26.6.2020

Dómaraval hjá stjórnmálamönnum

Morgunblaðið, 26. júní 2020

Val á dómur­um er viðkvæmt mál ekki síst hafi þeir vald til að grípa fram fyr­ir hend­ur á lýðræðis­lega kjörn­um full­trú­um. Þess þykir gæta í vax­andi mæli í Evr­ópu að dóm­ar­ar færi sig inn á svið lög­gjaf­ar­valds­ins með úr­sk­urðum sín­um. Jafn­framt set­ur ágrein­ing­ur um hvernig staðið skuli að skip­an dóm­ara svip á umræður, meðal ann­ars hér þar sem nú er beðið eft­ir hvað Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu (MDE) seg­ir um valið á dómur­um í lands­rétt um árið.

Dóm­stól­ar hafa misþungt vægi utan eig­in heimalanda. Þýski stjórn­laga­dóm­stóll­inn í Karlsru­he dreg­ur oft að sér at­hygli fyr­ir niður­stöður sín­ar, einkum ef þær miða að því að þrengja vald þýskra stjórn­mála­manna til að skuld­binda skatt­greiðend­ur vegna evru- eða ESB-skuld­bind­inga.

Þýska stjórn­laga­dóm­stóln­um hef­ur þótt sér­stak­lega upp­sigað, megi orða það svo, við Seðlabanka evr­unn­ar (SE). Ný­lega gáfu dóm­ar­ar bank­an­um þriggja mánaða frest til að færa betri rök fyr­ir út­gáfu skulda­bréfa til að létta und­ir með þjóðum vegna COVID-19-far­ald­urs­ins. Án nán­ari skýr­inga gæti Bundesbank, þýski seðlabank­inn, ekki tekið þátt í útboðinu.

Þýsk stjórn­völd eiga loka­orðið um hvort SE gefi næg­ar skýr­ing­ar. Þeir sem leituðu álits stjórn­laga­dóm­stóls­ins segja að þeir snúi sér þangað aft­ur sætti þeir sig ekki við niður­stöðu stjórn­valda.

Í frétt­um um þetta mál er bent á að lík­legt sé að afstaða dóm­ar­anna í Karlsru­he gagn­vart ESB mild­ist frá og með mánu­deg­in­um 22. júní 2020. Þá varð breyt­ing á dómur­um í rétt­in­um. Andreas Vossku­hle, for­seti dóm­stóls­ins, hvarf úr Karsl­ru­he-rétt­in­um eft­ir 12 ára há­marks­setu. Við tók Astrid Wallra­ben­stein, til­nefnd af ESB-sinnuðum græn­ingj­um. Hún er sögð hall­ast að þíðu í sam­skipt­um þýska dóm­stóls­ins og ESB-dóm­stóls­ins.

Reu­ters-frétta­stof­an hef­ur eft­ir ónafn­greind­um stjórn­laga­pró­fess­or að Wallra­ben­stein sé mun vin­sam­legri ESB en Vossku­hle. Spá­ir pró­fess­or­inn því að SE þurfi ekki að kvíða dómsniður­stöðum á borð við þær sem birst hafi á und­an­förn­um árum.

Sú skýr­ing að niður­stöður þýska stjórn­laga­dóm­stóls­ins ráðist af af­stöðu ein­stakra dóm­ara til ESB minn­ir á að dóm­ar­arn­ir eru vald­ir af þýska sam­bandsþing­inu í Berlín. Ekki er farið í laun­kofa með hvaða stjórn­mála­flokk­ur til­nefn­ir þá. Að baki val­inu eru lýðræðis­leg sjón­ar­mið sem talið er eðli­legt að end­ur­spegl­ist inn­an rétt­ar­ins sem fjall­ar um póli­tísk álita­mál eins og Hæstirétt­ur Íslands ger­ir þegar lagt er mat á hvort lög stand­ist stjórn­ar­skrána eða ekki.

Nú þegar Vossku­hle, til­efnd­ur af jafnaðarmönn­um (SPD), hætt­ir verður Steph­an Har­barth, til­efnd­ur af kristi­leg­um (CDU/​CSU), for­seti dóm­stóls­ins. Hann varð dóm­ari árið 2018 eft­ir að hafa setið í þýska sam­bandsþing­inu síðan 2009.

Þýsk­ir þing­menn eru ekki bundn­ir af neinu excel-skjali þegar þeir velja menn í æðsta dóm­stól lands síns. Nú ligg­ur fyr­ir MDE í Strass­borg að ákv­arða hvort svo sé um ís­lenska þing­menn.

1035600976_0-50-2874-1602_1000x541_80_0_0_2bf20c663b1cb3a12dc03fc9d5e1a351Dómarar við þýska stjórnlagadómstólinn í Karlsruhe.

 

Trump á NATO-fundi

Eitt mik­il­vægra verk­efna for­seta Banda­ríkj­anna er að finna hæfa menn með „rétt­ar skoðanir“ til setu í hæsta­rétti. Þannig trygg­ir for­set­inn sér áhrif til langs tíma. Á þessu kjör­tíma­bili hef­ur Trump skipað tvo hæsta­rétt­ar­dóm­ara. Hvort Trump sit­ur annað kjör­tíma­bil kem­ur í ljós í nóv­em­ber. For­set­inn á veru­lega und­ir högg að sækja um þess­ar mund­ir.

Eitt af því sem ger­ir Trump lífið leitt er út­koma bók­ar eft­ir John Bolt­on sem var þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi for­set­ans frá apríl 2018 til sept­em­ber 2019. Að fyr­ir­lagi banda­rískra stjórn­valda var ár­ang­urs­laust reynt að stöðva út­gáfu bók­ar­inn­ar. Dóm­ari sem úr­sk­urðaði í mál­inu neitaði að banna hana. Þeir sem nota Kindle á Amazon fengu bók Bolt­ons senda aðfaranótt þriðju­dags 23. júní.

Þar seg­ir Bolt­on frá því að í sama mund og Don­ald Trump til­nefndi seinni dóm­ar­ann, Brett Kavan­augh, í hæsta­rétt (9. júlí 2018) hafi ríkt mik­il spenna inn­an ráðgjafaliðs for­set­ans vegna þátt­töku hans í rík­is­odd­vita­fundi NATO í Brus­sel 11. og 12. júlí.

Nokkru fyr­ir fyr­ir fund­inn, föstu­dag­inn 29. júní 2018, ræddu Trump og Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, sam­an í síma. Þar fór Trump mik­inn vegna evr­ópsku NATO-ríkj­anna. Banda­ríkja­menn greiddu alltof stór­an hluta af kostnaði við banda­lagið, því yrði að ljúka. Trump sagði að Banda­ríkja­menn greiddu 80-90% ef ekki meira. Bolt­on seg­ist ekki vita hvaðan for­set­inn hafði þess­ar töl­ur. Þá sagði for­set­inn við Stolten­berg að til þessa hefði Banda­ríkj­un­um verið stjórnað af „idjót­um“, sá tími væri liðinn. Evr­ópu­menn gætu ekki leng­ur níðst á sér og þjóð sinni.

Stolten­berg hringdi eft­ir for­set­asím­talið til Bolt­ons sem bannaði öllu starfsliði sínu að hlusta svo að hann gæti talað tæpitungu­laust við NATO-stjór­ann og skýrt fyr­ir hon­um al­vöru máls­ins.

Bolt­on seg­ir að næstu daga hafi Trump spurt sig hvers vegna þeir hættu bara ekki í NATO.

Þeir hittu svo Stolten­berg á morg­un­verðar­fundi 11. júlí í Brus­sel, aðeins nokkr­um klukku­stund­um fyr­ir rík­is­odd­vita­fund­inn. Þar notaði Trump tæki­færið meðan sjón­varps­menn fengu að taka mynd í upp­hafi til að sauma enn að Stolten­berg vegna fjár­fram­lag­anna til NATO.

Trump áréttaði svo síðar á fund­in­um að Stolten­berg væri per­sónu­leg­ur vin­ur sinn en kvartaði enn á ný und­an því að við öll­um blasti að haft væri fé af Banda­ríkja­mönn­um, því yrði að ljúka. Jim Matt­is varn­ar­málaráðherra reyndi að segja eitt­hvað til varn­ar NATO en Trump bandaði hon­um frá sér, seg­ir Bolt­on.

Morg­un­inn 12. júlí sagði Trump við Bolt­on að í ræðu mundi hann hóta úr­sögn úr NATO lægi ekki fyr­ir skuld­bind­ing allra um að greiða 2% af vergri lands­fram­leiðslu til varn­ar­mála.

Trump kallaði Bolt­on til sín inni á rík­is­odd­vita­fund­in­um. „Eig­um við að gera þetta?“ hvíslaði for­set­inn. Bolt­on svaraði að hann skyldi fara að lín­unni en ekki yfir hana.

Und­ir ræðulok sagði Trump að hann styddi NATO „hundrað pró­sent, þúsund millj­ón pró­sent“ en að banda­lags­rík­in yrðu að „greiða 2% fyr­ir 1. janú­ar, ann­ars gerðu Banda­ríkja­menn bara það sem þeim hentaði“.

Þá seg­ir Bolt­on:

„Þegar við fór­um út [af NATO-fund­in­um] var Merkel að tala. Trump gekk til henn­ar til að kveðja og hún stóð upp til að taka í hönd­ina á hon­um. Þá kyssti hann hana á báðar kinn­ar og sagði: „Ég elska Ang­elu.“ Það hófst lófa­tak í saln­um og all­ir stóðu upp og kvöddu okk­ur. Sama kvöld sagði Trump á Twitter:

„Mik­ill ár­ang­ur í dag hjá NATO! Aðild­ar­rík­in hafa greitt millj­örðum doll­ara meira síðan ég var kjör­inn. Flott­ur andi!““

Kjarn­inn í bók Bolt­ons er að Trump hafi jafn­an eig­in hag í fyr­ir­rúmi. Allt annað sé auka­atriði í huga for­set­ans. Það auðveldaði fylgd­ar­mönn­um Trumps á NATO-fund­in­um að hemja hann að Kavan­augh var á leið í hæsta­rétt. For­set­inn vissi að á heima­velli skipti það meiru en yf­ir­lýs­ing­ar í Brus­sel.