30.6.2021

Fjölþáttógnir og netvarnir

Norðurlandaráð – fjarfundur 30. 06. 21

Þegar rætt er um netógnir og varnir gegn þeim ber að hafa hugfast að árásir eru jafnan gerðar á þann veg að helst sé ógerlegt að finna árásaraðilann.

Þá er þess jafnframt gætt að árásin sé ekki svo gróf að viðbrögðin verði opinber og harkaleg. Þetta hefur síður en svo alltaf tekist.

Innan hvers ríkis verður að virkja alla stjórnsýslu þess til að ná árangri í baráttu gegn fjölþátta- og netógnum.

Stofnanir sem hafa ekki endilega unnið mikið saman verða að stilla saman strengi við nýjar, hættulegar aðstæður.

Hr-16-800x426Netheimurinn er þess eðlis að gögnin eru hjá hinu opinbera en búnaðurinn framleiddur af einkaaðilum. Vörn gagna og tækja er því sameiginlegt verkefni sem krefst nýrra aðferða og úrræða.

Samhliða því sem við norrænar netvarnir sé litið inn á við í hverju ríki, gefur náið fimm-ríkja samstarf á þessu sviði aukið öryggi og skapar ný tækifæri til varna út á við.

Í því felst mikil hætta ef stórveldi á sviði fjölþátta ógna tekst að einangra vinalausa smáþjóð í netheimum. Nauðung kynni að skapa hættuástand fyrir friðsama nágranna. Að geta treyst á samstöðu nágrannaþjóða eykur fælingarmátt netvarna; að sæta gagnrýni fimm þjóða í stað einnar hefur áhrif.

Séu Norðurlöndin samstiga vegur það þungt út á við. Árás á eitt þeirra eða þau öll er auðvelt að skýra sem aðför að lýðræðislegum stjórnarháttum. Til varna af því tagi verður ekki gripið á markvissan hátt nema þær hafi verið ítarlega ræddar milli stjórnvalda og stjórnmálamanna.

Þess vegna er mikils virði að Norðurlandaráð taki þetta mál á dagskrá sína og sendi frá sér skýr pólitísk skilaboð og kröfu um sameiginleg, markviss viðbrögð gegn fjölþáttaógnum og netárásum.