30.10.2021

Athafnir ekki bara orð í Glasgow

Morgunblaðið, laugardagur 30. október 2021.

Árang­ur á 26. lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna (SÞ), COP26, sem hefst í Glasgow á morg­un, 31. októ­ber, verður ör­ugg­lega ekkCi í sam­ræmi við vænt­ing­ar al­menn­ings, svo að ekki sé minnst á aðgerðasinna.

Ástandið í heimsorku­mál­um er þannig að víða jafn­gild­ir það ávís­un á kreppu skuld­bindi ríki sig til að auka hraða á orku­skipt­um. Kol­efn­is­hlut­leysi er fjar­læg­ari draum­ur en áður.

Mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins frá 2015 um að halda hlýn­un jarðar fyr­ir neðan 1,5°C árið 2050 miðað við hita­stig við upp­haf iðnbylt­ing­ar­inn­ar næst ekki nema gert sé bet­ur en til þessa. Um­hverf­is­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna, UNEP, seg­ir að nú stefni hlýn­un jarðar í 2,7°C í stað 1,5°C 2050. Alþjóðaorku­mála­stofn­un­in, IEA, tel­ur hlýn­un­ina verða 2,5°C og hún auk­ist síðan enn frek­ar.

COP-ráðstefn­urn­ar eru ár­leg­ar. Niður­stöður fund­anna í ár skipta að sögn lofts­lags­sér­fræðinga sköp­um. Ekki megi draga leng­ur að tryggja nógu mik­inn sam­drátt á út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda til að koma í veg fyr­ir mikið tjón á næstu ára­tug­um.

Fyr­ir tals­menn raun­veru­legs sam­drátt­ar verður á bratt­ann að sækja á COP26. Orku­skort­ur, skömmt­un og fram­leiðslu­stöðvun víða í aðdrag­anda ráðstefn­unn­ar fæla stjórn­mála­menn frá lof­orðum um meiri hraða við skipti yfir í end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa.

Í fjöl­menn­ustu ríkj­um heims, Kína og Indlandi, neyðast stjórn­völd til að heim­ila aukna notk­un á meng­andi eldsneyti eins og kol­um til að bægja vand­ræðum frá tug­um millj­óna manna. Boðskap­ur full­trúa þess­ara þjóða í Glasgow er hol­ur og ósann­fær­andi þegar þeir lýsa yfir stuðningi við sett lofts­lags­mark­mið en hafna sam­tím­is kröf­um um að loka kola­nám­um.

Í Banda­ríkj­un­um hef­ur verð á bens­íni hækkað um 50% frá 2020. Verð á jarðgasi í Evr­ópu hef­ur hækkað um allt að 500%. Bloom­berg-frétta­stof­an seg­ir að í Asíu bjóði orku­fyr­ir­tæki met­fjár­hæðir fyr­ir fljót­andi jarðgas.

Stór­fram­leiðandi á áburði hef­ur neyðst til að loka tveim­ur áburðar­verk­smiðjum tíma­bundið í Bretlandi vegna of­ur­verðs á orku. Kín­versk stjórn­völd banna út­flutn­ing á áburði til að hindra skort á heima­velli.

Eng­in ein skýr­ing dug­ar til að lýsa ástæðunum fyr­ir þess­ari þróun. Þær eru mis­mun­andi eft­ir lönd­um. Ein megin­á­stæða er þó nefnd: Vinnsla jarðefna­eldsneyt­is hef­ur minnkað mikið án þess að aðrir orku­gjaf­ar dugi til að fylla í skarðið og full­nægja eft­ir­spurn. Skort­ur leiðir óhjá­kvæmi­lega til verðhækk­ana. Talið er að auka þurfi raf­orku­fram­leiðslu með vind- og sól­ar­orku­ver­um um 2.500% til að hún komi í stað orku frá olíu, kol­um og jarðgasi.

Þrátt fyr­ir of­urá­herslu á end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa hef­ur notk­un kola við raf­orku­fram­leiðslu í Þýskalandi auk­ist úr 21% í 27% und­an­farið. Hvatt er til auk­inn­ar olíu­vinnslu í OPEC-lönd­un­um til að halda aft­ur af verðhækk­un­um í sömu andrá og ESB leggst gegn olíu­vinnslu á norður­slóðum. Í Evr­ópu er kallað eft­ir meira jarðgasi frá Rússlandi en ályktað er gegn gas­vinnslu á norður­slóðum og í vest­ur­hluta Evr­ópu á ESB-þing­inu. Í Banda­ríkj­un­um er haldið aft­ur af heima­vinnslu á olíu og gasi en hvatt til þess að hún sé auk­in í ar­ab­a­lönd­um.

Vegna bils­ins milli orða og at­hafna duga há­stemmd lof­orð um mark­viss­ar aðgerðir ekki til að styrkja trú á góðan málstað.

Finn­ur Ricart, nem­andi í hnatt­ræn­um sjálf­bærni­v­ís­ind­um í Utrecht í Hollandi, er full­trúi ung­menna í ís­lensku COP26-sendi­nefnd­inni í Glasgow. Í viðtali á vefsíðunni Kjarn­an­um 27. októ­ber 2021 kvart­ar hann und­an aðgerðal­eysi í lofts­lags­mál­um hér landi. End­ur­heimt á vot­lendi gangi of hægt, „lík­lega vegna þess að mikið af fram­ræstu vot­lendi [sé] í einka­eigu“. Land­eig­end­ur vilji ekki starfa með vot­lend­is­sjóði og Land­græðslunni og end­ur­heimta. Fjár­mun­irn­ir séu til en fyr­ir­komu­lag skorti „til að fá fleiri land­eig­end­ur að borðinu“. Viðhorfs­breyt­ing sé nauðsyn­leg og hún verði ekki nema fólk fái „rétt­ar upp­lýs­ing­ar“.

Hverj­ar eru „réttu upp­lýs­ing­arn­ar“ um sam­starf bænda við vot­lend­is­sjóðinn? Ber þeim að af­sala sér eign­ar­rétti til sjóðsins eins og skilja má á orðum Finns? Um­hverf­is­full­trúi þjóðkirkj­unn­ar, mik­ils jarðeig­anda, sagðist vilja láta Vot­lend­is­sjóð njóta jarðeign­anna. Hvaða „réttu upp­lýs­ing­ar“ hafði hann? Ligg­ur fyr­ir hve mik­il kol­efn­is­bind­ing felst í end­ur­heimt vot­lend­is? Hef­ur gildi ólíkra aðferða til þess verið metið? Hef­ur vot­lend­is­sjóður fengið alþjóðlega vott­un á kol­efnisein­ing­um sín­um? Slík vott­un er þó for­senda verðmats og þar með markaðsviðskipta við sjóðinn.

Með fullri virðingu fyr­ir þeim sem fara með jarðeign­ir þjóðkirkj­unn­ar vita bænd­ur ör­ugg­lega bet­ur hvað klukk­an slær þegar rætt er um viðskipti við vot­lend­is­sjóð. Kol­efn­is­bú­skap­ur efl­ist víða um lönd því að fram­lag bænda og nýt­ing jarða þeirra skipta mjög miklu í þágu lofts­lags­mark­miða.

Af­nám eign­ar­rétt­ar­ins á bújörðum, landi eða öðru mark­ar ekki leiðina til að sigr­ast á lofts­lags­vand­an­um eða standa við mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Það yrði aðeins til marks um öfg­ar verði vegið að eign­ar­rétt­in­um í samþykkt­um á Glasgow-fund­in­um. Sum­ar Glasgow-álykt­an­ir verða ör­ugg­lega loft­kennd­ar. Aðrar krefjast ótví­ræðs orðalags, til dæm­is um kol­efn­ismarkaðina sem ætl­un­in er að reglu­festa í Glasgow. Kol­efn­ismarkaðir greiða fyr­ir fjár­mögn­un lofts­lags­verk­efna með kol­efnis­jöfn­un fyr­ir­tækja og stofn­ana.

Tak­ist að jarðbinda lofts­lagsum­ræðurn­ar í eig­in­legri og óeig­in­legri merk­ingu í Glasgow og sam­mæl­ast um markaðslausn­ir til að ná sett­um mark­miðum verður hald­fast­ur ár­ang­ur af fund­un­um