26.7.2019

Boris á brexit-bylgjunni

Morgunblaðið, föstudagur 26. júlí 2019.

All­ir sem lásu það sem Bor­is John­son skrifaði sem frétta­rit­ari The Daily Tel­egraph í Brus­sel í upp­hafi tí­unda ára­tug­ar­ins sáu að þar fór maður sem hafði gam­an af því að gera gys að Evr­ópu­sam­band­inu og ýta und­ir tor­tryggni í þess garð.

Hann tí­undaði til dæm­is að Brus­sel-menn vildu staðla lík­kist­ur, lykt af hús­dýra­áb­urði og krefjast þess að sjó­menn bæru hár­net við fisk­veiðar. Hann varaði við yfirþjóðlegu valdi með spám um skyldu til að bera evr­ópsk nafn­skírteini og að Frakk­ar, Þjóðverj­ar og Hol­lend­ing­ar yrðu kjörn­ir í neðri deild breska þings­ins.

Hann er ekki hætt­ur að segja sög­ur af ESB. Á húsþingi með íhalds­mönn­um á dög­un­um beygði hann sig við ræðupúltið og lyfti reyktri síld í loft­tæmd­um umbúðum. Þar mætti sjá dæmi um kostnað sem skriff­inn­ar í Brus­sel legðu á síld­ar­kaup­mann frá eyj­unni Mön. Hverj­um svona pakka yrði svo að fylgja – og hann beygði sig aft­ur við ræðupúltið – „svona plastik-klaka­poki! Til­gangs­laus, dýr, skaðvænn fyr­ir um­hverfið, heilsu og ör­yggi“.

Áheyr­end­ur hlógu eins og venju­lega þegar John­son fer á kost­um. Þegar sýnt var frá at­vik­inu í BBC skóf fréttamaður­inn ekki utan af því held­ur sagði John­son hafa logið hressi­lega á fund­in­um. Klaka­pok­inn sem vakti mesta hneyksl­un átti ekk­ert skylt við ESB held­ur gerðu bresk heil­brigðis­yf­ir­völd ein og óstudd kröfu um hann. Í fjöl­miðlum var síðan spurt: Skipt­ir máli hvort for­sæt­is­ráðherra Bret­lands fari frjáls­lega með sann­leik­ann?


BorisBoris Johnson stjórnar fyrsta ríkisstjórnarfundi sínum fimmtudaginn 25. júlí 2019.

Her­hvöt til íhalds­manna

Þegar Bor­is John­son gerði grín að ESB sem frétta­rit­ari í Brus­sel og ýtti und­ir for­dóma margra í Íhalds­flokkn­um í garð sam­bands­ins er ólík­legt að hon­um hafi til hug­ar komið að bresk brex­it-bylgja mundi 30 árum síðar fleyta hon­um í for­sæt­is­ráðherra­stól­inn.

Ein­mitt það hef­ur nú gerst. Þegar úr­slit­in inn­an Íhalds­flokks­ins lágu fyr­ir að morgni þriðju­dags 23. júlí flutti John­son leiðtogaræðu.

Hann vék að flokkn­um og 200 ára sögu hans. Íhalds­menn hefðu alltaf skynjað best mann­legt eðli og hvernig best væri að skapa jafn­vægi milli ólíkra eðlis­hvata (e. inst­incts). Hvað eft­ir annað hefði þjóðin náð mark­miði sínu með styrk Íhalds­flokks­ins, eign­ast eig­in heim­ili, fengið svig­rúm til að afla og verja eig­in fjár­mun­um og til að skapa eig­in fjöl­skyldu hæfi­legt skjól. Ávallt hefði flokk­ur­inn komið til móts við sann­ar og göf­ug­ar eðils­hvat­ir.

Sama mætti segja um eðlis­hvöt­ina til að deila með öðrum og veita öll­um jöfn tæki­færi í líf­inu. Og til að gæta þeirra fá­tæk­ustu og mest þurfandi og til að stuðla al­mennt að góðu sam­fé­lagi. Und­an­far­in 200 ár hefðu íhalds­menn haft mest­an skiln­ing á því hvernig ætti að höfða til þess­ara eðlis­hvata og stilla þær sam­an á þann veg að þær yrðu allri þjóðinni til heilla.

Bor­is John­son sagði að nú á þessu sögu­lega augna­bliki kæmi enn í hlut íhalds­manna að finna jafn­vægi milli tveggja ólíkra til­finn­inga. Ann­ars veg­ar vildu Bret­ar eiga náin og góð viðskipti og öfl­ugt sam­starf í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um við evr­ópsk­ar sam­starfsþjóðir sín­ar en hins veg­ar vildu þeir njóta lýðræðis­legr­ar sjálfs­stjórn­ar í eig­in landi. Í báðum til­vik­um væri um djúp­ar og heit­ar til­finn­ing­ar að ræða. Vissu­lega mætti taka und­ir með þeim sem teldu þessi sjón­ar­mið ósætt­an­leg og verk­efnið óvinn­andi. Hann sagðist hins veg­ar sann­færður um að sér og flokkn­um tæk­ist að finna viðun­andi lausn.

Í leiðtoga­kjör­inu hefði hann bar­ist und­ir kjör­orði um að fram­kvæma brex­it, það er úr­sögn Breta úr ESB, sam­eina þjóðina og sigra Jeremy Cor­byn, leiðtoga Verka­manna­flokks­ins. Þá ætlaði að hann að blása nýj­um krafti í þjóðlífið. Brex­it yrði í síðasta lagi 31. októ­ber 2019. Öll tæki­færi sem úr­sögn­inni fylgdu yrðu nýtt til fulls af eld­móði og sjálfs­trausti. Þjóðin yrði eins og risi sem rís af dvala og hrist­ir af sér hlekki eig­in van­mátt­ar­kennd­ar og nei­kvæðni með betri mennt­un, betri innviðum, fleiri lög­reglu­mönn­um, frá­bær­um ljós­leiðara sem teng­ist hverju heim­ili.

Her­hvöt til þings­ins

Bor­is John­son for­sæt­is­ráðherra flutti þjóðinni fyrsta ávarp sitt í Down­ing-stræti síðdeg­is miðviku­dag­inn 24. júlí. Staðið yrði við sí­end­ur­tek­in lof­orð þings­ins við þjóðina og horfið úr ESB 31. októ­ber, hvað sem taut­ar og raul­ar.

Í stefnuræðu í neðri deild breska þings­ins að morgni fimmtu­dags 25. júlí sagði nýi for­sæt­is­ráðherr­ann að hann og all­ir ráðherr­ar hans hefðu skuld­bundið sig til að tryggja að Bret­ar færu úr ESB 31. októ­ber. Gerðist það ekki yrði breska stjórn­mála­kerfið fyr­ir gíf­ur­legu áfalli vegna trúnaðarbrests.

Hann sagðist helst kjósa að segja skilið við ESB með samn­ingi. Enn mætti ná því marki og hann ætlaði að leggja sig all­an fram í því skyni. Þingið hefði þris­var sinn­um hafnað skilnaðarsamn­ingi for­vera síns.

Eng­in þjóð sem mæti eigið sjálf­stæði og sjálfs­virðingu samþykkti samn­ing sem svipti hana efna­hags­legu sjálf­stæði og sjálf­stjórn. Eng­inn samn­ing­ur næðist án þess að varnagla­ákvæðið vegna landa­mæra á Írlandi yrði fjar­lægt. Landa­mæra­málið ætti að vera hluti framtíðarsamn­inga um tengsl Bret­lands og ESB.

Án samn­ings yrðu Bret­ar að sjálf­sögðu að segja skilið við ESB án samn­ings. Næstu 98 daga yrði að beita of­urafli til að búa þannig um hnúta að brott­för án samn­ings raskaði þjóðlíf­inu eins lítið og verða mætti.

Þetta sner­ist ekki aðeins um tækni­lega þætti held­ur um að skýra efna­hags­stefnu sem tryggði sam­keppn­is­hæfni og fram­leiðni breskra fyr­ir­tækja þegar þau losna und­an ESB-regl­um.

Ný rík­is­stjórn

Bor­is John­son stokkaði ekki upp í rík­is­stjórn eig­in flokks held­ur hreinsaði út 17 ráðherra. Hann myndaði nýja rík­is­stjórn. Með hreins­un­inni styrkti hann ekki stöðu sína inn­an þing­flokks íhalds­manna. Hann eignaðist öfl­ug­an hóp óvin­veittra þing­manna.

John­son glím­ir við sama vanda og Th­eresa May. Hann skort­ir meiri­hluta í neðri deild breska þings­ins. Þing­menn vilja ekki úr ESB án samn­ings. Þeir hafa ályktað í þá veru oft­ar en einu sinni.

Michael Gove er áfram ráðherra. Þeir John­son börðust hlið við hlið fyr­ir brex­it en síðan rofnaði póli­tískt banda­lag þeirra. Gove und­ir­býr nú úr­sögn úr ESB án samn­ings. Við hlið sína hafa John­son og Gove nú Dom­inic Cumm­ings, heil­ann á bakvið sig­ur út­göngus­inna þvert á all­ar spár í brex­it-at­kvæðagreiðslunni árið 2016.

Snúi Bor­is John­son mál­um sér í vil á 98 dög­um og leiði Breta úr ESB bregst póli­tíska náðar­gáf­an hon­um ekki. Hann hef­ur lagt allt und­ir í þágu brex­it. Þung­inn sem hann legg­ur á brex­it án samn­ings kann að breyta af­stöðu Brus­sel-manna. Liðsskip­an ráðherra og ráðgjafa gef­ur til kynna að kosn­ing­ar séu í kort­un­um. Það er öfl­ug­asta vopnið til að hreyfa við þing­mönn­um.