12.7.2025

Áætlanir krefjast aðgerða

Morgunblaðið, laugardagur, 12. júlí 2025.

Tvær út­tekt­ar­skýrsl­ur um tvö risa­vax­in ís­lensk sam­fé­lags­verk­efni birt­ust um mánaðamót­in. Ann­ars veg­ar skýrsla Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD) í Par­ís um skóla­kerfið og hins veg­ar út­tekt­ar­skýrsla Rík­is­end­ur­skoðunar um Land­spít­ala, mönn­un og flæði sjúk­linga.

Mennta­málaráðuneytið hef­ur verið brotið upp á und­an­förn­um árum. Verk­efn­um þess hef­ur verið ráðstafað út og suður. Í skóla­mál­um hef­ur verið skorið á stjórn­sýslu­lega sam­fellu frá leik­skóla til há­skóla með því að stofna sér­stakt ráðuneyti um há­skóla og fleira.

Mál­efni leik­skóla, grunn­skóla og fram­halds­skóla eru enn á verksviði mennta­málaráðherra en ráðuneytið hef­ur út­vistað verk­efn­um vegna þess­ara skóla til stofn­un­ar, Miðstöðvar mennt­un­ar og skólaþjón­ustu. Miðstöðin „gegn­ir lyk­il­hlut­verki í inn­leiðingu aðgerða sem miðlæg þjón­ustu­stofn­un á sviði mennta­mála“. Sveit­ar­fé­lög­in kosta og reka leik­skóla og grunn­skóla en ríkið fram­halds­skóla.

Miðstöðin mynd­ar síki utan um ráðuneytis­virkið og tak­mark­ar bein tengsl ráðherr­ans við skóla, nem­end­ur og starfs­menn. For­eldr­ar sem vilja um­bæt­ur í mennta­mál­um eiga lítið er­indi við stjórn­mála­mann í stofn­ana­væddu ráðherra­embætti.

Skil­virkni í æðstu stjórn skóla­mála er horf­in. Í út­tekt OECD sem birt var 26. júní 2025 seg­ir að ís­lenska mennta­kerfið sé meðal þeirra dreif­stýrðustu í lönd­un­um í OECD. Rann­sókn­ir stofn­un­ar­inn­ar bendi til þess að dreif­stýrð kerfi skili ekki aukn­um ár­angri í mennta­mál­um nema með miðstýrðu eft­ir­liti sem meti ár­ang­ur skóla á grund­velli sam­ræmds náms­mats.

Hér hef­ur verið stefnt frá sam­ræmdu náms­mati frá 2018 og það hef­ur ekki verið fram­kvæmt síðan 2021. Nú eru skóla­ein­kunn­ir og ýmis lítt skil­greind atriði notuð við inn­rit­un í fram­halds­skóla.

OECD mæl­ir með sam­ræmdu náms­mati í stað skóla­ein­kunna við inn­rit­un í fram­halds­skóla til að skapa meiri aga í kerf­inu og auka jafn­ræði. Slíkt náms­mat er ekki á dag­skrá miðstöðvar­inn­ar sem leggst auk þess gegn allri op­in­berri miðlun upp­lýs­inga sem gefa myndi for­eldr­um færi á að átta sig á stöðu barna þeirra með inn­byrðis sam­an­b­urði milli skóla.

Miðstöð mennt­un­ar ann­ast nú inn­rit­un í fram­halds­skóla og lauk henni 23. júní í ár. Seg­ir á vefsíðu miðstöðvar­inn­ar að alls hafi 5.131 ný­nemi sótt um pláss í fram­halds­skóla fyr­ir haustið 2025, 454 fleiri en í fyrra. Af þeim hafi 4.136 fengið pláss í þeim skóla sem þeir völdu sem fyrsta val (81%).

Skipt­ing um­sókna á skóla sem sjá má á vefsíðu miðstöðvar­inn­ar og niður­stöður við út­hlut­un plássa sýn­ir hve miklu skipt­ir fyr­ir nem­end­ur að jafn­ræði ríki í mati á náms­ár­angri þeirra. Eng­inn sam­ræmd­ur mæli­kv­arði er nú í gildi við það mat.

Miðstöðin vill halda niður­stöðum PISA-könn­un­ar­inn­ar á veg­um OECD sem mest leynd­um. Í umræðum um miðlun slíkra upp­lýs­inga er sagt að leynd­in sé lyk­ill að því að minnka stress í skóla­starfi. Próf­um er út­hýst með þeim rök­um að þau auki álag á nem­end­ur og kenn­ara. Þetta stang­ast á við boðskap­inn um nauðsyn þess að auka áfallaþol ein­stak­linga og þjóða á óvissu­tím­um.

Mennta­málaráðuneytið hef­ur gefið út tvær aðgerðaáætlan­ir á líðandi ára­tug um hvernig efla beri mennt­un og styrkja mennta­kerfið fram til 2030. Enn sjást fá spor í þessa átt þótt nú sé aðgerðatím­inn hálfnaður. Ráðherra sá sem nú sit­ur og á að leiða þetta starf læt­ur eins og allt sé í himna­lagi og góður gang­ur sé á öll­um sviðum. Hann virðist trúa því að birt­ing aðgerðaáætl­un­ar jafn­gildi fram­kvæmd henn­ar. Það er mik­ill mis­skiln­ing­ur.

Start-planning-elearning-courses

Skýrsla rík­is­end­ur­skoðunar um Land­spít­al­ann sýn­ir að það get­ur verið lang­ur veg­ur frá því að aðgerðaáætlan­ir skili því sem að er stefnt.

Nú í mars flutt­ist upp­bygg­ing hjúkr­un­ar­heim­ila til fé­lags- og hús­næðismálaráðuneyt­is­ins úr heil­brigðisráðuneyt­inu. Frá­flæðis­vand­inn og þar með skort­ur á sjúkra­rúm­um á Land­spít­al­an­um er að veru­legu leyti rak­inn til þess hve illa hef­ur gengið að fram­kvæma áætl­un um fjölg­un hjúkr­un­ar­heim­ila.

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar seg­ir að 2019 hafi heil­brigðisráðuneytið lagt upp með mark­mið um að hjúkr­un­ar­rými yrðu orðin 3.433 í lok árs 2024 og bið eft­ir rými yrði ekki lengri að meðaltali en 90 dag­ar. Skýrsl­an seg­ir að þetta mark­mið hafi eng­an veg­inn náðst. Rými séu nú tæp­lega 470 færri en gert var ráð fyr­ir, meðalbiðtími sé um 176 dag­ar og um 500 ein­stak­ling­ar séu á biðlista.

Þá seg­ir að í lok árs 2024 hafi upp­söfnuð heim­ild til fjár­fest­inga í hjúkr­un­ar­rým­um numið 12 millj­örðum króna og rým­um frá 2019 hafi ein­ung­is fjölgað um 69 á landsvísu.

Það sjá all­ir að aðgerðaáætlan­ir í þess­um dúr eru til þess eins að vekja falsk­ar von­ir. Betra er að láta þær óbirt­ar og leyfa kerf­inu að malla í kyrrþey.

Ríki og sveit­ar­fé­lög gerðu með sér sam­komu­lag í vor um að fram­veg­is bæri ríkið al­farið ábyrgð á fjár­mögn­un hjúkr­un­ar­heim­ila og var það lög­fest 16. júní. Af ferðum Ingu Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, og fjölda skóflu­stungna fyr­ir ný hjúkr­un­ar­heim­ili má ætla að ráðuneyti henn­ar hafi tekið rösk­lega til hendi við nýtt verk­efni sitt og noti skipu­lega upp­söfnuðu 12 millj­arðana.

Hjúkr­un­ar­heim­ili eru nú reist eft­ir svo­nefndri leigu­leið. Ríkið tek­ur ákvörðun, fær lóð hjá sveit­ar­fé­lög­um og býður út bæði bygg­ingu og rekst­ur. Leig­ir síðan hús­næðið og greiðir rekstr­araðilum þegar heim­il­in hefja störf. Lín­an var lögð á síðasta kjör­tíma­bili en áætl­un­inni var aldrei hrundið í fram­kvæmd.

Eitt er að byggja, annað að manna. Mönn­un­ar­vandi Land­spít­ala og einnig nýrra hjúkr­un­ar­heim­ila er óleyst­ur.