1.11.2019

Die Linke, VG og stækkun NATO

Morgunblaðið, föstudagur, 1. nóvember 2019


Kosn­inga­úr­slit­in í fá­menna sam­bands­land­inu Thür­ingen sunnu­dag­inn 27. októ­ber ollu póli­tísku um­róti í Þýskalandi 30 árum eft­ir hrun Berlín­ar­múrs­ins. Frá því að Thür­ingen varð hluti sam­einaðs Þýska­lands 1990 hef­ur CDU, flokk­ur kristi­legra demó­krata, ávallt fengið flest at­kvæði þar, en ekki nú.

Die Lin­ke (vinstrið), arftaki gamla aust­ur-þýska komm­ún­ista­flokks­ins, hef­ur leitt sam­steypu­stjórn með full­trú­um jafnaðarmanna (SPD) og græn­ingja í Erf­urt, höfuðborg Thür­ingen, frá ár­inu 2014.

Die Lin­ke fékk flest at­kvæði í kosn­ing­un­um núna, 31% (+2,8 frá 2014). CDU lenti í þriðja sæti með 21,8% at­kvæða (-11,7) á eft­ir AfD (Alternati­ve für Deutsch­land) með 23,4% (+12,8).

Báðir sam­starfs­flokk­ar Die Lin­ke í frá­far­andi stjórn töpuðu. Jafnaðarmanna­flokk­ur­inn, sam­starfs­flokk­ur CDU/​CSU í rík­is­stjórn Þýska­lands, tapaði 4,2 og fékk ekki nema 8,2%. Græn­ingj­ar fengu 5,2% (-0,5).

Die Lin­ke ger­ir kröfu til for­sæt­is en nær ekki meiri­hluta nema með stuðningi eða hlut­leysi AfD eða CDU. Til þessa hef­ur CDU hafnað öllu sam­starfi við Die Lin­ke og seg­ist ekki ætla að veita frá­far­andi þriggja flokka stjórn stuðning. Strax mánu­dag­inn 28. októ­ber gaf leiðtogi CDU í Thür­ingen til kynna að flokk­ur­inn úti­lokaði þó ekki að ræða við Die Lin­ke.

Sum­ir telja að á CDU hvíli sögu­leg skylda sem sam­ein­ing­ar­flokks Þýska­lands að leggja sitt af mörk­um til að tryggja sam­heldni inn­an sam­fé­lags­ins og þar með að hafna ekki fyr­ir­vara­laust öllu sam­starfi við Die Lin­ke.

Inn­an CDU vara marg­ir ein­dregið við sam­starfi við vinstrið. Verði gengið til þess jafn­gildi það að flokk­ur­inn tapi sér­stöðu sinni og þar með enn fleiri kjós­end­um.

Svipt­ing­arn­ar hafa áhrif út fyr­ir Thür­ingen. Friedrich Merz, fyrr­ver­andi þing­flokks­formaður CDU, sem bauð sig fram til flokks­for­mennsku í fyrra, seg­ir úr­slit­in í Thür­ingen öm­ur­leg­an dóm yfir doðanum og fram­taksleys­inu sem ein­kenni stjórn­ar­hætti Ang­elu Merkel kansl­ara. Hún liggi eins og drunga­leg þoka yfir þýsku þjóðlífi. Illt sé í efni verði Þjóðverj­ar að búa við slíka óstjórn enn í tvö ár.

Fylg­istap „stóru flokk­anna“ í Thür­ingen leiðir til þess að hrikt­ir í meg­in­stoðum stjórn­ar Þýska­lands. Ótt­ast marg­ir að við blasi tími sundr­ung­ar í stað sam­heldni.

146A8E7B-27AA-48BC-BDEC-49349D696E7B_cx0_cy5_cw0_w1023_r1_s

Norður-Makedón­ía í NATO

Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, flutti fyr­ir­lest­ur í Nor­ræna hús­inu um miðjan júní 2019. Að hon­um lokn­um bað námsmaður um orðið. Hann sagðist vera frá Norður-Makedón­íu. Vildi hann nota þetta ein­stæða tæki­færi til að þakka Stolten­berg fyr­ir stuðning hans og frum­kvæði við að tryggja Norður-Makedón­íu aðild að NATO. Hún skipti sköp­um fyr­ir þjóð sína.

Orð náms­manns­ins rifjast upp þegar litið er til and­stöðu þing­manna Vinstri grænna (VG) við aðild Norður-Makedón­íu að NATO. Til henn­ar kæmi ekki ef alþingi og ís­lenska rík­is­stjórn­in sner­ist gegn henni. Í sept­em­ber 2019 flutti Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra til­lögu til þings­álykt­un­ar um aðild­ina.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra og formaður VG, sat leiðtoga­fund NATO í júlí 2018 þegar samþykkt var að bjóða Norður-Makedón­íu inn­göngu í banda­lagið í ljósi sam­komu­lags sem Norður-Makedón­íu­menn höfðu náð við Grikki um nýtt nafn á landi sínu: Lýðveldið Norður-Makedón­ía.

Þegar til­laga ut­an­rík­is­ráðherra kom til umræðu á alþingi 26. sept­em­ber 2019 tók einn þingmaður til máls, Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir (VG). Hún sagði það „ein­hver stærstu mis­tök und­an­far­inna ára­tuga á sviði alþjóðamála“ að NATO hefði ekki horfið úr sög­unni fyr­ir 30 árum þegar Berlín­ar­múr­inn féll. Við hrun komm­ún­ism­ans og með fram­halds­lífi NATO hefði „glat­ast gott tæki­færi til að byggja upp nýtt ör­yggis­kerfi sem stuðlaði að lýðræði, friði og stöðug­leika í Evr­ópu“. Hefðu „hags­mun­ir vopna­fram­leiðenda“ ráðið miklu um framtíð NATO. Hún taldi „útþenslu­stefnu og stækk­un Atlants­hafs­banda­lags­ins hættu­lega og heim­in­um til óþurft­ar“. Að henn­ar mati og flokks­systkina henn­ar væri NATO ein­fald­lega veru­leg „ógn við frið og ör­yggi í heim­in­um“.

Ein­angruð í ut­an­rík­is­mála­nefnd

Til­laga ut­an­rík­is­ráðherra fór til ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar alþing­is og kom þaðan með tveim­ur álit­um 21. októ­ber 2019.

Meiri­hlut­inn mælti með samþykkt til­lög­unn­ar, nefnd­ar­menn úr Sjálf­stæðis­flokki, Fram­sókn­ar­flokki, Pír­öt­um og Viðreisn. Full­trúi Miðflokks­ins var fjar­ver­andi við af­greiðslu máls­ins.

Minni­hlut­inn, tveir þing­menn VG, boðaði hjá­setu í at­kvæðagreiðslu um til­lög­una en sagði vopna­fram­leiðend­ur hafa „ríkra hags­muna að Atlants­hafs­banda­lagið stækki“. Þá beitti banda­lagið sér í „aukn­um mæli utan landa­mæra sinna“. Stefna VG væri „að standa utan hernaðarbanda­laga og hafna víg­væðingu“. Hags­mun­um Íslands væri „best borgið með úr­sögn úr banda­lag­inu“.

Í at­kvæðagreiðslunni 24. októ­ber 2019 greiddu þing­menn VG ekki at­kvæði. Pírat­ar klofnuðu; sum­ir þing­manna þeirra studdu til­lög­una, aðrir greiddu ekki at­kvæði.

Ómak­leg afstaða

Eitt er að standa gegn aðild Íslands að NATO og leit­ast við að færa rök fyr­ir þeirri af­stöðu. Annað að nota um­sókn Norður-Makedón­íu um aðild til að leggj­ast gegn Atlants­hafs­banda­lag­inu eins og gert var í ræðu þing­manns VG og nefndaráliti tveggja VG-þing­manna.

Fyr­ir því eru ein­fald­lega eng­in rök að vopna­fram­leiðend­ur standi að til­vist NATO eða að baki stækk­un banda­lags­ins með aðild Norður-Makedón­íu. Að halda því fram eða gefa til kynna er dæmi­gerð upp­lýs­inga­föls­un. Að tengja vopna­fram­leiðend­ur við aðild Norður-Makedón­íu er al­mennt frá­leitt. Lýðveldið ræður yfir um 8.000 manna herliði sem hef­ur tekið þátt í ýms­um NATO-aðgerðum í ár­anna rás en hef­ur eng­in úr­slita­áhrif á varn­ar­stefnu eða vopna­búnað banda­lags­ins.

Miðað við varn­ar­hlut­verk NATO og viðleitni und­ir merkj­um banda­lags­ins und­an­far­in ár við að stilla til friðar og upp­ræta ófriðar­hættu kalla rök­semd­irn­ar um hlut vopna­fram­leiðenda við töku póli­tískra ákv­arðana á vett­vangi NATO á meiri skýr­ing­ar en birt­ast í mál­flutn­ingi VG-þing­mann­anna. Að beita hon­um vegna NATO-aðild­ar Norður-Makedón­íu er ómak­legt.

Tíma­skekkj­an

Sé litið til ná­lægra landa með svipaða flokka­skip­an og hér á NATO-stefna VG helst sam­leið með stefnu Die Lin­ke. Gömlu þýsku komm­ún­ist­arn­ir eru sömu skoðunar og Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, að NATO sé tíma­skekkja, hætta hefði átt sam­starfi NATO-ríkj­anna með hruni komm­ún­ism­ans.

Fyr­ir 10 árum hætti SF, Sósíal­íski þjóðarflokk­ur­inn, í Dan­mörku að berj­ast gegn aðild Dana að NATO þótt finna megi yf­ir­lýs­ing­ar í aðra veru í skjala­geymslu flokks­ins. SV, Sósíal­íski vinstri­flokk­ur­inn, vill Nor­eg úr NATO og nor­rænt varn­ar­banda­lag í staðinn. Þó viður­kenn­ir flokk­ur­inn NATO-aðild Nor­egs með því að segja að hana eigi að nota til að beina banda­lag­inu til réttr­ar átt­ar.

VG held­ur enn í gömlu NATO-and­stöðuna eins og enn sé háð kalt stríð. Rök­in gegn stækk­un NATO með aðild Norður-Makedónu sýna veik­an grunn and­stöðunn­ar.

Eft­ir að þjóðarör­ygg­is­stefna Íslands var mótuð með aðild að NATO og varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in sem horn­steina myndaðist grund­völl­ur fyr­ir stjórn­ar­sam­starf Sjálf­stæðis­flokks og VG.

For­stokkuð afstaða VG gegn NATO sem birt­ist í umræðum um NATO-aðild Norður-Makedón­íu sýn­ir VG en ekki NATO sem tíma­skekkju.