4.9.2021

Flokkafjöldi magnar óvissu

Morgunblaðið, laugardag 4. september 2021

Spár um mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar eru erfiðar vegna flokka­fjöld­ans. Fækki kjós­end­ur flokk­um minnk­ar óviss­an.

Að spá í hvaða flokk­ar myndi stjórn að lokn­um kosn­ing­um er jafn­an spenn­andi enda er kosn­inga­kerfið þannig að mjög ólík­legt er að einn flokk­ur nái meiri­hluta á þingi. Hlut­falls­kosn­ing­ar knýja flokka til að stilla sam­an strengi að þeim lokn­um þótt þá greini á um mál­efni í kosn­inga­bar­átt­unni.

Ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um eru blá­ar og rauðar blokk­ir, flokka­banda­lög hægra eða vinstra meg­in við miðju um stjórn­ar­mynd­un, hljóti blokk­in til þess nægi­legt fylgi kjós­enda. Hér eru lín­ur ekki eins skýr­ar.

Á viðreisn­ar­ár­un­um (1959-1971) lá þó ljóst fyr­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur og Alþýðuflokk­ur mundu starfa sam­an að kosn­ing­um lokn­um, fengju þeir til þess fylgi. Í kosn­ing­um 1999 og 2003 lá í loft­inu að eft­ir þær myndu Sjálf­stæðis­flokk­ur og Fram­sókn­ar­flokk­ur starfa sam­an í rík­is­stjórn hefðu þeir þingstyrk til þess.

Kosningar_5Stund­um eru óyf­ir­stíg­an­leg­ir múr­ar á milli flokka. Ut­an­rík­is- og ör­ygg­is­mál úti­lokuðu lengi sam­starf milli Sjálf­stæðis­flokks og Alþýðubanda­lags. Eft­ir und­ir­skrifta­söfn­un Var­ins lands fyrri hluta árs 1974 breytti Alþýðubanda­lagið hins veg­ar um stefnu í varn­ar­mál­um. Brott­far­ar varn­ar­liðsins var ekki leng­ur kraf­ist við gerð stjórn­arsátt­mála eins og sannaðist þegar fram­sókn­ar­maður­inn Ólaf­ur Jó­hann­es­son myndaði þriggja flokka vinstri stjórn árið 1978.

Ný afstaða Alþýðubanda­lags­ins til ör­ygg­is­mála varð til þess að hug­mynd­inni um „sögu­leg­ar sætt­ir“ með stjórn sjálf­stæðismanna og alþýðubanda­lags­manna var hreyft í Morg­un­blaðsgrein­um okk­ar Styrmis Gunn­ars­son­ar um ára­mót­in 1979/​1980.

Síðan kom það svo flatt upp á okk­ur að Gunn­ar Thorodd­sen sagði skilið við þing­flokk sjálf­stæðismanna og myndaði stjórn með Alþýðubanda­lagi og Fram­sókn­ar­flokki í fe­brú­ar 1980. Til máls­bóta fyr­ir stjórn­ina nefndi hann meðal ann­ars að í blaðagrein­um hefði verið gefið grænt ljós á sam­starf við alþýðubanda­lags­menn.

Fyrsta „hreina vinstri stjórn­in“, það er stjórn Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna (VG) und­ir for­sæti Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, Sam­fylk­ingu, sat meira af vilja en mætti í heilt kjör­tíma­bil, 2009-2013. Stjórn­ar­flokk­arn­ir guldu af­hroð í lok kjör­tíma­bils­ins.

Sam­fylk­ing­in hef­ur síðan ekki borið sitt barr. Nú hall­ar hún sér að Pír­öt­um og kepp­ir um fylgi til vinstri við Sósí­al­ista­flokk­inn. Logi Ein­ars­son flokks­formaður hafn­ar stjórn­ar­sam­starfi við Sjálf­stæðis­flokk­inn. Sam­fylk­ing­in hef­ur aðeins einu sinni frá stofn­un árið 2000 staðið í heilt kjör­tíma­bil að baki rík­is­stjórn. Allt yf­ir­bragð flokks­ins ber merki reynslu- og aga­leys­is.

Und­ir for­ystu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur náði VG að festa sig í sessi sem ábyrg­ur stjórn­mála­flokk­ur. Katrín er fyrsti for­sæt­is­ráðherr­ann sem leiðir þriggja flokka stjórn í heilt kjör­tíma­bil. Þetta er ekki áreynslu­laust fyr­ir for­sæt­is­ráðherr­ann og flokk henn­ar. Tveir þing­menn VG helt­ust úr lest­inni á kjör­tíma­bil­inu. Ann­ar fór til Pírata og hinn til Sam­fylk­ing­ar. Þing­menn þurfa út­hald til að þola staðfest­una sem felst í stuðningi við sömu rík­is­stjórn í fjög­ur ár.

Vegna fjölg­un­ar þing­flokka eft­ir kosn­ing­ar 2017 var erfiðara en ella að mynda starf­hæfa rík­is­stjórn. Sam­starf þriggja flokka eða fleiri þurfti til að stjórna land­inu. Ábyrg­ir stjórn­mála­menn VG, Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks tóku hönd­um sam­an og gengu til sam­starfs í stjórn sem hef­ur stýrt þjóðarskút­unni í ofviðri og siglt henni á eins kyrr­um sjó og unnt er í heims­far­aldri.

Hag­stofa Íslands seg­ir að sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um fyr­ir 2020 hafi lands­fram­leiðsla árs­ins numið 2.941 millj­arði króna og dreg­ist sam­an að raun­gildi um 6,5% frá ár­inu 2019. Til sam­an­b­urðar er þess getið að sam­drátt­ur­inn varð mest­ur árið 2009 þegar hann nam 7,7%. Þegar síld­in hvarf af Íslands­miðum dróst lands­fram­leiðslan sam­an um 5,5% árið 1968.

Ekk­ert sam­bæri­legt upp­nám hef­ur orðið í stjórn lands­ins vegna kór­ónu­veirunn­ar og varð á ár­un­um 2009 til 2013 þegar „hreina vinstri­stjórn­in“ háði brösótta glímu við efna­hags­sam­drátt­inn. Með neyðarlög­um og samn­ing­um við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn frá haust­inu 2008 hafði hún þó góð tæki í hönd­un­um. Höfuðat­hygli stjórn­ar­for­yst­unn­ar beind­ist raun­ar að gælu­verk­efn­um henn­ar: upp­broti á stjórn­ar­skránni; aðild að ESB og aðför að kvóta­kerf­inu. Öll runnu verk­efn­in út í sand­inn.

Stjórn­mála­flokk­ar tak­ast enn á um þessi mál. ESB-aðild er jaðar­mál með stuðningi Sam­fylk­ing­ar og Viðreisn­ar sem legg­ur mikla áherslu á sér­hags­muni and­stæðinga krón­unn­ar. „Nýja stjórn­ar­skrá­in“ frá 2011 sem hafnað var af alþingi fyr­ir kosn­ing­ar 2013 lif­ir sem sam­eig­in­legt jaðar­mál Pírata og Sam­fylk­ing­ar og nýt­ur samúðar Viðreisn­ar.

Til að blekkja kjós­end­ur kynn­ir formaður Viðreisn­ar þessa jaðar­póli­tík sem miðju­stefnu við lít­inn fögnuð for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins sem seg­ir enga „miðju­flokka­stjórn“ verða til án sín.

Í stíl Gróu á Leiti er látið í veðri vaka að það sé „á allra vitorði“ að nú­ver­andi stjórn­ar­flokk­ar séu „í óform­legu kosn­inga­banda­lagi“. Með nei­kvæðri af­stöðu til þess býður stjórn­ar­andstaðan sex flokka rík­is­stjórn að fyr­ir­mynd úr ráðhúsi Reykja­vík­ur. Þar er stjórn­leysið slíkt að hvorki er staðið rétt að útboðum né fram­kvæmd­um í þágu grunn­skóla­barna svo að ekki sé minnst á fjár­mála­stjórn­ina.

Sé ekk­ert hald­bær­ara að hafa gegn rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um en að þeir kunni að starfa áfram sam­an að kosn­ing­um lokn­um er mál­efna­fá­tækt­in mik­il.

Valdið er kjós­enda. Vilji þeir þenn­an flokka­fjölda á þingi, verður hann og mik­il óvissa um stjórn­ar­mynd­un.