19.12.2024

Dansinn í listflórunni

Morgunblaðið, fimmtudagur 19. desember 2024.

List­d­ans á Íslandi ★★★★★ Eft­ir Ingi­björgu Björns­dótt­ur. Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag, 2024. Innb., 331 bls., fjöldi ljós­mynda.

Um miðjan tí­unda ára­tug­inn stofnaði Fé­lag ís­lenskra list­d­ans­ara sjóð til að standa fjár­hags­lega að rit­un sögu list­d­ans á Íslandi. Þá voru um 20 ár liðin frá því að Íslenski dans­flokk­ur­inn kom til sög­unn­ar. Marg­ir af fyrstu menntuðu döns­ur­um og dans­kenn­ur­um þjóðar­inn­ar voru á lífi og unnt að nálg­ast frum­heim­ild­ir beint.

Cb1799a4-6a29-4e77-8c9f-8c09019daf02

Leitað var til Árna Íbsen, rit­höf­und­ar og leik­hús­rit­ara Þjóðleik­húss­ins. Hann tók verkið að sér 1998 og hóf öfl­un heim­ilda en sagði sig frá því vegna al­var­legra veik­inda. Ingi­björg Björns­dótt­ir list­d­ans­ari tók síðar að sér sögu­rit­un­ina.

Ingi­björg nýtti sér af efni sem Árni safnaði en seg­ir í for­mála að sjón­ar­horn sitt á sög­una sé annað en hans. Sjón­ar­horn sitt mót­ist af þátt­töku í sög­unni, hún líti á hana „að inn­an“ en Árni hafi komið „að utan“ þótt hann hafi sem leik­hús­rit­ari haft skrif­stofu „við hliðina á bún­ings­her­bergi stúlkn­anna í Íslenska dans­flokkn­um“ í Þjóðleik­hús­inu.

Ingi­björg Björns­dótt­ir stundaði nám í list­d­ansi við List­d­ans­skóla Þjóðleik­húss­ins og við skoska List­d­ans­skól­ann í Ed­in­borg þaðan sem hún lauk námi árið 1963. Hún lauk BA-prófi í sagn­fræði frá ­Há­skóla Íslands árið 2002. Ingi­björg var dans­ari við Þjóðleik­húsið og með Íslenska dans­flokkn­um. Hún kenndi við Ball­ett­skóla Sig­ríðar Ármann og var list­d­ans­kenn­ari við List­d­ans­skóla Þjóðleik­húss­ins frá 1965 og síðar skóla­stjóri hans og fyrsti skóla­stjóri List­d­ans­skóla Íslands frá 1977-1997. Hún stjórnaði nem­enda­sýn­ing­um og samdi flesta dansa fyr­ir þær í 25 ár. Þá gegndi hún marg­vís­leg­um stjórn­ar- og trúnaðar­störf­um fyr­ir list­d­ans­ara og sviðslista­fólk.

Ingi­björg er þannig öll­um hnút­um kunn­ug. Vand­virkni henn­ar, holl­usta við heim­ild­ir og reynsla ger­ir bók­ina List­d­ans á Íslandi að ein­stakri heim­ild um þessa list­grein allt frá upp­hafi henn­ar hér fram til árs­ins 2014 þegar Íslenski dans­flokk­ur­inn hafði starfað í 40 ár.

Ingi­björg seg­ir að við sögu­rit­un­ina hafi hún orðið að gera sér fulla grein fyr­ir þeim „hætt­um sem nánd­in við menn og mál­efni list­grein­ar­inn­ar fólu í sér“ (7). Ingi­björg dreg­ur ekk­ert und­an í frá­sögn­inni en geng­ur aldrei á hlut neins, að minnsta kosti ekki í aug­um þess sem þekk­ir list­d­ans hér sem áhorf­andi og vegna verk­efna á sviði stjórn­sýslu.

Bók­in skipt­ist í tíu kafla: (1) List­d­ans á öld­um áður; (2) Íslensk­ur list­d­ans; (3) Ný kyn­slóð dans­ara; (4) Árin með Erik Bisted; (5) Svipt­ing­ar í Þjóðleik­hús­inu; (6) Íslenski dans­flokk­ur­inn; (7) Fyrsti ís­lenski list­d­ans­stjór­inn; (8) Nýir straum­ar – tíma­mót; (9) Stefnt á alþjóðavett­vang; (10) Dansað á nýrri öld.

Þá fylgja fjór­ir viðauk­ar meg­in­mál­inu: (1) Nem­enda­dans­hátíð í Reykja­vík – Reykja­vik Dance Festi­val; (2) Nokkr­ir sjálf­stæðir dans­hóp­ar; (3) Íslensk­ir dans­ar­ar á er­lendu leik­sviði; (4) List­d­ans­skól­ar.

Bók­in er ríku­lega myndskreytt og er höf­unda mynda getið í sér­stakri skrá, þá eru skrár yfir heim­ild­ir og nöfn en til­vís­an­ir í heim­ild­ir birt­ast í lok hvers kafla. Bók­in er í stóru broti, prentuð á þung­an papp­ír, mynd­ir njóta sín því vel og er lögð alúð við mynda­texta.

Ingi­björg rek­ur sög­una í tímaröð, frá ári til árs. Hún seg­ir frá sýn­ing­um, hverj­ir tóku þátt í þeim og birt­ir til­vitn­an­ir í um­sagn­ir sé þær að finna. Hér má því fylgj­ast með heilli list­grein þró­ast stig af stigi og sjá hvernig með aðstoð er­lendra kenn­ara, stjórn­enda og dans­ara tekst að skapa ís­lensk­um dans­flokki sér­stöðu – hann verður eft­ir­sótt­ur er­lend­is og laðar að sér er­lenda lista­menn, ekki síst dans­höf­unda.

Fé­lagi ís­lenskra list­d­ans­ara var boðið að sýna dans­verk á Lista­mannaþingi sem Banda­lag ís­lenskra lista­manna efndi til í Þjóðleik­hús­inu skömmu eft­ir að það var opnað árið 1950. Sætt­ust fé­lags­kon­ur eft­ir nokkr­ar umræður á að skipta tíma list­d­ans­ins á milli þriggja kvenna. Mest­um tíðind­um þótti sæta að þarna var frum­flutt­ur ball­ett­inn Eld­ur eft­ir Sig­ríði Ármann við tónlist Jór­unn­ar Viðar – fyrsti al­ís­lenski ball­ett­inn og fyrsta nú­tíma­dans­verkið samið hér á landi. Fékk verkið mikið hrós gagn­rýn­enda, meðal ann­ars hér í blaðinu hjá Bjarna Guðmunds­syni sem kallaði ball­ett „dýr­asta djásn allr­ar leik­mennt­ar“ (65).

Af bók­inni má ráða að hér hafi verið mik­ill áhugi á dans­mennt á sjö­unda ára­tugn­um. All­ir Íslend­ing­ar vissu hver Dan­inn Erik Bisted var en hann kom hingað 1952 með Lisu Kær­ega­ard eig­in­konu sinni þegar þau dönsuðu í Leður­blök­unni í Þjóðleik­hús­inu. Bisted tók síðan að sér að verða ball­ett­meist­ari húss­ins auk þess sem hjón­in starf­ræktu list­d­ans­skóla við leik­húsið og hóf hann starf­semi í byrj­un októ­ber 1952. Þegar skól­inn hafði starfað í fimm vet­ur und­ir stjórn Bisteds voru nem­end­ur orðnir 300 (83).

Hjón­in störfuðu hér í átta ár og vonuðu að komið yrði á ball­ett­flokki við leik­húsið. Það gerðist þó ekki við Þjóðleik­húsið fyrr en Sveinn Ein­ars­son hafði tekið við af Guðlaugi Rós­inkr­anz sem þjóðleik­hús­stjóri haustið 1972. Flokk­ur­inn var stofnaður um vorið 1973 en 27. fe­brú­ar 1974 samþykkti Magnús Torfi Ólafs­son mennta­málaráðherra með bréfi „stofn­un list­d­ans­flokks á veg­um Þjóðleik­húss­ins“. Gilti sú skip­an til 1996 þegar Katrín Hall var ráðin list­d­ans­stjóri og nýtt tíma­bil hófst í starfi Íslenska dans­flokks­ins (217) með sjálf­stæðri stjórn. Frá 7. októ­ber 1997 hef­ur flokk­ur­inn átt sam­astað í Borg­ar­leik­hús­inu. Nú eru ákvæði um dans­flokk­inn í lög­um um sviðslist­ir frá 1. júlí 2020 og tóku þau við af regl­um um hann frá 1999 og 2002.

Í þriðja viðauka eru nefnd­ir til sög­unn­ar 24 ís­lensk­ir dans­ar­ar á er­lendu leik­sviði. Hafa nokkr­ir þeirra starfað sem gest­ir á ís­lensku leik­sviði og lagt sitt af mörk­um fyr­ir þróun list­d­ans­ins hér og má þar t.d. nefna Helga Tóm­as­son í Banda­ríkj­un­um og Svein­björgu Al­ex­and­ers í Þýskalandi.

Frá­sögn Ingi­bjarg­ar snýst óhjá­kvæmi­lega mikið um sam­skipti við dans­ara er­lend­is, ís­lenska og er­lenda, kenn­ara og dans­höf­unda. Íslenski dans­flokk­ur­inn hef­ur vakið at­hygli víða um lönd og ýms­ir eft­ir­sótt­ustu dans­höf­und­ar Evr­ópu hafa unnið með hon­um. Á síðari árum hef­ur upp­hefð flokks­ins komið að utan. Á 30 ára af­mæli flokks­ins sagði Katrín Hall sorg­legt að leiðin virt­ist Íslenska dans­flokkn­um „opn­ari er­lend­is en hér heima“. Það væri eins og list­d­ans­inn væri „ekki einn hluti af list­flór­unni“ (243).

Í bók­inni List­d­ans á Íslandi er ein­stæð lýs­ing á þess­ari grein list­flór­unn­ar. Hlúa þarf að grein­inni eins og öðrum viðkvæm­um blóm­um en fyrst og síðast að leyfa henni að vaxa og dafna á eig­in for­send­um.