12.6.2020

GIUK-hliðið er enn á sínum stað

Morgunblaðið, 12. júní 2020

Áhuga­menn um þróun ut­an­rík­is- og ör­ygg­is­mála á norður­slóðum mega hafa sig alla við um þess­ar mund­ir vilji þeir fylgj­ast með nýj­um niður­stöðum fræðimanna.

Umræðurn­ar minna á það sem var fyr­ir fimm­tíu árum, þær eru þó að ýmsu leyti ann­ars eðlis, nú er sjón­un­um beint mun norðar en þá var gert. Við gerð varn­aráætl­ana á þeim árum drógu NATO-rík­in til dæm­is línu frá Græn­landi um Ísland til Bret­lands, GIUK-hliðið. Landa­fræðin hef­ur ekki breyst og hernaðarlega skipt­ir hliðið enn miklu máli. Tækn­in er hins veg­ar önn­ur en þá.

Á ár­un­um 1951 til 2006 var hér mörg þúsund manna banda­rísk flota­stöð með full­komn­asta búnaði til kaf­báta­leit­ar. Frá ár­inu 1966 rak sér­stök deild inn­an flot­ans héðan hlust­un­ar­kerfi, SOS­US-kerfi, til að nema hljóð frá óþekkt­um kaf­bát­um sem fóru um GIUK-hliðið. Hlust­un­ar­menn á Íslandi fundu í fyrsta sinn sov­éska kaf­báta af gerðunum Charlie og Victor árið 1968 með kerf­inu og lang­dræg­an kjarn­orkukaf­bát af Delta-gerð árið 1974.

Til að fræða um­heim­inn um það sem gerðist í hafi og lofti á norður­slóðum höfðu Norðmenn for­ystu um rann­sókn­ar- og kynn­ing­ar­starf sem dró at­hygli að sí­fellt meiri um­svif­um sov­éska flot­ans. Á ní­unda ára­tugn­um, í for­setatíð Ronalds Reag­ans, breytti Banda­ríkja­stjórn um flota­stefnu og sendi skip sín norður fyr­ir Ísland og inn á Bar­ents­haf að bækistöðvum sov­éska Norður­flot­ans. Olli þetta miklu upp­námi inn­an sov­ésku yf­ir­her­stjórn­ar­inn­ar og stuðlaði ásamt öðru að falli Sov­ét­ríkj­anna.

Nú er öld­in önn­ur. Banda­ríkja­stjórn ákvað um alda­mót­in að ástæðulaust væri að líta á Norður-Atlants­haf sem spennusvæði í sam­skipt­um við Rússa og því síður hugs­an­legt átaka­svæði. Banda­ríski flot­inn lokaði Kefla­vík­ur­stöðinni árið 2006 og lagði niður 2. flot­ann, Atlants­hafs­flot­ann, árið 2011. Hann var end­ur­ræst­ur á ár­inu 2018.

Þetta viðhorf gjör­breytt­ist árið 2014 eft­ir ólög­lega inn­limun Rússa á Krímskaga og hernaðarleg­ar ögr­an­ir þeirra og átök við Úkraínu­menn í aust­ur­hluta Úkraínu sem kostað hafa meira en 13.000 manns lífið.

Lofts­lags­breyt­ing­ar hafa leitt til þess að augu stór­velda bein­ast í vax­andi mæli að norður­slóðum og Norður-Íshafi með nýt­ingu auðlinda að leiðarljósi eða hag­kvæmni í sigl­ing­um milli Atlants­hafs og Kyrra­hafs. Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti fer ekki leynt með þá skoðun að gull­kista Rúss­lands sé í norðri og gera verði ráðstaf­an­ir til að verja hana og allt rúss­neskt yf­ir­ráðasvæði í lofti, á sjó og landi. Fjöldi her­stöðva hef­ur komið til sög­unn­ar, kjarn­orku­vopn­um á þess­um slóðum hef­ur fjölgað, þar eru flug­skeyti og skot­flaug­ar sem senda má til fjar­lægra staða.

Sam­tím­is því sem Rúss­ar sækja í sig veðrið eft­ir því sem fjár­hag­ur þeirra og tækni­leg geta leyf­ir hafa þeir stofnað til norður-sam­starfs við Kín­verja um nýt­ingu auðlinda, einkum jarðgass, og flutn­inga á sjó og á landi. Kín­verj­ar kynna sig til sög­unn­ar sem ná­granna norður­slóða þrátt fyr­ir mikla fjar­lægð lands þeirra frá þeim og stunda þar rann­sókn­ir auk nýt­ing­ar auðlinda og sigl­inga. Kín­verska belti- og braut-fjár­fest­ingaráætl­un­in nær til norður­slóða.

Gap-3

Ólíkt mat

Nú er ekki þörf á átaki norðlægra lýðræðis­ríkja til að draga at­hygli annarra að ör­ygg­is­hags­mun­um í norðri eins og fyr­ir hálfri öld.

 

Kenn­eth Brait­hwaite, frá­far­andi sendi­herra Banda­ríkj­anna í Nor­egi, varð flota­málaráðherra Banda­ríkj­anna 29. maí 2020. Þegar hann svaraði spurn­ing­um öld­unga­deild­ar­manna fyr­ir embættis­tök­una sagðist hann sem sendi­herra í Nor­egi (frá 2017) hafa kynnst „her­skárri af­stöðu hugs­an­legra stór­velda­keppi­nauta“ Banda­ríkja­manna á norður­slóðum. Hann sagði að Kín­verj­ar og Rúss­ar væru þar alls staðar, einkum Kín­verj­ar. Rúss­ar þráðu að skipta máli að nýju en Kín­verj­ar vildu öllu ráða.

Nýi flota­málaráðherr­ann nefndi áhuga Kín­verja á Nor­egi og sér­stak­lega á norska hafn­ar­bæn­um Kir­kenes, rétt við rúss­nesku landa­mær­in. Eft­ir Brait­hwaite er haft: „Kín­verj­ar viður­kenna nú mik­il­vægi Kir­kenes vilji þeir tryggja sér aðstöðu á vest­ur­enda Norður­leiðar­inn­ar, þeir eru þar og reyna, enn á ný, að fá íbúa í norður­hluta Nor­egs á sitt band.“

Audun Hal­vor­sen, aðstoðar­ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, sagði af þessu til­efni við vefsíðuna High North News að ekki bæri að líta á Kín­verja sem ógn á norður­slóðum. Vissu­lega yrðu menn var­ir við vax­andi stór­velda­keppni í heim­in­um en norður­slóðir væru ekki miðpunkt­ur þeirr­ar mynd­ar. Kín­versk um­svif á svæðinu væru enn tak­mörkuð. „Lág­spenna og fyr­ir­sjá­an­leiki er enn það sem ein­kenn­ir norður­slóðir.“

Hann sagði Norðmenn ekki líta á Kína sem ógn við NATO en banda­lagið yrði einnig að taka mið af vax­andi hlut Kín­verja á alþjóðavett­vangi.

Fyr­ir rúmu ári flutti Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, ræðu í Rovaniemi í Finn­landi fyr­ir ráðherra­fund Norður­skauts­ráðsins og beindi orðum sín­um harka­lega að Kín­verj­um. Sagði að þeir væru ekki gjald­geng­ir í ríkja­hóp ráðsins og yrðu aldrei vegna hnatt­stöðu sinn­ar.

Danska ut­an­rík­is­mála­stofn­un­in gaf 8. júní út skýrslu um nýja aflvaka í ör­ygg­is­mál­um á norður­slóðum og er hún meðal ann­ars kynnt með þeim orðum að í Rovaniemi 6. maí 2019 hafi Mike Pom­peo ýtt til hliðar hefðbundn­um viðhorf­um um að norður­skauts­svæðið sé friðsam­legt svæði þar sem þjóðirn­ar haldi stór­velda­keppni utan dyra í þágu skoðana­skipta sín á milli – þess í stað blasi þar við bar­átta um hernaðarleg og efna­hags­leg áhrif og sókn eft­ir óunn­um nátt­úru­auðlind­um.

Hve lengi tekst með góðum rök­um að halda í þá ríkj­andi skoðun meðal nor­rænna ráðamanna að norður­slóðir séu lág­spennusvæði ræðst ekki síst af því hvernig haldið er á mál­um inn­an Norðskauts­ráðsins þar sem Íslend­ing­ar fara nú með for­mennsku. Hernaðarleg mál­efni eru ekki rædd í ráðinu en hitt er ljóst að í kjöl­far rann­sókna­skipa og flutn­inga­skipa koma fljót­lega her­skip þegar mikl­ir hags­mun­ir eru í húfi.

 

Ný sýn á GIUK-N-hliðið

Und­ir lok maí 2020 birt­ist á net­inu rit­gerð sem Re­becca Pincus, aðstoðarpró­fess­or við hug­veitu banda­ríska flot­ans inn­an Naval War Col­l­e­ge, ritaði í RUSI Journal í Bretlandi. Rit­gerðin heit­ir: Til nýrra norður­slóða – breytt strategísk landa­fræði í GIUK-hliðinu.

Banda­ríski flota­fræðing­ur­inn nálg­ast GIUK-hliðið úr nýrri átt og tek­ur mið af nýj­um aðstæðum með hliðsjón af vænt­an­legri nýt­ingu Norður-Íshafs og kapp­hlaupi stór­velda um yf­ir­ráð þar. Hún vill fram­veg­is kalla þetta GIUK-N-hliðið, óhjá­kvæmi­legt sé að tengja Nor­eg þess­ari mynd ásamt Græn­landi, Íslandi og Bretlandi.

Niðurstaða Pincus er að nú sé tíma­bært fyr­ir Banda­ríkja­menn og NATO að hefja und­ir­bún­ing að fram­sýnni flota- og varn­ar­stefnu sem taki mið af stór­aukn­um sigl­ing­um um­hverf­is Ísland. Kín­verj­ar eru nefnd­ir til sög­unn­ar. Minnt á aðferðina sem þeir hafi beitt til áhrifa á Suður-Kína­hafi og sagt að hún kunni að verða notuð gagn­vart ein­stök­um norður­slóðaríkj­um.

Cl­ing­enda­el, ut­an­rík­is­mála­stofn­un Hol­lands, sjálf­stæð hug­veita og fræðaset­ur um alþjóðamál, sendi 4. júní frá sér skýrsl­una: Norður­slóðastefna Kína á Íslandi og Græn­landi. Þar birt­ast viðhorf fræðimanna í gam­al­grónu ESB-landi.

Sjón­ar­hornið er ólíkt en ekki viðfangs­efnið: Kín­versk sókn inn á Norður-Atlants­haf vegna breyt­inga í norðri.