10.3.2006

Nýskipan lögreglumála. Leiðin að markmiðinu.

Lögregluskóli ríkisins, 10. mars, 2006.

 

Hvert skal stefnt?

Aukið öryggi.

Stærri liðsheildir.

Betri lögheimildir.

Tímamörk.

Ríkisstjórn mynduð 23. maí 2003.

17. október 2003 ráðherra kynnir áform um nýskipan lögreglumála.

11. nóvember 2003 tilkynnt að verkefnisstjórn hefði verið skipuð.

31. janúar 2005 skýrsla verkefnisstjórnar kynnt með fréttatilkynningu.

27. maí 2005 framkvæmdanefnd skipuð.

24. október 2005 framkvæmdanefnd skilar skýrslu.

25. október 2005 framkvæmdanefnd falið kynningarstarf.

9. desember 2005 framkvæmdanefnd skilar viðbótaskýrslu.

3. janúar 2006 dómsmálaráðherra kynnir ríkisstjórn tillögur sínar um nýskipan lögreglumála.

3. febrúar 2006 ríkisstjórn samþykkir frumvarp um nýskipan lögreglumála.

14. febrúar 2006 fyrsta umræða um frumvarp um nýskipan lögreglumála.

Millileikur
með sérsveit.

11. desember 2003 áform kynnt.

10. febrúar 2004 ríkisstjórn samþykkir eflingu.

1. mars 2004 framkvæmd hefst.

Framkvæmd lokið árið 2006.

Aðferð.

Tillaga um eflingu sveitarinnar var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar 10. febrúar 2004.

Sama dag kynnti dómsmálaráðherra niðurstöðuna ríkislögreglustjóra, lögreglustjóranum í Reykjavík, formanni Landssambands lögreglumanna og formanni Lögreglufélags Reykjavíkur, og fundaði auk þess sérstaklega með nær öllum sérsveitarmönnum og greindi þeim frá fyrirhuguðum breytingum.

Dómsmálaráðuneyti, embætti ríkislögreglustjóra og lögregla í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli mótuðu leiðir til að efla sérsveitina.

Framkvæmd.

2004 fjölgað um 10 lögreglumenn hjá lögreglustjóranum í Reykjavík og 16 sérsveitarmenn fluttir frá lögreglustjóranum í Reykjavík til ríkislögreglustjóra. 2 sérsveitarmenn á Akureyri.

2005 var sérsveitarmönnum fjölgað um 9 hjá RLS auk 2ja á Keflavíkurflugvelli. Fjölgað um 2 á Akureyri og alls 4 fluttir til RLS.

2006 verður sérsveitarmönnum fjölgað um 9 hjá RLS og 8 á Keflavíkurflugvelli.

Árangur.

2007 verða sérsveitarmenn 52  eða 56, ef samningamenn eru einnig taldir.

36 í Reykjavík auk 4 samningamanna.

4 á Akureyri.

12 á Keflavíkurflugvelli

Kostnaður á ári: 426 m. kr.

Viðbrögð við sérsveit.

Helgi Hjörvar á þingi 2. mars 2004:

Spyrja verður „hvort sérsveit þessi eigi að taka við einhverjum af verkefnum bandaríska hersins og þá hvaða verkefnum og hvers vegna.“

Ögmundur Jónasson á þingi 4. mars 2004:

„Koma öryggissveitirnar til með að verða hjúpaðar leynd? Hver verður aðgangur almennings að upplýsingum um starfsemi þeirra? Á hvern hátt tengjast breyttar áherslur aukinni upplýsingaöflun um borgarana? Hvað segir hæstv. ráðherra um þær gagnrýnisraddir að þær skipulagsbreytingar sem nú eru á döfinni séu liður í aukinni miðstýringu undir embætti ríkislögreglustjóra, jafnvel á kostnað almennrar löggæslu?“

Viðbrögð við sérsveit II.

Lúðvík Bergvinsson á þingi 4. mars 2004:

„Vissulega vitum við að hæstv. ráðherra hefur lengi haft mikinn áhuga á íslenskum her. En að því skuli hrint í framkvæmd þannig að hæstv. ráðherra og hans helsti aðstoðarmaður, ríkislögreglustjóri, skuli koma saman og taka þessa ákvörðun er nánast með hreinum ólíkindum. Það er með ólíkindum að Alþingi Íslendinga skuli ekki fyrst taka pólitíska umræðu um þá kúvendingu í öryggismálum sem það er að stofna íslenskan her. Þetta er með hreinum ólíkindum og ég þori að fullyrða að hvergi nokkurs staðar í lýðræðisríki mundu menn leyfa sér slíkt.“

Viðbrögð við sérsveit III.

Sigurjón Þórðarson á þingi 4. mars 2004:

„Menn hafa reynt að geta í eyðurnar og sumir hafa látið sér detta í hug að verið sé að láta gamlan bernskudraum rætast með því að efla sérsveitina. Ekki ætla ég að fullyrða að svo sé, en það er eins og mig minni að hæstv. ráðherra hafi fengið fleiri hugmyndir sem ég vonast til að verði ekki framkvæmdar með sama hraði, svo sem stofnun íslensks hers, endurreisn klausturs í Viðey og að senda varðskip til Júgóslavíu á meðan stríð geisaði.“

Viðbrögð við sérsveit IV.

Atli Gíslason á þingi 4. mars 2004:

„Lögreglumenn og samtök lögreglumanna hafa margsinnis gert grein fyrir því með rökstuddum hætti að nægilegar fjárveitingar hafi ekki verið tryggðar til almennrar löggæslu bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. Það kom berlega í ljós á fundum stjórnmálamanna með lögreglumönnum fyrir kosningarnar sl. vor. Launakjörum lögreglumanna hefur hrakað. Með tillögunum er miðstýring aukin en þjónusta við almenning, grenndarþjónustan, situr á hakanum. Hin almenna löggæsla í miðborg Reykjavíkur og einstökum hverfum Reykjavíkur mun sitja á hakanum þrátt fyrir brýna þörf á að efla hana.“

Viðbrögð við sérsveit V.

Helgi Hjörvar á þingi 4. mars 2004:

„Hæstv. dómsmrh. hefur lýst því yfir að uppáhaldskvikmynd hans sé Die Hard, en þar bjargar hetjan hundruðum úr klóm hryðjuverkamanna. En, frú forseti, þetta er Ísland í dag en ekki Die Hard, og, herra Björn Bjarnason, þér eruð enginn Bruce Willis. ..... En tilkynni, herra höfuðsmaður, að Víkingasveitin hefur sem betur fer ekki haft neitt allt of mikið að gera, og það er ekkert í verkefnum hennar sem kallar á þennan fjáraustur. Aukinn vopnabúnaður lögreglu mun aðeins kalla á aukna hörku í glæpaheimum og þessi sveit mun ekki ráða niðurlögum al Kaída.“

Sérsveit – stækkun umdæma.

Nýtt skipulag sérsveitar auðveldaði breytingu á lögregluumdæmum.

Skýrari verkaskipting.

Aukin hreyfanleiki.

Aðferð við nýskipan.

Verkefnisstjórn - fulltrúar ráðherra en ekki hagsmunaaðila.

Álit sérfróðra manna.

Skýrsla um viðfangsefnið.

Nægur tími.

Framkvæmdanefnd sérfróðra.

Kynning.

Leitað samkomulags.

Aðdragandi.

17.október 2003 tilkynnir ráðherra á fundi Sýslumannafélags Íslands, að hann muni skipa þriggja manna verkefnisstjórn til að vinna að nýskipan lögregluumdæma.

23. október 2003 heimsækir ráðherra Landssamband lögreglumanna og ræðir nýskipan á fundi með forystumönnum þess.

11. nóvember 2003 kynnt verkefnisstjórn til að móta og setja fram tillögur að breytingum á umdæmaskipan við löggæslu og innra starfi lögreglunnar.

Markmið að styrkja og efla starfsemi lögreglu og sýslumanna og nýta fjármuni betur; móta löggæsluáætlun; ekki gert ráð fyrir að sýslumannsembættum fækki.

Skýrsla kynnt.

27. janúar 2005 skýrsla verkefnisstjórnar kynnt á fundi með forstöðumönnum stofnana ráðuneytisins.

31. janúar 2005 send fréttatilkynning um skýrslu verkefnisstjórnar.

Skýrt frá því í fréttatilkynningu, að ráðherra hefði ekki tekið afstöðu til þeirra sjónarmiða sem fram kæmu í skýrslunni. Áður en að því kæmi vildi hann fá tækifæri til að efna til funda um málið sérstaklega með sýslumönnum og lögreglumönnum. Með þeim orðum væri hann ekki að skorast undan því að fylgja málinu eftir, enda væri hann eindreginn talsmaður þess að leitað væri skynsamlegra leiða til að efla og styrkja lögregluna og í skýrslunni væru reifaðar margar tillögur um það efni. Mikilvægt væri að breið samstaða yrði um allar breytingar á skipan lögreglumála.

Sýslumenn brýndir.

11. mars 2005 flytur ráðherra fyrirlestur í stjórnunarnámi lögregluskólans um stjórn lögreglu og baráttuna fyrir stærri umdæmum og segir:

Lykillinn að sátt um stækkun lögregluumdæma er að finna að minnsta kosti sumum sýslumönnum önnur verkefni en lögreglustjórn.

Lög standa ekki í vegi fyrir slíkri lausn.

Finnst leið til að sætta sýslumenn við stækkun lögregluumdæma, án þess að fækka þeim?

Vilja sýslumenn vinna að tillögum um ný verkefni fyrir embætti sín og vinna að framgangi þeirra?

Framkvæmdanefnd I.

14. til 15. apríl 2005 efna sýslumenn til fundar í félagi sínu um tillögur verkefnisstjórnar.

4. maí 2005 fer ráðherra á formannafund LL og ræðir nýskipan lögreglumála og næstu skref.

27. maí 2005 skipar ráðherra framkvæmdanefnd til að útfæra tillögur verkefnisstjórnar í samræmi við umræður um þær hjá lögreglu og sýslumönnum.

September 2005 framkvæmdanefnd fundar með formönnum LL og sýslumönnum.

24. október 2005 framkvæmdanefnd skilar skýrslu.

Framkvæmdanefnd II.

25. október 2005 birt fréttatilkynning um skýrslu framkvæmdanefndar.

Tilkynnt að ráðherra hafi fallist á meginatriði tillagna nefndarinnar en nánari útfærsla þeirra og framkvæmd verði ákveðin að loknum kynningarfundum framkvæmdanefndar um allt land með lögreglustjórum, lögreglumönnum og sveitarstjórnarmönnum. Auk kynningar á tillögum nefndarinnar verði þar kallað eftir sjónarmiðum heimamanna. Stefnt sé að því að efnt verði til þessara funda fyrir 1. desember 2005.

Lokakynning.

7. til 17. nóvember 2005 efnir framkvæmdanefnd til funda á sjö stöðum á landinu.

Boðaðir: sýslumenn, lögreglumenn, sveitarstjórnarmenn.

Samtals sækja á fjórða hundrað manns fundina.

Sérstakir fundir með þeim, sem þess óska.

9. desember 2005 lokaskýrsla til ráðherra.

Netkynning.

1153 heimsóknir vegna fréttatilkynningar um skýrslu verkefnisstjórnar.

1072 niðurhöl af skýrslunni í heild, auk þess hefur einstökum hlutum hennar verið niðurhalað sérstaklega – þá alls 1563.

673 heimsóknir vegna fréttatilkynningar um skýrslu framkvæmdanefndar.

1014 niðurhöl á tillögum framkvæmdanefndar.

289 niðurhöl á viðbótartillögum framkvæmdanefndar.

800 heimsóknir vegna fréttatilkynningar um tillögur ráðherra.

Lokaúrlausn.

Lykilembætti á Austurlandi og Vesturlandi.

Sérstaða Seyðisfjarðar.

Hólmavík til Ísafjarðar.

Nýtt embætti á höfuðborgarsvæði.

Lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Óbreytt fjárveiting til Vestmannaeyja.

Flutningur verkefna til sýslumanna.

Nýmæli á lokastigi.

Áhersla á nýskipan ákæruvalds.

Greiningardeild lögreglu.

Aðstoðarlögreglustjórar – lögfræðingar, lögreglumenn.

Innritun í lögregluskóla.

Vandræði vegna nýskipunar.

Birt á vefsíðunni alvaran.com til að safna undirskriftum:

„Hópur fólks um betri byggð í Borgarfirði hefur tekið sig saman um að safna undirskriftum á Internetinu með það að markmiði að halda lykilembætti lögregluumdæmisins í Borgarnesi í stað þess að flytja það á Akranes eins og kemur fram í tillögu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, en hugmynd hans gengur þvert hugmyndir fagnefndar sem stofnuð var til að koma með tillögur að staðsetningu lykilembætta í kjölfar fækkunnar lögregluumdæma á landinu.

Rök þeirra sem vilja að lykilembættið verði í Borgarnesi er meðal annars sú augljósa staðreynd, að í Borgarnesi er þungamiðja allrar umferðar sem fer norður í land, á vestfirði og vesturland. Auk þess er í umdæmi Borgarneslögreglunnar gífurlegur fjöldi sumarhúsabyggða og fer þeim fjölgandi með hverju árinu ásamt því að íbúafjöldinn eykst að sama skapi um helgar allan ársins hring og hefur gróflega verið áætlað að íbúafjöldinn geti allt að fimmfaldast þegar mest er.

Með því að flytja lykilembætti lögregluumdæmisins á Akranes er fótunum kippt undan eðlilegri löggæslu á svæðinu og í framhaldi af þeim flutningi má fastlega búast við að héraðsdómi og sýslumannsembættin fari þá sömu leið áður en langt um líður.

Við þetta vilja íbúar ekki una og hafa því gripið til þess ráðs að safna undirskriftum með þeim hætti er að ofan er lýst“.

Viðbrögð vegna greiningardeildar I.

Össur Skarphéðinsson á þingi 14. 02. 06.:

„Hér er um byltingarkennt nýmæli að ræða í löggæslu sem felst í því að fá að setja upp greiningardeild. Í frumvarpinu sjálfu er það afskaplega lítið útskýrt hvað á að fara fram innan hennar en hæstv. ráðherra sagði að hún ætti ekki aðeins að rannsaka afbrot sem hafa verið framin, heldur skuli hún líka stunda rannsóknir til að koma í veg fyrir að landráð verði framin eða brot gegn æðstu stjórnvöldum. Það þýðir að það er verið að fylgjast með fólki og ég spyr: Er þetta vísir að leyniþjónustu hér á landi?“

Viðbrögð vegna greiningardeildar II.

Ágúst Ólafur Ágústsson á þingi 14. 02. 06.:

„Er verið að stofna leyniþjónustu eins og heyrst hefur í umræðunni? Mun þessi greiningardeild einfaldlega finna sér verkefni verði lítið að gera hjá henni, og hverjar verða heimildir hennar? “

Ögmundur Jónasson á þingi 14. 02. 06:

„Sjálfur hef ég mjög miklar efasemdir um að yfirleitt sé komið á fót starfsemi af þessu tagi. En ég hef þann fyrirvara að ef slíkt verður ofan á, og það er vissulega ofan á, tel ég skipta mjög miklu máli að þingið, lýðræðislegir fulltrúar, hafi aðgang að upplýsingum sem þar koma fram.“

Viðbrögð vegna greiningardeildar III.

 Sigurjón Þórðarson á þingi 14. 02. 06:

„...almenningur verður að vera þess fullviss að eftirlit sé með deild sem á að fylgjast með svo mikilvægum málaflokkum. Ég er á því að það yrði málinu til framdráttar að ákveðið eftirlit, t.d. Alþingis, væri með þessari deild. Það hefur komið fram, m.a. í máli hæstv. ráðherra, að deildin eigi að vera í samstarfi við sambærilegar stofnanir í nágrannaríkjunum. Þess vegna verða menn að koma hreint fram hvað þetta varðar.“

Viðbrögð vegna greiningardeildar IV.

Magnús Þór Hafsteinsson á þingi 14. 02. 06:

„Ég vil þá í upphafi máls míns að lýsa því yfir að mér líst í sjálfu sér ekkert illa á að þetta verði gert, en ég spyr: Hvers vegna er þessi mikla hógværð, hvers vegna er verið að kalla þetta lögreglurannsóknardeild eða greiningardeild? Mér finnst að frekar ætti að taka skrefið til fulls og kalla þetta hreinlega öryggislögreglu.“

Viðbrögð vegna greiningardeildar V.

Dómsmálaráðherra á þingi 14. 02. 06:

„Á dómsmálaráðherra að koma inn í þingið með lagafrumvarp sem byggist á því að við séum að koma á laggirnar öryggislögreglu eða einhvers konar leyniþjónustu? Það bíður þá og gæti orðið næsta verkefni ef þingmenn vilja að ég vinni að því, ég mun þá að sjálfsögðu huga að því. Það er vikið að því í þessari skýrslu að ef það eigi að gera, þá eigi að gera það með sérstökum lögum og þá þurfi að huga að sérstöku eftirliti. Í því frumvarpi sem ég er að kynna í dag er ekki farið inn á það.“

Viðbrögð við greiningardeild VI.

Össur Skarphéðinsson við lok þingumræðna 14. 02. 06:

 „Hæstv. ráðherra sagði hér að þingmenn hefðu í dag talað með þeim hætti að þeir væru að óska eftir því að hingað inn í þingið kæmu einhvers konar hugmyndir eða tillögur um öryggislögreglu. Það er rangt. Það hefur enginn þingmaður nefnt það hér í dag.“

Næstu skref.

Lög samþykkt í vor – taka gildi 1. janúar 2007.

Undantekning:

Dómsmálaráðherra skal eigi síðar en 1. júlí 2006 skipa lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk hans er að undirbúa stofnun embættisins.

Skipa skal nefnd til ráðgjafar við stofnun nýs embættis á höfuðborgarsvæðinu og flutning starfsmanna til þess. Viðkomandi stéttarfélög eigi fulltrúa í nefndinni auk fulltrúa starfsmanna frá hverju embættanna þriggja.

Þriggja manna nefnd fylgist með framkvæmd breytinganna í heild sinni og skilar skýrslu til ráðherra.

Lokaorð.

Framsöguræða ráðherra á alþingi 14. febrúar 2006:

„Mikilvægt er að áfram verði haldið á þessum málum með vönduðum hætti og fallist Alþingi á tillögurnar sem hér hafa verið kynntar þarf að hrinda þeim í framkvæmd af vandvirkni og fagmennsku. Samhliða því sem málið er lagt fyrir Alþingi hef ég fengið til liðs við dómsmálaráðuneytið sérstakan verkefnisstjóra til að fylgja framkvæmd þessara víðtæku breytinga eftir, verði frumvarpið samþykkt. Ólafur Kristófer Ólafsson, sýslumaður Snæfellinga, hefur tekið þetta verkefni að sér. Hann býr yfir mikilli reynslu á þessu sviði og hefur m.a. endurskipulagt löggæslu á Snæfellsnesi á farsælan hátt. Hann mun vinna að þessu verki í samvinnu við sérfræðinga hjá embætti ríkislögreglustjóra. Mikilvægt er að góð sátt og samvinna takist á milli lögregluliða um innleiðingu þessara breytinga og ekki síður að allt verði verkið unnið í náinni og góðri samvinnu við hlutaðeigandi sveitarfélög. “