15.11.2019

Einar Kárason, Varðberg og ESB

Morgunblaðið, föstudag 15. nóvember 2019.

Ein­ar Kára­son, rit­höf­und­ur og varaþingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, flutti ræðu á alþingi fyr­ir ein­um mánuði, 15. októ­ber, í umræðum um skýrsl­ur ut­an­rík­is­ráðherra um EES.

Ein­ar rifjaði upp ferð á menn­ing­arþing í Kák­a­sus­lýðveld­inu Kirg­ist­an fyr­ir fimm eða sex árum. Til þings­ins var stofnað svo að ráðamenn lands­ins gætu minnt á til­vist þess, „þrátt fyr­ir allt það sem fylgt hefði því að til­heyra Sov­ét­ríkj­un­um hefðu þeir þó verið í tengsl­um við ein­hverja meðan á því stóð“. Í Moskvu og Leníngrad og jafn­vel í Var­sjá og Búkarest hefðu ein­hverj­ir haft áhuga á því sem gerðist í Kirg­ist­an. Nú þyrftu þeir nýtt tengslanet og nú væri meira að segja svo komið „að þeir söknuðu jafn­framt þess tíma þegar þeir til­heyrðu Tyrkja­veldi nokkr­um öld­um fyrr því að þá hefðu þeir líka haft þessi lif­andi tengsl við ein­hverja aðra í heim­in­um sem hefðu áhuga á þeim og tengd­ust þeim“.

Ein­angr­un Kreml­verja

Ótti við ein­angr­un eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna ein­skorðast ekki við hug­ar­heim ráðamanna í Kirg­ist­an. Hann birt­ist einnig í söl­um Kreml­ar 5. nóv­em­ber 2019 þegar Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti boðaði til fund­ar í for­setaráðinu til vernd­ar rúss­neskri tungu. Þá sagði for­set­inn meðal ann­ars:

„Við sjá­um að það eru ekki aðeins ne­and­ers­dals­menn haldn­ir rússa­óvild sem segja rúss­neskri tungu stríð á hend­ur. Þetta er op­in­bert leynd­ar­mál. Stríðið er háð af alls kyns jaðar­hóp­um og einnig af virk­um og árás­ar­gjörn­um þjóðern­is­sinn­um.“ Með offorsi og dóna­skap væri reynt að þrengja að rúss­nesku og setja hana til hliðar.

Fund­ar­menn töldu mikla hættu steðja að þjóðtungu sinni. Eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna hefði rúss­neska horfið sem rík­is­mál þjóða und­ir Moskvu­valdi, sov­ésku lýðveld­anna við Eystra­salt, í Úkraínu, Moldóvu, Kák­a­sus og Mið-Asíu. Eft­ir 1991 héldu aðeins fimm fyrr­ver­andi sov­ésk lýðveldi, Hvíta-Rúss­land, Kasakst­an, Kirg­ist­an, Tadsjikist­an og Úsbekist­an, rúss­nesku sem rík­is­máli sam­hliða þjóðtung­um sín­um.

Áhyggj­ur Kreml­verja lúta jafn­framt að því að þeim fækki sem hafa rúss­nesku sem þjóðtungu, þeir eru nú tald­ir um 250 millj­ón­ir, auk þess sé þrengt að Rus­skíj Mir (Rúss­nesku ver­öld­inni). Hug­takið vís­ar til rúss­nesks menn­ing­ar­svæðis sem rekja má aft­ur til keis­ara­tím­ans og nær til næst­um alls Hvíta-Rúss­lands, hluta Úkraínu og Kasakst­ans og íbúa í Eystra­saltríkj­un­um þrem­ur, Eistlandi, Lett­landi og Lit­há­en. Stjórn­völd í Moskvu finna mjög að nýj­um lög­um um stöðu rúss­nesku í Eystra­salts­ríkj­un­um.

Ser­gei Mar­kov, fyrr­ver­andi þingmaður, sagði við vest­ræn­an blaðamann: „Rússa­óvild er erfiður póli­tísk­ur sjúk­dóm­ur á Vest­ur­lönd­um en Rúss­land, með til­vist sinni einni, minn­ir okk­ur á að vestrið er ekki al­mátt­ugt og því hnign­ar efna­hags­lega og siðferðilega.“

Í sömu andrá og Pútín varði móður­málið réðst hann á net-al­fræðiorðabók­ina Wikipediu og hvatti til þess að menn nýttu sér aðeins rúss­nesk al­fræðirit á net­inu.

Varðstaða um gildi

Rúss­neskuþingið í Kreml var af sama meiði og menn­ing­arþingið sem Ein­ar Kára­son sótti í Kirg­ist­an. Það sner­ist um viður­kenn­ingu á þjóðleg­um gild­um. Í ræðu sinni á alþingi vék Ein­ar ein­mitt að gild­um sem hann vildi verja og sagði:

„Þegar ég hugsa um þetta mál [EES] koma upp í hug­ann fras­ar sem fóru mikið í taug­arn­ar á mér þegar ég var um tví­tugt, þá erum við að tala um vest­ræn­ar lýðræðisþjóðir. Ég hef ekki alltaf verið hrif­inn af miklu sam­starfi vest­rænna lýðræðisþjóða. Ég gekk um hér á árum áður und­ir fán­um og skilt­um og hrópaði: Ísland úr NATO og her­inn burt. Mér var svarað af mönn­um sem voru í sam­tök­um eins og Varðbergi sem eru sam­tök um vest­ræna sam­vinnu sem sögðu: Þetta eru vest­ræn­ar lýðræðisþjóðir, þetta eru þær frændþjóðir sem til­heyra okk­ur og við tengj­umst mest og að sjálf­sögðu eig­um við að vera í sam­starfi við þær.

Ég er fyr­ir löngu bú­inn að sjá að það er al­veg rétt sem þess­ir menn sögðu. Við eig­um að vera í sem nán­ust­um tengsl­um og sam­starfi við þær lýðræðisþjóðir í okk­ar heims­hluta sem standa okk­ur næst og eru okk­ur skyld­ast­ar. Mér finnst það því dá­lítið merki­legt að nú þegar ég er kom­inn á þá skoðun, og læt hvarfla að mér að ganga í þetta fé­lag, Varðberg, sam­tök um vest­ræna sam­vinnu, þá eru menn þar mjög þvers­um þegar kem­ur að því sam­starfi vest­rænna lýðræðisþjóða sem kannski hef­ur lukk­ast best á síðustu ára­tug­um, þ.e. Evr­ópu­sam­band­inu. Mér finnst það dá­lítið merki­legt vegna þess að NATO og Evr­ópu­sam­bandið hafa höfuðstöðvar í sömu borg­inni, Brus­sel, að þegar menn sem aðhyll­ast sam­starf vest­rænna lýðræðisþjóða koma í höfuðstöðvar NATO hitta þeir fyr­ir vini og þá sem okk­ur eru hlynnt­ir og bræðraþjóðir, mæta mik­illi elsku­semi. Ef þeir fara síðan yfir göt­una í höfuðstöðvar Evr­ópu­sam­bands­ins og hitta full­trúa ná­kvæm­lega sömu þjóða þar, það geta verið Dan­ir, Hol­lend­ing­ar og Þjóðverj­ar eða Bret­ar, þá eru það orðin ný­lendu­veldi sem ásæl­ast frelsi okk­ar og auðlind­ir. Svona fer nú fyr­ir manni að maður verður á end­an­um kaþólsk­ari en páfinn og er ekki vært í fé­lög­um um vest­ræna sam­vinnu vegna þess að maður er allt of hlynnt­ur henni.“

267911.width-1220

Einar Kárason á alþingi. (Mynd: Frettablaðið)

NATO og ESB

Inn­an Varðbergs eru menn ekki spurðir um af­stöðu þeirra til ESB. Fé­lags­menn vinna sam­an í þeim anda að gild­in sem þeir verja séu hvorki bund­in við ein­stak­ar þjóðir né sam­tök. Varðstaðan í ör­ygg­is­mál­um nær til allra sem búa í lýðræðis­ríkj­un­um beggja vegna Atlants­hafs. Við brott­för Breta úr ESB verður 80% varn­ar­mátt­ar Evr­ópu hjá ríkj­um utan ESB eins og Sir Stu­art Peach, formaður her­mála­nefnd­ar NATO, sagði á Varðbergs­fundi í Nor­ræna hús­inu 11. nóv­em­ber 2019.

Af þess­um sök­um brást Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari hart við og mót­mælti þegar Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti sagði NATO glíma við „heila­dauða“ vegna sveiflu­kenndr­ar af­stöðu Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta til banda­lags­ins.

Sam­heldni og sam­lög­un þjóða snýst um gildi. Í inn­gangi Atlants­hafs­sátt­mál­ans, stofn­skrá NATO frá 4. júlí 1949, seg­ir: „Þeir [aðilar sátt­mál­ans] eru staðráðnir í því að varðveita frelsi þjóða sinna, sam­eig­in­lega arf­leifð þeirra og menn­ingu, er hvíla á meg­in­regl­um lýðræðis, ein­stak­lings­frelsi og lög­um og rétti. Þeir leit­ast við að efla jafn­vægi og vel­meg­un á Norður-Atlants­hafs­svæðinu.“

Íslend­ing­ar voru í hópi tólf þjóða sem stofnuðu NATO og hafa alla tíð síðan lagt sinn skerf af mörk­um, eina herlausa þjóð banda­lags­ins. Fyr­ir Íslend­inga get­ur varn­ar­sam­starf inn­an vé­banda ESB aldrei komið í stað NATO. Öflugu lýðræðis­rík­in við Norður-Atlants­haf, Banda­rík­in, Kan­ada, Nor­eg­ur og Bret­land standa utan ESB ásamt Íslandi.

Með EES-samn­ingn­um tengd­ust Íslend­ing­ar Evr­ópu­sam­band­inu með aðild að sam­eig­in­lega markaðnum í krafti fjór­frels­is­ins.

Tvíþætt sam­starfsnet aðild­ar að NATO og EES mynd­ar kjarn­ann í ut­an­rík­is­stefn­unni. Að þjóðinni er hvorki þrengt né til­vist henn­ar sýnt skeyt­ing­ar­leysi.