7.9.2024

Gerjun á innri markaðnum

Morgunblaðið, laugardagur, 7. september 2024.

Enrico Letta, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu og nú­ver­andi for­stjóri Jacqu­es Del­ors-stofn­un­ar­inn­ar, kynnti á fundi í Safna­hús­inu þriðju­dag­inn 3. sept­em­ber skýrslu sem hann skilaði yf­ir­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) í apríl 2024 um framtíð innri markaðar­ins í Evr­ópu, markaðar sem við Íslend­ing­ar njót­um með aðild okk­ar að evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES).

Í op­in­berri kynn­ingu á skýrsl­unni seg­ir að innri markaður­inn hafi orðið til á tíma þegar bæði ESB og heim­ur­inn hafi verið „minni“, ein­fald­ari og ósam­stæðari. Þá hafi marg­ir sem nú gegni lyk­il­hlut­verki á heimsvett­vangi ekki verið sýni­leg­ir á hon­um.

Frakk­inn Jacqu­es Del­ors, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB í þrjú tíma­bil frá 1985 til 1994, kynnti innri markað Evr­ópu árið 1985. Þá voru rík­in í Evr­ópu­banda­lag­inu (EB) aðeins 10 (27 núna) og stjórn­kerfið sem lagði grunn að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) ekki komið til sög­unn­ar. Þýska­land var klofið í tvö ríki og Berlín­ar­múr­inn stóð enn. Sov­ét­rík­in ógnuðu Evr­ópu með meðaldræg­um kjarna­vopn­um. Kín­verj­ar og Ind­verj­ar mynduðu sam­an­lagt minna en 5% af heims­bú­skapn­um og eng­inn hafði heyrt minnst á BRICS, það er ný­markaðsrík­in, svo ekki sé minnst á skipt­ingu heims­ins milli norðurs og suðurs sem end­ur­spegl­ar auðlegð þjóða og drottn­un­ar­sögu.

Þetta var á þeim tíma þegar Evr­ópa stóð jafn­fæt­is Banda­ríkj­un­um sem virk­ur þátt­tak­andi í heimsviðskipt­un­um.

Grunnþátt­ur í til­lög­um Del­ors var að styrkja jöfnuð milli þjóða sam­hliða því sem innri markaðnum var ýtt í vör. Enn þann dag í dag er það liður í aðild EFTA/​EES-ríkj­anna þriggja, Íslands, Liechten­steins og Nor­egs, að innri markaðnum að þau leggi fé af mörk­um í upp­bygg­ing­ar­sjóð til stuðnings ESB-ríkj­um. Inn­an ESB gegna slík­ir styrk­ir lyk­il­hlut­verki eins og til dæm­is má sjá á mann­virkja­gerð í nýj­um aðild­ar­lönd­um.

Processed-9E1F7F0C-5B5C-4D93-B286-BE668D991169Frá pallborðsumræðum. Þórir Guðmundsson, fundarstjóri og sérfræðingur á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og höfundur nýlegrar skýrslu um framtíð innri markaðarins, Line Eldring, formaður EES-nefndar norskra stjórnvalda, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, Sigríður Mogensen, formaður ráðgjafanefndar EFTA og sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, og Björn Bjarnason (mynd af vefsíðu stjórnarráðsins).

Enrico Letta rakti þessa for­sögu í ræðu sinni í Safna­hús­inu. Hann sagði að ýmis ríki hefðu ekki viljað sleppa hend­inni af ein­stök­um grein­um at­vinnu­lífs­ins. Nefndi hann þrjú svið: fjár­mál, orku­mál og fjar­skipta­mál þar sem skorti sam­einað evr­ópskt afl. Dreifð evr­ópsk fyr­ir­tæki mættu sín næsta lít­ils gegn ris­um í Banda­ríkj­un­um og Kína.

Þarna birt­ist skort­ur á sam­keppn­is­hæfni ESB. Yrði ekki gripið til gagnaðgerða staðnaði sam­bandið ásamt aðild­ar­ríkj­un­um. Í þessu efni er meðal ann­ars litið til meiri samruna evr­ópskra fyr­ir­tækja inn­an ramma nýrra sam­keppn­is­reglna. Þá vill Letta að fimmta frelsið bæt­ist við fjór­frelsið á innri markaðnum, það snúi að rann­sókn­um, ný­sköp­un og gögn­um (e. data).

Í umræðum um stöðu ESB og Evr­ópu á alþjóðavett­vangi er ekki leng­ur aðeins litið til Banda­ríkj­anna. Nú er Kína annað stærsta efna­hags­veldi heims og Ind­verj­ar, fjöl­menn­asta þjóð ver­ald­ar, sækja mjög í sig veðrið.

Í skýrslu Letta er Kína skil­greint sem keppi­naut­ur um völd og áhrif en Ind­land sem land tæki­færa þar sem stigið skuli gæti­lega til jarðar. Lögð er áhersla á að í sam­skipt­um við stjórn­völd þess­ara landa megi ESB ekki hverfa frá virðingu fyr­ir meg­in­gild­um sín­um: lýðræði, sjálf­bærni og fé­lags­leg­um jöfnuði. Sam­hliða skuli sam­keppn­is­hæfni sam­bands­ins auk­in með ný­sköp­un og sam­starfi við sam­stiga ríki í af­stöðu til grunn­gilda. Þótt viðhorf Ind­verja til þess­ara gilda sé annað en hjá ESB-þjóðum kunni báðum að þykja tví­hliða sam­starf æski­legt til að skapa mót­vægi við Kín­verja.

Inn í þessa stóru mynd teng­ist Ísland vegna aðild­ar að innri markaðnum og EES. Í skýrsl­unni seg­ir að laga verði innri markaðinn að breyt­ing­um á heims­mynd­inni frek­ar en að nota reglu­verk innri markaðar­ins sem mæli­stiku á hnatt­ræn­ar breyt­ing­ar. Stór­tæk­ar breyt­ing­ar á alþjóðavett­vangi á und­an­förn­um árum minni á nauðsyn þess að huga að þýðingu innri markaðar­ins út á við og tryggja að hann haldi gildi sínu í sí­breyti­leg­um heimi.

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, kynnti áhersl­ur sín­ar til næstu fimm ára þegar hún sótt­ist eft­ir end­ur­kjöri á ESB-þing­inu í júlí 2024. Hún var kjör­in og vinn­ur nú að því að raða fólki í nýja fram­kvæmda­stjórn. Í ræðunni sagði hún að fyrsta for­gangs­verk­efni sitt væri að tryggja hag­sæld og sam­keppn­is­hæfni. Hún sagði að til þess þyrfti að dýpka innri markaðinn á öll­um sviðum. Minnka yrði skýrslufarg­an, skriffinnsku og efla traust, betri fram­kvæmd og hraðari leyf­is­veit­ing­ar. Hún ætlaði að tryggja að ábyrgðarkeðjan væri skýr, ár­ang­ur næðist aldrei nema unnt væri að mæla hann. Sér­stak­lega yrði að bæta starfs­um­hverfi lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja og létta af þeim oki reglu­verks­ins. Án lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja væri eng­in Evr­ópa. Þau væru hjarta evr­ópsks efna­hags­lífs. Það yrði að hætta að vera með putt­ana í rekstri þeirra, skapa þeim meira traust og meiri hvatn­ingu.

Þessi orð eiga er­indi í kosn­ingaræðu hér á landi því hér bein­ist gagn­rýni á EES að íþyngj­andi reglu­verki á lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki, reglu­verki sem sé jafn­vel meira íþyngj­andi en aðild okk­ar að innri markaðnum krefst.

Enrico Letta vék að þess­ari þungu áherslu von der Leyen á innri markaðinn í ræðu sinni í Safna­hús­inu og sagði hana til marks um að skýrsla sín fengi braut­ar­gengi við úr­lausn mála í fram­kvæmda­stjórn ESB á næstu fimm árum.

Ekk­ert í skýrsl­unni er í raun fjar­lægt viðfangs­efni fyr­ir okk­ur hér, fjarri meg­in­straum­um á meg­in­landi álf­unn­ar. Þar er efniviður fyr­ir framtíðartengsl við ESB. Vegna aðild­ar að innri markaðnum ber okk­ur að skoða þessa strauma og virkja þá okk­ur til hags­bóta eða var­ast hætt­ur vegna þeirra.