12.11.2020

Grillur dr. Ólínu

Morgunblaðsgrein, fimmtudag 12. nóvember 2020.

Í grein 29. októ­ber ræddi ég efni bók­ar dr. Ólínu Kjer­úlf Þor­varðardótt­ur. Hún skrif­ar grein í Morg­un­blaðið 5. nóv­em­ber og kall­ar mig skugga­bald­ur eða skoff­ín. Þannig svar­ar Ólína gagn­rýn­end­um sín­um. Hug­ar­farið er sér­kenni­legt. Til­gang­ur­inn er að fæla menn frá öðru en lofi á bók­ina. Hún snýst um að dr. Ólína sé ekki met­in að verðleik­um.

Ég birti hluta af minn­is­blaði frá ár­inu 1975 um sam­töl mín við Hall­dór Lax­ness. Þar er meðal ann­ars vikið að út­gáfu verka Hall­dórs í Banda­ríkj­un­um og vitnað til orða hans sjálfs. Minn­is­blaðið er op­in­bert skjal í vörslu for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins.

Vegna þessa seg­ir Ólína í grein sinni 5. nóv­em­ber:

„Eitt þeirra mála, sem í bók minni eru rak­in, og varp­ar skýru ljósi á það sem við er að eiga, varðar Hall­dór Lax­ness. Frá því er sagt þegar Bjarni Bene­dikts­son (faðir Björns) beitti sér með þeim hætti að bæk­ur Lax­ness hættu að koma út í Banda­ríkj­un­um. Í grein sinni skaut­ar Björn Bjarna­son í kring­um þetta mál með und­ar­leg­um sam­teng­ing­um og króka­leiðum, en sneiðir hjá hinni raun­veru­legu und­ir­rót sem þó má lesa í bók­inni (og raun­ar víðar, til dæm­is í ævi­sögu Lax­ness eft­ir Hall­dór Guðmunds­son (2004) og í ný­leg­um skrif­um dr. Ingu Dóru Björns­dótt­ur mann­fræðings).“

Að ég vitni í sam­tal mitt við Hall­dór Lax­ness verður að „und­ar­leg­um sam­teng­ing­um og króka­leiðum“ hjá Ólínu og hún hall­ar sér að fólki sem styðst við frá­sagn­ir Williams Trimbles, sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi í lok fimmta ára­tug­ar­ins.

Frá­sögn­um Trimbles var flaggað árið 2004 þegar Hall­dór Guðmunds­son sendi ævi­sögu Lax­ness frá sér. Ekk­ert nýtt kem­ur fram um þetta mál í bók Ólínu enda er hún ófrum­leg sam­an­tekt á göml­um ásök­un­um and­stæðinga Sjálf­stæðis­flokks­ins – slit­in plata.

77287Að halda því fram að faðir minn hafi beitt sér gegn út­gáfu bóka Hall­dórs Lax­ness í Banda­ríkj­un­um er ómak­legt. Þarna var um að ræða skatta- og gjald­eyr­is­mál sem lauk með sekt­um eft­ir mála­ferli fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Nú á tím­um pen­ingaþvætt­is og Panama-skjala þykja slík­ar rann­sókn­ir meira en sjálf­sagðar.

Eng­inn hef­ur sagt bet­ur frá út­gáf­uraun­um Lax­ness er­lend­is á þess­um árum en Lax­ness sjálf­ur eins og lesa má í bók­inni Skálda­tími frá ár­inu 1963. Á bls. 217 seg­ir Lax­ness að sér hafi árið 1946 verið boðið að hitta fyr­ir­svars­mann sænska for­lags­ins Bonniers til að fá enn einu sinni að hlusta á að Bonniers ætlaði ekki að gefa út fleiri bæk­ur Lax­ness. Skáldið skrifaði hjá sér þessa setn­ingu eft­ir Bonniers-mann­in­um: „Alt sem ís­lenskt er, jafn­vel eitt sam­an nafn Íslands, vek­ur hroll hjá sænsk­um al­menn­ingi.“ Lax­ness undraðist þetta enda hlyti full­trúi Bonniers að vita „um þáver­andi stöðu Sjálf­stæðs fólks á bóka­markaði heims­ins. Bók­in var ekki ónýt­ari versl­un­ar­vara en svo að þá um sum­arið var hún met­sölu­bók í Banda­ríkj­un­um út­gef­in af Knopf í New York, og hafði meðal ann­ars verið tek­in til hand­ar­gagns af stærsta bóka­klúbbi Banda­ríkj­anna, The Book of the Month Club, en þeir dreifa kjör­bók­um sín­um í ein­taka­fjölda sem skift­ir hundruðum þúsunda.“

Útgáfu­saga Sjálf­stæðs fólks í Sov­ét­ríkj­un­um er for­vitni­leg en í henni hófst nýr kafli eft­ir dauða Stalíns 1953. Hálfu ári eft­ir brott­hvarf ein­ræðis­herr­ans var bók­in loks gef­in út í Rússlandi. Í Skálda­tíma seg­ir Lax­ness á bls. 224:

„Hún var prentuð fyrst í þrjá­tíu þúsund ein­tök­um, en skömmu síðar end­ur­prentuð í enn stærra upp­lagi og loks enn á ný í hundrað þúsund ein­tök­um í hitteðfyrra, auk þess sem mér telst til að hún hafi verið gef­in út á ein­um fimm öðrum túng­um inn­an Ráðstjórn­ar­ríkj­anna, stund­um í all­stór­um ein­taka­fjölda, þarámeðal þrett­ánþúsund og fimm­hundruð ein­tök­um á úkraínsku, svo Ráðstjórn­ar­rík­in munu nú vera það land sem hef­ur kom­ist næst Banda­ríkj­un­um um ein­taka­fjölda í dreif­ingu þess­ar­ar ís­lensku bók­ar.“

Þegar Hall­dór Lax­ness ræðir árið 1963 út­gáfu eig­in verka er­lend­is og sölu Sjálf­stæðs fólks í Banda­ríkj­un­um nefn­ir hann hvergi að ís­lensk stjórn­völd hafi lagt stein í götu hans eða út­gáfu bóka hans. Markaðslög­mál­in og vandi við að þýða bæk­ur Lax­ness stjórnuðu ákvörðunum út­gef­enda. Eng­inn Trimble breyt­ir orðum Lax­ness sjálfs.

Af Skálda­tíma má ráða að Hall­dór Lax­ness hafi verið ein­stak­lega ánægður með þýðing­una á Sjálf­stæðu fólki á ensku. Hann seg­ir á bls. 213 að þýðing­in sé „með meir­um ágæt­um en flest­ar þýðing­ar sem gerðar hafa verið á mín­um bók­um í nokkru landi og hef­ur af dómbær­um mönn­um í Einglandi verið tal­in meðal snild­ar­verka í ensk­um þýðinga­bók­ment­um fyr og síðar“.

Örlög­um þýðand­ans, harðgáfaða, enska há­skóla­manns­ins Thomp­sons, lýs­ir Lax­ness á grát­bros­leg­an hátt og seg­ir að hann hafi aldrei mátt „fram­ar bók sjá“ eft­ir þýðing­una og þess í stað keypt sér „svuntu skrubbu og skolp­fötu“ og tekið til við að „þvo stig­ana í hót­eli nokkru í fimta flokki í Lund­úna­borg“.

Dr. Ólína Kjer­úlf Þor­varðardótt­ir ætti að fara í frum­heim­ild­irn­ar til að hafa það sem sann­ara reyn­ist, vaki það á annað borð fyr­ir henni.