30.3.2024

Hættuleg örvænting Pútíns

Morgunblaðið, laugardagur 30. mars 2024

Hryðju­verka­árás­in á tón­leika­gesti í Crocus-þjón­ustumiðstöðinni í út­hverfi Moskvu að kvöldi föstu­dags­ins 22. mars vek­ur marg­ar spurn­ing­ar um þróun mála í Rússlandi. Eng­inn utan sam­særis­heims Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta trú­ir því að Úkraín­u­stjórn hafi með aðstoð leyniþjón­ustu Banda­ríkj­anna staðið að baki ódæðis­verk­inu.

Banda­ríska sendi­ráðið í Moskvu varaði 6. mars Banda­ríkja­menn í borg­inni við að vera í fjöl­menni vegna yf­ir­vof­andi hryðju­verks. Miðlaði sendi­ráðið leyni­leg­um upp­lýs­ing­um um hætt­una til rúss­neskra yf­ir­valda sem sögðu hana „ekki nógu ná­kvæma“. Pútín sagði á fundi með yf­ir­mönn­um ör­ygg­is­lög­reglu sinn­ar, FSB, 19. mars að óbeðinn er­ind­is­rekst­ur Banda­ríkja­stjórn­ar væri til marks um „ögr­an­ir“ af henn­ar hálfu.

Kreml­verj­ar eru orðnir svo samdauna lyg­inni í gervi­heim­in­um sem þeir skapa með áróðri sín­um og inn­ræt­ingu að eng­ar viðvar­an­ir duga um al­var­lega hættu sem steðjar að þeim og borg­ur­um þeirra.

Vladimir_Putin_on_CSTO_summit_-2012-05-15-Vladimir Pútin

Við Crocus-tón­leika­sal­inn var ekki nein ör­ygg­is­gæsla. Allt ör­yggis­kerfi rúss­neska rík­is­ins snýst um Pútín og þá sem standa næst hon­um.

Owen Matt­hews, sem rit­ar um rúss­nesk mál­efni fyr­ir breska viku­ritið The Spectator, minn­ir í vik­unni á að í Rússlandi séu tæp­lega ein millj­ón lög­reglu­manna, 340.000 þjóðvarðliðar og meira en 100.000 njósn­ar­ar. Þetta lið banni göml­um kon­um að leggja blóm á leiði Al­ex­eis Navalníjs, elti uppi einmana blogg­ara og ofsæki sam­kyn­hneigða. Öðru máli gegni þegar komi að meg­in­verk­efn­inu, að gæta ör­ygg­is rúss­neskra borg­ara. Þá sé all­ur þessi liðsafli grút­mátt­laus. Örygg­is­stjór­ar Pútíns ein­blíni á tvennt: að kæfa and­óf inn­an lands og stela pen­ing­um.

Sænski hag­fræðing­ur­inn And­ers Åslund, sem starfaði náið með Kreml­verj­um á tí­unda ára­tugn­um, nefndi sunnu­dag­inn 24. mars 10 atriði sem hann tel­ur sýna gagns­leysi rúss­neska ör­ygg­is­bákns­ins fyr­ir al­mennu borg­ar­ana á tón­leik­un­um 22. mars.

Með ólík­ind­um sé að fjór­ir menn aki hindr­un­ar­laust í gegn­um Moskvu með Kalashni­kov-byss­ur í fór­um sín­um. Eng­in ör­ygg­is­gæsla hafi verið við tón­leika­sal­inn og málm­leit­ar­tæki óvirk. Skot­hríð hafi staðið í 18 mín­út­ur í saln­um þar til ör­ygg­is­sveit­ir komu á vett­vang. Moskvu­lög­regl­an og ör­ygg­is­lög­regl­an, FSB, séu þó með aðset­ur í næsta ná­grenni við Crocus. Þá hafi sér­stök vopnuð viðbragðssveit í Crocus-miðstöðinni ekki látið skot­hríðina raska ró sinni held­ur setið í bækistöð sinni.

Åslund þykir einnig grun­sam­legt að þeir sem eru grunaðir um verknaðinn hafi ekið af vett­vangi glæps­ins í sama bíl og þeir komu þangað. Að sögn Åslunds myndi eng­inn hryðju­verkamaður gera slíkt. Áður en þeir komu til Moskvu óku menn­irn­ir um fimm klukku­stund­ir í gegn­um Rúss­land, skammt frá landa­mær­um Bela­rús og Úkraínu. Engu að síður voru þeir ekki skoðaðir af rúss­nesk­um vörðum við vegatálma á allri leiðinni. Åslund seg­ir slíkt ferðalag óhugs­andi.

Þá minn­ir Åslund á kenn­ing­ar um að Vla­dimír Pútín hafi áður legið und­ir grun vegna hryðju­verka. Árið 1999 vegna spreng­inga í hús­um í Moskvu, 2002 vegna árás­ar á Dubrovka-leik­húsið í Moskvu og vegna gíslatöku í skóla í Besl­an árið 2004. Öll þessi voðaverk hafi hann nýtt sér til að rétt­læta hernaðarlega íhlut­un í öðrum lönd­um.

Eft­ir árás­ina og eft­ir að hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslams höfðu geng­ist við henni gekk Maria Zak­harova, upp­lýs­inga­full­trúi rúss­neska sendi­ráðsins, svo langt að lýsa full­yrðing­um Banda­ríkja­stjórn­ar um hlut Rík­is íslams sem „til­raun póli­tískra hönnuða í Am­er­íku til að bjarga sjálf­um sér og stjórn Zelenskíjs sem þeir skópu með því að nota Ríki íslams sem fugla­hræðu … Spyrja má, hvað býr að baki? Pen­ing­ar og vald.“ Zak­harova sakaði Banda­ríkja­menn um að „stuðla að stýrðri upp­lausn og end­ur­skapa skip­an heims­mála með hönd­um hryðju­verka­manna“.

Owen Matt­hews seg­ir ógn­vekj­andi að slík­ar ímynd­an­ir og sam­særis­kenn­inga­smíð ein­kenni mál­flutn­ing upp­lýs­inga­full­trúa kjarn­orku­veld­is sem eigi fast sæti í ör­ygg­is­ráði SÞ. Klikkaðar upp­hróp­an­ir af þessi tagi í Kreml séu til marks um veik­leika, ekki styrk­leika. Ekki sé nóg með að stjórn sem tali á þenn­an hátt hafi tapað veru­leika­skyni – hún hafi einnig tapað stjórn á ör­yggi Rúss­lands.

Matt­hews seg­ir að Pútín verði að segja Crocus-árás­ina vera á veg­um Úkraínu­manna því að hon­um sé svo póli­tískt mik­il­vægt að geta rétt­lætt yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar um að til­vist Rúss­lands sé í húfi gegn nas­ist­un­um í Kyív. Pútín hafi hvorki hug­mynda­fræðilega né hernaðarlega breidd gegn ógn­inni sem steðji að íbú­um lands hans frá víg­vædd­um íslam­ist­um. Hann hafi lokað sig inni í eig­in lygi og til­bún­ingi um svo­nefnt vest­rænt sam­særi til að eyða Rússlandi og líti fram hjá raun­veru­legu og ban­vænu sam­særi sem kraumi í Mið-Asíu.

Þegar Pútín komst til valda fyr­ir ald­ar­fjórðungi lofaði hann Rúss­um vel­sæld og ör­yggi enda fengi hann að skerða frelsi þeirra, seg­ir Matt­hews. Nú séu þess­ar for­send­ur brostn­ar. Hann hafi enga burði til að tryggja þjóðarör­yggi. Hon­um hafi mistek­ist að leggja und­ir sig Úkraínu með leift­ur­sókn árið 2022. Árið 2023 hafi Jev­geníj Prígó­sjín næst­um tek­ist að fella hann með einka­her sín­um. Nú sitji hann uppi með hryðju­verk í Moskvu þótt banda­ríska leyniþjón­ust­an hafi rétt gjör­ónýt­um þjóðarör­ygg­is­stofn­un­um hans hjálp­ar­hönd. Pútín hef­ur svipt Rússa ör­yggi og vel­sæld er dóm­ur Owens Matt­hews.

Þetta er öm­ur­leg og hættu­leg staða í öllu til­liti nú um páska 2024. Hún batn­ar ekki við að ör­vænt­ing Pútíns fái út­rás með hryðju­verk­um hans í Úkraínu.