11.3.2023

Arnór ræðir íslenskan her

Morgunblaðið, laugardagur 11. mars 2023.


Fyr­ir réttri viku, laug­ar­dag­inn 4. mars, kynnti Arn­ór Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri varn­ar­mála­skrif­stofu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, bók sína, Íslensk­ur her – breytt­ur heim­ur, nýr veru­leiki. Bók­in er ekki mik­il að vöxt­um, kilja á ís­lensku og ensku, og stend­ur höf­und­ur sjálf­ur að út­gáf­unni.

Arn­ór minn­ir á hug­sjóna­menn fyrri tíma sem gáfu út skor­in­orða bæk­linga til að kveikja umræður um mál sem þeir töldu varða alla þjóðina.

Fyr­ir rúm­um fjór­um ára­tug­um samþykktu norsk stjórn­völd að Arn­ór fengi þjálf­un og stundaði nám í norska land­hern­um. Hann hlaut þar liðsfor­ingjatign og starfaði í alls sjö ár á veg­um norska hers­ins, meðal ann­ars við friðargæslu­störf í Suður-Líb­anon.

Und­ir lok fe­brú­ar 1981 fór­um við Kjart­an Gunn­ars­son í heim­sókn til friðargæslu­sveit­ar Arn­órs við landa­mæri Ísra­els í Suður-Líb­anon og ritaði ég greina­flokk um þá æv­in­týra­legu, en ekki hættu­lausu, för okk­ar hér í blaðið 22. til 31. mars 1981.

Af löng­um kynn­um veit ég því að Arn­ór sest ekki niður og skrif­ar bók sína að lokn­um embætt­is­störf­um fyr­ir ís­lenska ríkið heima og er­lend­is nema vegna þess að hann tel­ur málið eiga brýnt er­indi við sem flesta.

Ég er hon­um sam­mála um nauðsyn þess að ræða hvaða leið sé best til að tryggja landa­mæra­helgi og full­veldi þjóðar­inn­ar við nú­ver­andi aðstæður í ör­ygg­is­mál­um. All­ar þjóðir sem eiga aðild að NATO út­vista hluta af ör­ygg­is­gæslu sinni en eng­in nema sú sem stát­ar af því að vera herlaus út­vist­ar hernaðarþætt­in­um al­gjör­lega. Ekki nóg með það, við leggj­um ekki held­ur neina rækt við sjálf­stætt mat á hags­mun­um okk­ar á þessu sviði.

Þegar til­laga um upp­færslu þjóðarör­ygg­is­stefn­unn­ar var lögð fyr­ir alþingi nú í vet­ur var í texta henn­ar ekki minnst á varn­ir lands­ins en ut­an­rík­is­mála­nefnd þings­ins bætti tveim­ur orðum um þær inn í end­an­legu álykt­un­ina.

Þögn­ina um hernaðarlega þátt­inn má rekja til skorts á til­lög­um sem mót­ast af reynslu og þekk­ingu á þessu sviði. Þekk­ing­in er hvorki til hjá rík­inu né ann­ars staðar og eng­in aug­ljós áform eru um að leggja grunn að henni.

Arn­ór seg­ir í bók­inni að skort­ur á ís­lensk­um herafla leiði af sér að við ráðum hvorki yfir sér­fræðikunn­áttu og þekk­ingu né viðbragðsliði til að mæta óvænt­um ógn­um þar til aðstoð berst frá öðrum.

Þetta ásamt skorti á fræðilegu rann­sókn­ar­setri hér á sviði ör­ygg­is- og varn­ar­mála sam­hliða al­mennu áhuga­leysi stjórn­mála- og fjöl­miðlamanna leiðir til þess að ís­lensk stjórn­völd þegja um hvert stefn­ir í her­mál­um í okk­ar heims­hluta og hvað gera þurfi vegna breyt­inga sem hafa orðið.

Breyt­ing­arn­ar hafa þó að sjálf­sögðu áhrif hér á Norður-Atlants­hafi eins og sjá má af grunn­stefnu NATO sem samþykkt var í Madrid í júní 2022 og sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu nor­rænu for­sæt­is­ráðherr­anna um ör­ygg­is­mál frá ág­úst 2022.

4Breskir hermenn eru nú með fasta viðveru í Norður-Noregi.

Nor­ræn viðhorf í ör­ygg­is­mál­um hafa gjör­breyst á inn­an við einu ári. Af fjöl­mörgu skulu nefnd sex atriði:

1. Finn­ar og Sví­ar hafa sótt um aðild að NATO.

2. Norðmenn hafa hækkað viðbúnaðarstig herafla síns og aukið varn­ir gegn skemmd­ar­verk­um á hafi úti.

3. Dan­ir leggja nú mun meiri áherslu á varn­ir Græn­lands og Fær­eyja en þeir hafa nokkru sinni gert.

4. Ákveðið hef­ur verið að opna rat­sjá í þágu NATO í Fær­eyj­um sem lokað var árið 2007.

5. Kynnt­ar hafa verið hug­mynd­ir um að Dan­ir ætli að breyta flug­vell­in­um í Syðri-Straum­firði á Græn­landi í her­stöð á næsta ári.

6. Nor­rænu rík­in fjög­ur, án herlausa Íslands, hafa mótað sam­ræmda varn­aráætl­un og vilja nor­rænt her­stjórn­ar­svæði í NATO.

Þetta eru aðeins dæmi, list­inn gæti orðið miklu lengri. Hvar stend­ur Ísland í þessu til­liti?

Upp­lýs­ing­ar um fram­kvæmd­ir á veg­um mann­virkja­sjóðs NATO í land­inu eru tor­séðar en þangað greiðum við ár­legt fram­lag. Draga má í efa að þjóðinni sé ljóst að upp­færsla hernaðarmann­virkja á Kefla­vík­ur­flug­velli hef­ur ekki verið meiri í 40 ár. Nú eru fram­kvæmd­irn­ar all­ar und­ir for­sjá ís­lenskra yf­ir­valda og jafn­framt ör­ygg­is­gæsla vegna þeirra.

Fram til 2006 fóru Banda­ríkja­menn í Kefla­vík­ur­stöðinni með for­ystu á Norður-Atlants­hafi í umboði Atlants­hafs­her­stjórn­ar NATO í Nor­folk. Nú hafa Dan­ir áhuga á að láta meira að sér kveða í nafni NATO-her­stjórn­ar­inn­ar hér á okk­ar slóðum.

Í grein­ar­gerð með þjóðarör­ygg­is­stefn­unni sem nú hef­ur verið samþykkt seg­ir: „Ný Atlants­hafs­her­stjórn NATO í Nor­folk í Virg­in­íu­ríki í Banda­ríkj­un­um gegn­ir því hlut­verki að tryggja ör­yggi og varn­ir sigl­inga­leiða yfir Norður-Atlants­haf, í GIUK-hliðinu og norður í Íshaf.“ Ekk­ert er gefið til kynna um hvernig ís­lensk stjórn­völd ætli að láta að sér kveða eða bregðast við breytt­um hernaðarleg­um aðstæðum hér á okk­ar slóðum.

Fyrr en síðar verður rík­is­stjórn­in að taka ákv­arðanir vegna áætl­ana Atlants­hafs­her­stjórn­ar­inn­ar. Þá er einnig nauðsyn­legt að fyr­ir liggi hvernig Ísland teng­ist nýrri sam­eig­in­legri nor­rænni her­stjórn inn­an vé­banda NATO.

Öll óvissa um þetta er óviðun­andi. Opna verður umræður um þessi mál miklu meira. Það er löngu tíma­bært að slíta barns­skón­um.

Bók Arn­órs er þörf áminn­ing um nauðsyn þess að ræða land­varn­ir Íslands á inn­lend­um for­send­um en ekki aðeins sem út­vist­un­ar­mál. Hann nefn­ir meðal ann­ars að setja verði laga­ákvæði um hlut­verk Land­helg­is­gæslu Íslands við nýj­ar aðstæður.

Í ljósi ábend­inga rík­is­end­ur­skoðunar fyr­ir rúmu ári og álits stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar þings­ins um nauðsyn skýr­ari ábyrgðarkeðju í ör­ygg­is­mál­um er ein­kenni­legt að ekki hafi verið til­kynnt um und­ir­bún­ing slíkra laga­breyt­inga.