9.3.2022

Hæstiréttur í 100 ár

Bækur - Sagnfræði - Morgunblaðið, 09. 03. 22

Hæstiréttur í hundrað ár – saga

Eft­ir Arnþór Gunn­ars­son. Innb. 576 bls. mynd­ir og skrár. Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag, 2021.

Saga Hæsta­rétt­ar Íslands er önn­ur tveggja bóka sem gefn­ar eru út í til­efni 100 ára af­mæl­is rétt­ar­ins 16. fe­brú­ar 2020. Áður en sag­an birt­ist kom út bók með grein­um um ákveðin svið lög­fræðinn­ar, einkum á rétt­ar­sviðum þar sem hæstirétt­ur hef­ur haft áhrif á mót­un og þróun rétt­ar­reglna svo að vitnað sé í orð Bene­dikts Boga­son­ar, for­seta hæsta­rétt­ar, í for­mála þeirr­ar bók­ar sem hér er til um­sagn­ar.

Vegna rit­un­ar sög­unn­ar skipaði hæstirétt­ur sjö manna rit­nefnd en með henni starfaði fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri rétt­ar­ins. Rit­nefnd­in réð Arnþór Gunn­ars­son sagn­fræðing til að rita sög­una en að frum­kvæði hans voru fengn­ir þrír þjóðkunn­ir sagn­fræðing­ar höf­undi til ráðgjaf­ar og til að „tryggja sjálf­stæði höf­und­ar­ins og að ritið stæðist sem best fag­leg­ar kröf­ur,“ svo að aft­ur sé vitnað til dóms­for­seta sem seg­ir ritið „mik­il­vægt fram­lag til sögu Íslands eft­ir að landið öðlaðist full­veldi árið 1918“.

Bók­in er veg­leg­ur grip­ur, prentuð í Slóven­íu á þung­an papp­ír til að mynd­ir njóti sín sem best en þær eru bæði svart/​hvít­ar og í lit. Efnið skipt­ist í inn­gang og sjö efniskafla: Hæstirétt­ur og stjórn­kerfið; Æðsta dómsvaldið og sjálf­stæðis­bar­átt­an; Hæstirétt­ur tek­ur til starfa; Bar­átt­an um Hæsta­rétt (1920-1935); Vax­andi virðing (1936-1972); Kerfi í kreppu (1973-1998) og Til móts við nýja öld (1999-2020). Í ní­unda kafla er stutt sam­an­tekt. Til­vís­an­ir ná yfir 30 bls.; þá eru skrár yfir mynd­ir, mynd­rit og töfl­ur; heim­ild­ir (23 bls.) og manna­nöfn (6 bls.).

Hver efniskafl­anna sjö skipt­ist í mis­mun­andi marga undirkafla. Fyr­ir þann sem hef­ur áhuga á að kynna sér ákveðið ára­bil eða at­vik sem snert­ir hæsta­rétt sér­stak­lega á þess­um 100 árum er auðvelt að finna það og rekja sig áfram.

Höf­und­ur­inn Arnþór Gunn­ars­son (f. 1965) er kynnt­ur sem sjálf­stætt starf­andi sagn­fræðing­ur. Hann lauk sagn­fræðinámi með meist­ara­prófi frá Há­skóla Íslands árið 2010. Meðal bóka hans eru Saga Hafn­ar í Hornafirði I-II (1997 og 2000), Guðni í Sunnu. End­ur­minn­ing­ar og upp­gjör (2006) og Saga flug­valla og flug­leiðsögu á Íslandi (2018).

Í þakk­ar­orðum í lok bók­ar (s. 467) seg­ir höf­und­ur að rit­nefnd hafi veitt hon­um „fræðilegt frelsi“ við að móta og vinna verkið. „Einu fyr­ir­mæl­in voru þau að ritið ætti að höfða til al­menn­ings og stefnt væri að út­gáfu á hundrað ára af­mæli rétt­ar­ins.“ Ritið kom út ári síðar enda seg­ir höf­und­ur að skrif­in hafi orðið „um­fangs­meiri“ en hann gerði sér í hug­ar­lund. Rit­nefnd hafi lagt „drjúg­an skerf til verks­ins“ með yf­ir­lestri og at­huga­semd­um. Hann þakk­ar einnig ráðgjafa­nefnd sagn­fræðing­anna: „Án aðkomu þeirra hefði verkið orðið snöggt­um rýr­ara að gæðum.“

Bók­in er lip­ur­lega skrifuð. Efnis­tök­in snúa að deil­um utan rétt­ar­ins um til­vist hans og skip­un eða fram­göngu ein­stakra dóm­ara. At­hygli bein­ist lítið að því hvernig dóm­ar­arn­ir leysa úr ágrein­ingi með túlk­un á lög­un­um og dómi. Mál­in sem nefnd eru til sög­unn­ar eru al­kunn. Til­vís­an­ir eru einkum í þingtíðindi, dag­blöð og vefsíður.

G2517D7G0Lengsti kafl­inn, Bar­átt­an um Hæsta­rétt (1920-1935), er rúm­ar 100 bls. og hryggj­ar­stykkið snýr að Jónasi Jóns­syni frá Hriflu og stríði hans við dóm­ara. Þar eru lang­ar upp­rifjan­ir á umræðum á alþingi og deilu­atriðum eða viðhorf­um ein­stakra þing­manna sem skipta í raun engu fyr­ir hæsta­rétt þótt um hann hafi verið rætt og rif­ist.

Rak­inn er gam­al­gró­inn ágrein­ing­ur um hvernig staðið skuli að skip­un dóm­ara. Ekki er lagt sjálf­stætt mat á hvort í raun hafi verið vald­ir óhæf­ir menn til setu í hæsta­rétti þótt hart hafi verið deilt um skip­un þeirra.

Vissu­lega get­ur verið for­vitni­legt að líta á póli­tísk ágrein­ings­mál frá sjón­ar­hóli hæsta­rétt­ar. Frá­sögn höf­und­ar bæt­ir hvergi neinu nýju við sem máli skipt­ir. Hann er á bandi þeirra sem telja ákv­arðanir stjórn­mála­manna ófag­leg­ar þegar dóm­ar­ar eru skipaðir.

Viðhorfið er að stjórn­mála­menn vilji sjá til þess að í hæsta­rétti sitji menn sem virði skoðun þess sem skip­ar en ekki það sem lög­in segja. Hampað er orðum Svans Kristjáns­son­ar pró­fess­ors að í ljósi þess „að ráðherr­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafi valið flesta sitj­andi dóm­ara við Hæsta­rétt kunni for­ysta flokks­ins að hafa litið svo á að því fleiri dóm­ar­ar sem skipuðu dóm, því meiri lík­ur væru til að dóm­ur­inn yrði for­yst­unni að skapi“. (384) Þess vegna hefðu for­ystu­menn flokks­ins gagn­rýnt „að ein­ung­is fimm dóm­ar­ar rétt­ar­ins hefðu skipað dóm í ör­yrkja­mál­inu“. (383)

Get­gát­ur af þessu tagi eru fyrst og síðast van­traust og lít­ilsvirðing í garð dóm­ar­anna sem skipaðir hafa verið til að dæma eft­ir lög­um og lög­skýr­ing­ar­gögn­um. Stjórn­mála­menn eru rétt­mæt­ur skot­spónn í lýðræðis­ríki en aðför að rétt­ar­rík­inu með aðdrótt­un­um í garð dómur­um sem skipaðir eru á lög­mæt­an hátt og væna þá um van­hæfni af því að menn eiga í útistöðum við veit­ing­ar­valds­haf­ann er ósæmi­leg.

Há­timbruð um­gjörð til leiðbein­ing­ar höf­undi verks­ins hindr­ar ekki að hann vitni í nafn­lausa heim­ild­ar­menn og út­prent­un á einka­tölvu­bréf­um þegar hann ræðir um vinnu­skjal sem aldrei fór form­lega út úr dóms­málaráðuneyt­inu og seg­ir síðan að Hall­dór Ásgríms­son, nýorðinn for­sæt­is­ráðherra, hafi stöðvað eitt­hvað sem ekk­ert var. Hefði verið hæg­ur vandi að kanna þetta mál til hlít­ar og aftra því að svo mein­leg villa færi þarna á prent. (397)

Höf­und­ur ræðir ekki aðeins póli­tíska um­gjörð hæsta­rétt­ar held­ur einnig ytri búnað og húsa­kost hans. Hug­mynd­inni um að hann fengi inni í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu var hafnað. Harðar deil­ur urðu svo um staðar­valið milli Safna­húss­ins og Arn­ar­hvols þar sem rétt­in­um var búin glæsi­leg um­gjörð á tí­unda ára­tugn­um. Nú er ekki fundið að því að hús­næðismál rétt­ar­ins voru leyst á þenn­an far­sæla hátt frek­ar en menn geri al­mennt veður út af at­vik­um sem valdið hafa deil­um vegna hæsta­rétt­ar und­an­far­in 100 ár.

Saga hæsta­rétt­ar sýn­ir hve létt­væg­ar deil­ur um ein­stök ytri at­vik sem snerta rétt­inn eru í raun þótt mörg­um hlaupi kapp í kinn í hita leiks­ins. Mestu skipt­ir að Hæstirétt­ur Íslands sé haf­inn yfir gagn­rýni vegna verka sinna og þar sé inn­an dyra haldið á mál­um á þann veg að ekki valdi tor­tryggni.