17.11.2020

Flókið borgríki

Borgríkið – Reykjavík sem framtíð þjóðar **½- þriðjudag 17. nóvember 2020

Bækur - Stjórnmál

Borgríkið – Reykjavík sem framtíð þjóðar **½--

Eft­ir Magnús Skjöld. Útgef­andi: Há­skól­inn á Bif­röst, 2020. Kilja, 176 bls.
Ekki er auðvelt að átta sig til fulls á hvað fyr­ir höf­undi Borg­rík­is­ins , Magnúsi Skjöld, dós­ent við Há­skól­ann á Bif­röst, vak­ir. Ætlar hann að fræða les­and­ann um Reykja­vík eða er Reykja­vík sam­tím­ans framtíðin sem blas­ir við ís­lenska þjóðrík­inu? Und­ir bókarlok seg­ir höf­und­ur: „Í þess­ari bók hef­ur verið farið býsna vítt yfir sviðið en sjaldn­ast mjög djúpt.“ (s.152.) Und­ir þetta skal tekið. Text­inn hefði vel þolað öfl­ugri rit­stjórn.

Í inn­gangi seg­ir Magnús sér­stak­an til­gang sinn að líta til þess hvernig Reykja­vík hafi breyst með auk­inni fjöl­menn­ingu og „aðflutn­ingi fólks er­lend­is frá“. Hann mæl­ir með þróun í þá átt og tel­ur að borg­ar­yf­ir­völd ættu að taka bet­ur á móti út­lend­ing­um.

Fjallað er um gildi há­skóla fyr­ir borg­ir og þróun þeirra og sagt: „Eitt af því sem ætti að vera þokka­lega inn­an seil­ing­ar til efl­ing­ar Reykja­vík­ur sem há­skóla­borg­ar væri að Há­skóli Íslands tæki upp á því að stór­auka fram­boð sitt á námi á ensku, en eins og staðan er nú hef­ur hann staðið sig af­leit­lega í því og hef­ur alþjóðleg­um náms­mönn­um (skipt­inem­ar meðtald­ir) aðeins fjölgað um 64% það sem af er 21. öld­inni...“. (s. 37.)

Í huga höf­und­ar er Reykja­vík „allt borg­ar­svæði Reykja­vík­ur, eða í það minnsta öll sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu“. Magnús bend­ir á að árið 1990 bjuggu 92% Íslend­inga í þétt­býli og seg­ir hann það eitt hæsta hlut­fall í heim­in­um. Þar af hafi um 70% íbú­anna búið á höfuðborg­ar­svæðinu eða inn­an við 100 km frá miðbæ Reykja­vík­ur. (s. 26.)

Þessi skil­grein­ing á höfuðborg­ar­svæðinu kem­ur á óvart. Al­mennt er litið þannig á að það nái til sjö sveit­ar­fé­laga sem eru 1.007 fer­kíló­metr­ar, aðeins um 1% af flat­ar­máli lands­ins. Íbúar á þessu litla svæði eru um 220.000 eða um 64% þjóðar­inn­ar.

Magnús lít­ur hins veg­ar á höfuðborg­ar­svæði sem nær rétt aust­ur fyr­ir Hvolsvöll, yfir Reykja­nes, næst­um að Snæ­fells­jökli og Stykk­is­hólmi, norður fyr­ir Bif­röst og aust­ur fyr­ir Geysi.

Ann­ars staðar seg­ir: „Íslenska þjóðin hef­ur hins veg­ar þá sér­stöðu miðað við flest­ar aðrar, sem hafa yfir að ráða jafn víðfeðmu landi, að vera nán­ast öll bú­sett í þétt­býli, eða um 94% Íslend­inga, lang­flest­ir á höfuðborg­ar­svæðinu. Þetta set­ur Íslend­inga yfir þær þjóðir þar sem hvað hæst hlut­fall íbú­anna býr í borg.“ (s.32.)

Því miður eru eng­in kort birt í bók­inni til að auðvelda les­and­an­um að átta sig í sjón­hend­ingu á svæðinu sem er í raun til umræðu.

IMG_2003_1605781571978Vilji les­and­inn kynn­ast grein­ingu á grunnþátt­um í stjórn­kerfi eða fjár­mál­um Reykja­vík­ur­borg­ar verður hann að leita annað en í þessa bók. Í henni er skautað hratt yfir og staldrað við mál á yf­ir­borðinu í anda þess meiri­hluta sem stjórn­ar borg­inni um þess­ar mund­ir. Reykja­vík verður tákn fyr­ir nýj­an lífs­stíl – til dæm­is bíl­laus­an. Að vilja flug­völl í Vatns­mýr­inni er sagt gam­aldags. Má kenna viðhorf höf­und­ar við 101 til ein­föld­un­ar.

Mik­il­vægt er fyr­ir okk­ur sem þjóð að hér sé öfl­ugt þétt­býli og borg sem býður kosti borg­ar­lífs og held­ur aft­ur af þeim sem ann­ars mundu finna kröft­um sín­um viðnám er­lend­is. Mestu skipt­ir að sköpuð séu starfs­skil­yrði til að borg­ar­lífið styrki sam­keppn­is­stöðu þjóðar­inn­ar. Þar þarf meira til en bíl­lausa miðborg eða borg­ar­línu, menn­ing­arnótt eða Gay Pri­de. Höf­undi finnst mestu skipta að með al­menn­ings­sam­göng­um sé sigr­ast á duttl­ung­um veðurfars­ins til „að draga úr notk­un einka­bíls­ins sem kalla má dýr­ustu úlpu í heimi“. Þetta sé „eitt lyk­ilviðfangs­efni sveit­ar­stjórna á höfuðborg­ar­svæðinu á sviði skipu­lags­mála og veg­ferðar til auk­inn­ar sjálf­bærni“. (s. 150.)

Höf­und­ur seg­ir að nú ríki klofn­ing­ur um „Ísland sem fyr­ir­bæri“ það teng­ist „vissu­lega vexti Reykja­vík­ur og borg­ar­væðing­unni“. Þenn­an klofn­ing megi einnig sjá í Evr­ópu og Am­er­íku þar sem átök séu milli „frjáls­lyndra“ alþjóðasinnaðra borg­ara­legra sjón­ar­miða sem hér teng­ist fjöl­menn­ingu, ESB-aðild og að ein­hverju leyti vinstri póli­tík og þjóðern­is­sinnaðra, íhalds­samra sjón­ar­miða gegn Evr­ópu­samruna. Hér birt­ist þessi „menn­ingar­átök“ í umræðu um byggðamál, inn­flytj­enda­mál, jafn­rétt­is­mál, um­hverf­is­mál, hval­veiðar, Evr­ópu­mál, sam­göngu­mál og at­vinnu­mál.

Hefði verið fróðlegt að sjá höf­und greina ástæður fyr­ir ólík­um viðhorf­um til of­an­greindra mála hjá meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ann­ars veg­ar og hjá stjórn­end­um annarra sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu hins veg­ar hvort sem svæðið er skil­greint á víðtæk­an hátt höf­und­ar eða á hefðbund­inn hátt og litið til 1.007 fer­kíló­metra svæðis­ins.

Reyk­vík­ing­ar sitja uppi með vanda vegna óvild­ar meiri­hlut­ans í ráðhús­inu í garð fjöl­skyldu­bíls­ins, vegna um­ferðarbanns í mannauðri miðborg, vegna glanna­skap­ar í fjár­mál­um og sýnd­ar­hyggju í stjórn­mál­um. Hug­mynd höf­und­ar um að Reykja­vík und­ir vinstri stjórn vísi veg­inn um framtíð þjóðar er ekki uppörv­andi.