30.12.2023

Fortíð liðin – framtíð óráðin

Morgunblaðið, laugardagur, 30. desember 2023

Fyrsti mánuður árs­ins ber heitið janú­ar eft­ir tví­höfða Jan­usi, guði upp­hafs, umbreyt­inga og enda hjá Róm­verj­um. Jan­us var guð dyra og hliða. Ára­mót­in eru stund­in sem við kveðjum eitt ár og hefj­um göngu inn í annað.

Janus-2080at1x

Árs­ins 2023 verður ör­ugg­lega minnst vegna bylt­ing­ar­inn­ar sem varð þegar gervi­greind varð að al­menn­ingseign.

Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, flutti ræðu á danska þing­inu í maí 2023. Þegar hún hafði lesið nokkr­ar setn­ing­ar sagði hún: Þetta sem ég hef nú lesið er ekki skrifað af mér. Raun­ar ekki held­ur af neinni ann­arri mann­eskju. Höf­und­ur­inn er gervi­greind. Chat­G­PT.

Um jól­in sagði danski álits­gjaf­inn Hans Eng­ell, fyrrv. ráðherra og rit­stjóri, þessi orð minn­is­stæðasta at­vik árs­ins í dönsk­um stjórn­mál­um. Að eng­an grunaði að gervi­greind ætti text­ann sem ráðherr­ann las hefði opnað augu sín fyr­ir að eitt­hvað stór­merki­legt væri að ger­ast. Við hefðum hafið veg­ferð sem myndi breyta heimi okk­ar.

Lít­il at­vik bregða oft ljósi á mikl­ar breyt­ing­ar. All­ir sem vinna við texta­gerð á nettengda tölvu geta sett sig í spor danska for­sæt­is­ráðherr­ans. Hjálp­ar­kokk­un­um í heimi gervi­greind­ar­inn­ar fjölg­ar jafnt og þétt og þeir verða sí­fellt öfl­ugri á öll­um sviðum.

Sam­hliða því sem hlut­ur gervi­greind­ar­inn­ar vex í dag­legu lífi okk­ar verða sett­ar regl­ur um notk­un henn­ar til að tryggja virðingu fyr­ir grund­vall­ar­rétt­ind­um og siðferði. Grunn­ur regln­anna hef­ur þegar verið lagður á vett­vangi ESB. Inn­leiðing þeirra hér og ann­ars staðar verður viðfangs­efni næstu ára.

Ísland er ekki leng­ur eina nor­ræna ríkið með tví­hliða varn­ar­samn­ing við Banda­rík­in. Samn­ing­ur okk­ar var gerður í maí 1951. Það var þó ekki fyrr en að loknu köldu stríði 70 árum síðar, í apríl 2021, sem Norðmenn samn­ings­bundu varn­ar­sam­starf sitt tví­hliða við Banda­ríkja­menn. Nú í des­em­ber 2023 hafa Sví­ar, Finn­ar og Dan­ir gert tví­hliða varn­ar­samn­inga við Banda­rík­in. Þetta ger­ist sama árið og ákveðið er að inn­an her­stjórna­kerf­is NATO fær­ist nor­rænu rík­in öll und­ir sam­eig­in­lega her­stjórn NATO í Nor­folk í Banda­ríkj­un­um. Áður féll Kefla­vík­ur­stöðin ein und­ir Nor­folk í þessu kerfi. Nor­ræna teng­ing­in núna er sögu­leg.

Eng­ar stór­ar ákv­arðanir í þessa veru eru tekn­ar nema fyr­ir liggi grein­ing á vax­andi ógn. Það er brýnt að huga vel að ís­lensk­um varn­ar­hags­mun­um á þess­um miklu breyt­inga­tím­um. Rök­in verða sí­fellt þyngri og skýr­ari fyr­ir því að inn­lend­ir aðilar gæti hernaðarlegs ör­ygg­is.

Umræður um öfl­ugri varn­ir fylgja okk­ur inn í nýtt ár. Land­helg­is­gæsla Íslands legg­ur mikið af mörk­um við dag­leg­an rekst­ur ör­ygg­is­svæðis­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli og rat­sjár­kerf­is­ins. Nú þegar Banda­ríkja­her hef­ur samn­ings­bund­inn aðgang að fjölda flug­her­stöðva, hafna og landsvæða hvarvetna á Norður­lönd­un­um er óhjá­kvæmi­legt að skil­greina Kefla­vík­ur­stöðina og hlut­verk henn­ar í sam­ræmi við breytt­ar aðstæður. Hlut­ur Íslands er ann­ar en áður.

Heims­friður hang­ir á bláþræði. Bar­ist er í Úkraínu og fyr­ir botni Miðjar­hafs. Þúsund­ir falla og eyðilegg­ing­in er gíf­ur­leg. Á hvor­ug­um staðnum eru lík­ur á um­sömd­um friði þótt draga kunni úr hernaði.

Til að sporna gegn árás­um Rússa á önn­ur Evr­ópu­lönd hef­ur aðild­ar­ríkj­um NATO fjölgað og varn­ir verið efld­ar und­ir merkj­um banda­lags­ins.

Eng­inn sam­bæri­leg­ur varn­ar­viðbúnaður er ann­ars staðar í heim­in­um. Her­skip margra þjóða hafa hins veg­ar verið kölluð á vett­vang und­an­farna daga til að gæta ör­ygg­is á sigl­inga­leiðum um Rauðahaf og þar fyr­ir aust­an vegna árása að und­ir­lagi Írana, höfuðand­stæðinga Ísra­ela og Banda­ríkja­manna, á skip á þess­um slóðum.

Enn aust­ar hafa kín­versk stjórn­völd í heit­ing­um með áform um að leggja und­ir sig Taív­an. Hætta er á að þar verði þriðja ófriðarbálið kveikt. Þá yrði heims­friður­inn end­an­lega rof­inn.

Á tæp­um átta­tíu árum frá því að lýðveldið var stofnað hafa ell­efu sinn­um verið myndaðar þriggja flokka rík­is­stjórn­ir. Eng­inn þeirra, fyr­ir utan þá sem nú sit­ur, hef­ur verið heilt kjör­tíma­bil við völd. Átta hafa setið skem­ur en þrjú ár, tvær í rúm þrjú ár þar til stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur kom til sög­unn­ar. Hún hef­ur nú setið í rúm sex ár.

Þess­ar töl­ur segja ekk­ert um hve lengi nú­ver­andi rík­is­stjórn sit­ur. Þær sýna hins veg­ar tvennt. For­ystu­mönn­um stjórn­ar­flokk­anna hef­ur tek­ist ein­stak­lega vel að jafna ágrein­ing sín á milli, hafi hann risið. Í stjórn­ar­and­stöðu sitja smá­flokk­ar sem mega sín lít­ils hver um sig og ekk­ert sam­ein­ar þá.

Þegar við opn­um dyr nýja árs­ins blas­ir við óvissa vegna gervi­greind­ar, hernaðar og álags á stjórn­mála­kerfi sem hef­ur til þessa ekki þolað þriggja flokka stjórn­ir til lengd­ar.

Þetta eru allt atriði þar sem hug­ur og hönd manns­ins ráða úr­slit­um og eng­inn veit samt hvernig fer.

Óviss­an er ekki síður mik­il þegar kem­ur að nátt­úru­öfl­un­um. Við högg­um ekki við nátt­úru­lög­mál­un­um þótt okk­ur sé tal­in trú um að við get­um ákveðið hita­stig jarðar með alþjóðasamþykkt­um.

Frétt­ir um landris, jarðskjálfta og eld­gos á Reykja­nesi sýna hvað við vit­um lítið um duttl­unga jarðar­inn­ar und­ir fót­um okk­ar. Við vit­um þó að all­ur er var­inn góður eins og Grind­vík­ing­ar hafa fengið að sann­reyna. Megi nýja árið opna þeim heima­slóðir sem allra fyrst.

Til að halda hug­ar­ró og tak­ast kvíðalaust á við það sem framtíðin ber í skauti sér er mik­il­vægt að viður­kenna að fortíðin sé liðin og henni verði ekki breytt og spenn­andi framtíðin sé óráðin og geymi því tæki­færi til góðs og ills. Ég óska þess að besti kost­ur­inn falli okk­ur hverju og einu í skaut!