19.2.2021

Danir efla varnir í Arktis

Morgunblaðið, föstudagur 19. febrúar 2021.

Danska rík­is­stjórn­in vinn­ur nú að fram­kvæmd áætl­un­ar sem kynnt var fimmtu­dag­inn 11. fe­brú­ar und­ir fyr­ir­sögn­inni Arkt­is-kapacitet­spakke . Með Arkt­is (norður­slóðum) er vísað til Fær­eyja og Græn­lands í danska ríkja­sam­band­inu. Orðið kapacitet þýðir af­kasta­geta.

Áætl­un­in var kynnt af danska varn­ar­málaráðherr­an­um Trine Bram­sen. Að baki henni er auka­fjár­veit­ing reist á sam­komu­lagi flokk­anna sex á danska þing­inu sem standa vörð um dansk­ar varn­ir. Fjár­hæðin nem­ur 1,5 millj­örðum DKK eða 32 millj­örðum ISK. Með henni er stefnt að auk­inni af­kasta­getu danska hers­ins í Arkt­is.

Svarað er her­væðingu Rússa í Arkt­is en einnig gagn­rýni inn­an NATO á Dani fyr­ir að verja ekki nægi­lega mikl­um fjár­mun­um til varn­ar­mála miðað við lands­fram­leiðslu.

Sam­starf banda­rísks og nor­ræns herafla í okk­ar heims­hluta snýst um aðgerðir gegn stór­auk­inni her­væðingu Rússa und­an­far­in ár á norður­hjara.

Í öll­um aðgerðum til að svara Rúss­um í norðri er lögð mik­il áhersla á að efla loft­varn­ir í ná­grenni Kóla­skaga, stærsta víg- og kjarn­orku­hreiðurs Rússa, við norður­landa­mæri Nor­egs, Svíþjóðar og Finn­lands.

Flug­her­ir land­anna þriggja stunda sam­eig­in­leg­ar heræf­ing­ar. Banda­ríkja­menn senda lang­dræg­ar sprengjuflug­vél­ar til æf­inga með sænska flug­hern­um yfir Svíþjóð. Banda­rísk­ar eldsneyt­is­flug­vél­ar æfa með finnska flug­hern­um yfir Finn­landi. Fjór­ar banda­rísk­ar sprengju­vél­ar og 200 manna lið verður á næst­unni sent til nokk­urra vikna dval­ar á Ørland-herflug­velli skammt fyr­ir norðan Þránd­heim í Nor­egi.

Allt ger­ist þetta á fá­ein­um miss­er­um sam­hliða því sem flota­stjórn­ir Banda­ríkj­anna og Bret­lands senda her­skip í eft­ir­lits­ferðir inn á Bar­ents­haf sem Rúss­ar líta á sem heima­svæði kjarn­orkukaf­báta sinna. Flota­málaráðherr­ann í stjórn Don­alds Trumps sagði að ferðir banda­rísku her­skip­anna ættu meðal ann­ars að tryggja að ekki skapaðist sama ástand í Norður-Íshafi og í Suður-Kína­hafi þar sem kín­verski flot­inn læt­ur eins og hann hafi vald til að ákveða hverj­ir sigla um hafið.

1563461252494Við Arktis Kommando, dönsku herstjórnina í Nuuk á Grænlandi.

 

 

Kem­ur ekki á óvart

 

Ekki kem­ur á óvart að mik­il rúss­nesk her­væðing í norðri kalli á viðbrögð. Að baki því sem gert er á svo sýni­leg­an hátt eru síðan ögr­an­ir Rússa í net­heim­um. Þeim er haldið rétt neðan við sýni­leg mörk þótt viðbrögðunum sé ekki leynt. Sum nor­ræn yf­ir­völd tala ekki leng­ur um ögr­an­ir í tengsl­um við tölvu­árás­ir held­ur stríð.

Hark­an í Moskvu­vald­inu birt­ist einnig á póli­tíska sviðinu. Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rússa, hótaði á dög­un­um að höggva á öll sam­skipti við ESB-lönd hertu þau á refsiaðgerðum gagn­vart Rúss­um vegna meðferðar­inn­ar á stjórn­ar­and­stæðingn­um Al­ex­ei Navalní og fylg­is­mönn­um hans sem mót­mæla hvarvetna í Rússlandi.

Þess mis­skiln­ings verður vart hér að eng­in viðskipti fari fram milli Íslend­inga og Rússa vegna viðbragða Evr­ópu­ríkja og refsiaðgerða eft­ir inn­limun Krímskaga í Rúss­land fyr­ir sjö árum. Rétt er að Vla­dimir Pút­in Rúss­lands­for­seti ákvað þá að loka á inn­flutn­ing á land­búnaðar­vör­um og fiski til að efla rúss­nesk­an land­búnað og sjáv­ar­út­veg. Rúss­ar kaupa ekki leng­ur sjáv­ar­af­urðir hér held­ur há­tækni­búnað til fisk­vinnslu. Það er í sam­ræmi við stefnu Pút­ins.

Áform Rúss­lands­for­seta um aukna inn­lenda fram­leiðslu til sjáv­ar og sveita hafa á hinn bóg­inn mis­heppn­ast. Nú eru mat­væli flutt inn eft­ir króka­leiðum, til dæm­is fisk­ur í gegn­um Hvíta-Rúss­land. Sú leið lokast vegna of­beld­is Al­ex­and­ers Luka­sj­en­kos for­seta í garð þeirra sem mót­mæla kosn­inga­s­vindli hans.

 

 

Unnið með Dön­um

 

Óhjá­kvæmi­legt er fyr­ir ís­lensk stjórn­völd að fylgj­ast náið með hvað Dan­ir telja nauðsyn­legt að gera til að auka varn­ir Græn­lands og Fær­eyja. Í janú­ar 2007 var gert sam­komu­lag um aukið sam­starf Land­helg­is­gæslu Íslands og danska sjó­hers­ins þegar Søren Gade, þáver­andi varn­ar­málaráðherra Dana, kom hingað til lands. Í sam­komu­lag­inu felst póli­tísk vilja­yf­ir­lýs­ing um að þróa sam­starf þjóðanna í því skyni að efla ör­yggi borg­ar­anna. Hef­ur tví­hliða sam­starfið dafnað í ár­anna rás. Fram­kvæmd þess hlýt­ur að taka mið af stefnu Dana.

Á lista yfir út­gjöld inn­an ramma dönsku auka­fjár­veit­ing­ar­inn­ar ber hæst kostnað vegna tveggja dróna til eft­ir­lits frá Græn­landi, 750 m. DKK (16 ma. ISK) og við að reisa rat­sjár­stöð í Fær­eyj­um, 390 m. DKK (8,4 ma. ISK).

Land­helg­is­gæsl­an hafði dróna að láni frá Sigl­inga­ör­ygg­is­stofn­un Evr­ópu sum­arið 2019 og nýtti hann til eft­ir­lits á haf­inu. Til dæm­is stóð drón­inn áhafn­ir nokk­urra skipa að ólög­legu brott­kasti á fiski. Þá hafði hann uppi á skip­um sem hurfu úr sjálf­virkri til­kynn­ing­ar­skyldu til vakt­stöðvar sigl­inga. Drón­inn hafði allt að tíu tíma sam­fellt flugþol og mátti senda hann um 700 kíló­metra frá landi.

Dan­ir hafa ekki ákveðið hve stóra dróna þeir kaupa en gildi þess að nota þá á Græn­landi er aug­ljóst vegna stærðar lands­ins og aðstæðna allra.

Land­helg­is­gæsl­an gegn­ir lyk­il­hlut­verki af hálfu ís­lenskra stjórn­valda sem sam­starfsaðili við banda­lagsþjóðir og nor­ræn­ar sam­starfsþjóðir. Þetta alþjóðlega hlut­verk Gæsl­unn­ar ber að efla. Það styrk­ir hana einnig inn á við eins og sannaðist til dæm­is í óveðrinu mikla í des­em­ber 2019 þegar flutn­inga­vél danska flug­hers­ins flutti menn og búnað norður í land.

Nú eiga ís­lensk stjórn­völd að beita sér fyr­ir viðræðum við ráðamenn í Nuuk, Þórs­höfn og Kaup­manna­höfn um hvernig best sé að sam­hæfa all­ar aðgerðir til að átak danskra stjórn­valda til að efla ör­yggi á okk­ar slóðum skili sem mest­um ár­angri.

Meðal þess sem er boðað í áætl­un dönsku stjórn­ar­inn­ar er meiri þjón­usta frá gervi­tungl­um í þágu eft­ir­lits á haf­inu, 85 m. DKK (1,8 ma. ISK) verður varið í því skyni. Sam­starf um slíkt eft­ir­lit yrði hval­reki fyr­ir inn­lenda aðila.

Í grein um flu­gör­yggi í Morg­un­blaðinu í vik­unni var bent á nauðsyn þess að færa EGNOS-leiðrétt­ing­ar­merki frá sístöðutungl­um vest­ar hér á landi. Það ætti að verða sam­eig­in­legt verk­efni ís­lenskra og græn­lenskra yf­ir­valda að vinna að slíku gervi­tungla­verk­efni.

Átaksáætl­un Dana lýt­ur ekki ein­ung­is að hernaðarleg­um þátt­um held­ur er tekið fram í sam­komu­lagi flokk­anna að efla eigi getu danska hers­ins til þátt­töku í borg­ara­leg­um verk­efn­um eins og björg­un­araðgerðum, viðbúnaðar­verk­efn­um, um­hverfis­eft­ir­liti, fisk­veiðieft­ir­liti og lofts­lags­rann­sókn­um.

 

 

Náið sam­ráð

 

Í til­kynn­ingu dönsku stjórn­mála­flokk­anna sem að sam­komu­lag­inu standa er lögð rík áhersla á náið sam­ráð og sam­töl. Í fyrsta lagi við stjórn­völd í Fær­eyj­um og á Græn­landi og í öðru lagi við Banda­ríkja­menn, ná­læg­ar strandþjóðir, banda­menn inn­an NATO og ríki sem eiga aðild að alþjóðasamn­ing­um um svæðið.

Í Kaup­manna­höfn er eng­inn efi um stuðning frá fær­eysk­um og græn­lensk­um stjórn­völd­um við boðuð áform í átaks­verk­efn­inu í norðri.

Íslensk stjórn­völd og stjórn­mála­menn búa að ára­tuga reynslu af umræðum um breyt­ing­ar á viðbúnaði til varna á Íslandi vegna breyttra aðstæðna á Norður-Atlants­hafi. Hana ber að nýta eins og kost­ur er til að styrkja sam­starfið við Dani, Fær­ey­inga og Græn­lend­inga. Nú gefst ein­stakt tæki­færi til þess.