10.10.2022

Barist við peningamenn Pútins

Bækur - Sakamál, Morgunblaðið, mánudag 10. október 2022.

Ofsóttur

***½-


Eft­ir Bill Browder. Þýðandi Her­dís M. Hübner.
Kilja, 313 bls., mynd­ir.
Al­menna bóka­fé­lagið, 2022.

Bill Browder, höf­und­ur bók­ar­inn­ar Of­sótt­ur – sönn saga um pen­ingaþvætti, morð og hvernig hægt er að lifa af þrátt fyr­ir reiði Pút­ins , varð kunn­ur víða um heim eft­ir að hann skrifaði bók­ina Eft­ir­lýst­ur sem Al­menna bóka­fé­lagið gaf út haustið 2015.

Þá kom Browder hingað til lands og hélt fyr­ir­lest­ur í hátíðarsal Há­skóla Íslands. Browder var á sín­um tíma stjórn­andi stærsta er­lendra fjár­fest­inga­sjóðs í Rússlandi, Hermita­ge Mana­gement Fund.

Árið 2006 bannaði Pút­in hon­um að koma til Rúss­lands. Hann flutti alla fjár­muni sína frá land­inu en lög­fræðing­ur hans, Ser­gei Magnít­skíj, komst að því að rúss­nesk­ir lög­reglu­menn, sem brut­ust inn í skrif­stof­ur sjóðsins, fölsuðu skjöl til að krefja rúss­neska ríkið um að end­ur­greiða skatta, 230 millj­ón­ir doll­ara, til sín og sam­verka­manna sinna.

GFF1812EOSer­gei kærði svik­in til rúss­neskra yf­ir­valda en var hand­tek­inn og lát­inn sitja inni í tæpt ár án dóms og laga þar til hann var myrt­ur í fang­elsi 16. nóv­em­ber 2009. Frá þeim tíma hef­ur Browder helgað sig bar­átt­unni fyr­ir því að morðingj­um Ser­geis verði refsað.

Heiti fyrri bók­ar­inn­ar, Eft­ir­lýst­ur , vís­ar til þess að Rúss­ar settu Browder með upp­logn­um sök­um á hand­tök­ulista alþjóðalög­regl­unn­ar In­terpol. Í upp­hafi seinni bók­ar­inn­ar, árið 2018, hand­tek­ur spænska lög­regl­an Browder í Madríd með vís­an til kröfu Rússa. Browder nær að upp­lýsa um­heim­inn um hand­tök­una með því að nota Twitter og seg­ir síðan:

„Twitter bjargaði mér. Tíst­in mín höfðu kallað fram mörg hundruð sím­töl við In­terpol og spænsk stjórn­völd sem gerðu sér fljót­lega ljóst hve hörmu­lega þau höfðu hlaupið á sig.“ (S.10.)

Þegar Eft­ir­lýst­ur kom út hafði Vla­dimir Pút­in inn­limað Krímskaga og hafið hernað á hend­ur Úkraínu­mönn­um. Þá var hann þó lit­inn þeim aug­um í Evr­ópu að unnt væri að eiga við hann viðskipti. Þýsk stjórn­völd gengu þar fremst. Browder hafði allt aðra skoðun.

Hann barðist fyr­ir því að Pút­in og hans mönn­um yrði refsað og fékk banda­ríska þing­menn á sitt band þegar þeir samþykktu Magnít­skíj­lög­in árið 2012 um að stjórn­völd hefðu heim­ild til að refsa er­lend­um rík­is­borg­ur­um fyr­ir mann­rétt­inda­brot eða þátt­töku í meiri­hátt­ar spill­ingu. Lög­in urðu víðtæk­ari árið 2016 og veita nú Banda­ríkja­stjórn al­menna heim­ild til að frysta eign­ir þeirra sem ger­ast brot­leg­ir á þenn­an hátt og banna þeim að koma til Banda­ríkj­anna.

Bók­in, sem á ís­lensku heit­ir Of­sótt­ur , ber enska heitið Freez­ing Or­der – í lög­fræði er þar um að ræða ósk um kyrr­setn­ingu eigna.

Efni bók­ar­inn­ar snýst ein­mitt um til­raun­ir Browders til að kyrr­setja féð sem rúss­nesk­ir morðingj­ar Magnít­skíjs flytja til Vest­ur­landa. Tel­ur Browder að rann­sókn­ir hans og sam­starfs­manna hans hafi fundið slóð fjár­muna sem snerti Pút­in beint og þess vegna séu of­sókn­ir gegn sér harðvítugri en ella.

Þegar for­set­arn­ir Vla­dimir Pút­in og Don­ald Trump hitt­ust í Hels­inki árið 2018 vildi Pútín á blaðamanna­fundi fá Browder til yf­ir­heyrslu ef Banda­ríkja­menn fengju að yf­ir­heyra 12 rúss­neska GRU-njósn­ara. Virt­ist Trump ekki af­huga hug­mynd­inni sem olli mikl­um ótta hjá Browder þar til banda­ríska öld­unga­deild­in tók af skarið, hon­um í vil, með 98 sam­hljóða at­kvæðum. Eng­inn yrði fram­seld­ur til Rúss­lands.

Bók­in snýst um flókn­ar lagaþræt­ur í ýms­um lönd­um til að knýja fram kyrr­setn­ingu fjár eða eigna rúss­nesku glæpa­mann­anna. Lýs­ing­arn­ar á aðferðunum sem Rúss­ar nota og hvernig þeir fá lög­fræðinga og spunaliða til að ganga er­inda sinna eru með ólík­ind­um.

Browder lýs­ir ótrú­leg­um at­b­urðum sem segja sína sögu um of­ríki Pútíns og manna hans. Hann er þó hneykslaðast­ur á lög­fræðing­un­um og öðrum utan Rúss­lands sem ganga þar er­inda Pút­ins og sam­verka­manna hans, að þeir skuli nota „víðtæka þekk­ingu sína og kunn­áttu, sam­bönd og færni til að hjálpa skó­svein­um Pút­ins, ein­göngu fyr­ir pen­inga, [sé] jafn­vel enn fyr­ir­lit­legra en gerðir Rúss­anna sjálfra“. (S. 223.)

Hafi menn ef­ast um að Bill Browder færi með rétt mál um stjórn­ar­hætti og grimmd Pút­ins á sín­um tíma er all­ur vafi um það úr sög­unni eft­ir að stríðsglæp­ir Pút­ins í Úkraínu blasa við öll­um.

Þegar fjallað er um mál­efni líðandi stund­ar er fagnaðarefni að ís­lensk­ir bóka­út­gef­end­ur taki fljótt við sér með út­gáfu á ís­lensku. Of­sótt­ur kom út á ensku 12. apríl 2022 og hef­ur al­mennt fengið góða dóma eins og efni henn­ar á skilið.

Á ís­lenska text­an­um eru hnökr­ar. Á bls. 152 er talað um „gömlu fram­kvæmda­skrif­stofu­bygg­ing­una“ við hlið Hvíta húss­ins í Washingt­on. Þetta er göm­ul stjórn­ar­ráðsbygg­ing sem hýsti á sín­um tíma ráðuneyti en er nú notuð af starfs­mönn­um for­set­ans og vara­for­set­ans. Á bls. 161 er „diplómata­skjóðan“ nefnd til sög­unn­ar. Venju­lega er talað um stjórn­ar­póst sem send­ur er frá sendi­ráði til ut­an­rík­is­ráðuneyt­is. Á bls. 231 seg­ir að John Ashcroft hafi verið sak­sókn­ari. Hann var dóms­málaráðherra hjá Geor­ge W. Bush 2001 til 2005. Á bls. 266 er öld­unga­deild­arþing­mann­in­um Di­anne Fein­stein lýst sem „æðsta nefnd­ar­manni dóms­mála­nefnd­ar­inn­ar“ í deild­inni. Hún var ald­urs­for­seti demó­krata sem þá voru í minni­hluta í nefnd­inni. Á bls. 292 er Adam Schiff, full­trúa­deild­arþingmaður demó­krata, sagður vera „æðsti maður í leyniþjón­ustu­deild ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins“ en hann er formaður fasta­nefnd­ar full­trúa­deild­ar­inn­ar um leyniþjón­ustu­mál­efni.

Þess­ir hnökr­ar breyta engu um efni bók­ar­inn­ar en gefa til kynna að of hraðar hend­ur hafi verið hafðar við út­gáf­una. Þá hefði nafna­skrá orðið les­end­um til gagns.

Þegar á heild­ina er litið á þessi bók Browders brýnt er­indi ein­mitt núna, því að í henni er brugðið ljósi á stjórn­ar­hætti Pút­ins sem ógna mun fleir­um en Úkraínu­mönn­um.