4.6.2022

Ábyrgðarkeðja varnarmálanna of óljós

Morgunblaðið, laugardagur 4. júní 2022.

 

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd alþing­is hef­ur fjallað um út­tekt rík­is­end­ur­skoðunar á verk­efn­um og fjár­reiðum Land­helg­is­gæslu Íslands (LHG) sem birt­ist í skýrslu að beiðni alþing­is dags. í janú­ar 2022. Álit nefnd­ar­inn­ar var birt 31. maí 2022.

Þegar skýrsla rík­is­end­ur­skoðunar birt­ist beind­ist at­hygli einkum að gagn­rýni á þrem­ur þátt­um: flugi TF-SIF fyr­ir landa­mæra­stofn­un Evr­ópu, Frontex; ol­íu­kaup­um varðskipa í Fær­eyj­um og notk­un flug­fara og skipa LHG í op­in­ber­um er­inda­gjörðum æðstu stjórn­enda rík­is­ins.

Í skjali þing­nefnd­ar­inn­ar er mildi­lega tekið á öll­um þess­um aðfinnslu­efn­um. Ekki er gerð at­huga­semd við að TF-SIF sinni verk­efn­um fyr­ir Frontex en leitað verði leiða til að auka viðveru vél­ar­inn­ar hér á landi. Vegna ol­íu­kaup­anna er því beint til dóms­málaráðuneyt­is­ins að í sam­ráði við fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið verði leitað leiða „til að tryggja að kaup land­helg­is­gæsl­unn­ar á olíu hér á landi hafi ekki nei­kvæð áhrif á út­halds­daga varðskip­anna“. Þing­nefnd­in tel­ur að rétt­læt­an­legt kunni að vera að nýta loft­för og skip LHG í op­in­ber­um er­inda­gjörðum æðstu stjórn­enda rík­is­ins. Nefnd­in legg­ur þó ríka áherslu á að sett­ar verði regl­ur um þessi af­not.

Um öll mál­efni sem að ofan ræðir eru fyr­ir hendi gaml­ar heim­ild­ir, venj­ur og hefðir sem mót­ast hafa und­ir for­sjá dóms­málaráðherra úr öll­um flokk­um sem borið hafa póli­tíska ábyrgð á starf­semi LHG síðan hún kom til sög­unn­ar 1. júlí 1926 – áður en Ísland varð lýðveldi.

8dn73yjkLand­helg­is­gæsla á valdi ís­lenskra stjórn­valda skipti miklu þegar unnið var að fullu sjálf­stæði þjóðar­inn­ar. Nú þegar vanga­velt­ur eru um sjálf­stæði Græn­lands vakna til dæm­is efa­semd­ir um gildi sjálf­stæðis­yf­ir­lýs­inga án þess að ljóst sé hvort græn­lensk stjórn­völd geti haldið uppi eig­in gæslu í græn­lenskri efna­hagslög­sögu. Án ís­lenskra varðskipa hefði verið til lít­ils að lýsa yfir og lög­festa sí­fellt stærri fisk­veiðilög­sögu hér við land.

Í skýrslu rík­is­end­ur­skoðunar er bent á að nú sinni LHG viðamikl­um og stækk­andi varn­artengd­um verk­efn­um á grund­velli þjón­ustu­samn­ings milli ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og LHG með aðild dóms­málaráðuneyt­is­ins. Í skýrsl­unni er talið að taka þurfi „til skoðunar“ hvort það fyr­ir­komu­lag tryggi að „ábyrgðarkeðja sé skýr, bæði í fag­leg­um og fjár­hags­leg­um skiln­ingi“.

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þings­ins staðfest­ir í áliti sínu að „vægi og um­svif varn­ar­mála“ hafi auk­ist í starf­semi LHG und­an­far­in ár og ekki sé „út­lit fyr­ir annað en að sú þróun haldi áfram, sér­stak­lega í ljósi inn­rás­ar Rúss­lands í Úkraínu“. Fyr­ir nefnd­inni hafi komið fram að sam­starf LHG, dóms­málaráðuneyt­is og ut­an­rík­is­ráðuneyt­is um varn­ar- og ör­ygg­is­mál „hafi al­mennt gengið vel“.

Tek­ur nefnd­in hins veg­ar und­ir þá til­lögu rík­is­end­ur­skoðunar að áður en gild­is­tími nú­ver­andi samn­ings renn­ur út, 31. des­em­ber 2026, „verði tekið til skoðunar hvort gerð þjón­ustu­samn­ings um jafn viðamik­il verk­efni sé far­sæl leið að því marki að skýr ábyrgðarkeðja í fag­leg­um og fjár­hags­leg­um skiln­ingi sé tryggð“.

Hvergi er mik­il­væg­ara en á sviði varn­ar- og ör­ygg­is­mála að „ábyrgðarkeðjan“ sé skýr. Við fram­kvæmd al­manna­varna hér hef­ur tek­ist að eyða allri óvissu í þess­ari keðju eins og sann­ast hef­ur hvað eft­ir annað und­an­far­in miss­eri þegar reynt hef­ur á al­manna­varna­kerfið í mörg­um ólík­um til­vik­um. Þar er ábyrgð rík­is­lög­reglu­stjóra og al­manna­varna­deild­ar hans skýr og ótví­ræð.

Sam­starf embætta rík­is­lög­reglu­stjóra og land­lækn­is hef­ur verið til fyr­ir­mynd­ar í COVID-19-far­aldr­in­um. Þar standa stofn­an­ir sem heyra und­ir ólík ráðuneyti sam­eig­in­lega að átaki til að tryggja ör­yggi þjóðar­inn­ar. Um starf­semi þeirra gilda lög og regl­ur.

Af skýrslu rík­is­end­ur­skoðunar og áliti stjórn­kerf­is- og eft­ir­lits­nefnd­ar alþing­is verður ráðið að ekki dug­ar leng­ur að skil­greina hlut­verk LHG vegna varn­artengdra verk­efna með þjón­ustu­samn­ingi. Þegar hann var upp­haf­lega gerður var um úrræði til bráðabirgða að ræða.

Reynsl­an sýn­ir að það fell­ur vel að starf­semi LHG að sinna varn­artengd­um viðfangs­efn­um. Nú ber að lög­festa þetta hlut­verk LHG og nota tím­ann til 2026 til að ljúka því verk­efni. Í skýrslu rík­is­end­ur­skoðunar er aðkoma LHG skil­greind of þröngt, rætt er um „rekstr­artengd“ verk­efni en ekki þau sem snúa að þátt­töku í flotaæf­ing­um eða þátt­töku í fjölþjóðlegu sam­starfi flota sem snýr að vörn­um Norður-Atlants­hafs. Skipu­lag og starf­semi LHG svip­ar til þess sem er meðal helstu sam­starfsþjóða auk þess sem meg­in­hlut­verk gæsl­unn­ar, eft­ir­lit ásamt leit og björg­un í hafi, er á verksviði her­mála­yf­ir­valda ná­granna­land­anna.

Skýrsla rík­is­end­ur­skoðunar bend­ir til þess að inn­an ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins gæti enn sjón­ar­miða sem rekja má til skipu­lags varn­ar­mála þegar banda­ríski flot­inn fór með stjórn mála í Kefla­vík­ur­stöðinni og ráðuneytið kom fram gagn­vart hon­um sem full­trúi stjórn­ar­ráðsins án til­lits til skipt­ing­ar verk­efna milli ráðuneyta. Sú skip­an breytt­ist fyr­ir 16 árum.

Ut­an­rík­is­ráðuneytið gegn­ir mik­il­vægu hlut­verki við stefnu­mót­un og þátt­töku í alþjóðlegu sam­starfi og sam­ráði um varn­ar­mál. Skipu­lag aðgerða og fram­kvæmd er í hönd­um annarra, ís­lensk­ar stofn­an­ir sinna aðeins borg­ara­leg­um verk­efn­um. Í þess­um mála­flokki ber að virða verka­skipt­ingu inn­an stjórn­ar­ráðsins.

 

 

Land­helg­is­gæsl­an gegn­ir lyk­il­hlut­verki vegna varn­artengdra verk­efna. Gæsl­an var til marks um full­veldið árið 1926 og hún er það enn sem fyrr. Nú ber að taka af skarið um nýtt hlut­verk með lög­um í stað þjón­ustu­samn­ings.