2.4.2022

ESB-leikur gegn þjóðaröryggisstefnu

Morgunblaðið, laugardagur 2. apríl 2022

 

Í fyrra birt­ist rit­gerð í Tíma­riti lög­fræðinga eft­ir Kristrúnu Heim­is­dótt­ur lög­fræðing. Hún kom síðan út sér­prentuð í bók­inni Land­festi lýðræðis – breyt­ing­ar­regla stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Kristrún braust í gegn­um all­ar umræður um „nýju stjórn­ar­skrána“ frá því að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir hratt þeim af stað sem for­sæt­is­ráðherra fyrri hluta árs 2009. Kristrún leiðir í ljós að efn­is­lega stend­ur ekki steinn yfir steini í „nýju stjórn­ar­skránni“ enda kjósa þeir sem helst tala fyr­ir henni nú að gera það með veggjakroti ef ekki dansi.

Rit­gerð Kristrún­ar átti ör­ugg­lega mik­inn þátt í því hve stjórn­ar­skrár­málið fór lágt fyr­ir kosn­ing­arn­ar 25. sept­em­ber 2021. Þegar málið er brotið til mergjar birt­ast mörg þúsund orð en að þau séu „ný stjórn­ar­skrá“ er af og frá. Helst má álykta að tals­menn „nýju stjórn­ar­skrár­inn­ar“ voni að upp­lýs­inga­óreiða bjargi þeim frá efn­is­legri umræðu um málið. Alið er á spennu um ferlið en ekki það sem stend­ur í stjórn­ar­skránni.

Landfesti-lydraedisMeð ritgerð sinni um „nýju stjórnarskrána“ sýndi Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur hve illa var staðið að öllu í þeirri stjórnarskrárvinnu. Yrði málflutningur ESB-aðildarsinna brotinn til mergjar kæmi innihalds- og ábyrgðarleysi hans skýrar í ljós.

ESB-mál­inu hef­ur verið siglt í svipaðan far­veg. Þar er höfuðáhersl­an nú á ferlið, þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Í upp­hafi töldu aðild­arsinn­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslu um ESB-um­sókn frá­leita. Nú tala þeir ekki um annað. Forðast að ræða efn­isþætt­ina.

ESB-aðild var ekki frek­ar en „nýju stjórn­ar­skránni“ hampað af nein­um flokki fyr­ir kosn­ing­arn­ar 25. sept­em­ber 2021. ESB-mál­inu var klúðrað á ár­un­um 2009 til 2013 vegna óðag­ots og lé­legs und­ir­bún­ings. Hraðinn úti­lokaði umræður inn­an lands, ætl­un­in var að tryggja aðild á mettíma. Meiri­hlut­inn á alþingi hafnaði sum­arið 2009 til­lögu Sjálf­stæðis­flokks­ins um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um um­sókn­ina.

All­ar ábend­ing­ar um að í óefni væri stefnt voru hafðar að engu. Slegið var úr og í þegar spurt var um samn­ings­mark­mið og sagt að mestu skipti að fá nasa­sjón af því sem ESB hefði að bjóða. Allt var þetta á skjön við sjón­ar­mið ESB-manna. Þeir telja eðli­lega að um­sækj­and­inn hafi gert aðild upp við sig með um­sókn sinni og viðræðurn­ar snú­ist um fyr­ir­komu­lag aðlög­un­ar að kröf­um ESB.

Gömlu, úr­eltu viðhorf­in um um­sókn án aðlög­un­ar-skuld­bind­inga ráða enn inn­an þing­flokka Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Pírata. Nú á bara að „kýla á þetta“ og efna til þjóðar­at­kvæðagreiðslu án samn­ings­mark­miða. Til­efnið er inn­rás Rússa í Úkraínu.

Í óðag­ot­inu gleym­ist stjórn­ar­skrá­in. Er í raun póli­tísk sátt um að hefja skuli aðild­ar­viðræður við ESB að óbreyttri stjórn­ar­skrá og án þess að hafið sé ferli sem leiði til stjórn­ar­skrár­breyt­inga ESB-aðild í hag? Tek­ur ESB mark á um­sókn nema sátt sé um nauðsyn­lega breyt­ingu á stjórn­ar­skránni og unnið sé að henni?

Sum­arið 2009 gaf meiri­hluti alþing­is sér ekki tíma til að semja um breyt­ingu á stjórn­ar­skránni áður en hann sótti um ESB-aðild. Meiri­hluta­menn gátu hins veg­ar sagt að sam­hliða viðræðum við ESB væri unnið að gerð nýrr­ar stjórn­ar­skrár. Ekk­ert slíkt er á döf­inni nú og eng­inn áhugi á að full­trú­ar stjórn­mála­flokk­anna ræði stjórn­ar­skrár­málið.

Þing­menn eiga loka­orð um hvort efnt sé til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um ESB-aðild­ar­viðræður nú eins og árið 2009. Í stjórn­ar­skrám sumra landa eru ákvæði um að til­greind­ur fjöldi al­mennra borg­ara geti knúið fram þjóðar­at­kvæðagreiðslu um eitt­hvert bar­áttu­mál sitt. Hér er ekk­ert slíkt ákvæði og þess vegna ákveður meiri­hluti alþing­is hvort gengið sé til þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þingmaður Viðreisn­ar, gagn­rýn­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra í grein í Frétta­blaðinu þriðju­dag­inn 29. mars fyr­ir að „reisa girðingu milli þings og þjóðar, með um­mæl­um sín­um um að þing­meiri­hluta þurfi til að þjóðin megi segja sitt í þjóðar­at­kvæðagreiðslu“. Þetta er mark­laus gagn­rýni. For­sæt­is­ráðherra sagði ekki annað en henni er skylt. Þjóðar­at­kvæðagreiðsla verður ekki án ákvörðunar meiri­hluta alþing­is.

Þor­björg Sig­ríður seg­ir sterk rök nú hníga að því að Ísland taki af­stöðu til aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu vegna nýs veru­leika í varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um og hlut­verks Evr­ópu­sam­bands­ins í þeim efn­um. Þor­björg Sig­ríður vill með öðrum orðum inn­lenda rök­ræðu um varn­ar- og ör­ygg­is­mál á for­send­um ESB, þjóðar­at­kvæðagreiðsla um ESB-aðild sé nauðsyn­leg til þess.

Það er mis­skiln­ing­ur á stöðu mála inn­an ESB að ætla nú að gera varn­ar- og ör­ygg­is­mál að til­efni þjóðar­at­kvæðagreiðslu um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Varn­ar- og ör­ygg­is­mál á Norður-Atlants­hafi eru í hönd­um þjóða sem eru utan ESB: Norðmanna, Breta, Banda­ríkja­manna og Kan­ada­manna auk okk­ar Fær­ey­inga og Græn­lend­inga.

Þá er blekk­ing að láta eins og unnt sé að halda áfram þar sem frá var horfið í janú­ar 2013 þegar Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra setti ESB-aðild­ar­viðræðurn­ar á ís af ótta við nei­kvæð áhrif þeirra á þing­kosn­ing­arn­ar þá um vorið.

Sama á við um þetta mál og „nýja stjórn­ar­skrár­málið“, glögg­ur fræðimaður verður að brjóta það til mergjar og kynna heild­ar­mynd­ina áður en lengra er haldið. Svo margt hef­ur gerst og verið sagt á und­an­förn­um 13 árum frá því að ESB-um­sókn­ar­mis­tök­in voru gerð sam­hliða stjórn­ar­skrár­mis­tök­un­um und­ir for­ystu Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur að nauðsyn­legt er að kort­leggja það áður en lengra er haldið.

Eitt er víst: Það er hættu­leg­ur leik­ur að láta inn­rás Rússa í Úkraínu rjúfa sam­stöðu um ís­lenska þjóðarör­ygg­is­stefnu. Til­laga stjórn­ar­and­stöðunn­ar um að ekki sé unnt að tryggja þjóðarör­yggi Íslend­inga án ESB-aðild­ar rýf­ur þessa sam­stöðu.