31.8.2024

Dökk sýn á samtímann

Morgunblaðið, laugardagur 31. ágúst 2024.

Anne App­lebaum (60 ára) er banda­rísk­ur sagn­fræðing­ur og blaðamaður. Auk þess að vera rík­is­borg­ari í Banda­ríkj­un­um, þar sem hún er nú dálka­höf­und­ur fyr­ir tíma­ritið The Atlantic, hef­ur App­lebaum rík­is­borg­ara­rétt í Póllandi. Hún er gift ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins, Radoslaw Si­korski. Þau kynnt­ust í um­rót­inu sem varð við hrun Sov­ét­ríkj­anna og gengu í hjóna­band árið 1992.

Images-3-aaaAnne Applebaum

Anne App­lebaum kynnti sér sov­ésk mál­efni bæði sem sagn­fræðing­ur og blaðamaður og árið 2004 hlaut hún banda­rísku Pu­litzer-verðlaun­in fyr­ir bók sína um Gúlagið. Þar seg­ir hún sögu sov­ésku fanga­búðanna og lýs­ir líf­inu í þeim með vís­an til heim­ilda sem opnuðust í Rússlandi eft­ir að komm­ún­ist­un­um var vikið af valda­stóli.

Hún skapaði sér nokkra sér­stöðu meðal blaðamanna og dálka­höf­unda á Vest­ur­lönd­um á tí­unda ára­tugn­um með viðvör­un­ar­orðum um að ekki væri allt sem sýnd­ist við friðsam­legt hrun Sov­ét­ríkj­anna. Meðal valda­stétt­ar­inn­ar í Rússlandi gerjaðist ým­is­legt sem ástæða væri fyr­ir ná­grannaþjóðir lands­ins að ótt­ast. Töldu ýms­ir að varnaðarorð henn­ar hefðu tekið að ræt­ast með yf­ir­gangi Vla­dimírs Pútíns gegn Georgíu 2008, inn­limun Krímskaga frá Úkraínu 2014, svo ekki sé minnst á inn­rás­ina í Úkraínu 24. fe­brú­ar 2022.

Und­ir lok júlí í ár kom út ný bók eft­ir App­lebaum sem heit­ir á ensku: Autocracy, Inc.: The Dictators Who Want to Run the World – Alræði hf.: Ein­ræðis­herr­arn­ir sem vilja stjórna heim­in­um.

Í bók­arkynn­ingu seg­ir að við telj­um okk­ur þekkja eðli alræðis­rík­is: Efst tróni leiðtogi með öll völd. Hann stjórni lög­regl­unni. Lög­regl­an hræði al­menn­ing með of­beldi. Meðal fólks­ins séu vond­ir sam­verka­menn ein­ræðis­herr­ans og þó finn­ist ef til vill einnig nokkr­ir hug­rakk­ir and­ófs­menn.

Þessi lýs­ing hæf­ir illa raun­veru­leika 21. ald­ar­inn­ar að mati App­lebaum. Nú fari ekki einn ein­ræðis­herra með stjórn alræðis­rík­is held­ur styðjist alræðið við fjár­mála­kerfi í mynd þjó­fræðis, eft­ir­lits­tækni og þrautþjálfaðra áróðurs­meist­ara sem láti til sín heyra í mörg­um þjóðríkj­um, frá Kína til Rúss­lands og Írans. Spillt fyr­ir­tæki í einu ríki eigi viðskipti við spillt fyr­ir­tæki í öðru. Lög­regla í einu ríki geti vopnað og þjálfað lög­reglu í öðru og áróðurs­meist­ar­ar sam­nýti fé og boðskap og hamri á mátt­vana lýðræði og illsku Banda­ríkja­manna.

Í bók­inni er bent á að efna­hagsþving­an­ir megni ekki að hrófla við alráðum ein­ræðis­herr­um. Vin­sæl­ar hreyf­ing­ar stjórn­ar­and­stæðinga í Venesúela, Hong Kong eða Moskvu megi sín einskis. Aðilar að Alræði hf. sam­ein­ist ekki um eina hug­mynda­fræði, eins og komm­ún­isma, held­ur tengi þá sam­eig­in­leg þrá eft­ir völd­um, auðæfum og friðhelgi til af­brota.

App­lebaum hvet­ur lýðræðis­rík­in til að líta í eig­in barm og íhuga sitt ráð að nýju, göm­ul ráð dugi ekki leng­ur til að tryggja virðingu fyr­ir lýðræði, lög­um og rétti í heim­in­um. Alræðissinn­arn­ir krefj­ist þess að fá að laga alþjóðastofn­an­ir og alþjóðalög að eig­in viðhorf­um.

Af fund­um í höfuðborg­um nor­rænu ríkj­anna fyr­ir tæp­um fimm árum við gerð til­lagna um sam­eig­in­leg­ar, stjórn­mála­leg­ar áhersl­ur þeirra í ut­an­rík­is- og ör­ygg­is­mál­um eru eft­ir­minni­leg sam­töl við reynda diplómata sem sögðu að nor­ræn sjón­ar­mið um alþjóðasam­starf í krafti laga og reglna á vett­vangi alþjóðastofn­ana, sem urðu til á rúst­um annarr­ar heims­styrj­ald­ar­inn­ar, ættu sí­fellt meira und­ir högg að sækja. Stjórn­ar­er­ind­rek­ar frá Kína minntu jafn­an á að Kín­verska alþýðulýðveldið und­ir for­ystu komm­ún­ista hefði ekki verið komið til sög­unn­ar og áhrifa þegar þess­ar regl­ur og stofn­skrár alþjóðastofn­ana mótuðust. Staðan væri önn­ur núna og kín­verska stjórn­in vildi að til­lit yrði tekið til sín og sinna sjón­ar­miða.

Um alda­mót­in viku hug­tök eins og „þriðji heim­ur­inn“ eða „þró­un­ar­rík­in“ fyr­ir enska hug­tak­inu Global South – Suðrinu – um nýja heim­inn sem and­stæðu við Global North – Norðrið – gaml­an heim auðugra ný­lendu­velda og drottn­un­ar­ríkja.

Kín­verj­ar skipa sér með fá­tæka suðrinu þótt hag­kerfi þeirra sé nú annað stærsta í heimi. Þar afla þeir sér fylg­is með fé og fag­ur­gala. Heims­mynd­in er þó flókn­ari en svo að unnt sé að draga skil á milli norðurs og suðurs eins og aust­urs og vest­urs í kalda stríðinu. Þó er ljóst að lýðræðis­rík­in í norðri verða að leggja sig öll fram til að fara ekki halloka í áróðurs­stríði um hug og hjörtu þeirra sem í suðrinu búa.

Það er ekki flókið að út­mála gamla þræla­sala sem djöfla í manns­mynd. Kann það að skýra að lyga­áróður Kreml­verja um inn­rás þeirra í Úkraínu og til­raun­ir til að eyðileggja grunnstoðir nú­tíma­sam­fé­lags í land­inu njóti skiln­ings meðal margra þjóða í suðri (und­ar­leg­ast er að sjá þá í norðri sem láta blekkj­ast af lyg­un­um). Ein­ræðis­herr­arn­ir sam­ein­ast svo um að hampa eig­in ágæti og sam­herja sinna og sá sam­stillti dýrðaróður hef­ur áhrif á fá­fróðar þjóðir með litl­ar eða eng­ar frjáls­ar fréttalind­ir.

Áróður­inn hef­ur hljóm­grunn þótt Rúss­ar hagi sér eins og versta ný­lenduþjóð í Úkraínu. Mark­mið stríðs þeirra er ein­fald­lega að afmá landa­mæri og allt annað sem minn­ir á til­vist Úkraínu­manna sem sjálf­stæðrar þjóðar með eig­in sögu og menn­ingu.

Danski dálka­höf­und­ur­inn og fyrrv. rit­stjór­inn Michael Ehren­reich seg­ir í um­sögn um Autocracy Inc. (sem hann gef­ur sex stjörn­ur) að lýs­ing App­lebaum á um­fangi sam­starfs ein­ræðis­herr­anna sé ógn­vekj­andi. Fyr­ir þeim vaki ekki annað en að drepa hug­takið lýðræði og þurrka út heims­mynd­ina sem var dreg­in eft­ir aðra heims­styrj­öld­ina og setja kerfi alræðis­ins í staðinn.

Þetta er dökk en trú­verðug sýn á sam­tím­ann.