11.12.2023

Barist um Úkraínu

Morgunblaðið, mánudagur 11. dedsember 2023

Stríðsbjarm­ar – Úkraína og ná­grenni á átaka­tím­um ★★★½· Eft­ir Val Gunn­ars­son. Salka, 2023. Kilja, 396 bls., heim­ilda­skrá.

Um þetta leyti fyr­ir tveim­ur árum reyndu sér­fræðing­ar og fjöl­miðlamenn að skýra mik­inn liðsafnað rúss­neska hers­ins í ná­grenni landa­mæra Úkraínu. Hann var ekki aðeins í Rússlandi í austri og suðri held­ur einnig í Bela­rús í norðri.

Í maí 2021 hitt­ust ut­an­rík­is­ráðherr­arn­ir Ant­ony Blin­ken og Ser­gei Lavr­ov á fundi í Reykja­vík. Eft­ir fund­inn ræddi blaðamaður dv.is við Val Gunn­ars­son, rit­höf­und og blaðamann, sem þá hafði ný­lega sent frá sér bók­ina Bjarma­lönd um lönd­in í aust­ur­hluta Evr­ópu. Var Val­ur spurður hvort hann teldi fund ut­an­rík­is­ráðherr­anna skipta ein­hverju fyr­ir framtíð Úkraínu.

Val­ur sagði að til að leysa mál­in á þess­um slóðum þyrfti fólk auðvitað að ræða sam­an og leita lausna. Spennu­ástandið þarna mætti rekja til gagn­kvæms ótta en hvorki NATO né Rúss­land hefðu áhuga á stríði. Það þjónaði þó hags­mun­um Rússa að viðhalda ófriði í aust­ur­hluta Úkraínu, á meðan fengi landið ekki aðild að NATO og því hefðu Rúss­ar Úkraínu sem stuðpúða. Þetta væru kyrr­stöðuátök, skipst væri á skot­um nokkr­um sinn­um í mánuði og mann­fall væri lítið. Spyrja mætti hvort þetta breytt­ist nokkuð fyrr en Pútín léti af völd­um, hugs­an­lega yrði arftaki hans opn­ari fyr­ir lausn á deil­um ríkj­anna en þá yrðu Vest­ur­lönd að halda bet­ur á spil­un­um en þau gerðu þegar Pútín sett­ist að völd­um um alda­mót­in.

Þessi skoðun Vals var viðtek­in meðal álits­gjafa allt þar til Vla­dimír Pútín gaf fyr­ir­mæl­in um að ráðast inn í Úkraínu og stríðið hófst aðfaranótt 24. fe­brú­ar 2022.

Ae4bf37b-960f-4d07-b720-36632e0b31ae

Í upp­hafi bók­ar sinn­ar Stríðsbjarm­ar – Úkraína og ná­grenni á átaka­tím­um seg­ir Val­ur: „Und­an­farn­ar vik­ur hafði ég getið mér gott orð í fjöl­miðlum fyr­ir að spá því að ekki yrði stríð“ (12). Nú var hann kallaður á vett­vang til að lýsa stríði sem hann taldi eng­um í hag. „Pútín var þegar kom­inn í stríð sem hann gat ekki unnið. Um þetta var ég þó viss“ (13).

Að meg­inþræði snýst bók­in Stríðsbjarm­ar um þetta stríð. Hún er þó um margt fleira. Val­ur skýr­ir fyr­ir les­and­an­um hvað skil­ur á milli Rússa og Úkraínu­manna. Til þess fer hann aft­ur í ald­ir og styðst við sög­ur af vík­ing­um og ferðir þeirra um Kænug­arð (Kyív) á leið sinni til Miklag­arðs (Ist­an­búl).

Bók­in skipt­ist í tvo meg­in­kafla sem bera heit­in 2022 og 2023. Inn­an hvors kafla eru marg­ir undirkafl­ar og inn­an margra þeirra eru dag­bókar­færsl­ur. Frá­sögn­in er í tímaröð hvort sem um sögu Garðarík­is, Rúss­lands og Úkraínu er að ræða eða það sem dríf­ur á daga höf­und­ar­ins. Kort er í bók­inni sem auðveld­ar les­and­an­um að átta sig á staðhátt­um og hvert leiðir Vals liggja. Því miður er eng­in nafna­skrá.

Mynd­in er dreg­in í stór­um lín­um en jafn­framt fín­gerðum. Les­and­inn kynn­ist ekki aðeins stríðsátök­um held­ur einnig átök­um höf­und­ar við eig­in lík­amsþyngd. Allt teng­ist þetta fljót­andi og áreynslu­laust þótt segja verði að fyrstu síður bók­ar­inn­ar séu nokkuð þung­ar af­lestr­ar. Þar voru einnig beyg­ing­ar­vill­ur „kýs hann sömu­leiðis að hitta bróðir sinn“ en ekki bróður eins og rétt er (28) og „pólsk­an her und­ir stjórn tengda­föðurs síns“ en ekki tengda­föður síns eins og rétt er (29) svo tvö dæmi séu nefnd.

Stirðleiki og þyngsli hverfa þegar líður á bók­ina sem er sneisa­full af hvers kyns fróðleik og skrifuð í kump­án­leg­um stíl. Þraut­seigja höf­und­ar í stríðshrjáðri Úkraínu þar sem hann ferðast að víg­vell­in­um í suðri og austri vek­ur samúðarfulla aðdáun án þess að hann geri þó nokkuð til að ýta und­ir hana með gorti eða að hann beri sig mjög illa.

Val­ur á ein­stak­lega gott með að fá fólk til sam­tals við sig og marg­ar sög­urn­ar sem hon­um eru sagðar færa okk­ur inn í stríðshrjáðan heim sem við kynn­umst hvorki af lestri frétta né með því að horfa á sjón­varps­mynd­ir.

Val­ur er á leið úr austri til Kyív 12. júlí 2023. Hann seg­ir:

„Á leiðinni til Kyív er aft­ur stoppað í Polta­va. Ég á að skipta um lest en enga lest er að sjá. Ég ryðst fram fyr­ir röðina í miðasöl­unni eins og versti vest­ræni túristi og spyr hvar lest­ina sé að finna sem á að vera kom­in fyr­ir löngu. Mér er til­kynnt að það sé seink­un. Þegar ég held aft­ur út á brautar­pall kem­ur einn maður­inn úr röðinni gang­andi á eft­ir mér. Ég býst við að hann vilji segja nokk­ur vel val­in orð um dóna­skap­inn en í staðinn tek­ur hann í hönd­ina á mér og vill votta mér virðingu sína fyr­ir að þvæl­ast svona langt aust­ur“ (339).

Þetta litla at­vik sýn­ir hve al­menn­ing­ur í Úkraínu met­ur mik­ils að vita af liðsinni og áhuga annarra. Val­ur hik­ar ekki við að taka af­stöðu. Hann stend­ur heils­hug­ar með Úkraínu­mönn­um.

„Rúss­land hef­ur aldrei verið til nema sem heimsveldi og kann ekki annað. Því munu Rúss­ar ávallt ráðast á ná­granna sína, eða það hafa þeir í það minnsta gert hingað til. […] Til eru dæmi um ríki, svo sem Þýska­land eða jafn­vel evr­ópsku ný­lendu­veld­in, sem láta af fyrri hegðun, en Rúss­ar eiga langt í land og virðast óvilj­ug­ir til að leggja af stað í þá veg­ferð“ (352).

Raun­sætt mat af þessu tagi seg­ir að annaðhvort verði stríðið langt og erfitt eða til komi það sem Val­ur kall­ar Kór­eu­lausn. Ekki verði gerðir form­leg­ir friðarsamn­ing­ar en samið um ein­hvers kon­ar vopna­hlé „sem ef til vill yrði illa haldið en kæmi þó í veg fyr­ir meiri hátt­ar átök“ (381).

Þessa niður­stöðu er ekki unnt að úti­loka. Að full­yrða nokkuð núna er þó álíka erfitt eins og var að geta sér til um áform Pútíns áður en hann hóf stríðið.

Hörm­ung­arn­ar í Úkraínu hafa getið af sér bók sem opn­ar ís­lensk­um les­end­um skýr­ari sýn á ör­lög Úkraínu­manna en ís­lensk­ur höf­und­ur hef­ur áður gert. Hafi Val­ur heila þökk fyr­ir frá­sögn sína.