16.11.2024

Handritin, Snorri og Jónas

Morgunblaðið, laugardagur, 16. nóvember 2024


Í byrj­un vik­unn­ar var Kon­ungs­bók eddu­kvæða flutt úr Árnag­arði í Eddu, aðset­ur stofn­un­ar Árna Magnús­son­ar í ís­lensk­um fræðum og ís­lensku- og menn­ing­ar­deild­ar Há­skóla Íslands við Arn­gríms­götu í Reykja­vík.

Þar hef­ur mik­il­væg­asta menn­ing­ar­arfi Íslend­inga, hand­rit­un­um, nú verið búin framtíðargeymsla. Í dag, 16. nóv­em­ber, á fæðing­ar­degi Jónas­ar Hall­gríms­son­ar, degi ís­lenskr­ar tungu, verður sýn­ing­in Heim­ur í orðum opnuð í Eddu. Þar er meðal ann­ars unnt að skoða Kon­ungs­bók.

Í fyrsta sinn frá því að hand­rit­in komu frá Dan­mörku árið 1971 eru þau nú til sýn­is í sér­hönnuðu rými. Var vissu­lega orðið tíma­bært að búa þjóðardýr­grip­un­um viðeig­andi um­gjörð.

Dag­inn eft­ir flutn­ing­inn í Eddu var því form­lega fagnað að hand­ritið Kon­ungs­bók væri nú aðgengi­legt í nýrri röð ra­f­rænna texta­út­gáfna, Ed­iti­o­nes Arna­magnæa­næ Electronicæ.

Þar er hægt að skoða ljós­mynd­ir af sér­hverri síðu hand­rits­ins og ná­kvæma upp­skrift text­ans. Ra­f­ræna út­gáf­an er full­komið verk­færi við frek­ari rann­sókn­ir á texta kvæðanna í hand­rit­inu.

GKS-2365-4toÚr Konungsbók eddukvæða

Án til­vist­ar Kon­ungs­bók­ar frá um 1270 væru aðeins fá eddu­kvæði varðveitt. Kvæðin tryggðu nor­rænni goðafræði var­an­leg­an sess í heims­menn­ing­unni. Goðafræðin hef­ur um ald­ir verið upp­spretta fleiri verka en þekkt eru.

Þýsk-franska sjón­varps­stöðin Arte.tv setti ný­lega á vef sinn 10 þátta röð þar sem nor­ræna goðafræðin er kynnt á ein­stak­lega lif­andi hátt og af holl­ustu við frá­sögn eddu­kvæðanna. Í kynn­ingu Arte á röðinni seg­ir að svo virðist sem aldrei fyrr hafi verið gerð nein slík röð teikni­mynda þar sem stuðst sé við frum­heim­ild­ina sjálfa. Á hinn bóg­inn hafi þessi nor­ræni menn­ing­ar­arf­ur orðið kveikj­an að verk­um sem njóti alþýðuhylli um heim all­an og nefn­ir Arte þar til sög­unn­ar Hringa­drótt­ins­sögu Tolkiens, hetj­una Þór í Mar­vel-kvik­mynd­un­um og Game of Thrones eft­ir Geor­ge R.R. Mart­in.

Á veg­um Snorra­stofu í Reyk­holti hef­ur verið stofnað til rann­sókna á áhrif­um höf­und­ar­verks Snorra Sturlu­son­ar. Þræðir þess liggja mun víðar en menn skynja í fljótu bragði. Viðfangs­efni á mörk­um heima goða og manna hafa víðtæka skír­skot­un í sam­tím­an­um og auðveld­ara er nú en nokkru sinni fyrr að kynna öll­um al­menn­ingi það sem ger­ist á þess­um mörk­um. Í þátt­un­um á Arte.tv er þetta gert af alúð.

Nú, um 750 árum eft­ir að Kon­ungs­bók varð til, er farið með hana sem dýr­grip og hand­ritið er ekki flutt á milli húsa án lög­reglu­fylgd­ar. Aðeins lítið brota­brot af þeim tekj­um sem kvæðin í hand­rit­inu hafa gefið af sér sem inn­blást­ur til síðari tíma höf­unda myndi duga til að skapa hæfi­lega um­gjörð til kynn­ing­ar á höf­und­ar­verki Snorra. Þessi um­gjörð á heima í Reyk­holti í Borg­ar­f­irði og hefði hún mikið alþjóðlegt aðdrátt­ar­afl ekki síður en staðir þar sem áhrifa­vald­ar taka af sér sjálf­ur.

Á degi ís­lenskr­ar tungu 2024 er vert að vekja at­hygli á því að það eru ekki aðeins alda­göm­ul hand­rit sem lifa með okk­ur í nýj­um sam­tíma­bún­ingi. Þetta á einnig við um yngri verk og höf­unda þeirra. Þannig má kynn­ast lífi Jónas­ar Hall­gríms­son­ar og sam­tíma­manna hans í að minnsta kosti tveim­ur bók­um sem sjá dags­ins ljós nú fyr­ir jól­in; þar er ann­ars veg­ar um að ræða heim­ilda­bók Ótt­ars Guðmunds­son­ar geðlækn­is um rímna­skáldið Sig­urð Breiðfjörð og samtíð hans og hins veg­ar Ferðalok, skáld­sögu Arn­ald­ar Indriðason­ar rit­höf­und­ar.

Jón­as er viðfangs­efni beggja höf­unda. Óttar seg­ir frá því hve Jón­as sótti hart að Sig­urði og hafði litl­ar mæt­ur á rím­un­um. Arn­ald­ur minn­ist hvergi á Sig­urð Breiðfjörð en leiðar­stef hans er fag­urt kvæði Jónas­ar, Ferðalok, á dán­ar­beði lista­skálds­ins góða.

Í deil­um Sig­urðar Breiðfjörðs og Jónas­ar á 19. öld birt­ist hve Íslend­ing­um verður heitt í hamsi í umræðum um kveðskap og ís­lenskt mál. Óttar fær­ir fyr­ir því rök að rím­urn­ar og glím­an við að semja þær hafi átt rík­an þátt í að varðveita ís­lenska tungu á tím­um þegar þjóðlífið opnaðist fyr­ir sí­aukn­um er­lend­um áhrif­um.

Jón­as birti ljóð sín í tíma­rit­inu Fjölni og það var einnig helsti vett­vang­ur árás­anna á Sig­urð, þótt ekki væru all­ir Fjöln­is­menn ein­huga um rétt­mæti þeirra. Um áhrif nán­asta vin­ar Jónas­ar í hópi Fjöln­ismanna, Kon­ráðs Gísla­son­ar, sagði Sig­urður Nor­dal: „Það sem Jón­as Hall­gríms­son hef­ur skrifað og Kon­ráð samþykkt, það kalla ég ís­lensku.“

Fjöln­ir var tíma­rit mennta­manna en rím­urn­ar eign al­menn­ings. Í ljósi þess að mennta­mönn­um 19. ald­ar var kært að leggja rækt við þjóðleg­an arf í róm­an­tísk­um anda er und­ar­legt hve Jónasi og fé­lög­um þótti lítið koma til rímn­anna í þeim arfi.

Ljóð Jónas­ar og nýyrði hans eru enn þann dag í dag hluti af dag­legri rækt við tung­una og menn­ing­ar­arf­inn en litið er á rím­urn­ar sem hluta fortíðar sem varðveita beri með skinn­hand­rit­un­um í stofn­un Árna Magnús­son­ar í ís­lensk­um fræðum. Tími rímn­anna kann þó að koma aft­ur.

Þegar stofnað var til dags ís­lenskr­ar tungu fyr­ir 28 árum var það ekki gert í því skyni að líta til baka held­ur til þess að skapa fót­festu fyr­ir viðspyrnu í sókn í þágu ís­lensk­unn­ar.

Um það sama leyti var einnig lagður grunn­ur að safni sta­f­rænna ís­lenskra mál­fanga og markaðri ís­lenskri mál­heild (MÍM) með tug­um millj­óna orða af fjöl­breytt­um textum sem eru geymd­ir í stöðluðu sniði í ra­f­rænu formi. Allt þetta nýt­ist nú í nýj­um tungu­mála­heimi gervi­greind­ar. Þar hef­ur ís­lenska tryggt sér sess.

Nú er brýnt að mynda breiða sam­stöðu um bestu leiðina til að inn­leiða ís­lensk­una á nógu mark­viss­an hátt meðal þeirra sem hingað koma til bú­setu. Örlar nokkuð á slíku fyr­ir­heiti í kosn­ingalof­orðum?