29.10.2022

Frelsi í trúmálum og kjaramálum

Morgunblaðið, laugardagur, 29. október 2022

Fyrsta hluta 64. kirkjuþings þjóðkirkj­unn­ar lauk í vik­unni. Þar var meðal ann­ars samþykkt til­laga frá sr. Gísla Gunn­ars­syni, vígslu­bisk­upi á Hól­um, um að starfs­hóp­ur hugaði að bestu leiðum til að halda utan um skrán­ingu sókn­ar­barna í þjóðkirkj­una.

Í grein­ar­gerð til­lögu vígslu­bisk­ups­ins seg­ir að árið 2005 hafi 84,4% ís­lensku þjóðar­inn­ar verið skráð í þjóðkirkj­una, í árs­byrj­un 2015 voru það 73,6% og nú láti nærri að þetta hlut­fall sé um 60%.

Skrán­ing­in er í hönd­um þjóðskrár og birt­ir hún reglu­lega töl­ur um fjölda skráðra í þjóðkirkj­una. Eru þær gjarn­an túlkaðar á þann hátt að lækk­un hlut­falls­ins sé til marks um aukið trú­leysi meðal þjóðar­inn­ar.

Kirkjuthing-2022-Copy-1-Frá kirjuþingi 2022 (mynd:kirkjan.is)

Í umræðum á kirkjuþingi kom fram að skýr­ing­ar­inn­ar sé þó ekki endi­lega að leita í þessu held­ur til dæm­is í breyt­ing­um sem rekja megi til þess að um 60.000 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar séu skráðir með bú­setu hér á landi.

Þá ræður hér einnig kerf­is­breyt­ing við skrán­ingu. Áður gilti sú regla að barn var sjálf­krafa skráð í þjóðkirkj­una við skírn, væri móðir þess skráð í hana. Nú er þess kraf­ist að báðir for­eldr­ar séu í þjóðkirkj­unni til að um slíka skrán­ingu sé að ræða.

Í ræðum á kirkjuþingi kom fram að mörg­um for­eldr­um barna væri ókunn­ugt um þessa skrán­ing­ar­reglu. Þau vildu þó að barn sitt yrði í þjóðkirkj­unni en til þess þyrfti nú að senda sér­stakt er­indi með samþykki móður og föður til þjóðskrár og þar væri treyst á tölvu­bréf að lok­inni skírn.

Óháði söfnuður­inn er trú­fé­lag utan þjóðkirkj­unn­ar. Hann varð til árið 1950 vegna klofn­ings inn­an Frí­kirkj­unn­ar í Reykja­vík. Þegar sr. Pét­ur Þor­steins­son varð safnaðarprest­ur árið 1995 voru um 1.000 manns í söfnuðinum. Setti prest­ur sér það mark að hafa tvö­faldað fjöld­ann árið 2000 sem tókst og 1. maí 2022 var 3.171 skráður í söfnuðinn.

Á kirkjuþingi nú var meðal ann­ars bent á að sr. Pétri hefði tek­ist að fá þjóðskrá til að fall­ast á að taka á móti papp­írs-skrán­ingu í óháða söfnuðinn.

Vafa­laust yrðu betri heimt­ur við skrán­ingu við skírn í þjóðkirkj­una yrði gengið frá skjalfestri und­ir­rit­un for­eldra við skírn­ar­at­höfn­ina sjálfa.

Þess skal getið að 1. maí 2022 bar þjóðkirkj­an enn og aft­ur höfuð og herðar yfir öll 59 skráð trú- og lífs­skoðun­ar­fé­lög þjóðar­inn­ar. Í þjóðkirkj­una voru 228.466 skráðir, kaþólska kirkj­an er næst með 14.726. Í lífs­skoðun­ar­fé­lagið Siðmennt voru þá 4.820 skráðir.

Það er síður en svo ný­mæli að rætt sé á kirkjuþingi um leiðir til að styrkja þjóðkirkj­una með skrán­ingu sem flestra í hana. Hafa sér­fróðir unnið að at­hug­un leiða í þessu skyni. Fyr­ir kirkjuþingi 2015 lá skýrsla und­ir heit­inu: Nýliðun inn­an þjóðkirkj­unn­ar.

Þar var meðal ann­ars hvatt til auk­inn­ar fræðslu og fjöl­miðlun­ar ásamt því að æsku­lýðsstarf yrði aukið. Var í skýrsl­unni gert ráð fyr­ir að ár­lega í fimm ár yrði 30 millj­ón­um króna varið í þessu skyni.

Eft­ir að þing­inu lauk var blásið upp í fjöl­miðlum að þjóðkirkj­an ætlaði að verja 150 millj­ón­um króna til áróðurs fyr­ir sjálfa sig. Spurt var með þjósti hvort þess­um fjár­mun­um mætti virki­lega ekki verja til annarra hluta. Áætl­un­inni var aldrei hrundið í fram­kvæmd.

Nei­kvæðni og andróður set­ur því miður of mik­inn svip á umræður um þjóðkirkj­una og stund­um virðist hún næsta um­komu­laus sem stofn­un.

Nú, við upp­haf 64. kirkjuþings var Kristrún Heim­is­dótt­ir lög­fræðing­ur kjör­in fyrsti vara­for­seti þings­ins. Í til­efni af fram­boði sínu flutti hún kröft­uga ræðu til varn­ar þjóðkirkj­unni sem hún taldi á stjórn­lausu und­an­haldi. Hún sagðist vilja nota sína rödd og krafta „til þess að berj­ast gegn þessu und­an­haldi“.

Her­hvöt­in varð leiðara­höf­undi Frétta­blaðsins, Garðari Erni Úlfars­syni, til­efni ádrepu í garð Kristrún­ar. Leiðara­höf­und­in­um virt­ist brugðið við að kröft­ug­lega væri var­ist fyr­ir þjóðkirkj­una. Hann gekk svo langt í ófræg­ingu sinni að gefa til kynna að Kristrún bryti gegn ní­unda boðorðinu og bæri ljúg­vitni gegn ná­unga sín­um.

Þetta er dæmi­gerð til­raun til að kæfa umræður á ómak­leg­an hátt. Sjálf­stæði þjóðkirkj­unn­ar frá rík­is­vald­inu kall­ar á að for­ystu­menn henn­ar hugi skipu­lega að stöðu henn­ar í sam­fé­lag­inu.

Fé­laga­frelsi rík­ir í trú­mál­um og þrátt fyr­ir að lífs­skoðun­ar­fé­lög séu fá­menn hafa þau náð ótrú­leg­um ár­angri við að reka fleyg á milli kirkju og skóla, þess­ara alda­gömlu tví­einu stoða þjóðmenn­ing­ar­inn­ar. Sann­ar það mátt frels­is­ins.

Í nafni mann­rétt­inda vill eng­inn að trúfrelsi verði af­numið. Það er líka í and­stöðu við stjórn­ar­skrána að skylda alla til að skrá sig í trú­fé­lög. Mælt er fyr­ir um fé­laga­frelsi stjórn­ar­skránni.

Sé minnt á stjórn­ar­skrár­varið frelsið til að standa utan verka­lýðsfé­laga hrópa tals­menn óbreytts ástands að vegið sé að meg­in­stoð sam­fé­lags­ins.

Í Sviss býr ein auðug­asta þjóð heims. Þar eru um 20% launa­manna í verka­lýðsfé­lög­um, eitt lægsta hlut­fall í Evr­ópu. Frá því í krepp­unni miklu í upp­hafi fjórða ára­tug­ar­ins, skömmu áður en nú­gild­andi lög um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur voru sett hér (1938), hafa sviss­nesk verka­lýðsfé­lög mælt gegn verk­föll­um og launa­deil­ur eru al­mennt leyst­ar með gerðardómi.

Í ný­legri álykt­un verka­lýðsfé­lags vegna frum­varps þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins um fé­laga­frelsi á vinnu­markaði var talið forkast­an­legt að stétt­ar­fé­lög ættu að stunda „fé­lags­manna­veiðar“. For­ystu­menn fé­lag­anna þyrftu með öðrum orðum að leggja á sig að fá fólk til að ganga í viðkom­andi fé­lag.

Vert er að íhuga mun­inn á þess­ari kröfu­hörku og mál­efna­legri virðingu fyr­ir grunn­regl­um sam­fé­lags­ins á kirkjuþingi.