11.9.2021

Bjartsýni í efnahagsmálum

Morgunblaðið, laugardagur 11. september 2021

Hag­stofa Íslands tel­ur að Covid-far­ald­ur­inn hafi leitt til ann­ars mesta sam­drátt­ar í lands­fram­leiðslu okk­ar Íslend­inga. Vegna far­ald­urs­ins löguðu stjórn­völd hér og í ná­granna­lönd­un­um stjórn rík­is­fjár­mála að nýj­um, erfiðum aðstæðum. Nú þegar sést von­andi fyr­ir end­ann á sótt­varna­höml­um birt­ast víða vanga­velt­ur um fram­haldið, hvort snúið verði til sömu stjórn­ar­hátta og áður eða róið á ný mið.

Hér á landi bend­ir margt til þess að um hraðan efna­hags­bata verði að ræða enda sé haldið rétt á mál­um. Sömu sögu er að segja um Banda­rík­in. Hæg­ari vexti er spáð inn­an ESB.

Far­ald­ur­inn varð til þess að rík­is­sjóði Íslands var beitt af mikl­um þunga til að pest­in ylli ekki óbæt­an­leg­um skaða á efna­hags­leg­um grunnstoðum. Auðveldaði sterk staða rík­is­sjóðs í upp­hafi all­ar ákv­arðanir um þetta efni auk bjart­sýni Bjarna Bene­dikts­son­ar, efna­hags- og fjár­málaráðherra, á að þessi beit­ing á rík­is­fjár­mál­un­um leiddi til þess að hjól­in færu hratt af stað að nýju þegar slaknaði á höml­un­um.

Á undra­skömm­um tíma hef­ur at­vinnu­lífið svo tekið kipp eins og sjá má á þjóðlíf­inu og heyra á öll­um árs­fund­um sam­taka og op­in­berra stofn­ana sem efnt er til um þess­ar mund­ir.

RdindexRannís, rann­sóknamiðstöð Íslands, hélt árs­fund sinn fimmtu­dag­inn 9. sept­em­ber. Þar fagnaði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra því hve vel hefði miðað við fjár­mögn­un rann­sókna- og þró­un­ar­verk­efna á kjör­tíma­bil­inu enda hefði rík­is­stjórn­in sett skýr mark­mið um það í sátt­mála sinn.

Fyrstu og skýr­ustu um­skipt­in í ís­lensku at­vinnu­lífi eft­ir aðild­ina að evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES) árið 1994 urðu á sviði rann­sókna og þró­un­ar. Í ár­anna rás hafa ís­lensk­ir vís­inda­menn og sér­fræðing­ar svo staðið að öfl­ug­um og sam­keppn­is­fær­um um­sókn­um í evr­ópska rann­sókna­sjóði.

Á sjö ára fresti er þess­um sjóðum sett mark­mið og lauk einu slíku tíma­bili í fyrra. Þá greiddu ís­lensk stjórn­völd 80 millj­ón­ir evra í sam­eig­in­lega sjóðinn en til Íslend­inga og sam­starfs­manna þeirra um um­sókn­ir runnu styrk­ir sem námu um 140 millj­ón­um evra.

Sé litið á þetta sem mæli­kv­arða um gæði rann­sókna hér á landi geta þeir sem að þeim vinna vel við unað. Á fáum sviðum eru kröf­ur um gæði um­sókna meiri en þegar sótt er í evr­ópsku sjóðina. Sam­keppn­in er gíf­ur­lega hörð. Að þess­ari staðreynd verður að huga á öll­um stig­um ís­lenska skóla- og mennta­kerf­is­ins. Sé slegið af kröf­um inn­an þess bitn­ar þjálf­un­ar­leysi, til dæm­is við að þreyta próf, á nem­end­um síðar þegar reyn­ir á sam­keppn­is­hæfni og út­hald.

Sé litið á hlut­fall út­gjalda til rann­sókna og þró­un­ar miðað við verga lands­fram­leiðslu er Ísland nú í 7. sæti meðal Evr­ópu­landa. Hall­grím­ur Jónas­son, for­stjóri Rannís, sagði á árs­fund­in­um að nú mætti eygja að því mark­miði yrði náð að út­gjöld vegna þessa mála­flokks yrðu 3% af lands­fram­leiðslu.

Þegar pen­inga­stefnu­nefnd kynnti vaxta­ákvörðun sína 25. ág­úst 2021 sagðist Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri afar bjart­sýnn á efna­hags­horf­ur til skamms tíma. Að ein­hverju leyti gæti far­sótt­in reynst „bless­un í dul­ar­gervi“. Ferðaþjón­ust­an hætti að vera jafn yf­ir­gnæf­andi og áður þar sem aðrar grein­ar sæktu í sig veðrið. Taldi hann að nú hæf­ist nýtt fram­fara­skeið þjóðar­inn­ar.

Vegna þess­ara orða er nær­tæk­ast að líta til hug­verkaiðnaðar­ins svo­nefnda, fjórðu stoðar efna­hags- og at­vinnu­lífs­ins, rann­sókna, þró­un­ar og ný­sköp­un­ar.

Í fyrra námu út­flutn­ings­tekj­ur hug­verkaiðnaðar um 158 millj­örðum króna – 103% meira en árið 2013. Hlut­deild hug­verkaiðnaðar í út­flutn­ings­tekj­um fór úr 7,4% í nær 16%.

Þetta má meðal ann­ars rekja til þess að nú fá fyr­ir­tæki end­ur­greiðslu úr rík­is­sjóði til að standa und­ir hluta rann­sókna- og þró­un­ar­kostnaðar.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ný­sköp­un­ar­ráðherra lýs­ir þess­um end­ur­greiðslum sem einni stærstu stuðningsaðgerð sög­unn­ar við ný­sköp­un­ar­starf fyr­ir­tækja hér á landi.

Árið 2020 var end­ur­greiðslu­hlut­fallið 35% í stað 20% áður. Þá hækkaði þak á end­ur­greiðslum úr 600 millj­ón­um í 1.100 millj­ón­ir króna. Rannís tel­ur að fjár­streymi úr rík­is­sjóði til stuðnings við rann­sókn­ir, þróun og ný­sköp­un muni af þess­um sök­um aukast úr 5,2 millj­örðum króna fyr­ir árið 2019 í um 10 millj­arða fyr­ir árið 2020.

Ekk­ert af þessu ger­ist af sjálfu sér. Stjórn­mála­menn verða að móta stefnu og taka ákv­arðanir um fram­kvæmd henn­ar. Vilji til að stofna til op­in­berra út­gjalda til stuðnings fram­taki einkaaðila sem upp­fylla gegn­sæ op­in­ber skil­yrði verður að vera fyr­ir hendi.

Hvati af þessu tagi á ekki aðeins við um ný­sköp­un. Hann snýst til dæm­is einnig um end­ur­greiðslu á virðis­auka­skatti til þeirra sem fá iðnaðar­menn til að end­ur­bæta eigið hús­næði sitt.

Á þess­um stuðningi er ekki eðlis­mun­ur og fjár­stuðningi við bænd­ur, sjálf­stæða at­vinnu­rek­end­ur, til að tryggja skyn­sam­lega nýt­ingu lands og bú­setu í því öllu.

Á þeirri ráðstöf­un skatt­fjár sem hér er lýst og áform­um Pírata um að taka millj­arða að láni til til­rauna­starfs með svo­nefnd­um borg­ara­laun­um er hins veg­ar reg­in­mun­ur. Svo að ekki sé minnst á til­boð Sósí­al­ista­flokks­ins um „stóru hús­næðis­bylt­ing­una“, bygg­ingu 30 þúsund íbúða á tíu árum.

Hér hafa kjós­end­ur skýrt val í kosn­ing­un­um eft­ir tvær vik­ur á milli raun­hæfra aðgerða í þágu þjóðar­hags og yf­ir­boða í anda lýðskrums. Rík­is­stjórn­in tók skyn­sam­leg­ar efna­hags­ákv­arðanir vegna far­ald­urs­ins og von­andi verður fram­hald á þeim að hon­um lokn­um.