6.3.2020

Gjörbreytt aðild að vörnum Íslands

Morgunblaðið, föstudagur, 6. mars 2020

Þetta er allt önn­ur skip­an mála en áður var. Íslenska ríkið er ekki aðeins virkt gegn fjölþátta borg­ara­leg­um ógn­um held­ur gegn hvers kyns ytri ógn.“
Á ráðstefnu Þjóðarör­ygg­is­ráðs um fjölþátta ógn­ir í fyrri viku kom fram að gagn­vart hætt­unni af upp­lýs­inga­föls­un­um, fölsk­um frétt­um og tölvu­árás­um dygði best að hver ein­stak­ling­ur og sam­fé­lag í heild sýndi ár­vekni og þolgæði.

Í sjálfu sér eru ekki ný sann­indi að til þess að verj­ast verði menn að hafa þrek og þor. Þá er ekki held­ur nýtt að reynt sé að hafa áhrif á ein­stak­linga til að auka fylgi við ein­hvern málstað. Rök­ræður í ald­anna rás eða vald­beit­ing hef­ur miðað að þessu.

Kalda stríðið sner­ist um hug­mynda­fræði. Friðar­hreyf­ing­arn­ar svo­nefndu á ní­unda ára­tugn­um voru t.d. fjár­magnaðar af Sov­ét­mönn­um og út­send­ur­um þeirra til að hafa áhrif á lýðræðis­leg­ar ákv­arðanir á Vest­ur­lönd­um. Mark­miðið var að vinna gegn því að í Vest­ur-Evr­ópu yrðu sett­ar upp meðaldræg­ar, banda­rísk­ar kjarn­orkuflaug­ar til að skapa jafn­vægi and­spæn­is SS-20 flaug­um Sov­ét­manna. Sætu Sov­ét­menn ein­ir að slík­um flaug­um næðu þeir und­ir­tök­um með því að hóta vald­beit­ingu.

GVP158N7KMyndina af F-35 þotu norska flughersins á Keflavíkurflugvelli tók Eggert fyrir mbl.is

Þess­ari sov­ésku sókn var svarað. Þar fór Ronald Reag­an Banda­ríkja­for­seti fremst­ur í flokki. Hann og Marga­ret Thatcher, for­sæt­is­ráðherra Breta, stóðu þétt sam­an á hægri væng stjórn­mál­anna. Þá skipti hlut­ur jafnaðarmann­anna Helmuts Schmidts, kansl­ara Vest­ur-Þýska­lands, og Franço­is Mitterr­ands Frakk­lands­for­seta miklu. Loks kom til sög­unn­ar pólski páfinn Jó­hann­es Páll II. sem lagði lóð á vog­ar­skál­arn­ar gegn Moskvu­mönn­um.

John Lehm­an, flota­málaráðherra Banda­ríkj­anna í stjórn­artíð Reag­ans, sendi árið 2018 frá sér ævim­inn­ing­ar og færði rök fyr­ir að flota­stefn­an sem hann mótaði og fylgt var á ní­unda ára­tugn­um hefði átt veru­leg­an ef ekki úr­slitaþátt í að Sov­ét­menn urðu und­ir í kalda stríðinu.

Fram­kvæmd flota­stefnu Lehm­ans kynnt­ust Íslend­ing­ar vel vegna þess að hún leiddi til end­ur­nýj­un­ar á mann­virkj­um og tækja­búnaði í Kefla­vík­ur­stöðinni und­ir stjórn Banda­ríkja­manna. Í stað þess að láta sitja við varn­ir gegn sov­éska flot­an­um í GIUK-hliðinu sótti banda­ríski flot­inn norður á bóg­inn og tók að hrella sov­éska flot­ann í Bar­ents­hafi. Við þessu áttu Sov­ét­menn ekk­ert svar.

Í fyrri viku flutti banda­ríski flota- og herfræðing­ur­inn Magn­us Nor­d­enman fyr­ir­lest­ur á veg­um Varðbergs, sam­taka um vest­ræna sam­vinnu og alþjóðamál. Í Morg­un­blaðinu laug­ar­dag­inn 29. fe­brú­ar birt­ist viðtal við hann þar sem sagði meðal ann­ars:

„Nor­d­enman bend­ir á að Ísland hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í seinni tveim­ur „orr­ust­un­um“ um Atlants­hafið [síðari heims­styrj­öld­inni og kalda stríðinu], en hann sér aðspurður ekki fyr­ir sér til dæm­is að hér muni þurfa að koma upp á ný varn­ar­stöðvum fyr­ir er­lend­an herafla líkt og í kalda stríðinu.

Ein ástæðan fyr­ir því er sú að mati Nor­d­enmans, að grund­vall­armun­ur er á hernaðargetu rúss­neska flot­ans og þess sov­éska. Rúss­neski flot­inn sé mun minni en sov­éski norður­hafs­flot­inn, en á sama tíma búi hann yfir mun meiri getu, sem meðal ann­ars fel­ist í lang­dræg­um stýrif­laug­um. Nor­d­enman bend­ir á að Rúss­ar hafi beitt slík­um flaug­um í Sýr­landi, skotið frá bæði kaf­bát­um og skip­um.

Þá sé nú hægt að hitta skot­mörk í allri Norður-Evr­ópu frá svæðum í Norður-Atlants­hafi sem séu vel fyr­ir norðan endi­mörk GIUK-hliðsins. Orr­ust­an um Atlants­hafið yrði því háð mun norðar en ef stríð hefði brot­ist út í kalda stríðinu, og hlut­verk Íslands yrði því ekki leng­ur að vera hlekk­ur­inn í fram­vörn­um banda­lags­ins líkt og þá, held­ur meira sem stuðningsaðili við aðgerðir sem háðar yrðu norðar í höf­um.“

 

Ný staða Íslands

Gjarn­an er sagt að í hug­an­um séu áhuga­menn um átök á hvaða sviði sem er jafn­an að ræða þau með vís­an til þess sem áður var. Í umræðum um ís­lensk ör­ygg­is­mál á líðandi stundu er vissu­lega gagn­legt að líta til baka og taka mið af því sem áður gerðist um leið og staðfest er að landa­fræðin breyt­ist ekki. Í fyrr­greindu viðtali seg­ir Nor­d­enman:

„Þegar ég vann að bók­inni [The New Battle for the Atlantic útg. 2019] heyrði ég því fleygt t.d. að um 80% af öll­um sjó­liðsfor­ingj­um Banda­ríkja­flota og í hinum banda­lags­ríkj­un­um hefðu byrjað fer­il sinn eft­ir að kalda stríðinu lauk. Þeir hafa því eytt tíma sín­um í Miðjarðar­hafi, á Ind­lands­hafi eða í Persa­flóa, en ekki hér. Íslend­ing­ar geta því verið hug­veita fyr­ir umræður Atlants­hafs­banda­lags­ins um varn­ir hér í norður­höf­um.“

Þessi skoðun kem­ur heim og sam­an við það sem gerðist fyr­ir hálfri öld þegar Norðmenn urðu fyrst­ir þjóða al­var­lega var­ir við auk­in um­svif sov­éska her­flot­ans í ná­grenni við sig. Þá beittu þeir sér fyr­ir skipu­legri kynn­ingu á breyt­ing­unni og af­leiðing­um henn­ar inn­an NATO og sér­stak­lega í Banda­ríkj­un­um. Þar var Joh­an Jør­gen Holst (1937-1994) síðar varn­ar­málaráðherra og ut­an­rík­is­ráðherra Verka­manna­flokks­ins fremst­ur í flokki allt þar til hann féll frá um ald­ur fram.

Á þess­um árum héldu Banda­ríkja­menn úti mikl­um liðsafla hér á landi og sam­skipt­in voru mjög náin milli her­stjórn­ar þeirra hér og Atlants­hafs­her­stjórn­ar þeirra og NATO í Nor­folk í Virg­in­íu­ríki í Banda­ríkj­un­um. Nú þegar NATO hef­ur end­ur­vakið Atlants­hafs­her­stjórn í Nor­folk og Banda­ríkja­stjórn hef­ur end­ur­vakið 2. flota sinn, Atlants­hafs­flot­ann, er NATO-skipu­lagið að taka á sig gam­al­kunna mynd.

Skipu­lags­leg og stjórn­sýslu­leg staða Íslands er hins veg­ar gjör­breytt. Hér er ekki nein föst her­stjórn hvorki á veg­um NATO né Banda­ríkja­manna held­ur fer Land­helg­is­gæsla Íslands í umboði rík­is­stjórn­ar­inn­ar og ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins sér­stak­lega með dag­lega stjórn á ör­ygg­is­svæðinu svo­nefnda á Kefla­vík­ur­flug­velli.

 

Mik­il­vægt hlut­verk

Það reynd­ist skyn­sam­leg ákvörðun eft­ir brott­för varn­ar­liðsins 2006 að fela Land­helg­is­gæslu Íslands (LHG) að verða tengiliður milli ís­lenskra stjórn­valda og þess liðsafla sem hingað kem­ur til tíma­bund­inn­ar dval­ar hvort held­ur er vegna loft­rým­is­gæslu og annarra verk­efna á veg­um NATO eða á veg­um Banda­ríkja­hers í krafti varn­ar­samn­ings­ins frá 1951.

Í ákvörðun­inni um þetta felst að Íslend­ing­ar eru ekki áhorf­end­ur sem leggja til land fyr­ir þá sem taka að sér að verja land þeirra og sam­eig­in­lega ör­ygg­is­hags­muni NATO-ríkj­anna held­ur á ís­lenska ríkið virka aðild að fram­kvæmd varn­ar­mála nema þegar kem­ur til beinna hernaðarlegra aðgerða.

Þetta er allt önn­ur skip­an mála en áður var. Hún krefst þess að ís­lenska ríkið sé ekki aðeins virkt gegn fjölþátta borg­ara­leg­um ógn­um sem snúa beint að ein­stak­ling­um vegna upp­lýs­inga­tækn­inn­ar held­ur gegn hvers kyns ytri ógn.

Eng­inn raun­hæf­ur ár­ang­ur næst í þessu efni án ná­inn­ar sam­vinnu við banda­menn aust­an hafs og vest­an. Sam­skipt­in við þá ber að efla með mennt­un og þjálf­un ís­lenskra starfs­manna auk þess sem lögð verði auk­in rækt við rann­sókn­ir ör­ygg­is­mála á heima­velli og kynn­ingu stöðunn­ar á Norður-Atlants­hafi og norður­slóðum gagn­vart öðrum. Allt þetta hvíl­ir al­farið á okk­ar eig­in herðum og krefst þess að sýnd sé ár­vekni og þolgæði. Íslend­ing­ar eru þátt­tak­end­ur en ekki áhorf­end­ur.