1.10.2022

Fjölþátta stríð á Eystrasalti

Morgunblaðið, laugardagur 1. október 2022.

Gas­leiðslurn­ar Nord Stream 1 og Nord Stream 2 voru lagðar á botn Eystra­salts til að flytja gas frá Rússlandi til Vest­ur-Evr­ópu. Hvor leiðsla er tvö rör, sam­tals fjög­ur rör í báðum leiðslum. Vitað er að nú leka þrjú rör.

Annað rörið í Nord Stream 2 gas­leiðslunni fyr­ir suðaust­an Borg­und­ar­hólm var eyðilagt með sprengju (1,9 stig) klukk­an 02.03 aðfaranótt mánu­dags 26. sept­em­ber 2022. Klukk­an 19.04 sama mánu­dag urðu tvær spreng­ing­ar (2,3 stig) og eyðilögðust bæði rör Nord Stream 1 fyr­ir norðaust­an Borg­und­ar­hólm.

Frá þessu var sagt þriðju­dag­inn 27. sept­em­ber en fimmtu­dag­inn 29. sept­em­ber skýrðu sænsk yf­ir­völd frá fjórða lek­an­um, hann væri einnig á Nord Stream 1. Það er því heilt rör á Nord Stream 2. Eng­inn veit hvenær verður unnt að stöðva lek­ann eða hvort gert verður við rör­in.

Rör­in eru á 70 til 90 m dýpi, um 12 cm þykk, úr stáli og steypu. Göt á þeim geta ekki mynd­ast fyr­ir slysni, til dæm­is vegna þess að skip­sakk­eri lendi á þeim. Sér­fræðing­ar benda á ýms­ar leiðir til að sprengja þau. Til dæm­is megi nota flutn­inga­skip sem sendi frá sér lít­inn kaf­bát að rör­un­um með sprengju.

Báðar leiðslurn­ar voru full­ar af gasi. Hvor­ug þeirra var opin.

Sweden_Europe_Pipelines_16639.jpg-8ea4f-1226x0-c-defaultMyndin er tekin 27. september og sýnir flekkinn sem myndaðist á yfirborði sjávar vegna gaslekans.

Sama dag og frétt­ir af lek­an­um bár­ust var hátíðleg at­höfn í Stett­in í Póllandi með þátt­töku ráðherra frá Nor­egi, Dan­mörku og Póllandi til að fagna gas­flutn­ingi með leiðslunni Baltic Pipe frá Nor­egi um Dan­mörku til Pól­lands: Pól­verj­ar eru ekki leng­ur háðir rúss­nesku gasi.

Frá upp­hafi stríðsaðgerða Vla­dimírs Pút­ins í Úkraínu var ljóst að hann mundi beita orku­vopn­inu utan Úkraínu til að knýja evr­ópska ráðamenn til að halda aft­ur af stuðningi við stjórn­ina í Kíev og her henn­ar. Áhrifa­mesti þrýst­ing­ur­inn í lýðræðis­ríkj­um kæmi frá heima­fólki sem sætti sig ekki við of­ur­verð og orku­skort í vetr­arkuld­um.

Rík­is­stjórn­ir Norður­land­anna hafa und­an­far­in ár sam­ræmt viðbrögð sín við fjölþátta (e. hybrid) at­vik­um. Samstaða þeirra birt­ist glöggt strax og frétt­ir skýrðust og fyr­ir lá hvað gerst hafði við Svíþjóð og Dan­mörku.

Hvorki Magda­lena And­ers­son, frá­far­andi for­sæt­is­ráðherra Svía, né Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dana, drógu í efa að unnið hefði verið skemmd­ar­verk í efna­hagslög­sögu landa þeirra. Und­ir það var tekið í höfuðborg­um ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um.

Að kvöldi miðviku­dags 28. sept­em­ber efndu fjór­ir finnsk­ir ráðherr­ar til blaðamanna­fund­ar und­ir for­ystu Sönnu Mar­in for­sæt­is­ráðherra sem sagði lek­ana valda „gíf­ur­leg­um áhyggj­um“. Þar væri um ásetn­ings­verk að ræða sem kynni að vera þátt­ur í „stærri fyr­ir­ætl­un­um um að grafa und­an evr­ópsku ör­yggi“. Finnski varn­ar­málaráðherr­ann tók af skarið um að þetta væri skemmd­ar­verk sem yrði rætt á vett­vangi NATO.

Að morgni fimmtu­dags 29. sept­em­ber sendu fasta­full­trú­ar NATO-ríkj­anna í Brus­sel frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem lýst er mikl­um áhyggj­um vegna tjóns­ins á gas­leiðsl­un­um tveim­ur á alþjóðlegu hafsvæði í Eystra­salti. Allt bendi til að um sé að ræða „mark­visst, ófyr­ir­leitið og ábyrgðarlaust skemmd­ar­verk“. Hætta steðji að sigl­ing­um og um­tals­vert um­hverf­istjón hafi orðið. Lýst er stuðningi við rann­sókn­ir til að upp­lýsa málið. Þá seg­ir:

„Við höf­um sem banda­menn skuld­bund­ist til að vera við því bún­ir að setja skorður við og verj­ast, sé beitt þving­un­ar­ráðum í krafti orku eða með öðrum fjölþátta aðferðum af hálfu ríkja eða annarra gerenda. Sér­hverri mark­vissri árás á mik­il­væga innviði banda­lags­rík­is verður svarað ein­huga og ákveðið.“

Þenn­an sama fimmtu­dags­morg­un sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra á alþingi að skemmd­ar­verkið á gas­leiðsl­un­um færði „ógn­ina mjög nærri okk­ur“. Rík­is­stjórn­in mundi „bregðast við í sam­ræmi við þau gögn“ sem hún fengi frá ná­granna­ríkj­um okk­ar. Þá drægju „at­b­urðirn­ir á Eystra­salti“ fram mik­il­vægi nor­ræns sam­starfs og varn­ar- og ör­ygg­is­mála­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar sem nor­rænu for­sæt­is­ráðherr­arn­ir sendu frá sér 15. ág­úst 2022. Und­an­farið hefðu ís­lensk stjórn­völd aukið þátt­töku sína „í sam­eig­in­leg­um aðgerðum á vett­vangi Atlants­hafs­banda­lags­ins“. Öll þátt­taka okk­ar væri hins veg­ar á borg­ara­leg­um for­send­um.

Í Nor­egi bein­ir skemmd­ar­verkið at­hygli að því að und­an­farið ár hef­ur ým­is­legt dul­ar­fullt gerst und­an strönd­um lands­ins, liður í fjölþátta stríði, átök­um á gráu svæði milli stríðs og ekki-stríðs, eins og það er stund­um orðað, þegar um er að ræða blöndu af hefðbundn­um hernaðaraðgerðum og öðrum aðgerðum, netárás­um og skemmd­ar­verk­um.

NRK, norska rík­is­út­varpið, nefndi þessi dæmi:

Í fyrra hvarf neðan­sjáv­ar­streng­ur fyr­ir utan Bø í Vesterå­len. Í janú­ar 2022 rofnaði neðan­sjáv­ar­net­streng­ur milli Sval­b­arða og Norður-Nor­egs. Nú í sept­em­ber hef­ur sést til ókunnra dróna í ná­grenni við norska olíu­bor­palla á Norður­sjó.

Eng­inn veit með vissu hver stend­ur að baki því sem hér er lýst. Það er hins veg­ar tal­inn „kost­ur­inn“ við fjölþátta hernað að ger­and­inn get­ur farið leynt.

Nú reyn­ir á hæfn­ina við að upp­lýsa fjölþátta skemmd­ar­verk þegar reynt er að sanna hver eyðilagði Nord Stream rör­in þrjú. Hafi eitt rör verið skilið eft­ir gef­ur það til kynna að skemmd­ar­varg­ur­inn vilji, þrátt fyr­ir allt, geta flutt gas frá Rússlandi til Þýska­lands.

Hafi Rúss­ar sjálf­ir staðið að eyðilegg­ing­unni á Nord Stream leiðsl­un­um, eins og flesta grun­ar, sýn­ir það að Pút­in er til alls vís úti í horni. Orku­valdið og stríðsöx­in eru eitt í hans aug­um.

Það er rétt mat hjá for­sæt­is­ráðherra: Ógnin fær­ist nær. Fjölþátta stríð kall­ar á ár­vekni stjórn­valda og rétt mat á aðstæðum.