­semj­ara að óska í góðri trú eft­ir kjör­skrá vegna miðlun­ar­til­lög­unn­ar. Hann hefði ein­fald­lega átt að boða til kjör­fund­ar og tryggja með eft­ir­liti að virt­ar væru viður­kennd­ar grunn­regl­ur við fram­kvæmd at­kvæðagreiðslunn­ar.

Að arf­tak­ar Eðvarðs Sig­urðsson­ar í verka­lýðshreyf­ing­unni sýni miðlun­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara þá forakt sem þeir gera nú stang­ast á við and­ann sem ríkti á alþingi fyr­ir 45 árum þegar embætti rík­is­sátta­semj­ara var stofnað í góðri sátt á fá­ein­um dög­um skömmu fyr­ir þingslit og þing­kosn­ing­ar.

* Eftir að greinin birtist í Morgunblaðinu var mér bent á að Georg Ólafsson bankastjóri hefði verið fyrsti sáttasemjarinn, frá september 1925 til ágúst 1926 þegar Björn Þórðarson tók við starfinu.