19.10.2024

Eldskírn nýs forseta

Morgunblaðið, laugardagur 19. október 2024.

Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands hef­ur feng­ist við stór­verk­efni nú í októ­ber. Þar ber hæst heim­sókn henn­ar til dönsku kon­ungs­hjón­anna í Kaup­manna­höfn og stjórn­arslit­in hér.

Bæði verk­efn­in eru viðkvæm og fram­kvæmd und­ir smá­sjá fjöl­miðla. Ný­kjör­inn for­seti hef­ur tek­ist á við þau af ör­yggi. Þar má sér­stak­lega nefna ræðuna sem Halla Tóm­as­dótt­ir flutti á Bessa­stöðum síðdeg­is þriðju­dag­inn 15. októ­ber eft­ir fund henn­ar með Bjarna Bene­dikts­syni for­sæt­is­ráðherra þar sem hann baðst lausn­ar fyr­ir sig og ráðuneyti sitt.

Að morgni mánu­dags­ins 14. októ­ber gekk for­sæt­is­ráðherra á fund for­seta með til­lögu um þingrof og alþing­is­kosn­ing­ar. For­seti gaf sér tíma til að „gaum­gæfa stöðuna“ eins og hún orðaði það.

Hún ræddi við formann VG, Svandísi Svavars­dótt­ur, og formann Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sig­urð Inga Jó­hanns­son, odd­vita sam­starfs­flokka sjálf­stæðismanna í rík­is­stjórn­inni. Þá ræddi hún við for­menn annarra þing­flokka og for­seta alþing­is. Að lokn­um þeim sam­töl­um mat for­seti stöðuna svo að „heilla­væn­leg­ast“ væri fyr­ir þing og þjóð að gengið yrði til kosn­inga.

20251015-yfirlysing-forsetaHalla Tómasdóttir forseti Íslands les tilkynningu um þingrof og starfsstjórn á Bessastöðum 15. október 2024 (mynd: forseti.is).

For­seti féllst því á til­lögu for­sæt­is­ráðherra um að rjúfa þing. Þingrof var síðan til­kynnt á þing­fundi fimmtu­dag­inn 17. októ­ber og fara kosn­ing­ar til nýs þings fram 30. nóv­em­ber.

Haf­steinn Þór Hauks­son, dós­ent við laga­deild Há­skóla Íslands, sagði rétti­lega hér í blaðinu mánu­dag­inn 14. októ­ber að í ís­lensku stjórn­ar­skránni væru ýmis verk­efni fal­in for­set­an­um sem væru í reynd í hönd­um ráðherr­anna. Þingrof væri eitt af þess­um verk­efn­um.

Þingrofs­valdið er í hönd­um for­sæt­is­ráðherra. Stund­um hef­ur verið samið um það við stjórn­ar­mynd­an­ir að ráðherr­ann beiti ekki vald­inu nema að höfðu sam­ráði við sam­starfs­flokk eða flokka í rík­is­stjórn. Í því sam­starfi sem nú er lokið hafði ekki verið samið um slíkt.

Í byrj­un apríl 2016 deildu Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son for­seti og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra um hvort ráðherr­ann hefði lagt fram til­lögu um þingrof fyr­ir for­seta. Ráðherr­ann sagði að hann hefði ekki gert það en for­set­inn sagði að ráðherr­ann hefði ótví­rætt gert það, benti hann á að emb­ætt­is­menn hefðu fylgt ráðherr­an­um til Bessastaða og ráðherr­ann hefði auk þess verið með „rík­is­ráðstösk­una“.

Þegar á reyndi töldu hvorki þing­flokk­ur for­sæt­is­ráðherr­ans sjálfs né sjálf­stæðis­menn í stjórn­ar­sam­starfi við Sig­mund Davíð tíma­bært að rjúfa þing.

Í umræðum um stöðuna núna sá Össur Skarp­héðins­son, fyrr­ver­andi ráðherra, til­efni til að bera hana sam­an við það sem gerðist í apríl 2016. Aðstæður nú eru allt aðrar en þá og for­seti Íslands í allt ann­arri stöðu.

Sam­an­b­urðinn við at­b­urðina í apríl 2016 notaði Össur til að rök­styðja að ekki ætti að fela starfs­stjórn und­ir for­sæti Bjarna Bene­dikts­son­ar að fara með stjórn lands­ins fram yfir kosn­ing­ar og þangað til ný rík­is­stjórn yrði mynduð. Valdi hann Svandísi Svavars­dótt­ur, formann VG, sem hand­bendi sitt til að koma þess­ari hug­mynd í fram­kvæmd.

Í stuttu máli næg­ir að segja að þess­ar ráðagerðir hafi farið í handa­skol­um. Réð þar miklu að Svandís virt­ist ekki frek­ar en Össur og jafn­vel reynd­ir frétta­menn rík­is­út­varps­ins vita hvað stæði að baki hug­tak­inu starfs­stjórn. Þetta er eitt ópóli­tísk­asta hug­takið á tím­um sem þess­um, helsta ein­kenni starfs­stjórna er að það ber að halda þeim frá flokkapóli­tísk­um átök­um.

Upp­gjöf Svandís­ar í umræðunum um þetta deilu­mál birt­ist í þeim orðum henn­ar í sam­tali við mbl.is síðdeg­is 14. októ­ber að það skipti kannski ekki öllu máli hvort hún væri að tala um „starfs­stjórn eða bráðabirgðastjórn eða ein­hvers kon­ar brú yfir í nýja rík­is­stjórn eft­ir kosn­ing­ar. Minni­hluta­stjórn eða hvað það væri.“

Hún væri að tala um mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar und­ir for­sæti Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Með fullri virðingu fyr­ir Sig­urði Inga var þetta með öllu óraun­hæf til­laga Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar í anda Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar. Össur gerði til­raun til að draga for­seta Íslands inn í deil­ur um stjórn­ar­mynd­un og sagði for­seta stjórn­skipu­lega skylt að fara að orðum sín­um. Þetta stóðst ekki.

Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands svaraði þessu skýrt þegar hún sagðist í ræðu sinni 15. októ­ber hafa fall­ist á lausn­ar­beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar og síðan: „Í sam­ræmi við stjórn­skip­un­ar­venju bað ég frá­far­andi rík­is­stjórn að sitja áfram sem starfs­stjórn uns tek­ist hef­ur að mynda nýja rík­is­stjórn.“

Áréttaði hún niður­stöðu sína með því að segja að frum­skylda henn­ar sem for­seta væri „að tryggja að í land­inu [væri] starf­hæf stjórn“. Starfs­stjórn gegndi þeim störf­um sem nauðsyn­leg væru við dag­lega stjórn lands­ins.

Þetta verk­efni vildu þrír ráðherr­ar VG ekki taka að sér og brutu þar með blað í sög­unni því að aldrei áður hafa ráðherr­ar neitað að fara að ósk for­seta um að tryggja dag­lega stjórn lands­ins með setu í starfs­stjórn.

Veg­ferð VG eft­ir að Svandís Svavars­dótt­ir tók þar við stjórn­artaum­um bend­ir til að hún telji happa­drýgst að skipa flokkn­um sess sem jaðarflokki, lengst til vinstri og með yf­ir­bragði stjórn­leys­is. Virðing fyr­ir lög­bund­inni stjórn­sýslu og viðtekn­um stjórn­laga­regl­um, hug­tök­um og venj­um er and­stæða við stjórn­leysi.

Virðing fyr­ir góðum stjórn­ar­hátt­um smit­ar út frá sér. Fum­laus fram­ganga Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands í viku djúp­stæðra póli­tískra átaka og um­skipta hef­ur styrkt stöðu henn­ar í for­ystu­sveit ís­lenskra stjórn­mála og er henni gott vega­nesti þegar að því kem­ur að mynda stjórn að lokn­um kosn­ing­um.