17.12.2020

Dr. Ólína var skipuð

Morgunblaðið, 17. desember 2020.

Dr. Ólínu Kjer­úlf Þor­varðardótt­ur þótti að sér vegið í grein sem ég birti hér í blaðinu 29. októ­ber um bók henn­ar Speg­ill fyr­ir skugga­bald­ur. Bók­ina taldi ég illa rök­studda, ófrum­lega og skrifaða af póli­tísk­um sjón­ar­hóli sem leiddi til fyr­ir­sjá­an­legr­ar en rangr­ar niður­stöðu.

Höf­und­ur­inn trú­ir því að lína í bréfi sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi hafi orðið til þess að Ed­g­ar J. Hoo­ver, for­stjóri FBI, setti út­gáfu­bann á bæk­ur m.a. Hall­dórs Lax­ness og banda­rísk­ir út­gef­end­ur og Lax­ness hafi tekið því með þögn. Þetta eru get­gát­ur án skjalfestra heim­ilda.

Í Morg­un­blaðinu 10. des­em­ber seg­ir dr. Ólína að það sé „póli­tísk arf­leifð Sjálf­stæðis­flokks­ins“ að valda sam­fé­lags­leg­um skaða með því að skipa í embætti með „póli­tískri mis­beit­ingu ráðherra­valds“. Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu (MDE) hafi til dæm­is „harðlega átalið [það] í ný­fölln­um dómi“ í lands­rétt­ar­mál­inu.

Þessi skoðun dr. Ólínu er röng og á alls ekki við vegna niður­stöðu MDE í lands­rétt­ar­mál­inu.

Í grein­inni 10. des­em­ber seg­ir dr. Ólína einnig:

„Speg­ill fyr­ir skugga­bald­ur fjall­ar um vald­beit­ingu af fyrr­greind­um toga – fyr­ir­greiðslupóli­tík og aðra mis­beit­ingu sem gref­ur und­an góðri stjórn­skip­an, lýðrétt­ind­um og mann­helgi. Það er arf­leifðin sem Björn Bjarna­son og fylg­inaut­ar horf­ast nú í augu við.“

Ég hef ekki tölu yfir fjölda embætta­veit­inga minna árin 13 sem ég var ráðherra. Ég mót­mæli harðlega að þau hafi verið veitt á þann veg sem Ólína lýs­ir.

UnnamedByggingar Menntaskólans á Ísafirði.

Það kom til dæm­is í minn hlut 22. júní 2001 að skipa dr. Ólínu skóla­meist­ara Mennta­skól­ans á Ísaf­irði til fimm ára frá 1. ág­úst 2001. Ólína var eini um­sækj­and­inn. Þegar um­sókn henn­ar barst mennta­málaráðuneyt­inu 31. maí 2001 upp­fyllti hún ekki starfs­geng­is­skil­yrði skv. ákvæðum laga um fram­halds­skóla og laga um lög­vernd­un á starfs­heiti og starfs­rétt­ind­um grunn­skóla­kenn­ara, fram­halds­skóla­kenn­ara og skóla­stjóra. Úr því var bætt og fékk hún embættið.

Þegar leið að lok­um skip­un­ar­tím­ans árið 2006, þá var ég dóms­málaráðherra, til­kynnti Ólína að hún myndi ekki óska eft­ir end­ur­nýj­un á skip­un sinni og sagði í frétta­til­kynn­ingu 25. fe­brú­ar 2006 að ákvörðun sín væri tek­in „með vel­ferð skól­ans í huga, í þeirri von að tak­ast megi að leysa þenn­an mik­il­væga vinnustað úr þeim helj­ar­greip­um ófriðar sem hon­um hef­ur verið haldið í und­an­far­in miss­eri“.

Til hvers vísað er með þess­um sterku orðum henn­ar vita aðrir en ég. Telji dr. Ólína þessa embætta­veit­ingu mína dæmi um „fyr­ir­greiðslupóli­tík og aðra mis­beit­ingu“ á ráðherra­valdi er henni það frjálst.

Hún hamp­ar þessu embættis­verki mínu ekki í bók sinni. Það þjón­ar ekki til­gangi henn­ar. Þunga­miðja bók­ar­inn­ar er jú að hún fái ekki op­in­ber embætti vegna skugga­baldra.