30.10.2020

Byrinn minnkar í seglum Bidens

Morgunblaðið, föstudagur 30. október 2020

Don­ald Trump for­seti á í vök að verj­ast vegna heims­far­ald­urs­ins. Um helg­ina sagði nán­asti sam­starfsmaður hans að for­seta­embættið hefði ekki stjórn á far­aldr­in­um, lækn­ing­ar og bólu­efni væru vopn­in sem dygðu.

Joe Biden, keppi­naut­ur Trumps, seg­ir þetta sýna að for­set­inn sé óhæf­ur til að leiða þjóðina á hættu­stund. Viðbrögð for­set­ans ráðist af „karakt­er“ hans sem skaði ekki aðeins banda­rísku þjóðina held­ur álit Banda­ríkj­anna á alþjóðavett­vangi.

Don­ald Trump vill að kosn­inga­bar­átt­an snú­ist mest um hann sjálf­an sem per­sónu frek­ar en stefnu hans og störf. Hann er of sjálf­hverf­ur til að stefn­an skili sér þegar hann læt­ur gamm­inn geisa.

Þegar dró að kjör­degi fyr­ir fjór­um árum kvörtuðu Trump og stuðnings­menn hans und­an því að fjöl­miðlar þegðu um efni tölvu­bréfa Hillary Cl­int­on sem rúss­nesk­ir tölvuþrjót­ar stálu og birtu.

Nú snýr kvört­un­in að því að fjöl­miðlar segi ekki frá upp­ljóstr­un­um frá fjár­fest­in­um Tony Bobul­inski, fyrr­ver­andi sjó­liða, sem hef­ur af­hent Wall Street Journal (WSJ) tölvu­bréf og síma­skila­boð sem blaðið seg­ir að sýni að Hun­ter, son­ur Joes Bidens, og Joe sjálf­ur hafi ekki hreint mjöl í poka­horn­inu í viðskipt­um við Kín­verja.

Kimberley A. Strassel, í leiðara­hópi WSJ og dálka­höf­und­ur, seg­ir að fjöl­miðlar sem hafi í fjög­ur ár birt efni um Moskvu­viðskipti Don­alds Trumps þegi um þessi Biden-viðskipti, þá séu gögn­in frá Bobul­inski þess eðlis að allt tal um að Rúss­ar stundi þarna óhróður sé úr lausu lofti gripið. Gögn­in veki al­var­leg­ar spurn­ing­ar um hvort Hun­ter ógni þjóðarör­yggi kom­ist faðir hans til valda, að auki sé margt óljóst um hlut Joes Bidens sjálfs. Hann neiti að ræða málið en kjós­end­ur verði að dæma. Miðað við hvernig Hun­ter hafi hagað sér í Kína, Úkraínu, Kasakst­an og ann­ars staðar eigi miklu meira eft­ir að koma í ljós.

Að kvöldi þriðju­dags 27. októ­ber ræddi Tucker Carl­son á Fox-frétta­sjón­varps­stöðinni við Bobul­inski sem herti á ásök­un­um í garð Biden-fjöl­skyld­unn­ar. Joe Biden gæti ekki fríað sig ábyrgð.

IStock-587789666Sterk­ur efna­hag­ur

Í út­tekt leiðara­höf­unda WSJ sem birt­ist fyr­ir rúmri viku seg­ir að efna­hags­líf Banda­ríkj­anna styrk­ist hraðar þegar dreg­ur úr höft­um vegna far­ald­urs­ins en hag­fræðing­ar væntu, sigri Biden taki hann við þjóðarbúi með öfl­ug­um vaxt­ar­brodd­um.

Hús­næðismarkaður­inn blómstri, smá­fyr­ir­tæki sæki í sig veðrið og iðnaðar­starf­semi auk­ist. Þegar Covid-19-bólu­efni komi til sög­unn­ar og meðferð vegna far­ald­urs­ins efl­ist auk­ist hag­vöxt­ur. Þjón­ustu­grein­ar lifni að nýju þegar ör­yggis­kennd Banda­ríkja­manna vaxi og seðlabank­inn muni halda vöxt­um lág­um eins lengi og hon­um sé fært. Joe Biden þurfi ekki að aðhaf­ast neitt sem for­seti, það verði mik­ill hag­vöxt­ur árin 2021 og 2022.

Sagt er að efna­hags­stefna Joes Bidens sé þess eðlis að banda­rísk­ir fjár­sýslu­menn tækju henni illa við venju­leg­ar aðstæður, hann boði hærri skatta á fyr­ir­tæki og fjár­festa, hert­ar aðgerðir gegn jarðefna­eldsneyti, öfl­ugri verka­lýðsfé­lög og meiri íhlut­un rík­is­ins í heil­brigðismál.

Þetta leggst þó ekki al­farið illa í hefðbundna and­stæðinga demó­krata, marg­ir andi raun­ar létt­ar. Biden sé að minnsta kosti betri en El­iza­beth War­ren eða Bernie Sand­ers, öld­unga­deild­arþing­menn demó­krata sem séu óvin­veitt­ari at­vinnu­rek­end­um en Biden. Hann sé jafn­vel einnig betri en Don­ald Trump sem stjórni efna­hags­mál­um frá degi til dags án fyr­ir­sjá­an­leika.

Matsaðilar eins og Moo­dy's Ana­lytics og Goldm­an Sachs segja að nái Biden kjöri og demó­krat­ar meiri­hluta á þingi verði hag­vöxt­ur hraðari í Banda­ríkj­un­um en ella þótt skuld­ir kunni að aukast. Sum­ir íhalds­sam­ir hag­fræðing­ar eru ósam­mála þessu og spá því að boðaðar skatta­hækk­an­ir Bidens á fyr­ir­tæki, stóra banka, efna­menn og eign­ir fækki störf­um, minnki sparnað og fjár­fest­ing­ar sem dragi úr vexti.

Oft er fjár­stuðning­ur við fram­bjóðend­ur tal­inn mæli­kv­arði á vel­gengni þeirra. Í ág­úst og sept­em­ber söfnuðust 750 millj­ón­ir doll­ara í kosn­inga­sjóð Bidens. Er svo mik­il fjár­hæð eins­dæmi, sama til hvaða for­setafram­bjóðanda er litið.

 

Um­skipt­ing­ar

Fyr­ir banda­rísku kosn­ing­arn­ar eins og jafn­an í kosn­ing­um bein­ist at­hygli mjög að þeim sem lýsa op­in­ber­lega yfir brott­hvarfi úr einu liði og ganga í annað.

Tutt­ugu fyrr­ver­andi al­rík­is­sak­sókn­ar­ar í Banda­ríkj­un­um, all­ir í flokki re­públi­kana, birtu opið bréf þriðju­dag­inn 27. októ­ber þar sem þeir sökuðu Don­ald Trump um að vega að rétt­ar­rík­inu og lýstu stuðningi við Joe Biden. Sé litið á starfs­fer­il sak­sókn­ar­anna spann­ar hann valda­tíma allra for­seta re­públi­kana frá Dwig­ht Eisen­hower á sjötta ára­tugn­um til Geor­ge W. Bush.

Marg­ir skipu­lagðir hóp­ar re­públi­kana snú­ast op­in­ber­lega gegn end­ur­kjöri Trumps. Þar má nefna: Kjós­end­ur re­públi­kana gegn Trump, fyrr­ver­andi þjóðarör­ygg­is­starfs­menn úr röðum re­públi­kana fyr­ir Biden, fyrr­ver­andi starfs­menn 43 fyr­ir Biden, í þeim hópi eru hundruð emb­ætt­is­manna sem störfuðu fyr­ir Geor­ge W. Bush, 43. for­seta Banda­ríkj­anna.

Á Twitter hef­ur Don­ald Trump kallað þessa um­skipt­inga „mann­fýl­ur“.

Blaðamaður­inn heims­frægi Bob Woodw­ard gaf í sept­em­ber út bók­ina Rage – Bræði – um stjórn­artíð Trumps. Hún er meðal ann­ars reist á löng­um sam­töl­um við for­set­ann sem Woodw­ard hljóðritaði og birti á net­inu til að forðast ásak­an­ir um fals­frétt­ir.

Bob Woodw­ard seg­ir Trump hafa brugðist banda­rísku þjóðinni með því að hefja ekki taf­ar­lausa gagn­sókn gegn kór­ónu­veirunni, til dæm­is í stefnuræðu sinni 4. fe­brú­ar 2020, hann vék þá að veirunni í aðeins 15 sek­únd­ur.

Vegna út­gáfu bók­ar­inn­ar á þýsku ræddi blaðamaður Der Spieg­el við Woodw­ard. Hann spurði hvers vegna Trump hefði ekki tekið fast­ar á veirunni í upp­hafi. Bob Woodw­ard svaraði:

„Eft­ir að hafa skrifað allt þetta um hann og eft­ir að hafa rætt við hann í níu klukku­stund­ir á þessu eina ári held ég að hann átti sig ekki á skyldu for­set­ans til að vernda þjóðina og hann átt­ar sig ekki á skyldu sinni til að segja satt. Og hann átt­ar sig ekki á siðferðilegri skyldu sinni við fram­kvæmd embættis­verka sinna sem for­seti. Ég veit að nokkr­ir öld­unga­deild­arþing­menn re­públi­kana eru sam­mála því að Trump sé rang­ur maður í þetta starf, þeir vilja þó ekki segja það op­in­ber­lega og þegja. Með þá vitn­eskju sem ég hafði ætlaði ég ekki að slást í hóp þeirra sem þegja.“

Allt get­ur enn gerst í banda­rísk­um stjórn­mál­um. Hark­an gegn Biden vegna spill­ing­ar­mála eykst. Trump þeyt­ist á milli kosn­inga­funda í úr­slita­ríkj­un­um en Biden fer sér hæg­ar. Um miðja vik­una hafði Trump haldið 45 kosn­inga­fundi frá flokksþingi re­públi­kana 27. ág­úst en Biden aðeins 27. Ger­ir sókndirfsk­an á loka­dög­un­um gæfumun­inn fyr­ir Trump?

Hann sigraði árið 2016 þvert á spár helstu álits­gjafa og frétta­skýrenda. All­ir slá því varnagla þegar for­skot Bidens í skoðana­könn­un­um er rætt. Að úti­loka end­ur­tek­inn sig­ur Trumps er óvar­legt. Áhyggj­ur af viðbrögðum tapi hann eru ekki ástæðulaus­ar.

Árið 2016 taldi ég lík­legt að Trump tapaði. Ég er enn sömu skoðunar. Ósk­hyggj­an má sín oft lít­ils.