22.6.2024

Brugðist við lögregluóvild Pírata

Morgunblaðið, laugardagur 22. júní 2024.

Fyr­ir nokkr­um miss­er­um hreyfðu vinst­ris­innaðir demó­krat­ar því víðs veg­ar í Banda­ríkj­un­um að leggja niður lög­gæslu og inn­leiða öfl­ugri fé­lags­legri þjón­ustu í staðinn. Spruttu hug­mynd­irn­ar af frétt­um um harka­lega fram­göngu lög­reglu­manna, einkum gegn blökku­mönn­um.

Vegna til­lagna í þessa veru ákvað sjón­varps­stöð að senda fréttateymi inn í blökku­manna­hverfi í New York. Rætt var við þá sem urðu á vegi teym­is­ins og efnið síðan birt í frétt­um. Má segja að þar með hafi til­lag­an um brott­hvarf lög­reglu verið drep­in því að viðmæl­end­urn­ir töldu það ein­fald­lega aðför að ör­yggi sínu, lífi og lim­um auk eigna sinna, ef lög­regla hyrfi úr hverf­inu.

Þessi stíl­færða saga af póli­tískt van­hugsaðri og mis­heppnaðri lög­regluóvild í Banda­ríkj­un­um kem­ur í hug­ann vegna end­ur­tek­inna árása Andrés­ar Inga Jóns­son­ar, þing­manns Pírata, á ís­lenska lög­reglu­menn.

Þing­mann­in­um er svo illa við lög­regl­una að hann réð ekki við sig þegar hann tók til máls um at­kvæðagreiðslu vegna út­lend­ingalag­anna 14. júní. Þá rifjaði hann upp, án þess að það snerti þessi lög á nokk­urn hátt, að á fund­um for­sæt­is­nefnd­ar þings­ins hefði hann rætt „hversu ólíðandi“ það væri að líf­verðir for­sæt­is­ráðherra væru „á stjákli hér inn­an þing­húss­ins“. Það væri „óþolandi og ekki til sóma að sér­sveit­armaður lög­regl­unn­ar“ væri í hliðarsal á meðan þing sæti að störf­um. „Ég fer fram á það að for­seti losi Alþingi við þessa starfs­menn vald­stjórn­ar­inn­ar núna strax,“ krafðist þessi 5. vara­for­seti alþing­is.

Birg­ir Ármanns­son þing­for­seti sagðist hafa heyrt þess­ar at­huga­semd­ir en jafn­an brugðist við með þeim hætti að ör­yggis­atriði yrði að ákveða í sam­ráði við lög­reglu. Þá hrópaði Andrés Ingi: „Hætta því … ekk­ert til að verja hér.“ Bað for­seti þing­mann­inn „um að hafa hljóð“.

Í viðtali við Vísi 18. júní sagði Andrés Ingi að það hefði ein­fald­lega átt að hætta við hátíðar­höld­in á Aust­ur­velli 17. júní eða færa þau annað í stað þess að auka ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir á Aust­ur­velli.

Sjálf­ur slóst þingmaður­inn í hóp mót­mæl­enda eft­ir eld­hús­dagsum­ræður á alþingi að kvöldi 12. júní. Létu þing­menn Pírata mikið með að þeir hefðu fengið sviða í augu af piparúða eft­ir að mót­mæl­in espuðust við ferðir þing­manna.

1497736

Lögregla í varðstöðu gegn mótmælendum fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar (mynd: mbl.is/Kristinn Magnússon).

Auðvitað dett­ur eng­um skyn­söm­um manni í hug að leiðin til að gæta ör­ygg­is hér sé að af­nema lög­gæslu. Það sjón­ar­mið á hins veg­ar upp á pall­borðið hjá Pír­öt­um sem vilja greini­lega standa und­ir nafni að þessu sinni.

Sé þörf á harðari vald­beit­ingu lög­reglu og aukn­um ráðstöf­un­um til að hafa hem­il á aðgerðar­sinn­um og mót­mæl­end­um með per­sónu­legri gæslu og hindr­un­um á borð við járn­grind­ur við Aust­ur­völl má rekja það til tveggja meg­inþátta: meiri ribb­alda­hátt­ar aðgerðarsinna en áður og of fáliðaðrar lög­reglu.

Pírat­ar fagna bæði ribb­alda­hætti og veik­b­urða lög­gæslu, þeir ýta bæði und­ir uppi­vöðslu og minni varðstöðu lög­reglu­manna. Þegar rætt var um fáliðaða lög­reglu á alþingi 7. fe­brú­ar 2024 sagði Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Pírata, að aukn­ar vald­heim­ild­ir lög­reglu, aukn­ar heim­ild­ir henn­ar til að fylgj­ast með at­höfn­um al­mennra borg­ara og til þess að beita lík­am­legu valdi væru ekki „raun­veru­leg­ar af­brota­varn­ir“. Slík­ar varn­ir fæl­ust í aukn­um skiln­ingi og sam­kennd í sam­fé­lag­inu. Þetta er boðskap­ur í ætt við þann sem lá að baki til­lög­um vinst­ris­innaðra banda­rískra demó­krata um að afmá lög­regl­una.

Ára­tug­um sam­an hef­ur skort nægi­leg­an stuðning á alþingi við að laga heim­ild­ir og búnað lög­reglu að gjör­breyttu starfs­um­hverfi henn­ar. Á þing­inu sem nú er að ljúka hafa Pírat­ar staðið í for­ystu gegn laga­breyt­ing­um sem miða að því að styrkja og skýra heim­ild­ir lög­reglu til að grípa til aðgerða gegn af­brot­um eða at­höfn­um sem raskað geta ör­yggi borg­ar­anna og rík­is­ins og af­brot­um sem tengj­ast skipu­lagðri brot­a­starf­semi auk af­brota sem fram­in eru á net­inu.

Í grein hér í blaðinu miðviku­dag­inn 19. júní sagði Óli Björn Kára­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, að ábyrgð þeirra þing­manna sem stæðu í vegi fyr­ir fram­gangi frum­varps dóms­málaráðherra um þetta efni á alþingi væri mik­il og raun­ar próf­steinn á það hvort hægt væri að eiga við þá sam­starf í erfiðri bar­áttu gegn upp­gangi skipu­lagðra alþjóðlegra glæpa­hópa og verj­ast öðrum ytri ógn­un­um. Hann sagði að því yrði illa trúað að stjórn­mála­menn og -flokk­ar sem hæst töluðu um mann­rétt­indi legðu steina í götu lög­regl­unn­ar til að verja frelsi ein­stak­linga.

Þrátt fyr­ir staðreynd­ir sem þess­ar hafa þing­flokk­ar staðið gegn um­bót­um á lög­gæslu hér árum sam­an. Sam­starfs­mál flokka þurfa að vera brýn til að til sátta sé slegið af kröf­um um nauðsyn­leg úrræði fyr­ir lög­reglu í þágu ör­ygg­is borg­ar­anna.

Vinst­ris­inn­ar á þingi hafa elt Pírata í út­lend­inga­mál­um. Fyr­ir þá sök hef­ur verið vegið að grunnþátt­um fé­lags­legr­ar þjón­ustu í land­inu með meira álagi en góðu hófi gegn­ir. Tug­ir millj­arða hafa runnið úr rík­is­sjóði fram hjá öll­um venju­leg­um regl­um um samþykki alþing­is við op­in­ber­um út­gjöld­um.

Þeir sem hæst gagn­rýna fjár­mála­stjórn­ina á alþingi skauta jafn­an fram hjá þess­um út­gjaldalið.

Með samþykkt á út­lend­ingalaga­frum­varpi Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur dóms­málaráðherra 14. júní urðu til ný tæki til að ná betri stjórn á út­lend­inga­mál­un­um. Með samþykkt lög­reglu­laga­frum­varps ráðherr­ans nú í þinglok fær lög­regl­an betri tæki til að tak­ast á við sí­fellt flókn­ari verk­efni. Með af­greiðslu frum­varps­ins svar­ar þing­heim­ur Pír­öt­um á hæfi­leg­an hátt og sýn­ir lög­regl­unni verðugan stuðning.