17.10.2019

Andri Snær leggur til atlögu

Umsögn í Morgunblaðinu 17. október 2019.

Andri Snær Magna­son er snjall og hug­mynda­rík­ur rit­höf­und­ur. Hann læt­ur sig mál­efni líðandi stund­ar varða og leit­ast við að færa þau í bún­ing skemmti­legr­ar sögu – jafn­vel þótt leidd­ar séu lík­ur að enda­lok­um heims­ins.

Vegna bók­ar sinn­ar Draumalandið flutti Andri Snær fyr­ir­lest­ur á ráðstefnu í München og tók þátt í pall­borðsum­ræðum með ónafn­greind­um yf­ir­manni Lofts­lags­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar í Pots­dam í Þýskalandi. Hann spurði Andra Snæ af hverju hann skrifaði ekki um lofts­lags­mál­in, „mik­il­væg­asta mál­efni sam­tím­ans“, held­ur um „lands­lag, fossa og leyni­dali á fjöll­um“.

Andri Snær sagði lofts­lags­mál­in flók­in og vís­inda­leg, betra væri að láta sér­fræðinga um þau. Þjóðverj­inn gaf sig ekki og sagði sér­fræðing­ana ófæra um þetta, þeir kynnu ekki að miðla upp­lýs­ing­um og töluðu því fyr­ir dauf­um eyr­um. „Ef þú ert rit­höf­und­ur og finn­ur enga þörf hjá þér til að skrifa um þessi mál þá skil­ur þú ekki vís­ind­in eða al­vöru máls­ins. Sá sem skil­ur hvað er í húfi set­ur ekki annað í for­gang.“

UmTimannOgVatnid-1Andri Snær seg­ist eiga til að brosa þegar eitt­hvað al­var­legt sé á seyði og maður­inn seg­ir: „Ég er ekki að grín­ast, maður­inn skil­ur ekki töl­ur og línu­rit en hann skil­ur sög­ur. Þú kannt að segja sög­ur og þú verður að segja sög­ur.“

Síðar seg­ir Andri Snær þetta: „Ég hlustaði á hann og fann hvað hon­um var mikið niðri fyr­ir. Það er eitt að hafa áhyggj­ur af stíflu á há­lendi Íslands en er eitt­hvert vit í því að hafa áhyggj­ur af öll­um heim­in­um? Hverslags Pan­dóru­box gæti það verið að setja sig inn í þessi mál og kasta lífs­ham­ingj­unni ofan í óend­an­lega hít?“ (Bls. 64-66.)

Þarna mótaðist rammi bók­ar­inn­ar Um tím­ann og vatnið. Eitt enn má nefna sem verður þráður í bók­inni. Þjóðverj­inn tel­ur stjórn­mála­menn ekki átta sig á al­vöru máls­ins. Hann seg­ir: „Ef þeir skildu þetta af djúpri al­vöru myndu þeir hrinda af stað Man­hatt­an-áætl­un. Þar voru tíu þúsund manns send­ir út í eyðimörk­ina til að vinna fram á nótt, sleppa sum­ar­frí­um, jóla­frí­um þar til þeir næðu mark­miðinu að búa til kjarn­orku­sprengju. Jafn­vel millj­ón manns er ekki mikið þegar framtíð jarðar er í húfi!“

Andri Snær teng­ir sig og þar með les­and­ann Man­hatt­an-áætl­un­inni vegna þess að skurðlækn­ir­inn Björn Þor­bjarn­ar­son, afi hans, gerði aðgerð á Robert Opp­en­heimer, stjórn­anda Man­hatt­an-verk­efn­is­ins. Hon­um er lýst á þann veg í bók­inni að hann hafi á 20. öld­inni lík­lega verið sú mann­eskja sem „kemst næst því að hafa goðsögu­lega stöðu“. Opp­en­heimer er líkt við gríska guðinn Pró­meþeif sem færði mann­kyni eld­inn. Opp­en­heimer „færði leiðtog­um heims­ins kjarn­orku­sprengj­una“ og þar með „guðlegt vald“.

Guðirn­ir refsuðu Pró­meþeifi með því að binda hann við klett þar sem örn nagaði úr hon­um lifr­ina. Andri Snær spurði Björn, afa sinn, hvað hann hefði gert við Opp­en­heimer. Hvort það hefði nokkuð verið lifr­in? Af­inn vísaði til þagnareiðs síns sem lækn­is en svaraði: „Segðu bara að það hafi verið gyll­inæð.“ (Bls. 124-125.)

Aðeins góður, agaður sögumaður og rit­höf­und­ur hef­ur á valdi sínu að tengja per­són­ur og staði á þann listi­lega hátt sem Andri Snær ger­ir í þess­ari bók. Sem prent­grip­ur er hún vel úr garði gerð. Sag­an birt­ist ekki aðeins í text­an­um held­ur einnig í ljós­mynd­um. Það hefði auðveldað les­and­an­um að efn­is­yf­ir­lit og nafna­skrá hefðu fylgt. Aft­ast í bók­inni er til­vís­ana­skrá og mynda­text­ar.

Kýr­in Auðhumla úr nor­rænni goðafræði Snorra Sturlu­son­ar er meðal leiðar­stefja í bók­inni. Andri Snær vek­ur máls á Auðhumlu í sam­tali við Dalai Lama af því að hann sér lík­indi með henni og Kailash-fjalli í Himalaja sem hann kall­ar „al­heimskú“. Viðbrögðunum lýs­ir hann með þess­um orðum: „Hans heil­ag­leiki horf­ir á mig. Hann hvísl­ar að túlk­in­um sín­um spyrj­andi og horf­ir svo aft­ur á mig og fer að skelli­hlæja.“

Þetta var hér á landi í júní 2009. Eng­inn æðstu manna þjóðar­inn­ar treysti sér til að hitta Dalai Lama. Lík­lega af hræðslu við reiði Kín­verja sem ótt­ast and­leg­an leiðtoga Tíbeta þótt hann segi aldrei styggðaryrði um kúg­ara þjóðar sinn­ar. Þegar Andri Snær gekk á fund hans heil­ag­leika á Indlandi í júní 2010 man gest­gjaf­inn auðvitað eft­ir „The Magic Cow“ – töfrak­únni Auðhumlu.

Aðeins hug­menn taka sér fyr­ir hend­ur að lýsa á 300 bls. áhrif­um lofts­lags­breyt­ing­anna til að al­menn­ur les­andi skilji hvað er í húfi. Sögumaður­inn Andri Snær leit­ast við að gera þetta með dæm­um sem tengj­ast ein­stak­ling­um og stöðum – allt frá Mel­rakka­sléttu til kór­alrifja í Kar­ab­íska haf­inu. Stórt sögu­sviðið og skír­skot­un til staða, manna og mál­efna um heim all­an gera verkið alþjóðlegt á ís­lensk­um grunni.

Forfeður hans og frænd­ur koma við sögu og lýs­ing­ar á fram­taki og af­rek­um þeirra eru til þess falln­ar að auðvelda skiln­ing á heims­sögu­leg­um breyt­ing­um. Tíma­ás­inn mynd­ar hann með aldri forfeðra sinna og hve langt fram í tím­ann hann sér nán­ustu af­kom­end­ur sína lifa.

Allt í framtíðinni er óþekkt og breyt­ing­ar gera ekki boð á und­an sér, ekki einu sinni þegar um ákv­arðanir manna eða stjórn­valda er að ræða. Næg­ir þar að nefna að 9. nóv­em­ber 2019 verða 30 ár frá því að Berlín­ar­múr­inn hrundi og þar með járntjaldið milli aust­urs og vest­urs. Fram til þess tíma töldu marg­ir sögu­lega óhjá­kvæmi­legt ef ekki nátt­úru­lög­mál að komm­ún­ism­inn sigraði auðvaldið.

Und­ir lok bók­ar­inn­ar seg­ir Andri Snær:

„Jarðarbú­ar standa frammi fyr­ir áskor­un sem á sér aðeins for­dæmi í vís­inda­skáld­sög­um, að ná tök­um á og stýra hlut­falli gas­teg­und­ar í loft­hjúpi hnatt­ar­ins. Þetta mark­mið þarf að hafa náðst þegar börn í efstu bekkj­um grunn­skóla hafa náð mín­um aldri [46 ára] og mín kyn­slóð fer á eft­ir­laun. Verk­efnið snýst um að bjarga jörðinni og það verður ekki um­flúið.“

Þegar Opp­en­heimer fékk tíu þúsund manns til að smíða kjarn­orku­sprengj­una var hætt­an af aðgerðarleysi öll­um ljós. Skynj­um við hætt­una núna á sama hátt? Andri Snær legg­ur fyr­ir okk­ur verk­efni. Hann bend­ir á leiðir til að leysa það af hendi. Aðrir kynna önn­ur sjón­ar­mið og aðrar leiðir. Andri Snær hafði kjark til að leggja til at­lögu gegn vá­gest­in­um og ger­ir það á glæsi­leg­an hátt.